Þjóðviljinn - 14.12.1978, Side 17

Þjóðviljinn - 14.12.1978, Side 17
Fimmtudagur 14. desember 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17 ÁFANGAR í KVÖLD: Andrúmsloft hljómleika- ferðalaga Afangamenn, þeir Guðni RUnar Agnarsson (t.v.) og Asmundur Jónsson. „Við ætlum að taka fyrir allar hliðar hljómleikahalds,” sagði Asmundur Jönsson, sem ásamt Guðna Rúnari Agnarssyni sér um tónlistarþáttinn „Afanga”, kl. 23.05 I kvöld. „Kveikjan að þættinum er sið- asta plata Jacksons Browne , Running on Edges, en þar tekur hann þetta efni fyrir,” sagði As- mundur. „A plötunni eru m.a. upptökur frá tónleikum, úr bún- ingsherbergjum og úr bflnum, sem þeir feröast f. Og f textunum er mikið komið inn á þetta lif og það fólk sem fylgir tónlistar- mönnunum á hljómleikaferðalög- um.” Lögin sem leikin verða i þættin- um tengjast öll hljómleikahaldi á einneða annan hátt. Meðal þeirra má nefna Stage Fright, með The Band, Cutting með Grateful Dead og mörg lög af fyrrnefndri plötu Jacksons Browne. Þar má nefna t.d. Load Out, sem f jallar um rót- arana og þeirra starf. Lag Dannys O’Keef, Road, veröur etv. leikið og þá af honum sjálfum. Traveling með Modern Jazz Quartet veröur einnig brugöið á fóninn ef að likum lætur. Asmundur sagöi aö þessi plata Jacksons Brownehefði náð geysi- legum vinsæidum og ylli það notócurri furðu, þar sem hún er frekar þung og nokkuö hrá á köfl- um. Meöal laganna á plötunni er „Stay”, sem Brimkló söng inn á plötu hér uppá tslandi undir nafn- inu „Eitt lag enn”. Breska hljóm- sveitin Hollies hafði reyndar flutt það á plötu I fornöld poppsins anno 1964. Helgur maður og ræningi Leikrit eftir Heinrich Böll verður endurflutt í kvöld útvarp Ikvöidkl. 21.20 verður flutt leik- ritið „Helgur maður og ræningi” eftir Heinrich Böll. Þýðinguna gerði Björn Franzson, en Þor- steinn ö. Stephensen var leik- stjóri. Hann fer einnig með eitt aðalhlutverkið. Af öðrum leik- endum má nefna Lárus Pálsson, Val Gislason, Arndisi Björnsdótt- ur, Ingu Þórðardóttur og Haraid Björnsson. Leikritinu var áður útvarpaö 1955. Það er rúm klukkustund i flutningi. A unglingsárunum kynnistEvg- enius ræningjasyninum Múlts, en svo skilja leiðir. Evgenius lær- ir til prests og veröur mikils met- inn og vinsæl vegna framkomu sinnar. Að lokum er litiö á hann semhelganmann.enhonum liður ekki vel. Hann biöur ’daglega til Guðs aö hann megi sjá þann mann á jarðriki, sem honum sé likastur. Og hann tekst á hendur ianga ferð... Heinrich Böll er fæddur I Köln áriö 1917. Hann tók þátt I siöari heimsstyrjöldinni, en stundaði siðan nám i germönskum fræð- um. Frá 1951 hefur hann unnið fyrir sérsemrithöfundur. Ifyrstu verkum sínum tekur Böll til með- ferðar hörmungar striðsins og af- leiðingar þess, m.a. líf einstæöra kvennaog munaöarlausra barna, vandamál flóttamanna og erfið- leika I hjónabandi, svo nokkuð sé nefnt. Siðar beinir hann spjótum sínum að velferðarþjóðfélaginu. Þýðandinn, Björn Franzson. Hann deilir áskinhelgi og ástleysi manna á meðal og teflir fram á móti ábyrgðartilfinningu og miskunnsemi. Böll hefur gefið út frásagnabækur, skáldsögur og leikrit. Hann er einnig mikilvirk- ur þýðandi, hefur þýtt m.a. leikrit eftir Brendan Behan og George Bernard Shaw. Nóbelsverðlaunin fékk hann 1972. Útvarpiö hefur flutt tvö önnur leikrit Bölls, „Hina óþekktu” 1960 og „Reikningsjöfnuð” 1963. Höfundurinn, Heinrich BöU. Leikstjórinn, Þorsteinn ö. Steph ensen. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. -7.10. Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25. Morgunpósturinn. Um sjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis iög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þórir S. Guðbergsson held- ur áfram sögu sinni „Lárus, Lilja, ég og þú” (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.50 Þing-. fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lögj frh. 11.00 Iðnaöarmál: Pétur J. Eiriksson sér um þáttinn, sem fjaUar um iðnfræðslu. 11.15 Lestur úr nýþýddum bókum. Kynnir: Dóra Ir.gvadóttir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar.Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Kynllf I islenskum bók- menntum Báröur Jakobsson lögfræöingur flytur erindi I framhaldi af grein eftir Stefán Einarsson prófessor: — sjötti hluti. 15.00 Miðdegistónleikar: 15.45 Brauð handa hungruðum heimi Guðmundur Einars- son framkvæmdastj. Hjálp- arstofnunar kirkjunnar tal- ar við Helga Hróbjartsson kristniboða um hjálparstarf i Eþlópiu. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 Lestur úr nýjum barna- bókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Siguröardóttir. ——. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Daglegt mál Eyvindur Eiriksson flytur þáttinn. 19.45 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.15 Úr þjóðlifinu.Geir Viðar Vilhjálmsson ræöir við Tómas Arnason fjármála- ráðherra um efnahagsmál, skattamál og sparnaöar-- áætlanir rlkisstjórnarinnar. 21.00 Fiölukonsertnr. 2 i E-dúr eftir Johann Sebastian Bach 21.20 Leikrit: „Helgur maður og ræningi” eftir Heinrich Böll Aöur útv. 1955. Þýð- andi: Björn Franzson. Leik- stjóri: Þorsteinn O Stephensen. Persónur og leikendur: Evgenius, Þorsteinn ö. Stejrfiensen/Múlts, Lárus Pálsson/Bunts, Valur Glslason/Agnes, Inga Þórðardóttir/Biskupinn, Haraldur Björnsson/Presturinn, Jón Aöils/Hrómundur, Helgi Skúlason/Bókavörður, Róbert Arnfinnsson/Ekkjan, Arndfe Björnsdóttir/ Aðrir leikendur: Nlna Sveins- dóttir, Karl Guömundsson, Guörún Þ. Stephensen, Þor- grimur Einarsson, Arni Tryggvason, Steindór H jörleifsson, Valdemar Helgason og Einar Ingi Sig- urösson. Orö kvöldsins á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir, Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Vlðsjá: Friörik Páll Jónsson sér um þáttinn. 23.05 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir, Dagskrárlok. PETUR OG VELMENNIÐ — II. HLUTI EFTIR KJARTAN ARNORSSON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.