Þjóðviljinn - 06.01.1979, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. janúar 1979.
AF HLJÓMGAFFLI
Það má með sanni segja að margt spaklegt
hafi birst í dagblöðunum svona um og eftir
hátíðarnar og væri vist að æra óstöðugan að
fara að tíunda það allt í stuttu máli.
Það sem ég hef þó lesið af hvað mestri at-
hygli — ef til vill af jjví málið er mér ekki með
öllu óskylt — er gífurlega viðamikil úttekt á
óperuflutningi á sviði Þjóðleikhússins í
gegnum tíðina (eins og segir í Njálu).
Þessar greinar, sem eru tíudálkar uppúr og
niðrúr — nefndar „tónhvísl" — eru um margt
merkileg lesning, en ég finn mig knúinn til að
mótmæla einni staðhæfingu, sem raunar er
það sem gengið er útfrá í grein frá því á
fimmtudaginn var, og ber yfirskriftina ,,Án
gestaleikja f leyttum við kerlingar". Þar segir
orðrétt: „Operettan er gleðileikur, en Operan
sorgarleikur". Síðan segir höfundur að þetta
séu svona hversdagslegar skýringar á þessum
tveim listf yrirbrigðum, sem „eiga óendanlega
margt sameiginlegt, enda af sama stofni og
sauðahúsi".
Auðvitað er þetta reginmisskilningur.
Öperur eru alltaf broslegar og oftast
stórhlægilegar. Gallinn er bara sá að það
vantar talsvert uppá að íslenskir leikhúsgestir
séu nógu vel heima í því hvernig til dæmis
itölsk ópera gengur f yrir sig. Sannleikurinn er
sá að ekki þarf að sjá nema eina slíka og þá er
maður með alla óperusúpuna á hreinu.
Persónulega finnst mér til dæmis tónlistin í
óperunni I Pagliacci eftir Leoncavallo bæði
hrífandi og gullfalleg ef maður þarf bara ekki
að horfa á harmleikinn sem fram fer á
sviðinu, nema þá til þess að hlæja sig mátt-
lausan. Sems sagt dæmigerð ítölsk ópera.
Verkið byrjar á prólógusi, eða forspjalli.
Krypplingur kemur fram fyrir tjaldið og
syngur fyrir áhorfendur efnisinnihald óper-
unnar, svo þess vegna er jafnráðlegt fyrir
áhorfendur að fara bara heim, þegar tjaldið
er dregið f rá. Nújæja. Tjaldið lyftist og fyrsti
þáttur hefst. Rasssíðir sveitahjassar og rjóðar
dreif býliskonur vafra um, allir æðislega kátir
í kringum hestvagn, sem dreginn er af tveim
bassbarítónum ef hestur fyrirfinnst ekki.
Þarna eru þau Caníó, Nedda, kona hans og
frilla Silvíós, og Beppe, sem er bóndi. Caníó
tilkynnir liðinu þarna á torginu að nú eigi að
fara að sýna gamanleik og lendir síðan
umsvifalaust á fylliríi með bændunum þarna
á torginu, sem allir eru meira og minna á
herðablöðunum. I ölæðinu fara tenórarnir að
segja meira og minna fúla brandara um
Neddu konu hans, en hann segir þeim að þótt
hann sésvona sallarólegur þarna á sviðinu, þá
geti hann orðið alveg trítilóður heima hjá sér
ef hann komist að þvi að konan haldi f ram hjá
sér.
Þetta veldur því að Nedda kemst í uppnám,
en gleymir því fljótlega að hún er vitstola af
heift vegna þess að fuglar fljúga hjá með
kvaki og klið og hún finnur sig knúna til að
taka undir með f iðurfénu. Þegar Tóníó heyrir
hana syngja kvakaríuna reynir hann umsvifa-
laust að kyssa hana á munninn, en hún losar
sig úr faðmlaginu og lemur á Tóníó með svipu
meðal annars til að geta klárað lagið. Tónfó
verður æfur af bræði við flenginguna og sver
þess dýran eið að hann skuli ná fram
hef ndum.
En nú birtist Silvíó elskhugi Neddu og þau
koma sér saman um að strjúka saman í skjóli
næturinnar. En allt kemst upp og Silvíó tekst
með naumindum að strjúka. I æði augnabliks-
ins grípur Canió til hnífsins og hótar að gera
Neddu höfðinu styttri ef hún gefi ekki upp
nafn elskhugans. Beppe og Tóníó tekst að
sannfæra Caníó um að Nedda geti síður gefið
upp naf n elskhuga síns ef hann afhausi hana.
Eiginmaðurinn fellst á þau rök og læst vera
hinn rólegasti. Nú hefst leiksýningin, sem
Caníó leikur raunar til enda og syngur meðal
annars þar hina frægu og gullfallegu aríu
„Theshow mustgo on" eða „Vesti la giubba".
Og þannig endar fyrsti þátturinn. Seinni
þátturinn er eiginlega alveg eins og sá fyrri,
að öðru leyti en því,að í öðrum þætti tekst ekki
að koma í veg fyrir að óperan fái hinn venju-
lega sláturtíðarendi. Semsagt, Caníó slagtar
þarna á sviðinu bæði konunni sinni og elsk-
huga hennar og snýr sér síðan að áhorfendum
með orðunum „Kómedían er búin".
Þetta er bara venjulegur efnisþráður úr
venjulegri ítalskri óperu og sýnir að það er
mesti misskilningur að óperan sem slík sé
sorgarleikur. Operur eru yfirleitt stórkost-
legur farsi og þaðer ef til vill meginorsök þess
að óperur eiga tvímælalaust rétt á ser á
fjölum Þjóðleikhússins.
Og alltaf eru sigild orð óperustjórans
forðum:
Það sést á góðri söngkonu:
ef svellur hennar barmur
er hún að springa af einhverju
sem á að vera harmur.
Flosi
Berglind Bjarnadóttir syngur á
ballinu i Þinghól I kvöld.
Þrettánda-
„Félagsmálapakki” sjómanna
Eins og fram hefur komiö f fréttum hefur rfkisstjórnin greitt fyrir
fiskverösákvöröun meö þvi aö fallast á aö koma f framkvæmd félags-
lögum kröfum kjararáöstefnu SSt og FFSt. Ekki hefur komiö nákvæm-
lega fram hvaö i þessu loforöi felst en þó skilst Þjóöviljanum aörfkis-
tjórnin hafi gengiö aö öllum kröfum sem hér eru raktar aö neöan nema
kröfunni um stighækkandi sjómannafrádrátt, og kröfunni um fritt fæöi
um borö i sjötta liö. t sambandi viö skattakjör sjómanna hafa Alþýöu-
bandalagsmenn I rikistjórninni list yfir aö máliö sé enn á vinnslustigi
og eins og fram kemur i frétt I blaöinu f dag mun skattanefnd rikis-
stjórnarflokkanna gera athugun á þessum málum i þessum mánuði.
Þess er og aö geta aö skattbreytingar þær sem rikisstjórnin hefur beitt
sér fyrir á siöustu mánuöum þýöa skattauka fyrir um 2000 sjómenn.
Engir óskráðir
I þriöja liö er krafist endurskoöunar laga um lögskráningu sjómanna
i þvi augnamiöi aö tryggja aö skip séu ekki gerö út meö óskráöri áhöfn.
Þetta sé tryggt meö viöurlögum um stórhækkaöar sektir og missi veiöi-
og skipstjórnarréttinda.
Stighækkandi sjómannafrádráttur
1 fjóröa liö er krafist endurskoöunar á sjómannafrádrætti skattalaga
fyrir alla sjómenn, og aö þvi stefnt aö hann fari stighækkandi miöaö
viö fjölda skráningardaga. Þannig t.d. aö hann veröi eftir 4 mánuöi
10%, eftir 6 mánuöi 15% , eftir 9 mánuöi 20% og sé þá I öllum tilfellum
miöaö viö brúttótekjur.
fagnaður
í Þinghól
Alþýöubandalagiö i Kópavogi
heldur þrettándafagnaö I Þinghól
I kvöld kl. 21.00.
Meðal skemmtiatriöa veröa þjóö-
dansasýning og upplestur, Berg-
lind Bjarnadóttir syngur og loks
veröur dansaö fram eftir nóttu.
Skafti óiafsson og Magnús Rand-
rup sjá um fjöriö.
ih
Bótaréttur verði aukinn
Fyrsti liöur i kröfum kjararáöstefnu SSl og FFSl er aö þaö Alþingi
sem nú situr setji lög um aöbúnaö sjómanna og öryggismál. I þessari
löggjöf veröi ma.ýtarlegri ákvæöi en nú eru I gildi um öryggis- og heil-
brigðismál um borö Iskipum, frekariog fyilti réttur sjómanna til bóta I
veikinda-og slysatilfellum og greiöslur viö örorku og dauösföll.
Sérstakar öryggiskröfur
Sérstakar kröfur um öryggismálin eru þessar: 1. Orbylgjusendum
veröi komiö fyrir i öllum gúmbjörgunarbátum. 2. Haffærnisskirteini
skipa sem ekki eru búin öryggislokum viö linu- og netavindur veröi
ekki endurnýjuö um næstu áramót. 3. Komiö veröi fyrir sérstökum ör-
yggisbúnaöi á skut loönuskipa sem fyrirbyggi aö menn falli fyrir borö.
4. Veöurþjónusta veröi stórbætt.
Full ellilífeyrisréttindi við sextugt
I fimmta liö er lagt til aö ákvæöum tryggingarlaga um rétt til ellilif-
eyris viö 67 ára aldur veröi breytt á þann veg aö þeir sem gert hafa sjó-
mennsku aö ævistarfi og stundaö sjómennsku i 25 ár eöa lengur öölist
fullan rétt til ellilifeyris er þeir hafa náö sextugsaldri. Hafi maöur
stundaö sjómennsku sem aöalstarf I 30 ár skuli hann eiga rétt á 50%
viðbótarlifeyri. Einnig er gert ráö fyrir aö sjómannsekkjur njóti sama
réttar frá 60ára aldri. I þessum liö er þess einnig krafist aö unniö veröi
aö þvi aö tryggja sjómönnum greiöslu úr lifeyrissjóöi, verötryggöan
lifeyri viö 55 ára aldur.
Frítt fæði um borð
1 sjötta liö er þess krafist aö sett veröi I lög aö allir sjómenn skuli hafa
fritt fæöi um borö.
Benedikt Gröndal
heimsækir Svía
Benedikt Gröndal, utanrikis-
ráöherra hefur þegiö boö Hans
Blix utanrikisráöherra um opin-
bera heimsókn til Sviþjóöar.
Mun heimsóknin standa yfir
dagana 15., 16. og 17. janúar n.k.
í för meö ráöherra veröur
Höröur Helgason skrifstofustjóri.
Geðþóttaafskráning bönnuð
Þá er ennfremur i 1. liö krafna sjómanna lagt til aö þær breytingar
veröi geröar á lögskráningarlögunum aö útgeröarmönnum veröi bann-
aö aö afskrá ráöna skipverja einhliöa og fyrirvaralaust I þvi augnamiöi
aö svipta þá launum og öörum réttindum.
Lögfestir frídagar um jól
1 öörum liö er þess krafist aö lögfestir veröi fridagar á öllum fiski-
skipum yfir jólahelgina.
Fé til fræðslu og félagsmála
1 sjöunda og siöasta liö krafnanna um aukin félagsleg réttindi sjó-
manna frá kjararáöstefnu SSl og FFSl er fariö framá aö heildarsam-
tökum sjómanna veröi tryggt árlega fjármagn úr rikissjóöi til hagræö-
ingar, fræöslu- og félagsmála. Þá er þess krafist aö þegar I staö veröi
hafinn undirbúningur aö upptöku valins sjónvarpsefnis á snældur til
dreifingar til Islenskra skipa. Loks er þess fariö á leit aö rikissjóöur
stórauki framlag til byggingar og reksturs sjómannastofa, og aö lög-
fest veröi aö rikissjóöur greiöi ákveöiö hlutfall af byggingar- og rekst-
urskostnaöi sjómannastofa, aö fengnum tiliögum sjómannasamtak-
anna.