Þjóðviljinn - 06.01.1979, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. jandar 1979. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir Rekstrarstjóri: (Jlfar Þormóösson Auglvsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magntis H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar, Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdótþir Skrifstofa: Guördn Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurbsson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. HUsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttlr. Otkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Hitstjórn, afgrelösla og auglýsingar: SlöumUla 6. Reykjavlk, sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Nýja fiskveröið leysir vanda • í forystugrein Morgunblaðsins er því haldið f ram að fiskverðsákvörðunin /,leysi engan vanda" og forystu- menn sjómanna skammaðir fyrir að una við hana. Hér gætir að sjálfsögðu gremju vegna þess að þrátt fyrir allt tókst að ákveða verðið því sem næst á réttum tíma og leysa þá hnúta sem Sjálfstæðismenn hafa vonast til þess að yrðu að pólitískum rembihnútum. Þannig hefur hin ósamstæða rikisstjórn komist yfir hvern hjallann á i fætur öðrum. • Mergurinn málsins er sá að sjómenn sætta sig við f iskverðið í trausti þess að staðið verði við fyrirheit um að hrinda í framkvæmd kröfum sjómannastéttarinnar um félagslegar úrbætur. Annar fulltrúi fiskkaupenda hefur einnig lýst yfir því, að miðað við aðstæður telji hann að niðurstaðan sé sú besta sem hægt var að búast við. Vangaveltur Morgunblaðsins um að pólitiskt mat hafi ráðiðafstöðu meirihlutans í yfirnefnd verðlagsráðs um fiskverðið eru skiljanlegar, en hneykslunartónninn er býsna hlægilegur. Akvarðanir í kjaramálum byggja sjaldnast eingöngu á tæknilegum útreikningsaðferðum, enda geta samningamenn ekki horft f ram hjá því,að þeir hrærast í samfélagi þar sem pólitisk stefna og ákvarð- anir skipta lífskjörin miklu. • Enda þótt f iskverðsákvörðunin leysi vanda er út í hött að ætlast til þess að hún leysi allan vanda. Það virð- ist nú vera útbreidd skoðun að yf irleitt sé ekkert varið í ráðstafanir í kjara- og efnahagsmálum nema þær veiti allsherjarlausn á öllum vandamálum að minnsta kosti til tveggja ára. Þeir sem búa sér til svo einfaldan heim í flóknu og breytilegu samfélagi hljóta fyrr eða síðar að reka sig harkalega á raunveruleikann. • Það lá til að mynda á borðinu að vandamál bátaf lot- ans yrðu ekki leyst með f iskverðsákvörðuninni. Þar er um að ræða helsta uppbyggingarvanda íslenskrar út- gerðar í dag. Bátaf lotinn er að verulegu leyti gamall og úreltur, aðbúnaður sjómanna á bátunum er viða ekki boðlegur, og aflinn hefur sífellt dregist saman vegna breyttra útgerðarhátta og minnkandi fiskgengdar á grunnmið. I rauninni verður að endurskipuleggja báta- útgerðina í heild og er vandamálið af svipuðum toga og staðbundnir erfiðleikar fiskvinnslu á Suðurnesjum. Sjávarútvegsráðherra hefur myndað starfshóp til þess að taka fyrir vanda bátaútgerðarinnar og er þess að vænta að hann taki myndarlega til hendinni. • Olíukostnaður útgerðarinnar í heild er gríðarlegur og talið að þriðji hver f iskur fari í að greiða olíu. Hækkað olíuverð mun því verða útgerðinni þungt í skauti, en enn er allt i óvissu um hvað hækkunin verður mikii og hvort hún verður viðvarandi. Enn hefur enginn farmur verið fluttur til landsins á nýju verði og áður en ákvörðun verður tekin um hækkun olíuverðs mun verða tekið tillit til viðurstöðu starfshóps sem viðskiptaráðherra hefur skipað til þess að fara ofaní verðmyndun á olíu hérlend- is. • Fiskverðsákvörðunin að þessu sinni er á engan hátt ávísun á nýja gengisfellingu meðal annars vegna hækk- andi verðlags á sjávarafurðum erlendis og ráðstafana sem ríkisstjórnin hyggst grípa til i því skyni að lækka vexti af afurðalánum um helming og bæta stöðu fisk- vinnslunnar með þeim hætti og breytingum á afurða- lánakerfinu um 2% í heild. Það fer svo eftir framvind- unni á árinu og þróun í markaðsmálum hvort grípa þarf til einhvers gengissigs umf ram reikningslegs gengissigs sem óhjákvæmilegt er vegna stöðugra breytinga og veikrar stöðu dollarans. • Þannig verður um röð ákvarðana að ræða varðandi afkomu vinnslu og veiða á árinu, og núverandi ríkis- stjórn hef ur alla möguleika til þess að takast betur upp í þessum efnum en stjórn strandkapteinsins Geirs Hall- grímssonar. Þjóðviljinn minnir á að mjög mikilvægt er að sjómenn þrýsti á um að loforð um f élagslegar úrbæt- ur þeim til handa verði efnd, og að skattaívilnanir náist fram, enda eru þessi atriði forsenda þess aö nú er róið. — ekh Vísdómsflaskan fríð I tilefni af skrifum i Klippt og skoriö I gær um fullar visdóms- flöskur i stjórnmálaskóla Sjálf- stæóisflokksins og umræöur um hundahald i þeim ágæta skóla hefur þættinum borist eftirfarandi visa: ,.Kerskniskcif ogkomma nið kveða við i landi þó að visdómsflaskan frið fyllist UkarhJandL” Viimundur „KRATI” j Gaman, gaman Gaman, gaman, segir J Vilmundur Gylfason, i grein i IAlþýðublaðinu i gær sem hann auðkennir meö dulnefninu „krati”. Vilmundur sem hefur t fundið þaö ráð við einangrun Isinni i þingflokki Alþýðuflokks- ins aö rita af miklu offorsi I Alþýðublaöið biölar ákaft til Ólafs Jóhannessonar um stuðn- I' ing við hugmyndir sinar i efna- hagsmálum um leið og hann velur Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu hinar I* háöuglegustu einkunnir. Gamanið stafar af þvi að Framsóknarflokkurinn segist hafa fundið efnahagsstefiiu sem I* Vilmundur heldur fi-am að sé ekkert annað en efnahagsstefna Alþýöuflokksins og hyggur gott til samstarfs um hana nema þá 1 aö kommarnir komi öllum sönn- Ium hatursmönnum veröbólg- unnar fyrir kattarnef. Er nú skörin farin að færast upp i 1 bekkinn þegar Framsóknar- Imenn eru farnir að stela þeirri stefnufrá Alþýðuflokknum sem Vilmundur stal af Sjálfstæöis- ’ flokknum fyrir siðustu kosn- Iingar eins og Morgunblaðiö hef- ur margrakið. Sannar þetta enn 1 einu sinni aö sú stefna er laus i I hendi, sem er illa fengin. ! Lúddinn og | túðvískan , En um „Lúöviskuna” fer IVilmundur eftirtöldum orðum, og fjallar um fjandvin sinn, Lúddann: ,,Nú er bara að biða „ og sjá hvort Alþýðubandalagið Ilumar ekki á einhverri stefnu. Ennþá hefur ekkert bólað á henni, nema ef vera skyldi „ Lúðviskunni frægu sem hefur | verið aðhlátursefni fiestra n Gaman, gaman - Fram-1 sókn hefur fundið j nýja efnahagsstefnu ! manna er„hundsvit” hafa á efnahagsmáium.” Eftir að hafa á þennan hátt upplýst um „hundsvit” sitt á efnahagsmá 1 um snýr Vilmundur sér aö deilunum um landbúnaðarstefnuna á þingi: „Lúddinn hafði lofað Steingrfmi þvi, að þingflokkur Alþýðubandalagsins styddi frumvarpið. Þegar málið var hins vegar rætt á þingi, stóð Lúddinn upp, og kvaðst ekki myndu styöja það. Og hver var nú ástæðan: „Alltof mikil kjaraskerðing hjá bændum”, sagði Lúddi. Þá var ólafi Jó- hannessyni nóg boðið og hann lagðistundir feld á Þingvöllum, kannski i Snorrabúö. Yfirboð Alþýðubandaiagsins var svo augljóst og ómerkilegt, að Framsókn varö ljóst, aö höfuð- óvinur hennar númer eitt var ekki lengur Alþýðuflokkurinn, heldur Alþýðubandalagið. Með- al annars af þessum ástæðum mun mesti slagurinn á stjórnmálasviðnu á næstu mán- uðum standa á milli Alþýðu- bandalags og Framsóknar.” Púðurtunnan Niðurstaðan af þessuer óvænt hjá Vilmundi eins og flestar áiyktanir hans. Það kemur nefnilega upp úr dúrnum ,,að þrátt fyrir þetta hefur enginn stjórnmálaflokkur farið eins I taugarnar á Framsóknarmönn- um og Alþýðuflokkurinn. „Hinir ungu þingmenn Alþýðuflokksins hafa veriö rægðir i ræöu og riti, hvar sem Framsóknarmenn hafa stungiö niður penna eða opnað á sér munninn. Framkoma þeirra er oröin hlægileg, en samt halda þeir áfram. Jafnvel forsætis- ráðherra gat ekki stillt sig i ára- mótaræöu sinni, þar sem hann átti aökoma fram sem samein- ingartákn rikisstjórnarinnar. Þessi ólæti Framsóknar- manna minna meira á hugsýki en nokkuð annað. Steingrfmur Hermannsson hefur farið niðr- andi orðum um lýðræðislega starfshætti Alþýðuflokksins enda vanastur því úr Framsókn að ákvarðanir séu teknar í af- kimum og skúmaskotum fyrir framan eitt alsjáandi auga hvers alviturs forystumanns. Þá hafa þingmenn Framsóknar skrifaö froðufellandi nið um unga þingmenn Alþýöuflokksins i málgögn sin I Reykjavik og viöa um land. Margir þeirra hafa þegar oröið sér til skamm- ar og háöungar, enda verða um- mæli þeirra geymd en ekki gleymd. Þau eru hrein púður- tunna i næstu kosninga- baráttu”. Bjargaðu mér; Óli! „Nú væri viturlegt af Framsóknarþingmönnum að láta af rógsiöju sinni, ef þeir I kjósa að hanga i þessari rikis- I stjórn eitthvaö áfram. Kosn- | ingará næstu mánuðum myndu » ekki bæta stöðu þeirra, heldur I eingöngu markviss barátta við I verðbólguna. Þeir eiga að taka | undir með þeim Alþýðuflokks- » mönnum, sem eru tilbúnir að I fórna öllu i baráttunni gegn I verðbólgunni en ekki aö bakbita | þá i tima og ótima. — Þeir ættu » að hefja nýju efnahagsstefnuna, I sem Þórarinn birtir i Timanum, I til vegs og virðingar og fara aö | starfa i alvöru, en ekki láta ■ skynsamleg ráð lönd og leiö, I eins og of algengt hefur verið I I islenskum stjórnmálum. Þeir | ættu einnig að átta sig á þvi » hverjir veröa hinir raunveru- I legu óvinir þeirra, þegar til I næstu kosninga kemur" —Krati. • Verður ólafur bandamaftur Vilmundar? í friðarins bandi Þetta er aö sönnu afar fróðleg lesning og timanna tákn um einangrun Vilmundar aö hann skuli nú I bland við róg og skammir um Framsóknarmenn biðla svo ákaft til Ölafs Jóhannessonar. Þaö yrðu virki- lega pólitisk stórtiðindi ogóræk- ur vottur um aöVilmundur átti erindi sem erfiði inn á þing ef hann og ólafur Jóhannesson sameinuðust i friðarins bandi og yrðu helstu bandamennirnir á þingi. Það væri bæði löglegt og siðlegt, enda öll brögð leyfileg Aragötuættinni þegar þau snúa aö henni sjálfri I pólitikinni, þótt þau þyki siðlaus hjá öörum. En erþaöekki samt svo að þaösem höfðingjarnir hafast að hinir 1 halda að sér leyfist þaö. —e.k.h. S

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.