Þjóðviljinn - 06.01.1979, Side 5

Þjóðviljinn - 06.01.1979, Side 5
Laugardagur 6. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fréttir úr borgarstjórn Dagvistarmál þroskaheftra barna Félagsmálaráö og stjórnar- nefnd dagvistarstof nana i Reykjavik hafa siöan I ágústmán- uöi unniö aö tillögugerö um úrbætur i málefnum þroskaheftra barna i samráö viö Þroskahjálp, landssamtök þroskaheftra. A siöari fundi borgarstjörnar Reykjavikur i desember var svo- hljóöandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins vfsaö til meöferöar þessara nefnda: Borgarstjórn samþykkir, aö á hinu alþjóöleg ári barnsins 1979 skuli af hálfu Reykjavikurborgar veröa lögö sérstök áhersla á aö- geröir i málefnum þroskaheftra barna og aöstoö viö foreldra þeirra. Borgarstjórn visar i þessu sambandi til samþykktar félags- málaráös frá i september 1976 varöandi aöstoö viö þroskaheft börn. Sú samþykkt er reist á til- lögu starfshóps Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar meö megináherslu á dagvistun þroskaheftra barna á almennum dagvistarstofnunum ásamt nauö- synlegum hliöarráöstöfunum henni tengdum, svo og ráöstafan- ir til hjálpar foreldrum þroska- heftra barna til aö annast þau á heimilum sinum. Borgarstjórniysir sig fylgjandi þeirri meginstefnu, sem i þessari samþykkt félagsmálaráös felst, og samþykkkir, aö þeir þættir hennar, sem alfariö eru á valdi Reykjavlkurborgar, komi til framkvæmda þegar á næsta ári. Sérstök áhersla veröi lögö á eftir- farandi: a) Fjögur dagheimili og tveir leikskólar taki á móti allt aö 24 þroskaheftum börnum I dag- vistunogséuminnst þrjúbörn á hverri stofnun. Siöar veröi stefnt aö þvi, aö þroskaheft börn geti dvaliö á öllum dag- vistarstofnunum eftir þvi sem sérþjálfaöur starfskraftur kemur til starfa hjá þeim. b) Hópur starfandi fóstra veröi sérstaklega þjálfaöur til meö- feröar þroskaheftrabarna eft- ir ákveöinni námsskrá sam- hliöa starfi, ef meö þarf, og veröi námskeiöi þessu lokiö á næsta ári. Unniö veröi aö samræmingu á námi þorska- Félagsmálaráö vinnur aö tillögugerö í samvinnu við Þroskahjálp þjálfara og fóstra á þann veg, aö starfsþjálfuná sérstofmun- um fyrir þroskaheft börn veröifastur liöur I námi fóstra og starfsþjálfun á almennum dagvistarstofnunum fastur liöur í námi þroskaþjálfa. c) A vegum Reykjavikurborgar veröi rekin heimilishjálp, sem leyst geti foreldra þroska- heftra barna af um skemmri tima. Jafnframt veröi sköpuö aöstaöa til vistunar þroska- heftra barna á upptökuheimil- inu á Dalbraut, þannig aö foreldrar þeirra geti notiö orlofs til jafns viö aöra. Borgarstjórn felur félagsmála- ráöi aö hafa forgöngu um framkvæmd þessara tillagna og áætla fyrir henni á fjárhagsáætl- un 1979. Jafnframt felur hún ráöinu aö beita sér fyrir sam- starfi félagsmálastofnunar, barnadeildar Heilsuverndar- stöövar, fræösluskrifstofu og æskulýösráös um aögeröir á starfssviöiþessara stofriana til aö bæta þjónustu viö þroskaheft börn.” Lélegar efndir á fyrri samþykktum Guörún Helgadóttirtók til máls eftir ræöu Markúsar Arnar Antonssonar, sem fylgdi tillög- unni úr hlaöi,og sagöi aö meiri- hlutamenn I borgarstjórn væru fullkomlega samþykkir þvi hugarfari, sem aö baki tillögunn- ar lægi, þ.e. aö þroskaheftir skuli hafa öll sömu uppeldisskilyröi og aörir, og væri aldrei of oft á þaö minnst. Þá vék Guörún aö stööu máls- ins nú og sagöi aö á fundi i stjórnarnefnd dagvistarstofnana, sem haldinn heföi veriö 29. ágúst s.l., heföi veriö rætt um málefni þ'oskaheftra barna og heföi þaö veriö eitt hiö fyrsta sem hinn nýi meirihluti lagöi áherslu á. Fjallaö heföi veriö aö nýju um samþykkt borgarstjórnar frá 6. nóvember 1975, um aöstoö viö þroskaheft börn og einnig um álitsgeröstarfshóps undir forystu Jóns Bjck-nssonar sálfræöings, sem lögö var fram á fundi þá- verandi félagsmálaráös 23. september 1976, en tillaga Sjálf- stæöisflokksmanna er mjög i anda þeirrar álitsgeröar. Ataldi Guörún aö þó svo langt væri um liöiö frá samþykkt borgarstjórn- ar um þessi mál heföi dregist aö taka þaö til rækilegrar meöferö- ar. Guðrún Helgadóttir. Álit Þroskahjálpar Siöan sagöi hún: Ljóst er aö verulega er hægt aö haga framkvæmdum i samræmi viö álitsgerö starfshópsins, en rétt þótti, þegar nýtt félagsmálaráö fjallaöi um þetta, aö ræöa máliö viö Þroskahjálp, landssamtök þroskaheftra. Hinn 12. desember s.l. kom Margrét Margeirsdóttir, formaöur Þroskahjálpar, á fund stjórnarnefridar dagvistarstofn- ana og voru þessi mál rædd ýtar- lega þar. Niöurstaöa þess fundar varö aö Þorskahjálp skilaöi áliti á niöurstööu starfshópsins þar eö svo langt var um liöiö siöan álits- geröin var samin. Svar Þroska- hjálpar barst um miöjan desem- ber og i þvi segir m.a.: „Lands- samtökin Þroskahjálp fagna þeim áhuga sem félagsmálaráö Reykjavlkurborgar sýnir málefri- um þorskaheftrabarna,en harma jafnframt aö fyrrnefridar tillögur ráösins skuli ekki hafa komiö til framkvæmda i rikari mæli en raun ber vitni. Landssamtökin Þroskahjálp telja aö stefnt skuli aö þvi aö öU þroskaheft börn skuli eiga sama rétt og önnur börn til aö dvelja á almennum dagvistarheimilum, hvort heldur þaö eru dagheimili, leikskólar eöa skóladagheimili. Þessiyfirlýsing er I samræmi viö heildarstefnu landssamtakanna varöandi þroskahefta almennt, aö þeir njóti sömu þjónustu í þjóö- félaginu, á svipaöanhátt og aörir, eftir þvi sem unnt er. Þetta er hins vegar óframkvæmanlegt, nema sér- stakar ráöstafanir veröi geröar af hálfú stjórnvalda. Lagafrumvarp væntanlegt Landssamtökin Þroskahjálp hafa þvi beitt sér fyrir þvl, aö stjórnskipuö nefnd vinnur nú aö samningufrumvarps um heildar- löggjöf um aöstoö viö þroskahefta og er stefnt aö þvi aö f rumvarpiö veröilagt fram á alþingi I vetur.” Um tillögur félagsmálaráös frá 1976 segir i bréfi Þroskahjálpar aö þær þarfnist endurskoöunar til samræmis viöþá þróun sem oröiö hefur slöan og til samræmis viö væntanlegt lagafrumvarp, sem nú er iundirbúningi viö aöstoö viö þroskahefta. Þó er tekiö fram aö ýmis veigamikil atriöi I tillögun- um séu 1 fullu gildi. Helstu athugasemdir Þroskahjálpar viö tillögur félags- málaráös frá 1976 eru: „Námskeiö I sérþjálfun starfandi fóstra varöandi meö- ferö þroskaheftrabama hlýtur aö vera grundvallaratriöi I sam- bandi viödagvistun þroskaheftra barna, og þyrfti aö hefjast sem fyrst. Þá hlýtur i þessu sambandi aö teljast bæöi eðlilegt og æski- legt aö þroskaþjálfar veröi starfandi viö almennar dagvist- unarstofnanirþar sem þroskaheft börn skuli vistuö, auk þess sem stefnt skuli aö frekari samræm- ingu á námi fóstra og þroskaþjálfa en nú er.” Sérstofnanir auk venjulegrar dagvistar Einnig er tekiö fram aö auk þess sem Þroskahjálp telur aö öll þroskaheftbörnskuli eiga aögang aö almennum dagvistarstofnun- um, álita samtökin óhjákvæmi- legt aö fyrir mjög alvarlega þroskaheft börn veröi stofnaöar sérdeildir meö hliöstæðu fyrir- komulagi og starfrækt er viö dag- vistarheimiliö Múlaborg. Þá sagöi Guörún:,,A sam a há tt hefur einnig veriö rætt um hjálp til foreldra þroskaheftra barna á heimilum þeirra. Viö teljum einn- ig aöhér sé ástæöa til aö vinna aö framkvæmdmála i fullu samráöi viö lækna, félagsráögjafa sál- fræöinga og þroskaþjálfa auk annars fagfólks, og þvi sé óvitur- legt aö samþykkja hér i borgar- stjórn tillögur i smáatriöum um þessi mál sem geröar eru af borgarfulltrúum án þessa sam- ráös og á meöan félagssamstarf félagsmálaráös ogÞroskahjálpar er aö hefjast. Um III. liö tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er þaö aö segja, aö sjúkratryggingar greiöa nú daggjald fyrir þau 18 þroskaheftu börn sem dveljast I Múlaborg. Fyrir hin 6 börnin á dagheimilum og 18 á leikskólum borgarinnar er greitt á venju- legan hátt. Forstööumenn dag- vistarstofnana Reykjavikur hafa um árabil tekiö þroskaheft börn inn á dagvistarstofnanir, og ber aö þakka þeim þaö framlag til þessara mála, en þaö er rétt hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins aö þessa vistun þarf aö skipuleggja miklu betur, svo og aðra aðstoö viö þroskahefta.” Framgangur tillögunnar ekkert álitamál „Viö meirihlutamenn teljum þv^aö þessi mál veröi best tryggö á þannháttsem unniöer aö nú, og samkvæmt þeirri vinnu, sem liggur aö baki álitsgerðarinnar framhald á bls. 14 MINNING Guömundur Sigfússon, Vík Ég var ekki hár I loftinu þegar ég fyrst labbaöi aö heiman yfir götuna I Guðlaugshús meö tafliö undir hendinni aö hitta vin minn GuömundSigfússon. Og þær urðu reyndar æöi margar feröirnar áö- ur en foreldrar minir fluttu úr Vlk og þar meö staöiö upp frá þessu tafli eins og svo mörgu ööru. Þaö lýsir góömennsku Guö- mundar aö h ann skyldi sýna þess- um unglingi þaö umburöarlyndi aö nenna aö etja viö hann kappi svo ójafn sem sá leikur var lengstum. Guölaugshús og Guö- mundur Sigfússon eru æ siðan álika fastir punktar I tilveru upp- vaxtaráranna og endalaust hringflug fýlsins i bjarginu uppaf bústööum okkar. En þaö var ekki aöeins góö- mennska Guömundar I minn garö sem greiptist mér I huga heldur engu siöur glaöværö mannsins. Guömundur var ævinlega I góöu skapi. Bros hans lýsti lifsgleði og glettni. Hláturinn var mildur og smitandi. Hjá honum var gott aö vera. Og þaö var gott aö vera i Guölaugshúsi. Guömundur Sigfússon er fædd- ur 27. ágúst áriö 1921 aö Arnheiö- arstööum I Fljótsdal, sonur hjón- anna Sigfúsar Jóhannessonar frá Skjögrastöðum siöar bónda i Vallaneshjáleigu og konu hans Guðbjargar Guömundsdóttur frá Vopnafiröi. Guðmundur var nokkur ár hjá móöurfólki sinu i Vopnafiröi en bjó frá tiu ára aldri hjá foreldrum sinum i Vallanes- hjáleigu, allt til 25 ára aldurs. Auk bústarfa gekk hann til al- mennra verka sem buöust á Hér- aöi, einkum þó vegavinnu á sumrum. Voriö 1946 uröu þáttaskil I lifi Guömundar. Hannhéltþá súöur á land og festi þar rætur. Guð- mundur var I vegagerö viö Mark- arfljótsbrú þaö sumar en I árs- byrjun 1947, þegar Landssimi ts- lands tók viö rekstri Lóranstööv- arinnar á Reynisfjalli, varö hann starfsmaöur þar allt til ársloka 1977 aö stööin var lögö niöur. Ariö sem leiöstarfaði Guömundur sem pakkhúsmaöur hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Ég hygg þaö hafi veriö aö áeggjan fööurbróöur hans og nafna, sem þá var nýfluttur til Vikur, aö Guðmundur settist þar aö. Þaö var mikiö gæfuspor I lifi hans. Hann kynntist þar fljótiega konu sinni, Ester Guölaugsdóttur, oggiftustþauáriö 1949. Þaö sama ár eignuöust þau fyrsta barn sitt af fjórum, Guölaug, en hin eru Guöbjörg, Sigfús og yngstur Báröur 14 ára aö aldri. Bræöurnir þrlr eru allir búsettir i Vlk hjá foreldrum sinum en Guöbjörg er giftBjarna Matthiassyni smiö frá Breiöabólstaö á SIÖu og hafa þau búiö sér heimili á Kirkjubæjar- klaustri. Ester Guölaugsdóttir er mikil mannkostakona eins og hún á kyn til, ein fimmtán barna sæmdar- hjónanna Guölaugs Jónssonar pakkhúsmanns i Vik og konu hans Guölaugar Matthildar dóttur Jakobs i Fagradal. Af þeim hjón- um og barnahóp þeirra er mikil saga. Þaö var ekki litiö afrek aö ala upp þann stóra barnahóp i kreppu og fátækt þessa þorps. Guðlaug Matthildur lést langt fyrir aldur fram árið 1938 en Guö- laugur stóö þá einn uppi meö börnin. Guölaugur er mér einn minnistæöastur maöur i Vik og landsþekktur fyrir hestamennsku sina. Þau Ester og Guömundur settu strax saman bú I Guðlaugs- húsi sem ég kalla jafnan svo og hafa búiö þar til þessa dags. Hafa þau annast Guölaug hin efri árin. Guömundur Sigfússon var i lægra meöallagi hár, þrekvaxinn en samsvaraöi sér vel. Hann var frlöur sýnum, fráneygur og fremur munnstór, dökkur á hár en gránaöi fljótt háriö. I flestu bar hann svipmót ættar sinnar og um margt ólikur Mýrdælingum. Hann var hvers manns hugljúfi, hlýr og mildur i umgengni. Leik- ari var hann meö afbrigöum góö- ur og er öllum sem sáu minnistæöur i þeim óliku hlut- verkum sem á hann voru lögö. Uppúr 1950 varö á ný mikil gróska I leiklistarlifi Vlkurbúa og hélst svo nokkur ár. A þeim fjölum var Guðmundur ómissandi maöur. Guömundur haföi mikiö yndi af hestum. Hin siöari árin haföi hann fimm hesta á húsiog hirti þá af sérstakri snyrtimennsku eins og hann var reyndar þekktur fyrir af Héraöi. Þóttég flyttist burt úr Vik ung- ur hélt ég ævinlega góöum vinar- tengslum viö Guömund. Sam- skipti okkar uröu þó nokkru nán- ari nú sl. ár en um langt skeiö áö- ur. Kom þar til aö ég var á fram- boöslista Alþýöubandalagsins i Suðurlandskjördæmi i sumar leiö. Sjálfsagt heföu Guömundur og fleiri góövinir I Vik varla átt von á mér úr þeirri áttinni. Þeim mun meiri var ánægja min aö finna fyrir þennan fomvin i baráttusveit sósialista þar sem hann hafði frá fyrstu tiö staöfast- lega staöiö. Má segja aö I þeirri fylking hafi mikið munaö um þá þrjá ,‘fjallmenn” sem allir komu aö austan i okkar pláss um sama leyti aö kynbæta okkur i pólitisku tilliti. Nú stöast i októ- bermánuöi sat ég fund með Guö- mundi, hressum aö vanda, þar sem rætt var um starf og stefriu félags og flokks og hvernig stjórnlistarskák hinnar sósialisku hreyfingar yröi best tefld til sig- urs. Er nú öll veikari staðan er þú hefur horfiö frá boröinu fóstri. Er þó nokkur huggun I þvi aö á þeim vettvangi kemur maöur 1 manns staö. Hitt er annað aö harmur konu þinna og barna hlýtur aö vera ógnþrunginn er þú svo óvænt ert horfinn á braut. Þitt hlýja bros mun þvi miöur ekki ylja okkur oftar. En áfram heldur fýllinn sinu flugi, Guö- laugshús stendur og það mann- fólk sem þekkti þig mun geyma minninguna um góöan dreng. Ég sendi Ester og börnunum minar dýpstu samúöarkveöjur. Baldur óskarsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.