Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 4
4 SÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 9. janúar 1979.
MOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Pramkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir
Rekstrarstjóri: úlfar ÞormóBsson
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson
BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþrótta-
fréttamaBur: Ingólfur Hannesson
Þingfréttamaöur: SigurBur G. Tómasson
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson.
Handrita-og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
Elias Mar,
Safnvörfiur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttjir.
Skrifstofa: GuBrdn GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson.
AfgreíBsla: GuBmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir.
Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Signin- BárBardóttir.
HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttlr.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SifiumiUa 8.
Reykjavfk, sfmi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
Er þörfá
vinnumálaráöuneyti?
• Hlutverki núverandi rikisstjórnar hefur Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra lýst sem tilraun til
þess að stjórna landinu i samráði og með samstarfi
við verkalýðshreyfinguna. Það er ef til vill ekki öll-
um nægilega ljóst að hér er um að tefla nýja aðferð i
islensku stjórnkerfi. í þessum nýju stjórnarháttum
felst i rauninni það að fyrir liggur viðurkenning á
þvi að vilji verkalýðssamtakanna skuli liggja fyrir
áður en rikisstjórn og Alþingi taka formlegar
ákvarðanir um málefni sem snerta hag launastétt-
anna i landinu.
• Forsenda þess að beita megi nýjunginni með
árangri er að úr hvorugri áttinni sé um einstefnu að
ræða. Einstefnusamráð eftir að ákvarðanir hafa
verið teknar eru þekkt frá fyrri tið og hafa enga
þýðingu. ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður
gerir samráðsskipulagið að umtalsefni i grein i
Þjóðviljanum sl. föstudag og segir m.a. „Samráðið
felst hvorki i einhliða boðskap frá rikisstjórn til
verkalýðshreyfingar né ákvörðunum stjórnvalda
einna á umræðuefnunum. Samráðið veitir verka-
lýðshreyfingunni bæði réttindi og skyldur til að hafa
sjálf frumkvæði um stefnumótun. Á dagskrá sam-
ráðsfunda eiga einnig að vera erindi frá samtökum
launafólks.”
• Reynsluleysi i þessari nýju stjórnunaraðferð og
timahrak hafa einkum orðið tilefni til gagnrýni á
þau vinnubrögð sem núverandi stjórnarflokkar
hafa skuldbundið sig til þess að viðhafa. Visast er
þar fyrst og fremst um byrjunarerfiðleika að ræða,
enda þótt einstöku ráðherra og embættismanni hafi
gengið erfiðlega að átta sig á eða sætta sig við nýja
vinnusiði. En ljóst er af fenginni reynslu á haust-
mánuðum að þörf er á að festa samráðsskipulagið i
sessi, gera það viðtækara og markvissara.
• í fyrsta lagi þarf að skapa meiri tima til sam-
ráða á öllum stigum ákvarðanatökunnar, og ræða
ekki einungis við fulltrúa stærstu heildarsamtak-
anna, heldur einnig við minni sambönd og lands-
samtök i einstökum greinum.
• 1 öðru lagi þarf f jöldavirkni og viðtæk umf jöllun
innan verkalýðshreyfingarinnar að tengjast sam-
ráðsstarfinu. Búa þarf þannig um hnútana áður en
lokaákvörðun i mikilvægum málum er tekin að
raunverulegur vilji verkalýðshreyfingarinnar sé
ótviræður og birtist valdhöfum i stjórnarstofnunum
sem niðurstaða fjöldaumræðu i samtökum launa-
fólks.
• 1 þriðja lagi sýnir frumkvæði ASÍ og Verka-
mannasambandsins i sambandi við mótun laga um
félagsleg réttindi i tilefni af 1-des aðgerðunum, að
mikilvægt er að verkalýðshreyfingin leggi fram
eigin tillögur um mótun efnahagsstefnu ekki siður
en stjórnarflokkarnir.
• Innan rikisstjórnarinnar er nú til umræðu
hvernig gera megi samráðsskipulagið virkara af
hennar hálfu og tryggja að timaskortur verði þess
ekki valdandi að mikilvægir hópar verði útundan i
þeirri umræðu sem nýir stjórnarhættir gera kröfu
til að sé undanfari stefnumótandi ákvarðana i efna-
hags- og kjaramálum. Að þvi er Þjóðviljinn kemst
næst hefur sú hugmynd komið fram að ráða þurfi
sérstaka starfsmenn til þess að annast ýmsar hliðar
samráðsins ásamt forsætisráðherra og ráðherra-
nefndinni sem falið hefur verið þetta verkefni.
• 1 framhaldi af slikri hugmynd mætti vel hugsa
sér að þróaðist sérstök stjórnardeild, vinnumála-
ráðuneyti, sem hefði það að verkefni að festa sam-
ráðsskipulagið i sessi, og gera það að varanlegum
þætti i islensku stjórnkerfi. Atvinnumálin i heild
hafa marga fleti og það hlýtur að koma fyllilega til
greina að ýmsir þræðir sem að þeim lúta verði sam-
einaðir i sérstakri stjórnardeild i stjórnarráðinu.
— ekh
| Þrákálfur eöa
: Jón sterki
Það var í meira lagi fróðlegt
I aö fylgjast meö þvl, hvernig
■ Benedikt Gröndal reyndi að
Itúlka framgöngu sina i ráðning-
armálum á Keflavikurherstöð
san meiriháttar garpskap i um-
■ ræöuþætti i sjónvarpinu á föstu-
Idagskvöldið. Utanrikisráöherra
var ekki aldeilis á þeim buxum
að hann hefði fariö bónarveg að
• bandariska sendiherranum tíl
Iað biðja um að reglur um fækk-
un starfsliös hjá bandariska
hernum væri ekki látnar gilda
• hér á landi. Nei, hann hafði ver-
Iið islenskur þrákálfur og ætt-
jarðarvinur sem i stolti sinu og
reisn vill ekki að einhver Carter
• ráöi þvi hve margir fari á
Ilaunaskrá hjá hernum I Kefla-
vik. Þetta var mjög spaugilegt.
Utanrikisráðherra minnti á
■ engan fremur en alþekkta per-
Isónu úr Skugga-Sveini, Jón
sterka, sem er aldrei borubratt-
ari en þegar hann hefur verið
■ beygður i gras, þá þenur hann
Isig allan og kailar: Sáuð þiö
hvernig ég tók hann piltar?
j Braskaralýöurinn
! hvimleiöi
IBenedikt Gröndalhafði bæði á
Alþingi og siöar reynt að snúa
vörn i sókn með þvi aö segja
■ sem svo við þá talsmenn Al-
þýðubandalagsins sem hirtu
hann fyrir tiltækiö, aö þeim væri
• nær að beina skeytum sinum að
Iþeim braskaralýö sem væri all-
ur meö hugann viö aö mata
krókinn á Keflavikurflugvelli.
■ Nú vildi svo vel til, aö i Kast-
Iljósþættinum var Benedikt ein-
mitt spuröur að þvi hvað hann
ætti við með þessu. Hann svar-
■ aði þvi til, aö eftír aö hann tók
Iviö embætti utanrikisráðherra
hefði hann orðið fyrir svo mikl-
um þrýtsingi frá allskonar
, bröskurum sem vildu komast I
Ifeitt á Keflavikurflugvelli, aö
sér hefði blöskraö. Þvi heföi
hann tekiö si sona til orða i um-
a ræðunum um málið.
Meira aö heyra?
Nú er ekki að efa, aö margir
verða tíl að ónáða Benedikt út af
þessum málum. Kannski sumir
þeirra séu úr hópi þeirra
„braskaragreyja” úrhanseigin
flokki, sem Vilmundur sendi
skeyti ekki alls fyrir löngu, ein-
hverjir sem telja sig hafa lengi
verið afskipta og vilja nú kom-
ast aö hinni ilmandi dollara-
töðu. En hitt er svo annað mál,
aö það er einkennilegt tiltæki
hjá utanríkisráöherra að álasa
Alþýðubandalagsmönnum fyrir
að þeir ekki reki hermangs-
frambjóöendur frá skrifboröi
hans: hvernig 1 ósköpunum ættu
þeir að vita um þann átroðning
eða aðrar innanráöuneytisraun-
ir Benedikts?
Hitt er svo ekki nema rétt og
mátulegt, að Benedikt geri
grein fyrir þessum bröskurum
sem ekkilátahannifriði. Okkur
grunar nefnilega, að sá þarfi
áhugi sem menn hafa sýnt þvi
að skoða stöðu Aðalverktaka sé
ekki nema hjá nokkrum hluta
tengdur andúð á spillingu. Ann-
an aflvaka hefur sá áhugi sem
er einmitt sókn ýmissa aöila I
sneiö af hermangskökunni.
Benedikt á leik i þessum parti
málsins — það er ætlast til aö sá
stökkvi sem segir hopp hopp!
Áóvissum timum
A sunnudögum eru sýndir
þættir ágætir um okkar óvissa
tima og er Gailbraith þar á ferð
um söguna, skemmtilegur
leiöangursstjóri og margfróður.
Nú á sunnudögum vorum við
teymd meö öðrum sauðum, lif-
andi og dauðum, um vettvang
heimsstyrjaldarinnar fyrri og
einnig fengum við vel saman
þjappaða lýsingu á þeim lær-
dómum sem Lenin og bolsé-
vikar hans drógu af stórtið-
indum þess tlma.
Kapítalistar og
athafnamenn
Gylfi Þ. Gislason þýðir þessa
þætti og er margt vel um það
verk. En margt kemur áhorf-
anda undarlega fyrir sjónir þeg-
ar kemur að þýðingum á þeim
pólitisku hugtökum sem mest
sprengihætta er i. Kapitalismi
er t.d. yfirleitt þýddur sem
„fjármagnskerfiö”, og kapital-
istar Galbraiths verða hjá Gylfa
aö „atvinnurekendum”, „at-
hafnamönnum” eða fram-
kvæmdamönnum”. Sósialistar
eru ýmist „jafnaðarmenn” eöa
„félagshyggjumenn” og sósial-
ismi er „félagshyggjukerfi”.
Kommúnistar eru hinsvegar
kommúnistar og ekkert múður
með það.
Það er tvennt bagalegt viö
þessar þýöingar . Gylfi Þ. notar
orð sem eru ekki skiljanlegri en
alþjóðaoröin, nema siöur væri.
„Fjármagnskerfið” er i vitund
flestra miklu óljósara og þoku-
kenndara fyrirbærien ,,kapital-
ismi” getur nokkurntima verið.
1 annan stað er ekki finnalegt
samkomulag I almennri um-
ræðu um þá oröanotkun sem hér
er viðhöfö. Islensku oröin og al-
þjóðlegu orðin spanna ekki hið
sama svið. Þaö er kannski hægt
að segja aö kapitalistar séu
hver með sinum hætti „athafna-
menn” eöa „framkvæmda-
menn” —en það er ekki hægt aö
athafnamenn og framkvæmda-
menn séuendilega kapitalistar.
Með sama hætti eru sósialistar
félagshyggjumenn, en hve langt
nær samkomulag um aö félags-
hyggja sé sama og sósáilismi?
Hvaö eigum viö til dæmis aö
gera við ágæta konu i Garðinum
sem veriö var að tala um i
Morgunblaðinu á dögunum?
Hún haföi veriö formaður Kven-
félagsins i ein þrjátiu ár og org-
anisti i kirkjunni I fimmtiu ár.
Þess vegna var hún kölluð mikil
félagshyggjukona. Bóndi henn-
ar yrði áreiðanlega ærið lang-
leitur ef hann kæmist að þvi, að
með þessu stússi hefði konan
sest hið næsta kommum og
krötum. ab
Oddvitar „hinna gömlu valdastétta” eru á sinum stað I þýðingunni.
En hvað um „athafnamenn” og „félagshyggjumenn”?