Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 10
ÍOSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN —Þriðjudagur 9. janúar 1979. íþróttir (2 iþróttir íþróttir (5 Umsjón: Ingólfur Hannesson Jafnteffi gegn Pólverium 23:23 Jón Pétur Jónsson átti' stórleik og skoraði 7 inörk Þegar 3 mín 55 sek. voru til leiksloka í seinni lands- leik fslendinga og Pólverja náði Þorbjörn Guðmunds- son að jafna leikinn 21 — 21. Pólverjar svöruðu strax með marki og íslending- arnir fengu knöttinn. Þor- björn reyndi aftur skot, en nú fór knötturinn í stöng- ina. Ennskoruðu Pólverjar 23 — 21 og rúm mínúta eft- ir. Jón Pétur minnkaði muninn í eitt mark, 18 sek. eftir. Pólverjarnir freist- uðu þess að halda knettin- um, en misstu hann og Is- lendingarnir náðu að hef ja sókn. Löng sending fram á Bjarna Guðmundsson, sem sendi boltann af firna- krafti i net pólska liðsins og í þann mund gall flaut- an við. Leiknum lokið og jafntefli gegn einni sterk- ustu handknattleiksþjóð heimsins staðreynd, 23—23. Sami frlskleikinn var i byrjun yfir islenska liðinu og i fyrri leiknum og virtist að nú ætluöu menn ekki aö iáta einhverja slæma kafla koma i veg fyrir hag- stæð úrslit. Landinn náði strax forystunni, 1-0, 3-2 og 5-3. Pólverj- arnir héngu i okkar mönnum, en virtust ekki ná tökum á leiknum. En auövitað kom slæmi kaflinn seint og um siðir, 7 sóknarlotur I lok fyrri hálfleiksins skópu Pól- verjum gott forskot 12-10. 1 upphafi seinni hálfleiksins kom enn einn slæmi kaflinn, 6 sóknir i röð mistókust og staöan virtist oröin algjörlega vonlaus, 17-11 fyrir Pólverjann. Þá hófst Jóns Péturs þáttur Jónssonar. Jón hafði komiö inná I fyrri hálf- leiknum, látiö verja hjá sér eitt skot og verið kippt útaf snarlega. Hann var nú settur inná, jafn- framt þvi, sem stórskyttan Klempel var tekinn úr umferð ásamt Katuzinski (13). Við þetta riðlaöist allur leikur pólska liðs- ins og Jón Pétur sá um að skora mörkin á hinn fjölbreytilegasta hátt. Staðan breyttist úr 17-111 18- 14 og siðar I 17-19. Jón var ekkert aö hugsa um að láta við svo búið sitja, heldur raðaði inn þremur mörkum i röð meöan Pólverjar skoruöu eitt, 20-20 og áhorfendur trylltust af spenningi. Klempel þrumaði i samskeytin, 21-20 og var þetta 12. mark hans i leikn- um. Lokamfnútunum hefur áður verið lýst, en þætti áhorfenda á þessum lokaminutum hefur ekki verið gerö skil. Þegar landinn fór að saxa á forskotiö tóku áhorf- endur heldur betur viö sér og linntu ekki látum fyrr en með ógurlegu öskri þegar Bjarni Guö- mundsson jafnaði 2 sek, fyrir leikslok. Svona stuðning þurfa okkar menn aö fá á heimavelli. Pólverjarnir breyttu allmikið um taktik frá fyrri leiknum og munaði mest um það, aö sá frægi Klempel fór að sýna klærnar svo um munaði. Markvarslan hjá þeim var til muna slakari og e.t.v.hefur þaðráðiðúrslitum. Þó var undarlegt að sjá þessa snill- inga missa niður unninn leik i jafntefli fyrir eintóman klaufa- skap og hugsunarleysi, þvi vissu- lega átti aö vera auövelt fyrir þá að innbyrða sigurinn. Það verður gaman aö fylgjast með þvi hvernig fer þegar þessar þjóðir mætast i Baltik keppninni nú i vikunni. Þessi leikur var nokkur upp- reisn æru fyrir tvo menn i is- lenska landsliðshópnum. Annars vegar fyrir Jóhann Inga, lands- liösþjálfara, sem hefur veriö gagnrýndur nokkuð óvægilega Framhald á bls. 14 ólafur Jónsson, Vlkíngi kom mjög vel frá landsleikjunum gegn Pólverjum og sýndi og sannaði það, aö hann er einn besti hornamaður sem við höfum lengi átt. Hérna hefur hann snúiö á hinn fræga Klempel og skömmu siðar lá knötturinn i netinu. * ■ ' /«v i Enska knatt- spyrnan vegna veðurs A laugardaginn var áætluð heil umferð i ensku bikarkeppninni, en fresta varð nær öllum leikjun- —um. Aöeins tókst að ljúka þremur bikarleikjum og tveimur leikjum í 3. deild. Elstu menn segja að enska knattspyrnan hafi ekki _fengiöverriútreiöil6ár,en I árs- byrjun 1963 þurrrkuðust út marg- ar umferöir i deildakeppninni. Enn verra var það þó fyrsta frið- arveturinn, ’45-’46, en þá voru vetrarhörkurnar það miklar, að notaðar voru flugvélar til þess að varpa niður kolum á fjöldamörg- um stöðum á Englandi. Nú, umræðuefnið var vist enska knattspyrnan á laugardaginn var og hér eru úrslitin i bikarnum: Leicester-Norwich 3:0 Sheff. Wed. — Arsenal 1:1 Shrewsbury - Cambridge 3:1 IÞeir eru ekki margir, sem hafa 'skorað 7 mörk hjá pólska iands- liðinu i einum hálfleik og það i jafnmörgum tilraunum, en þaö gerði Valsmaöurinn Jón Pétur i leiknum á sunnudagskvöldið. ungustrákarnir i liöinu ekki orönir nógu leikreyndir enn- þá. — Okkar frammistaða var mjög góö i heildina og flestir strákarnir stóðu sig vel. Hvað mina frammistöðu varðar þá bara lét ég vaða á markiö og það heppnaðist og heppnaðist. 1 byrjun var ég settur inná, en var of bráður viö að skjóta vegna tauga- veikiunar. Þetta er i raun- inni fyrsti landsleikurinn, sem ég fæ að spila að ráöi á „Mér heppnaðíst allt sem ég ætlaði mér” sagði Jón Pétur Jónsson Jón Pétur Jónsson lék á aits oddi, eftir leikinn á s unnu d a gs k völ di ð, er fþróttasiðan hitti hann að máli i búningskiefanum. Þar vartalaðum Jón Klempel og fleira i þeim dúr. Hann var spurður um styrkleika Pól- verjanna og frammistöðu ts- ienska liðsins f leiknum. — Það kom mér mjög á óvart hve taugaveiklaöir Pólverjarnir uröu þegar Klempel var tekinn úr um- ferð. Maðurhélt að þeir væru vanir þessu, ei eílaust eru móti sterkri þjóö og það gef- ur meira. — Ég hef trú á þvi, að við komumst klakklaust i gegn- um Baltik keppnina 1 Dan- mörku, þvl við erum með stericara liö nú en i fyrra. Núna er þjálfarinn til staðar, ekki þjálfað I gegnum ein- hvern bréfaskóla. Þá er búið að velja hópinn fyrir all- löngu. Ég er b jartsýnn á góö- an árangur i B keppninni á Spáni. Við höldum okkur i B hópnum og e.t.v. komumst við lengra. IngH Áhugaleysiö einkenndi þegar KR sigraði ÍS 88:66 „Fer þessi vitleysa ekki bráðum að verða búin,” kallaði Einar Bollason fyrirliði K.H. tii áhorfenda þegar langt var liðið á leik þeirra vesturbæinga gegn I.S., en Einar var staddur inná vellinum. Þessi orö eru e.t.v. táknræn fyrir þann áhuga sem leikmenn beggja liðanna sýndu og var leikurinn, i einu orði sagt hrútleiðinlegur. I upphafi var leikurinn nokkuð jafn, K.R.-ingarnir sprækari fyrst, en stúdentar voru ekki á þvi að láta sinn hlut baráttulaust og náðu fljótlega forystunni, 17-12. Þeirra voru undirtökin næstu minúturnar, en vesturbæingarnir hristu af sér slenið og höföu yfir I hálfleik 42-36. Yfirburöir K.R. jukust I seinni hálfleiknum, um leiö þvarr mót- staða stúdentanna og kæruleysi og uppgjöf varð allsráðandi i leik þeirra. Dirk Dunbar, sá frægi kappi,var settur inná I fyrsta sinn til þess að bjarga þvi sem bjarga mætti, en Dunbar fann ekki leiöina I körfuna og stórtap blasti viö stúdentunum. Lokatölur urðu siöan 88-66 fyrir K.R. Eins og áður sagði var Dumbar litið sem ekkert meö vegna meiðsla, en i hans stað lék gamli K.R.-ingurinn Gisli Gislason og stóð hann sig einna jafnbest i liöi stúdentanna. Þá var Ingi Stefáns- son sprækur framanaf. Ekki er gott að segja hvernig fer með þá stúdenta fari Dunbar utan alfarinn eins og heyrst hefur. Eitthvað viröist sóknarleikur K.R.-inganna stirður þessa dagana. Á móti I.R. var hann hörmulegur og svo var einnig i fyrri hálfleiknum gegn stúdent- unum á sunnudaginn. Jón Sigurðsson er greinilega aö ná sér á strik eftir stuttan en slæman kafla og er það góðs viti. Þeir i K.R. hafa yfir aö ráða jöfnu og sterku liði, sem verður með i toppbaráttunni i vetur. Eitt er það, sem er hvimleitt við K.R. og er þaö hið sifellda nöldur og nagg, sem sumir leikmennirn- ir ástunda i flestum leikjum, hvort sem þeir eru innan vallar eða utan. Þetta þarf að laga. Stigin fyrir l.S. skoruöu: Gisli 14, Ingi 13, Bjarni Gunnar 11, Jón H. 11, Jón O. 6, Dumbar 3, Gunnar 2 og Steinn 2. Stig K.R.-inganna skoruðu: Jón 30, Hudson 19, Einar 12, Gunnar 8, Birgir 8, Garðar 7, Björn 2 og Arni 2. IngH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.