Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „Þegar ég er ad verða blankur eða á kannski fyrir einni eda tveimur mænum hugsa ég að peningunum sé ekki betur varið, þeir dugi hvort sem er skammt til matarkaupa. Stundum kviknar í mér löngun ef ég heyri fjörugt lag.” Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi: Áfengishugleiðing Ofneysla áfengis og óheiðar- leiki eru ótviræðir fylgifiskar. Afengi truflar heilastarfsemi og þar meö vitsmuni og dóm- greind. í mjög mörgum tilfell- um verða menn opnari, ljóstra jafnvel upp sinum innstu leynd- armálum, sem þeir ódrukknir myndu ekki gera. I öðrum til- fellum doöna fjörmiklir menn upp. Frá minum leikmannssjónar- hóli er ölvun timabundin geðbil- un, sem svo getur breyst i var anlega geðbilun. Einkenni þess- ara truflana eru að menn taka að dansa, syngja — i sumum vaknar bardagafýsn, öðrum glæpahneigð. Menn gerast djarftækari til kvenna en ella, nauöga jafnvel ef þeir fá ekki vilja sinum framgengt af fúsum vilja. Aörir verða kynferðislega ófærir. Fingralengd i fjármuni annarra og skemmdarfýsn eru og alkunna. Einnig viröingar- leysi gagnvart þjóöfélagslegum verömætum, mannvirkjum hvers konar, rúðubroti, upprofi umferöarmerkja, ruslailáta og fleira. Hjónabönd rofna, trúar- eiðir eru einskis virtir, börn biða tjón á sálu sinni, svo maöur tali ekki um dauðaslysin af völdum áfengis i umferðinni, orkutap vegna slysa, vinnutjón að ógleymdum þeim ömurleika og vanliðan þegar upp rofar. Svona mætti lengi telja. Þyngra en tárum tekur, er þó að vita að saklaus börnin skuli liöa fyrir þetta. Gerum til dæm- is samanburð á barni frá óreglu- og regluheimili. Það barn sem elst upp við reglusemi 1 þessum efnum, er ólikt glaðara og frjálslegra. Þetta er óhrekjan- leg staðreynd. Hitt barniö, sem býr við öryggisleysi, sifelldan ótta, von ef upprofar smá stund, en fær svo á sig bylinn án þess það vari, veröur eins og kyrk- ingslegt blóm. Kaupmennska foreldra i sambandi við undir- búning drykkju, sendingar I sjoppur eftir blandi og sigarett- um, gjöf þess sem afgangs verð- ur af peningunum fyrir sælgæti glepur fyrir barninu. Það velur sér félaga af svipuöu sauðahúsi, hringrásin byrjar. Þjóðfélags- hatrið hreiörar um sig eins og gaukur i máriuerluhreiðri og þegar þaö hefur aldur til, eða fyrr, kviknar löngun til að drekkja vonbrigðum sinum I veigum Bakkusar. Þannig myndast nokkurs konar vita- hringur, sem oft á tiðum rofnar aldrei. Þangaö sækir klárinn, sem hann er kvaldastur, segir i málshætti. Frá regluheimilum koma stundum óreglubörn, oft frá rikisheimilum þar sem of- neysla, utan áfengis,er viðhöfö bæöi I klæðnaði og mat. Uppeld- ismátanum er þar um að kenna. Peningaaustri og röngu verð- mætamati Sælt er að vera fátækur elsku Disa min, segir Davlð Stefáns- son skáld i hinu alkunna kvæði sinu Dalakofinn. Veraldleg auðlegö gerir engan hamingju- samann. Fólk sankar að sér alls konar dóti, húsgögnum, eirkerj- um, glerstyttum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna, fjölmiðl- arnir meö tiskufyrirbærin á skermum slnum verða þess valdandi að eftir 1-2 ár lendir þetta á öskuhaugunum, nýtt er keypt, eftir situr leiöi og drungi. Fátæktin þarf ekki að vera hrein örbirgð. Fólk getur búiö við sómasamleg kjör þó þaö teljist ekki rikt. En fátæktin hefur þann kost að hún krefst ekki meira en getan leyfir. Sparneytnin og nægjusemin eru þær dyggöir sem duga best: Fyrsta boöorðiö sem barnið þarf að læra,utan trúin á guö, er sparnaður, annað vinnusemi, þriðja stundvisi. Þó sumir telji að þeir sem lengst eru til vinstri i stjórnmál- um séu trúleysingjar er það al- rangt. Flestir eru efasemdar- menn, leitandi að þvi sanna, en trúin blundar innst inni I þeim og á hættustundum hvort sem er um sjúkleika eða annan háska að ræða leita þeir til bænarinn- ar: Menn geta ekki búist við þvi að fá svar á svipstundu, dagar og ár geta liðið þar til menn átta sig á þvi aö þeir hafi fengið hjálp fyrir tilstilli bænarinnar. Allar trúarkreddur eru sósialist um hvimleiðar. Væri Kristur uppi I dag væri hann stimplaður kommúnisti. Kenningar hans höfða flestar til þess sem I dag er kölluö vinstri stefna. Hann var liflátinn vegna þess að skoö- anir hans, hylli meðal fiski- manna, verkamanna og ann- arra sem bjuggu við bág kjör, voru ekki höfðingjunum að skapi. Vinhneigð og afbrotaárátta kemur ekki alltaf frá sósialisk- um heimilum. Hryðjuverka- menn eru flestir af riku bergi brotnir. Kynslóö eftir kynslóð hafa menn drukkið vin. Forn- menn og Sturlungar drukku mjöð, sem I dag er kallaöur grogg eöa mysa. Prestar, sýslu- menn og kaupmenn voru mjög vinhneigöir eins og sögur fara af. „Sunnefu nú sýpur skál, sýslumaöurinn Vium”. Vin- hneigðin er arfur forfeðranna. Það þarf sterkan vilja til að sigrast á henni. Hún er sjúk- dómur, sem oft er ólæknanleg- ur. Ef allir hættu að drekka missti rikið vænan spón úr aski sinum, svo vænan að það myndi sennilega riöa þvi að fullu. Þó miklu meiri verömæti glatist en inn koma sem skifta þó mil- jörðum getur þjóðfélagið ekki boriö sig án vindrykkju. Vin- verslanirnar eru kallaðar Hvitahúsið. Ekki er nú nafnið óvirðulegt. A ekki aö fara I Hvitahúsið I dag heyrist oft sagt og þá miðað við sérstök tilefni, þegar menn hafa hagnast eða eiga afmæli. Heyrt hef ég menn tala um drykkju sina og vinkaup sem nokkurs konar bankainn- legg. Er þá átt við að þeir séu að styrkja rikiö. Rikið fær ekki all- an ágóða af innfluttum vinteg- undum. Fyrir hverja tegund er umboðsmaður — hann gefur ekki sin laun. Hversvegna er verið að hafa þessa milliliöi úr þvi á annaö borð er verið að flytja inri vin? Til þess að ala mörgæsirnar betur án þess þó að hiröa innan úr þeim mörinn. í gamla daga geltu menn hrút- lömbin • þegar kólfarnir voru komnir niður i þeim til þess aö þau yröi feitari og mörmeiri á hustin. Ég spurði mann fyrir skömmu hvernig sálarástand hans væri áður en hann ákvæði að fá sér pyttlu. Hann svaraði: Þegar ég er að verða blankur eða á kannski fyrir einni eða tveimur mænum hugsa ég að peningunum sé ekki betur varið, þeir dugi hvort sem er skammt til matarkaupa. Stundum kviknar I mér löngun ef ég heyri fjörugt lag. Oft er eins og allt sé rafmagnað I kringum mig. Þetta voru orð drykkjumanns. Margur hefur sjálfsagt svipaða sögu að segja. Ungir menn byrja oft drykkjuferil sinn sökum ómannblendni. Þeir geta ekki tjáð sig nema undir áhrifum, þora ekki að dansa né nálgast konur og eru yfirleitt utangátta i þjóðfélaginu. Vlniö er engin lækning við þessum sálræna kvilla, þvert á móti. Fyrir nokkrum árum þótti þaö hneyksli að sjá konu drukkna. Nú þykir þetta þvi miður næst- um þvi sjálfsagöur hlutur. Kon- ur eru oft ofsafengnari I orðum og athöfnum undir áhrifum vins en karlar. Kona sem er ger- sneidd og fráhverf kynferðisat- höfnum nema þá eðlilega verð- ur oft eins og hryssa I látum — drukkin. I sumum tilvikum hef ur vinið óæskilega örvun á hor- mónastarfsemina, öðrum lam- andi. Eins og ég hef áður drepið á er svipaöa sögu að segja af körlum. Verst er drykkjan á alls konar ólyfjan, brennsluspritti, r i rakspira, brjóstsaft og hár- ~ splra. Þegar minnka fer i budd- . unni gripa menn til þessara drykkja og virðist svo sem að hárskerar og snyrtivöruversl- _■ anir séu ósparar á þennan mjöð við drykkjumenn. Lyfjaverslanir láta yfirleitt einn skammt eins og það er kallað eða 50 grömm af brennsluspritti. En enginn vandi er fyrir drykkjumenn að ná sér i meira. Þeir hanga á næsta götuhorni og húkka næsta vegfaranda til aö kaupa fyrir sig skammt. I iriörgum tilvikum fá þeir synjun, en alltaf er ein- hver sem telur ekki eftir sér sporin til þessara verka. Drykkjusýkin er verri en nokk- urt krabbamein. Gagnvart krabbameininu vita mennhvar þeir standa, drykkjusýkinni ekki. Viöurkenning og viljafesta gagnvart sjúkdómum geta þó ráðiö miklu um bata, eins að breyta um umhverfi. Seinustu árin hafa fordómar gagnvart drykkjusjúklingum og alkóhól- istum minnkað. Fáir kalla nú drykkjumenn ræfla. Flestir vita að þetta er sjúkdómur. Þar hafa A.A. samtökin komið til góðs eins og mörgu fleiru. Með til- komu fleiri vistheimila og hæla, og sérmenntaðs fólks, aukast likurnar fyrir verulegum bata hjá stórum hópi ofdrykkju- ___________ manna. Ofdrykkjumaðurinn er ekki svo forstokkaður eins og margur heldur, aö hann vilji ekki reyna að hætta. Flestirþrá að læknast. Ég hef áéð menn, gráta yfir eymd sinni. Þó eru til einstaklingar, sem viöurkenna ekki sjúkdóm sinn, segja: Ég drekk ekki meira en þú. Félags- ráðgjöf er nauðsynleg of- drykkjumönnum. Þeir þurfa að geta rætt vandamál sin þar sem þau eru litin raunsæju auga. Sjúkdómurinn er sálrænn og verður að skoðast frá félagsleg- um sjónarhóli. Rekstur Reykiavíkur- borgar endurskoðaður Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum s.l. fimmtu- dag að gerð yrði heildarút- tekt á rekstri Reykjavíkur- borgar. Hlaut tillaga meirihlutans um úttektina 8 atkvæði, en fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins sátu hjá. Tillagan var svohljóð- andi: „Borgarstjórn samþykkir, aö gerö verði heildarúttekt á rekstri borgarinnar. Kefisbundið verði tekin fyrir afmörkuð verkefni og verði i þvi sambandi leitaö til viöúrkenndra aðila á sviði hag- ræðingarmála, þegar þurfa þyk- ir, og þeim falið að gera ýtarlega úttekt á verkefnum og skila um þau álitsgerð ásamt tillögum um skipulagsbreytingar og endur- bætur á rekstrinum. Jafnframt vinni hagskýsluskrifstofa borgar- innar samkvæmt áætiun að hag- ræðingarverkefnum á þessu ári og verði jafnframt með i ráðum varðandi úttektirnar.” Gleymska meirihlutans Davið Oddsson andmælti til- lögunnif.h. borgarfulltrúa Sjálf- stæöisflokksins og fór á kostum. Lagði hann fram bókun þeirra, þar sem segir að niðurstaöa út- tektar á fjárhagsstöðu borgar- innar, sem gerð var s.l. sumar hafi valdið meirihluta borgar- stjórnar miklum vonbrigðum, þar sem hún hefði borið vitni um búnir að gleyma þvi, að úttektar- innar væri þörf og aö þeir hefðu boðað hana. 1 bókun borgarfull- trúa Sjálfstæöisflokksins segir að tillagan sé sllk hrákasmlö að með öllu sé óljóst hvað verið væri að samþykkja hljóti hún afgreiöslu borgarstjórnar. Ekkert komi fram um hvaö hvernig standa eigi UMRÆÐUR í BORGARSTJÓRN trausta fjárhagsstöðu borgar- sjóðs. (!) Varð hlátur i salnum þegar Davið hóf mál sitt á þessu en á fram hélt hann ótrauður og næsti liður var að á þeim 7 mánuðum sem nýr borgarstjórnarmeiri hluti hefði setiö að völdum hefði ekkert bólað á heildarúttektinni sem boðuð var I málefnasamningi flokkanna þriggja, fyrr en allt I einu núna. Taldi hann þetta bera vitni vanefndum á málefnasamn- ingi flokkanna, sem nú hefðu vaknað upp viö vondan draum og hlaupið til á milli umræðna um fjárhagsáætlun og barið saman loðna og óljósa tillögu um þetta efni. Þeir hefðu nefnilega veriö að úttektinni, hversu viðtæk hún eigi að vera, hvenær eigi að fram- kvæma hana, hvenær stefnt sé að þvi að niðurstaða liggi fyrir, né heldur hve miklu fé skuli varið til hennar. I lok bókunarinnar seg- ir: „Ljóst er að hér er um hroð- virknislega sýndartillögu að ræða, sem ætluð er til þess eins að slá ryki I augu borgarbúa og af- saka það ráðþrot og stefnuleysi vinstri flokkanna sem komið hefur fram við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar.” Ætli borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þvl ekki að taka þátt I afgreiöslu imálsins en kjósi hjá- setu. Eins og venjulega þegar Davið er falið að hafa mál fyrir borgar- stjórnarflokk Sjálfstæðisflokks- ins sá Albert Guðmundsson sig tilneyddan til að stiga i pontu, mótmæla flokksbróður sinum og bæta um betur. Albert taldi tillöguna bera vitni rikri ábyrgðartilfinningu meiri- hlutans, þar sem hún væri e.k. á- kall um hjálp i nauðum. Borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði nefni- lega komist að þvi aö hann þyrfti á hjálp að halda til þess að kom- ast I gegnum stjórn borgarinnar þetta kjörtimabil. Sagðist hann vilja standa með hinum nýja meirihluta og veita alla sina að- stoð til hjálpar. Benti hann einnig góðfúslega á að aörir borgarfull- trúar Sjálfstæöisflokksins, sem mikla reynslu hefðu af borgar- stjórninni t.d. fyrrverandi borgarstjóri, gætu einnig lagt lið. Gott boð afþakkað Björgvin Guðmundssori sagði það gegna furðu að borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hefðu eng- an skilning á þvi að nauðsynlegt væri að vinna stöðugt aö hagræð- ingu og endurbótum á rekstri Reykjavikurborgar, sem væri eitt stærsta fyrirtæ kilandsins. Afþakk- aði hann boð Alberts Guðmunds- sonar um aðstoð ihaldsins, sem allajafna hefði aðeins beitt einni áðferð við rekstur borgarinnar, — þ.e: hækkun á kostnaðarliðum milli ára eftir verðlagshækkun- um. „Rekstur einstakra deilda og stofnana hefur\ sjálfkrafa verið hækkaöur um ákveðna prósentu- tölu á milli ára,” sagði Björgvin, „án þess að farið væri ofan i saumana á einu einasta atriði. Þrátt fyrir gifurlegar breytingar á verkefnum einstakra deilda frá ári til árs hefur veriö skellt á rekstur þeirra sömu kostnaðar- hækkuninni og verðbólgan segir til um. Við frábiðjum okkur þvi að éta eftir Ihaldinu þau úrræði sem orðiö hafa til þess að gera rekstrargjöld aö langstærsta at- Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.