Þjóðviljinn - 13.02.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1979, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. febrúar 1979 Svart á hvítu tímaritió sívinsæla lifir og dafnar Síðasta tölublað stefnir í metútbreiðs'u Þar má meðal annars lesa um: • Hrakfarir Höxa sem Þórarinn Eldjárn hefur fært í letur. • Nánari fréttir af ævintýrum Walters Benjamín. • Dario Fo og Alþýðuleikhúsið sem trylla lands- menn um þessar mundir af sviði Lindarbæjar. • Hálfbilaðir nýlistarmenn bregðá á leik. • Ljóðskáld hérlend og erlend slíta úr sér hjörtun. • Megas fílósóferar um ástina, og áfram mætti lengi telja. Fyrsta tölublað ’79 er í undirbúningi, en þar mun kenna margra óþverragrasa á rúmbotninum. Gefum ritskoðunar- og afturhaldssinnum landsins langt nef með því að stórefla tímaritið. Það fæst í bókaverslunum og hjá götusölum. Áskriftarsími 15442. Einnig geta menn gerst áskrifendur í höfuðstöðvum blaðsins, Gallerí Suð- urgötu 7, er sýningar standa yfir. Rannsóknarmaður í efnafræði Rannsóknarmaður óskast til starfa við efnafræðistofu Raunvisindastofnunar Háskólans. Æskileg menntun: BS próf i efnafræði eða hliðstæð menntun. Laun samkv. launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir.ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fram- kvæmdastjóra Raunvisindastofnunar Háskólans Dunhaga 3, fyrir 15. febrúar n.k. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra,auglýsir eftir umsókn um dagvistun Ákveðið er að hefja starfrækslu dagvist- unar i Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, fyrir mikið fatlað fólk á aldrinum 16-66 ára, um næstu mánaðamót. Dagvistunin verður starfrækt virka daga mánudaga til föstudaga kl. 9-17. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra Hátúni 12, á venjulegum skrifstofutima. Nánari upplýsingar i sima 29133 milli kl. 13 og 15. Umsóknir þurfa að berast sem fyrst. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Skrifstofumaður Orkustofnun óskar að ráða skrifstofu- mann, aðallega til vélritunarstarfa. Umsóknir sendist til Orkustofnunar Laugavegi 116 Rvk. fyrir 20. febr. n.k. og skal fylgja þeim upplýsingar um aldur menntun og fyrri störf. IRAN: Bazargan orðinn forsætísráðheira Baktiar lifandi en fer huldu höfði TEHERAN, 12/2 (Reuter) — A föstudag rébust hermenn á bækistöövar flughersins til aö handtaka þar stuöningsmenn Khomeinis. Þá blossuöu upp blóöugir bardagar sem stóöu i tvo sólarhringa þar til and- stæöingar keisarans náöu völd- um i landinu. Baktiar forsætis- ráöherra yfirgaf skrifstofu sina á sunnudag en Bazargan er nú sestur i hans stól. Útvarpiö i Iran, en þaö kallast nú Rödd byltingarinnar til- kynnti f gær aö Baktiar heföi sagt af sér, en stuöningsmenn hans hafa ekki enn staöfest þaö. Sögusagnir voru um aö Baktiar heföi framiö sjálfsmorö en einn samstarfsmanna hans bar þær sögur á bak aftur i dag. Sagöist hann hafa talaö viö hann i síma. Væri hann heill á húfi og frjáls feröa sinna. Ekki var þess þó getiö hvar hann héldi sig. Þegar bardagar voru I al- gleymingi á sunnudag lýsti her- inn yfir hlutleysi sinu i pólitísk- um átökum. Margir hermenn úthlutuöu vopnum til óbreyttra borgara. Herbúöir voru her- teknar, siöan lögreglustöövar, útvarp og sjónvarp. Menn her- tóku einnig höll keisarans. Á þremur dögum tókst aö sigra jafnvel best þjálfuöu her- sveitir keisarans. Læknar áætla Mehdi Bazargan hinn nýi for- sætisráöherra i tran. aö 500 manns hafi látiö lifiö og 2000 særst um helgina. I dag var rólegt i Teheran. Götutálmanir voru hvarvetna og var þeirra gætt af vopnuöum borgurum sem kannski komust fyrst i snertingu viö vopn á aöfaranótt laugardagsins. Landamæri ír- ans eru lokuö svo og flugvellir. Iranskir diplómatar vföa um heim hafa afneitaö keisaranum og viöurkennt hin nýju stiórn- völd. Viöa fóru iranskir náms- menn i sendiráö sin og fjar- lægöu myndir af keisararafjöl- skyldunni og settu aörar af Khomeini i staöinn. Annars staöar sá starfsfólk sendiráöa sjálft um þetta verk. I Róm, Ankara, Nýju Delhi og Manila hertóku iranskir námsmenn sendiráö lands sins. Starfsmenn sendiráöa i eftirtöldum borgum hafa lýst yfir stuöningi sinum viö Bazargan forsætisráöherra hins nýja rikis: Washington, London, Vfn, Bonn, Stokkhólmi, Varsjá, Bern og Khartoum. Rikisstjórnir I Pakistan og Libýu hafa viöurkennt hin nýju stjórnvöld. Sýrlendingar og PLO hafa sent heillaóskir. Múhameöstrúarmenn I Beirút gengu fagnandi um götur borgarinnar eftir að fréttirnar frá Iran bárust. Tveir iranskir diplómatar I Peking hengdu upp veggspjöld gegn keisaranum og mynd af honum þar sem CIA stóö skrifaö á enni hans. Carter Bandarikjaforseti sagöist vonast til aö góö sambúö myndi rlkja milli írans og Bandarikjanna framvegis sem hingaö til. Hann heföi ekki i hyggju aö blanda sér I innan- rikismál Irans og vonaöist hann til aö önnur riki myndu heldur ekki gera þaö. Uppreisn í Tsjad NDJAMENA, Tsjad, 12/2 (Reuter) — Her- menn Felix Malloum forseta börðust I dag við skæruliða sem styðja Hissene Habre forsætisráöherra. — Stjórnarhermenn hafa varpað sprengjum á skæruliða í dag. Valdabaráttan sem átt hefur sér staö milli forseta og forsætisráöherra á siö- asta ári, þegar honum var vikiö úr forystu skæruliöa- hreyfingarinnar. Upp- reisnarmenn höföu náö valdi á útvarpshúsinu en talið er aö þeir séu nú á undanhaldi. Nýnasist- ar hand- teknir í V-Þýska- landi HANNOVER, 12/2 (Retuer) — 24 nýnasistar voru hand- teknir I Hannover um helg- ina. Helmingur þeirra var handtekinn á krá einni, þar sem lögregluþjónn hand- leggsbrotnaöi I átökum. Fólkiö var klætt aö siö nas- ista. Húsieit var gerö á heimilum þeirra, og fundust þá myndir af „Foringjan- um” og ýmiss konar bók- menntir i anda hans. Kleine lögregluforingi I Hannover sagöi nýnasista hafa veriö mjög athafna- sama aö undanförnu, en þeim var bannaö aö fara i tvær mótmælagöngur fyrir tiu dögum. Flugvél ferst í Ródesíu SALISBURY, 12/2 (Reut- er) — Viscount-f lugvél frá Air Rhodesia fórst í dag, með 54 farþegum og áhöf n. Vélin var á sömu leið og sú sem skæruliðar skutu niður 3. september í haust. Ekki hafa enn fengist nánari fregnir um orsök flugslyssins. Flugstjórnar- menn segja að f lugstjórinn hafi tilkynnt smávand- ræði, en síðan hefði sam- bandið rofnað. Ekkert bendir til þess að nokkur hafi komist lífs af. Mikil flóð í Portúgal LISSABON, 12/2 (Reuter) — Um 2000 manns hafa þurft aö flýja heimili sin I Portúgal vegna flóöa. Eru þetta verstu flóö sem þar hafa oröiö I 40 ár. Samgöngur hafa rofnað og er óttast aö þrjár manneskjur hafi drukknaö. Simastarfsmenn I Lissabon og Oporto eru nú I verkfalli og neita aö hverfa aftur til vinnu. Segja þeir aö yfirvöld vilji notfæra sér veöurfariö til aö æsa fólk upp á móti verkfallsmönnum. Námsmenn í V-Þýskalandi: AK Bhutto verði látinn laus BONN, 12/2 (Reuter) — Uþb. fimmtlu pakistanskir námsmenn hvaöanæva úr V-Þýskalandi komu saman fyrir framan sendi- ráö lands sins f Bonn i dag, til aö krefjast þess aö Ali Bhutto veröi látinn laus úr fangelsi, þar sem hann biöur nú dauöarefsingar. Þeir kröföust þess aö einræöi hersins tæki enda, ritfrelsi yröi komiö á og allir pólitiskir fangar yröu látnir lausir. Fundurinn fór friösamlega fram.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.