Þjóðviljinn - 13.02.1979, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 13. febrtiar 1979
Varamenn á þing
t gær tóku sasti á Alþingi þrlr varamenn.
Þaö eru þeir Guömundur J. Guömundsson
formaöur Verkamannasambands Islands,
ÓlafurBjörnssonútgeröarmaöur Keflavik og
Eirikur Sigurösson mjólkurbústjóri á Höfn I
Hornafirði. Þeir Guömundur J. Guömunds-
son en hann gegnir störfum fyrir Svövu
Jakobsdóttur og Ólafur Björnsson sem kem-
ur fyrir Kjartan Jóhannsson hafa báöir setiö
áöur á þessuþingi, en Eirlkur ennú á Alþingi
i fyrsta sinn. Hann situr fyrir Helga Seljan.
Eirikur Sigurösson
EFRI DEILD í GÆR:
Landflutningasjóö
ur og húsaleiga
og veröjöfnunargjald af raforku
afgreitt til nefndar
1 efri deild I gær lauk fyrstu
umræöu um þrjú stjórnarfrum-
vörp. 1 fyrsta iagi var afgreitt til
iönaöarnefndar frumvarp um
veröjöfnunargjald af raforku, en
frumvarpiö gerir ráö fyrir hækk-
un verðjöfnunargjalds úr 13% I
19% og olli miklum deilum I neöri
deild fyrir jólin.
1 ööru lagi mælti Ragnar Arn-
alds fyrir frumvarpi um Land-
flutningasjóð, en þaö gerir ráö
fyrir aö stofnaöur veröi sérstakur
sjóöur I umsjá Framkvæmda-
stofnunar rlkisins til þess aö lána
til kaupa á stórum vöru- og fólks-
flutningabifreiöum. í frumvarp-
inu er gert ráö fyrir aö fjármagna
sjóöinn meö sérstöku gjaldi af
þeirri starfsemi sem kemur til
meö aö njóta lánveitinga úr
sjóönum og framlagi úr ríkis-
sjóöi.
Aö lokinni framsögu sam-
gönguráöherra var frumvarpinu
visað til samgöngunefndar og
annarrar umræðu.
Þá var til fyrstu umræöu I efri
deild I gær frumvarp um Húsa-
leigu og húsaleigusamninga.
Frumvarpiö er I 15 köflum og tel-
ur þaö alls 78 greinar. Þar eru
ýmis nýmæli, ma. aö gert er ráö
fyrir úttektarmönnum á leigu-
húsnæöi, fardagar eru færöir aft-
Jónas Bjarnason um
ummæli
veiðimálastjóra:
Kominn út
á hálan ís
— Mér þykir veiöimálastjóri
þarna vera kominn út á hálan is,
sagöi Jónas Bjarnason efnaverk-
fræöingur hjá Rannsóknastofnun
fiskiönabarins i viötali viö
Þjóöviljann útaf ummælum Þórs
Guöjónssonar veiöimálastjóra I
blaöinu sl. laugardag. En þar
segir Þór, aö „notkun Veiöimála-
stofnunarinnar á fóöri þvf sem
sett var saman aö forskrift
Jónasar Bjarnasonar hafi skaöaö
hana svo nemi 12—15 miijónum
króna.”
„Þetta er I fyrsta sinn sem ég
veit til, aö tap sé reiknaö af til-
raunum meö þessum hætti”,
sagöi Jónas, „og veiöimálastjóri
heldur þá væntanlega sérstakan
tilraunatapsreikning.”
„Vissulega er þaö rétt, aö sjúk-
dómur kom upp I stööinni fyrst og
fremst á árinu 1974, sem valdiö
hefur skaöa og þaö vegna fóöurs-
ins. Samskonar vandamál komu
upp viöa um lönd af sömu ástæöu
og eru allar likur á aö skýringin á
þvl vandamáli sé fundin.
Telji veiöimálastjóri sig vita
hvaða tap er af einstökum til-
raunum, þá hlýtur hann aö vita
hvaö rikissjóöur er búinn aö tapa
mörgum tugum eöa hundruöum
miljóna á þvl aö framleiöa laxa-
seiöi, sem skila sér ekki I sjó. Hiö
sama á viö um viðskiptavini
stofnunarinnar, sem um áraraöir
hafa keypt seiöi af stofnuninni.
Vitanlega er grundvöllurinn aö
Islensku fiskeldi eigin fóöurfram-
leiösla. Aö heyra suma menn
segja eitthvaö annað er eins og aö
heyra heyrnarlausa lýsa
Schubert.”
—vh
ur til 1. júnl, óheimilt er aö krefj-
ast fyrirframgreiöslu nema fyrir
fjórðung þess tima sem samiö er
um osfrv.
Frumvarpinu var aö lokinni
ræöu Magnúsar H. Magnússonar
vísaö til annarrar umræöu og
nefndar.
—sgt.
Umræður í neöri deild um ,xfrjálsan” útvarpsrekstur
„Frelsi peninganna”
Eins og sagt hefur veriö frá i
Þjóöviljanum, var fyrir nokkru
lagt fram á Alþingi frumvarp um
breytingar á útvarpslögum þar
sem gert er ráö fyrir aö einka-
réttur rikisins til útvarpsrekstrar
veröi afnuminn. Flutningsmenn
eru Guömundur H. Garðarsson
ofl.
I gær flutti Guömundur fram-
sögu sina um máliö og tlundaöi
hann kosti frelsisins I þessum efti-
um. I sama streng tók Friörik
Sophusson en hann er einn flutn-
ingsmanna. Ekki fékk frumvarp
þetta góöar undirtektir þing-
manna I gær, en fyrstu umræöu
um þaö var ekki lokiö þegar fundi
lauk.
Þeir Arni Gunnarsson og Eiöur
Guönason lýstu báöir andstööu
sinni viö frumvarpið. Sagöi Arni
Gunnarsson aö nær væri aö styrk-
ja og efla fjárhag rlkisútvarpsins
en samþykkja þetta frumvarp.
Samþykkt þess mundi þýöa veru-
lega minnkun tekna rikisútvarps-
ins, þvi hinu frjálsa útvarpi væri
ætlað aö lifa af auglýsingum. Þá
væri þaö líka blekking aö þetta
væri ódýrt. Ef ætlunin væri meö
segir Eiður
Guðnason
rekstri þeim sem gert væri ráö
fyrir I frumvarpinu aö ná vlöar
en til þéttbýlisins á höfuöborgar-
svæöinu væri þaö vissulega ekki
ódýrt og svo dýrt aö rlkisútvarpiö
þingsjé
á nú þegar I miklum erfiöleikum
meö sitt dreifikerfi.
1 máli Eiös Guönasonar komu
fram svipuö sjónarmiö. Hann
sagöist vilja telja sig málsvara
frelsis og frjálsra skoðanaskipta,
en hann sæi ekki aö þeim málstaö
væri neitt til gagns unniö meö
þessu frumvarpi. Eiöur vitnaöi
þvi næst til greinargeröar meö
frumvarpinu en þar segir ma. aö
fjármagna skuli fyrirtækiö „meö
sérstöku gjaldi vegna útsending-
ar fræðslu- og skýringarefnis eöa
annars efnis sem viöskiptavinir
viökomandi stöövar kynnu aö
vilja koma á framfæri viö al-
menning”.
Sagöi Eiöur ,aö hér væri ekki um
neitt frelsi aö ræöa nema frelsi
peninganna og lýöræöi pening-
anna. Sagöi hann aö þótt menn
væru aö segja frá breytingum
sem á döfinni væru I Sviþjóö og aö
þar væri veriö aö flytja útvarpiö
til manna út um landið, þá færi
þvi vlösf jarri aö Sviar væru aö af-
henda Volvo eöa Wallenbergun-
um útvarpiö. Þaö væri eftir sem
áöur i höndum rlkisútvarpsins.
Þaö væri samdóma álit þeirra
sem heföu kynnt sér þessi mál að
„frjáls” útvarpsrekstur hefði
hvarvetna reynst illa.
Gubmundur H. Garðarsson tal-
aöi aftur og sagöi ma. að andmæl-
endur frumvarpsins skildu ekki
orðiö frelsi. Fór hann siöan
nokkrum orðum um það hvflíkur
munur væri á þvl aö labba sig
meö efni til einhverra embættis-
manna I útvarpinu eöa aö labba
sig meö grein I tímarit eöa blað.
Þar væri frelsiö en ekki I útvarp-
mu.
-sgt.
Oliumöl fékk 1486 tonn að láni hjá Kópavogi
EKKERT EINSDÆMI
A fundi bæjarráös Kópavogs 30.
janúar s.I. upplýsti Björn óiafs-
son, formaöur bæjarráös I fram-
haldi af fyrirspurn Rikharös
Björgvinssonar, aö hann heföi I
samráöi vib starfsmenn bæjarins
lánaö Oliumöl hf af oliumalar-
birgöum bæjarins hinn 4. október
s.l. gegn greiöslu I sama. Mikiö
fjaörafok hefur oröiö vegna þessa
máls, einkum á sföum Dagblaös-
ins, en einnig hefur máliö hlotiö
umfjöllun bæjarstjórnar eins og
fram kemur hér á slöunni.
Þjóöviljinn sneri sér I gær til
Björns ólafssonar og spuröi hann
út I þessi lánsviöskipti og aðdrag-
anda þeirra.
Björn sagbi mjög algengt aö
sveitarfélög og fyrirtæki lánuöu
efni sln á milli af birgöum, eins og
hér heföi átt sér staö, og oft væri
lltiö svigrúm til aö bera slik mál
formlega fyrir fundi áöur en frá
þeim væri gengiö. Hér væri fyrst
og fremst um aö ræöa lán á oliu-
möl á sýsluvegi I Mosfellssveit,
en þaö heföi verið viöbótarverk-
efni hjá Ollumöl hf. og þeim heföi
ekki tekist aö blanda efniö I tima.
Þeir leituöu þá I skyndingu til
Kópavogskaupstaöar, sem þeir
vissu aö átti nægilega möl, og
fóru fram á lán gegn greiöslu I
sama. 1 þetta eina verk fóru um
1000 tonn, en auk þess fékk fyrir-
tækiö lánað lltilsháttar af möl I
vegi I Garðabæ og þéttbýlis-
segir Björn Ólafsson
•459 tonn óuppgerð frá
áramótum ’77-’78
kjarnann i Mosfellssveit, þannig
aö heildarmagniö er 1486 tonn, aö
verömæti um tæpar 9 miljónir
króna á verölagi ársins 1978.
— Nú hefur veriö gagnrýnt aö
svo stór viöskipti voru ekki lögö
fyrir bæjarráöiö.
Máliö bar svo brátt aö aö ekki
reyndist svigrúm til þess aö kalla
saman fund vegna þess, en auö-
vitaö heföi átt aö leggja þaö fyrir
fund viö fyrsta tækifæri og á ég
ekki von á ööru en þá heföi þaö
verið samþykkt þegjandi og
hljóöalaust. Hins vegar fórst þaö
fyrir og er vissulega ámælisvert,
en skýringin er einfaldlega sú aö
þann 8. október fórum viö ég og
bæjarstjóri I hálfsmánaðar
kynnisferö til Danmerkur og ein-
hvern veginn var þetta ekki þaö
fyrsta sem kom 1 hugann eftir
heimkomuna, þannig aö frágang-
ur málsins dróst úr hömlu.
Gert upp fyrir
Ríkharð i leiðinni
— Hefur Kóþavogsbær áöur
stundað sllk lánsviðskipti viö
Oliumöl hf?
Já, þetta er ekkert einsdæmi og
hefur oft gerst áöur. Hitt er fátíö-
ara aö slik lán lendi I áramóta-
uppgjöri eins og hér var, þar sem
þessu er venjulega skilaö til baka
á sama sumrinu. A slikum viö-
skiptum hefur þó ekki verið nógu
góö regla og á bæjarstjórnarfundi
s.l. föstudag lagöi ég fram endur-
skoöun á notkun Kópavogskaup-
staöar s.l. ár auk skuldaytir-
lýsingar og tryggingabréfs frá
Oliumöl hf. Skuldayfirlýsingin
hljóöar upp á 1941 tonn, vegna
þess aö enn voru 459 tonn óupp-
gerö frá þvl um áramót 1977 —
1978, eöa frá tlö fyrrverandi
meirihluta og þáverandi for-
manns bæjarfáös Rlkharös
Björgvinssonar.
— Er mikil óeining I meirihlut-
anum I Kópavogi?
Ég tel þetta meirihlutasam-
starf hafa gengiö eölilega og
raunar vel fyrir sig, þaö sem af
er. Hins vegar eru nokkuð skiptar
skoöanir I flokkunum öllum um
Björn Ólafsson
hversu vel hefur tekist til á fyrsta
hálfa árinulog ýmsir telja t.d.aö
skipulagsbreytingar á stjórnkerf-
inu og rekstrinum hafi gengiö of
hægt fyrir sig. Sllkar breytingar
taka alltaf sinn tlma, en tillögu-
gerö um þær er hafin og á næsta
fundi bæjarstjórnar veröúr t.d.
kosin sérstök stjórn yfir vélamiö-
stööina og strætisvagnana, sem
er mikil breyting til batnaöar. Ég
tel þessa óþolinmæöi eölilega og
vænti þess aö ekki liði langur timi
þar til frekari tillögur um þessi
mál veröa lagöar fram.
—AI
Olíumalarmálið i bæjarstjórn Kópavogs:
Vítur felldar á jöfnum atkvæðum
A fundi bæjarstjórnar Kópa-
vogs s.l. föstudag kom til at -
kvæöa tillaga frá Rikharbi
Björgvinssyni bæjarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins um vftur á
formann bæjarráös Björn
Ólafsson og starfsmenn bæjar-
ins vegna olfumalarmálsins
svonefnda og var tillagan felld á
jöfnum atkvæöum, 4:4.
Tillagan var svohljóöandi:
„Bæjarstjórn átelur þau vinnu-
brögö formanns bæjarráös og
starfsmanna bæjarins aö þeir
skuli hafa lánaö verulegar eign-
ir bæjarsjóös I heimiídarleysi
eins og fram kemur I bókun
formanns bæjarráös á fundi
þess 30. janúar. Bæjarstjórn
Itrekar og væntir aö sllkt komi
ekki fyrir aftur.”
Atkvæöi meö þessari tillögu
greiddu Rlkharö Björgvinsson
og Bragi Mikaelsson fulltrúar
Sjálfstæöisflokksins, Guöni
Stefánsson fulltrúi Sjálfstæöis-
Fulltrúar Alþýðuflokks og einn fulltrúi
Alþýðubandalagsins sátu hjá
manna og Sigurjón Ingi
Hilaríusson, fulltrúi borgara-
listans. Atkvæöi gegn tillögunni
greiddu Björn Olafsson og
Snorri Konráösson, fulltrúar
Alþýðubandalagsins, Skúli
Sigurgrlmsson og Jóhann H.
Jónsson fulltrúar Framsóknar-
flokksins. Hjá sátu fulltrúar
Alþýöuflokksins, þau Rannveig
Guömundsdóttir og Guömundur
Oddsson og Helga Sigurjóns-
dóttir þriöji bæjarfulltrúi
Alþýöubandalagsins, sem geröi
grein fyrir hjásetu sinni meö
bókun.
í bókun Helgu kemur fram aö
hún telur aö formaöur bæjar-
ráös hafi meö umræddum
lánveitingum tekið sér vald,
sem honum ekki bar, og aö eng-
inn annar bæjarfulltrúi
meirihlutans hafi verið meö I
þeim ráöum.
Þá segir aö ljóst sé aö nánast
ekkert eftirlit sé meö oliumalar-
birgöum bæjarins, og hafi svo
verið um langan tíma, og emb-
ættismenn bæjarins hafi látiö
undir höfuö leggjast aö skýra
kjörnum bæjarfulltrúum frá
hvernig málum þar sé háttaö.
Spurningar hljóta aö vakna um
hvort ekki sé viöa pottur brot-
inn, þar sem slikt hafi gerst I
einum þætti I rekstri bæjarins
og samkvæmt framansögöu
gæti þaö átt sér staö aö emb-
ættismenn bæjarins og/eöa
formaöur bæjarráös muni ekki
ótilneyddir skýra meirihlutan-
um frá þvi ef svo sé. Hafi þessi
tilgáta viö rök aö styöjast sé
staöa meirihlutans orðin býsna
veik.
1 lok bókunarinnar segir:
„Sem fulltrúi I meirihlutanum
hlýt ég nú aö íhuga vandlega
hvernig bregöast skuli viö I
þessu máli og hvort ekki sé
ástæöa til aö endurskoöa af-
stööuna til þeirra embættis-
manna sem ábyrgð bera I mál-
inu. Þaö liggur I augum uppi aö
bæjarfulltrúar geta vart starfaö
I meirihluta bæjarstjórnar, sé
ekki unnt aö treysta fullkom-
lega öllum þeim sem sjá um
rekstur bæjarfélagsins og
treysta þvl að þeir taki aldrei
neinar stórar ákvaröanir og
allra síst þær sem tvlsýnar
kunna aö viröast, án fulls
samráðs viö þá bæjarfulltrúa
sem endanlega ábyrgö munu
bera. Hér læt ég útrætt um mál-
iö aö sinni og tek ekki þátt I
neinum atkvæöagreiöslum um
þaö hér.”
—AI