Þjóðviljinn - 13.02.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 13.02.1979, Side 7
Þriöjudagur 13. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þjóöaruppeldi getur ekki farið fram gegn um fjölmiðla, því að þeir sinna bæði menningu og ómenningu og geta fæstir af eigin rammleik greint hismi frá höfrum. Dr. Hallgrimur Helgason Músik eða tónlist Þann 22. des. skrifaöi Baldur Óskarsson aö ýmsu leyti eftir- tektarveröa grein i þessu blaöi, „Nokkur orö um poppfram- leiöslu”. Þarmeö gefur hann i skyn, aö popp sé frekar iönaöur en list, framleitt en ekki samiö eftir listarinnar fyrirskrift og ströngum reglum, ,,sé ekki tón- list, ekki músik i eiginlegum skilningi ”. Nokkru siöar talar hann þó um popptónlist. Spurningin \ verður þá áleitin: Hvaö er list? Hvaö er tónlist? Eftir notkun hugtaksins tónlist, má ætla , aö öll þau hljómandi fyrirbæri, sem berast frá allskyns hljóð- færum eöa mannsröddum, séu list, tónlist. Danska og þýska nota oröiö tonekunst og Tonkunst um músík, en þó einkum sem hátiö- legt hugtak, og þá sérstaklega i viöhafnarskyni, Dægurlagaiðk- endur eru aldrei kenndir viö þaö sæmdarheiti. En gjarna má kalla iökun þeirra músik. Þar- meö fær hugtakiö músik mjög viötæka merkingu. Viöátta þess nær frá vöggulagi og götuvlsu, frá slagara og kabarettsöng, sálmasöng, gildaskálahljóð- færaleik og hornablæstri allt upp í strokkvartett, sónötu, symfóniu, óratóriu og óperu. Allt er þetta músik þótt ekki sé listheiti alltaf hæfilegt. Dans- visa er að öllu jöfnu sjaldnast talin listaverk, heldur ekki safn- aöarsöngur I kirkju. Þó getur hvorttveggja veriö góö músik á réttum staö og tima. Listaverk er hinsvegar tjáning mannsand- ans á sálrænu innihaldi I ein- hverskonar úrvinnsluformi, þar sem frumleg sérgáfa sýnir mátt sinn samkvæmt þróunarlegu sköpunarlögmáli, er bæöi út- heimtir kunnáttu og innsæi: samræmingu byggingarlegra smáatriöa i lifrænni heild. Nú verður augljóst, hve mikil fjarstæöa er aö kalla popp tón- list. Sé það heiti réttnefni, þá hlýtur popp aö vera listgrein og poppleikarar aö vera listamenn. Hvi skyldu þeir þá ekki eiga heima i félagsskap eins og „Fé- lagi islenskra tónlistarmanna” eöa „Félagi Islenskra hljómlist- armanna”? (samkvæmt mál- venju virðast annars þessi fé- lagsheiti vera litt sundurgrein- anleg, eöa ætti máske tónlist aö vera eitthvert æöra stig en hljómlist?). Málvöndun er æskileg. En málfarsleg hreinstefna eöa púr- ismi getur þó leitt til öfga og jafnvel til glundroöa, meira aö segja til merkingarfölsunar. Þannig er hætt viö þvi, aö marg- ur músfkiökandi, sem nefnir ástundun sina tónlist, sigli undir fölsku flaggi. Veröi haldiö upp- teknum hætti aö kenna tilviljun- arkenndan tónhroöa til tónlist- ar,þá hlýtur aö koma aö þvi, aö hugtakiö tónlist glati merking- argildi sinu sem iistmúsik; en slikt var upprunalega hlutverk þess. Hér hefir hreinstefnan, meö þvi aö hafna oröinu músik (sem þó er upp tekið I oröabók Menningarsjóös), leitt málfars- lega notkun 1 ógöngur. Hugtaka- ruglingur gerir annars viöar vart viö sig. Þannig er oröiö hljómsveitnotaö um hinar óllk- ustu samstæður, allt frá þrem poppleikurum upp i hundraö * manna konsert-orkestut' (sem Tómas Sæmundsson samkvæmt hljóöllkingarreglu Hafnarstúd- enta kallaöi „orrakistu”). Eöli- legt væri þ:ó, aö hljómsveit tákn- aði minnst 10-20 samleikandi hljóöfæraleikara. Opinber spurningakeppni hefir leitt i ljós, aö hér er enginn greinar- munur geröur. Langskóla- gengnir konserthljómsveitar- menn skipa sama bekk og kunn- áttusnauöir popparar. Orsaka sliks rangmats er aö leita i skorti á músikuppeldi Is- lendinga, eins og Baldur ösk- arsson réttilega tekur fram i upphafi greinar sinnar. Þaö sýnir sig, aö ekki er nóg aö punta sig meö finum hugtökum eins og tónlist, ef enginn bak- grunnur ris undir þvilikri viö- höfn. Góöur músiksmekkur sprettur af upplýsingu og menntun; og músikmenning á sér aö baki oft aldalanga þróun. Ekki eru liöin nema rúmlega hundraö ár siöan Islendingum tókst aö ná saman fjórradda kórlagi. Þótti þá slik þrekraun nálgast kraftaverk.Við einhliöa bókmenntadýrkun hefir þvi tón- menntaiökun löngum legið I lág- inni. Og enn I dag höfum viö þar ekki rétt úr kútnum. Um þaö vitnar allsendis ónóg músfk- fræösla i skólakerfiog mikiö af aðfengnum, erlendum tón- menntakröftum. Þegar þessa er gætt, má skilj- ast, hversvegna bágborinn sé músiksmekkur landsmanna. Sem sönnun þess hefir verið til- tekinn útvarpsþátturinn „óska- lög sjúklinga”. Jafnframt hafa menn þá undrast, hve lágkúru- legt hefir veriö lagaval, einkum meö tilliti til þess, aö útvarp hafi meö miklu músikefni veriö starfrækt svo lengi. En þá var ekki gaumgæfö sú samfélags- lega staöreynd, aö þjóöarupp- eldi getur ekki fariö fram gegn- um fjöimiöla, þvi aö þeir sinna bæöi menningu og ómenningu, og fæstir eru af eigin rammleik þess megnugir aö greina hismi frá höfrum. Flestir taka ein- faldlega þaö, sem aö þeim er rétt. Og áróöur fyrir léttmeti og jafnvel ómeti er sterkari en kynning á framboði kostafæöu. Margur annars mætur maöur lætur þá deigan siga fyrir fortöl- ur kaupsýslustjóra afþreying- ariönaöar, svo sem poppfram- leiöslu. Auöunnin er vanþroska bráö. Og óupplýst er jafnan áhrifa- gjarnt fólk og auðtrúa. Félags- legur þroski og aukin menntun styrkja þá innviöi, sem veröa aö mynda bólverk gegn skaölegu valdi gróðahyggju, sem i lengd og bráð er andsamfélagsleg. — Hinn merki þjóömenningar- frömuöur Guömundur Finn- bogason hefirsagt: „Þaöhæsta, sem mannsandinn hefur komist, þaö hefir hann fleytt sér á tón- um.”Þessi orö er vert aö hafa I huga, þegar rætt er um gildi tónmennta og skilgreiningu á hugtakinu tónlist annarsvegar og múslkhinsvegar, sem getur .táknaö allt I senn, bæöi skemmtun og handverk, list og visindi. Dr. Hailgrfmur Helgason Öknþór á fnllri ferð Ökuþór _ bílablað FÍB - er komið í nýjan og glæslegan búning og er Eullt af hagnýtum upplýsingum og fróðlegu lestrarefní fyrir hinn almenna bíleiganda Hagkvæmni þess aö vera félagsmadur íFÍB er meirien margan grunar. Gerist medlimir og sannfærist af eigin raun. Ath. Ökuþór verdur einungis selt í áskrift. Áskiftarsímar 82300 og 82302

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.