Þjóðviljinn - 13.02.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. febrúar 1979
j Stefnuleysi og stöðnun
| er orsökin fyrir lítilli tónlistarhlustun í útvarpinu
i
■
I
■
i
■
I
■
I
m
I
■
I
■
I
■
I
■
i
■
I
■
I
■
I
j
i
■
I
■
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
Eins og áður hefur verið skýrt
frá i Þjóðviijanum, hefur hlust-
unarkönnun sii, er gerð var fyrir
útvarpið, vakið athygli og eink-
um fyrir tvennt.t fyrsta lagi hve
litið er hlustað á útvarp á út-
sendingartima sjónvarpsins og I
öðru lagi hve sáralitil hiustun er
á hina svokölluðu klassísku tón-
list eða þunga tónlist, eins og
hún er nefnd i könnuninni.
Nokkrir aðilar hafa þegar látið
skoðun sina i ijós á þessu máli
en okkur langaðitil aðheyra álit
isiensks tónskálds og leituðum
þvitil Atla Heimis Sveinssonar.
Óunnið efni
Mig langar þá til að byrja á
þvf að spyrja: Hvað er þessi
skýrsla marktæk? Allir eru
sammála um að hún nái ekki
yfir stórt úrtak og gefi þvi ekki
visindalega niðurstöðu, en samt
gefur hún ákveðnar visbending-
ar. Og ég verð að segja eins og
er, að niðurstaðan kemur mér
ekki mjög á óvart. Og ástæðan
fyrir þvi er sú, að þetta efni er
ekki réttframreitt, það er ósköp
einfalt mál. Prógramstefna iút-
varpinu er ekki til. Menn gera
sér ekki grein fyrir hvernig
þessi miðill virkar. Ég er i
sjálfu sér undrandi á þvi að
Beethoven skuli hafa lifað þetta
af hér á landi.
Tökum dæmi. Miðdegistón-
leikar útvarpsins: Þú sest niður
til að hlusta og hvað færðu?
Næst verður fluttur konsert fyr-
ir hljómsveit eftir Wilhelm
Cristobald Gluck, 1. þáttur
alegro moderato, 2. þáttur
adagio, 3. þáttur finale presto.
Og svo drynur einhver músik i
eyrum, ekkertmeira. Þarna eru
bæði timasetningin, miður
dagur, og framreiðslan röng.
— Nú virðist nokkuð sama
hvenær klassisk tónlist er flutt,
alltaf er jafn litið hlustað, sam-
kvæmt þessari umræddu könn-
un.
Hvað er klassík
og hvað ekki?
Þaöer rétt, en einsog ég sagði
áðan þá er ffamreiðslan röng
hjá útvarpinu. Það er alveg
sama hvaö þú hefur gott hráefni
til matargerðar, ef rangt er far-
ið verður maturinn vondur. En
mig langar aðeins til að ræða
hvað er klassik og hvað ekki. I
svona könnun kemur slikt ákaf-
lega kjánalega út. Mér hafa
alltaf þóttþauhugtök vond, sem
notuðeruhérá landi yfir tónlist.
Menn tala um æöri tónlist, sem
er hryllilega vont orð, þvi að i
þvi liggur að til sé önnur tónlist
sem er óæðri. Slikt er fásinna.
Eins er talað um létta tónlist og
iþvf liggur aö til sé þung tónlist.
Þetta er einnig fjarstæða. Svo
tala menn um klassiska tónlist
ogsigilda tónlist. Þetta eru vill-
andihugtök, þar sem mannanna
verk eru ekki sigild, þau eru for-
gengileg. Að visu eru verk
mannanna misjafnlega fór-
gengileg. Auðvitað er krafta-
verk, að verk eftir mann, sem
fæddist I Bonn en bjó alla sina
ævi i Vinarborg, skuli höfða til
manna i dag.
Ég er á móti þessum hugtök-
um, af þvi að gengið er út frá
röngum forsendum. Ég tala
ailtaf um tónlist eitt og tónlist
tvö.
— Við hvað áttu þá?
Tónlist eitt er tónlist sem
höfðar til tiltölulega margra,
svona um 80%, en tónlist tvö tel
ég þá tónlist sem höfðar til
færra fólks, svonaum 20%. Með
þessu móti er maður ekki með
dóma um hvað sé betra og hvað
verra, heldur bara: að tónlist er
ekki öll eins, oghún hefur mis-
munandi hlutverki að gegna.
Erfitt að flokka tónlist
Það er ákaflega erfitt að
flokka tónlist niður. Þaö sem ég
tel falla undir tónlist eitt er sú
tónlist sem hefur þaö hlutverk
að koma þér i góða stemmingu
láta þér iiöa vel. Hún krefst ekki
of mikils af fólki. Hún kannski
vekur einhverjar endurminn-
ingar, hún er einföld að gerð,
yfirleitt er um að ræða endur-
teknar hendingar. Þú getur
trallað hana, blistrað hana og
sönglað hana. Eitt lag situr i
mönnum, þar til annað nýtt tek-
ur við.
Tónlist tvö aftur á móti gerir
aðrar kröfur. Hún krefst ein-
beitingar, ákveðinnar sögulegr-
ar þekkingar, um samanburð á
tima, samanburðá öðrum verk-
um höfundar og samanburð á
flutningi. Hún er samt ekkert
betri fyrir það, hún er bara
öðruvisi. Lausnin á vandamál-
unum erekki að tosa alla yfir i
Rætt við Atla
Heimi Sveins-
son tónskáld
tónlist tvö, heldur að gera öllum
til hæfis.
— Hvaöa tónlist flokkar þú i
tónlist tvö?
Það er erfitt aö gera
grein fyrir þvi. Djass getur ver-
ið i flokki eitt oghann getur lika
verið i flokki tvö. Sama gildir
um popptónlist. Það er til þróað
popp og tilraunapopp. Sú tónlist
krefet hlustunar og einbeiting-
ar. En eins og ég sagði áðan er
ákaflega erfitt aö flokka tónlist
og segja þetta er i flokki eitt og
þetta i tvö. Margt eftir hina svo
nefndu gömlu meistara fiokkast
hiklaustundir tónlist eitt, svo að
mörkin eru ákaflega fljótandi.
titvarpið tæknilega á
eftir heimilunum
— Þú bentir áöan á nauðsyn
þess að vinna tónlistarþættina
betur. Samt er þáttur inni þess-
ari könnun, sem er unninn og
ekki á tfma sjónvarpsins, en fær
þó ekki nema 0.9% hlustun.
Hver er skýringin?
Ég get auðvitaö ekki skýrt
hversvegna íólk hlustar frekar
á þetta en hitt. En ég vil þó taka
undir með Ólafi Einarssyni for-
manni útvarpsráös þegar hann
bendir á að útvarpið er tækni-
lega séð orðið á eftir venjulegu
heimili. Sendingarkerfið er lé-
legt, það hefur verið vanrækt.
Hér er ekki stereó útvarp, en
stereótæki eru nú orðiö til á
hverju heimili svo að segja.
Þeir sem hlusta á tónlist tvö
vilja yfirleitt meiri tæknileg
gæöi ogég er ekki i vafa um aö
hin lélega útsendingartækni út-
varpsins kemur meira niður á
hlustun á þessatónlist en á hina
sem ég nefni tónlist eitt.
Blönduð tónlist
á heimilunum
Ég er óþolandi gestur á heim-
ilum vina og kunningja vegna
þess aö ég hef þá áráttu að
skoða i bóka- og plötuskápa
fólks þar sem ég kem. Ég hef
tekiðeftir þvi að plötueign fólks
er orðin almennt mikil. Það á
hljómplötur uppi einn til tvo
metra i plötuskápum. Ég hef
einnig tekið eftir þvi, að þar er
nánast alltaf um að ræða mjög
svo breytilegt efni: barnaplöt-
ur, dægurlagaplötur, popp,
djass, Mozart, óperur og fleira.
Ég hygg að enginn hlusti bara á
tónlist eitt eða bara á tónlist
tvö. Þettá blandast ailt. ÞaO
er með tónlist eins og bók-
menntir. Stundum vill maður
lesa reyfara, á öðrum stundum
bækur eftirHalldór Laxness eða
ísiendingasögur. Enginn les
bara eina tegund bókmennta.
Það sem ég á við er þetta: Ef
fólk á bara von á tónlist eitt i
ákveðnum tóniistarþáttum, þá
er þátturinn ekki lengur spenn-
andiogfólkhlustar ekki. Ef aft-
ur á móti fólk getur átt von á
blandaðri tónlist, alls konar tón-
list i einum þætti, þá hlustar
það. Þaðer m.a. þetta sem ég á
viöum ranga framreiðslu á tón-
list I útvarpinu.
(Jtvarpið og
plötuskápurinn
Ég minntist áðan á plötu-
skápa almennings. Hvernig á
útvarp að bregðast við þeim?
Útvarp verður að leika þá tón-
list sem fólk vill hlusta á, en þar
sem útvarp á margfalt stærra
plötusafn en nokkurtheimili, þá
hefur það að auki möguleika á
að útvikka plötuskáp almenn-
ings. Getur vakið forvitni. Þar á
ég við að leika alla tegund af
tónlist i vel unnum tónlistar-
þáttum, blönduðum. Af þessu er
mjög litið gert ef nokkuð i is-
lenska útvarpinu.
Sá möguleiki sem einnig er
litið nýttur af útvarpinu er að fá
það nýjasta i tónlist frá sínum
systurstöðvum um allan heim.
Þar á £g við það nýjasta i allri
tegund af tónlist. Hér höfum við
breskt og bandariskt popp. Það
er samin frábær popptónlist I
flestum öðrum löndum. Heyrum
við þá tónlist i útvarpinu? Nei.
Ég held þvi fram, að það sé til-
tölulega litill vandi, ef tóniist-
arþættir eru vel unnir I útvarp-
inu að ná til miklu fleiri hlust-
enda en nú er, samkvæmt þess-
ari könnun. En það þarf að
leggjavinnú i þættina, það ligg-
ur alveg ljóst fyrir. Og við eig-
um fullt af hæfu fólki til að búa
til slika þætti.
Allir eiga sinn rétt
Nú tala margir um að auka
eigi flutning á þeirri tónlist sem
mest er hlustað á. Þetta tel ég
vera rangt að vissu marki. Ég
tel það fullkomið lýðræði aö allir
fáieitthvað við sitt hæfi. Ef ekki
væri útvarpað annarri tónlist en
þeirri, sem hefur yfir 20% hlust-
un, þá gætum við alveg eins
breytt öllum tói!:starflutningi
útvarpsins I einn allsherjar
óskalagaþátt.
Ég tel þvi að þessi hlustunar-
könnun, sem nú liggur fyrir,
geti orðið þeim er þessum mál-
um ráöa hjá útvarpinu góð
lexia. Þeir geta séö á henni
hvaða villur þeir hafa gert og
leiðrétt þær og bætt um. Nú er
opinn sá möguleiki að láta af
þeirrifirru aö flokka tónlist eins
og gert hefur verið i Utvarpinu.
Þar hafa tónlistarþættir alla tið
verið þannig: Þetta er synfónisk
tónlist, þetta er djasstónlist,
þetta er popptónlist, þetta er
óperutónlist og ekkert annað.
Þannig er þetta, plötur teknar
af handahófi og látnar rúlla á
fóni. Meiri sambiöndun, meiri
vinnsla á þáttunum: möguleik-
amir eru ótæmandi. Vilhjálmur
Þ. fyrrum útvarpsstjóri oröaði
það held ég allra manna best
hvernig útvarp á að vera: það
skal vera fræðandi og skemmt-
andi. En þaö sem hefur gerst
hjá útvarpinu er: stefnuleysi,
hugmyndaleysi og menn hafa
staðnað. _S.dór
Starfsfóik og eigandi tfmaritsins Frjálsrar verslunar.
Tímaritíð Fijáls verslun 40 ára
Frjáls verslun er fjörutiu ára á
þessu ári. Blaðiö kom út i fyrsta
sinn i janúar 1939 og var þá mál-
gagn Verslunarmannafélags
Reykjavikur, en i þvi voru þá
bæði launþegar og atvinnuveit-
endur. Einar Asmundsson var
fyrsti ritstjóri Frjálsrar verslun-
ar.
Ariö 1967 tók Jóhann Briem og
fyrirtæki hans, Frjálst framtak
h.f., við útgáfu Frjálsrar verslun-
ar og hefur fyrirtækið gefið biaðiö
út fram til þessa dags. Frá þess-
um timamótum hefur Frjáls
verslun tekið miklum stakka-
skiptum. Blaðið fjallar um við-
skipti og athafnalíf á Islandi og
erlendis, birtir greinar um stjórn-
un og f jallar um viðskiptalönd Is-
lendinga. Þá segir Fr jáls verslun
frá starfi fyrirtækja og stjórn-
enda og greinir frá efnahag,
stjórnmálum og fleiri þáttum
þjóðlifsins.
Núverandi ritstjóri Frjálsrar
verslunar er Markús Orn Antons-
son og framkvæmdastjóri er Pét-
ur J. Eirlksson.
Norræn sálfræöingarádstefna
Dagana 7—12. mal n.k.
gengst Sálfræðingafélag
Islands fyrir samnorrænni
ráðstefnu sálfræðinga í
Reykjavík, og verður hún
haldin á Hótel Loftleiðum.
Titill ráðstefnunnar er
„BARNIÐ 1979".
Ráðstefna þessi er hin tólfta
sem norrænir sálfræðingar halda,
en sú fyrsta sem haldin er á Is-
landi. Sigurður Ragnarsson, for-
maður Sálfræðingafélags Islands
og Guöfinna Eydal sálfræðingur
eiga sæti i undirbúningsnefnd
ráðstefnunnar, og boðuðu þau til
blaöamannafundar nú I vikunni.
Hver ráðstefnudagur er tileink-
aöur ákveðnu efni, og hafa sál-
fræðingarnir skipt undirbúning-
inum þannig með sér, að hvert
land sér um að skipuleggja dag-
skrá I einn dag. Þannig sjá is-
lensku sálfræöingarnir um skipu-
lag fyrsta dagsins, en þá verður
fjallað um Barnið I samfélaginu.
Finnar hafa undirbúiö næsta dag,
sem helgaöur verður efninu
Barnið I fjölskyldunni, og siðan
koma Danir með Barnið i skóla og
stofnunum samfélagsins, Sviar
sjá um Barn með sérþarfir, ög
Norömenn annast dagskrána
Ungabarnið, siðasta daginn. A
blaöamannafundinum kom fram
að ekkert sálfræðingafélag er
í tilefni
barnaársins
starfandi i Færeyjum og þvi
verður enginn færeyskur dagur.
Búist er við að 2—300 sál-
fræðingar sæki ráöstefnuna, og
varður alltað helmingur þeirra
Sviar, enda er sænska sál-
fræðingafélagið jafnstórt öllum
hinum samanlögöum. Færustu
sálfræðingar Noröurlanda munu
taka þátt i ráðstefnunni, og auk
áðurnefndrar dagskrár verður
sérstakt námskeiö alla vikuna I
meðferð á börnum og fjölskyld-
um. Námskeiðið er ætlað þátttak-
endum ráðstefnunnar, en ýmsum
skyldum fagfélögum hérlendis
hefur verið boðin þátttaka, og
einnig verður f jölmiðlum boðið að
fylgjast með.
Eitt meginmarkmið ráð-
stefnunnar verður að koma þvi á
framfæri sem sálfræðingar hafa
að segja um þessi mál, og veröa
niöurstööur ráðstefnunnar sendar
rikisstjórnum Norðurlandanna og
Sameinuðu þjóðunum. Þá verður
fulltrúum barnaársnefnda á
Norðurlöndum boðin þátttaka,
einum frá hverju landi.
Islenskir fyrirlesarar á ráð-
stefnunni verða Sigurjón Björns-
son, sem mun kynna þá umfangs-
miklu rannsókn sem hann hefur
ásamt fleirum unniö að nú um
langt skeið og f jallar um aðstöðu
barna i islensku þjóöfélagi á
grundvelli stéttamismunar,
Helga Hannesdóttir geðlæknir,
sem segir frá rannsókn sem hún
vinnur nú aö á kjörum sjómanna-
barna, og loks munu þeir Sigur jón
Björnsson, Haraldur Ólafsson og
Þórólfur Þórlindsson segja frá
rannsóknum á afbrotum
unglinga.
A blaðamannafundinum kom
einnig fram, að norrænir sál-
fræðingar gera sér að sjálfsögðu
grein fyrir þvi að kjör barna I
ýmsum löndum heims eru miklu
verri en kjör barna á Norðurlönd-
um. En þeir verða líka vitni að
þvi, að fjölskyldan og börn I há-
þróuðu tæknisamféiagi lifa undir
miklu álagi og hafa oröið að
borga velferðina háu verði.
Margar rannsóknir hafa sýnt
fram á að bæöi hér á landi og á
hinum Noröúrlöndunum á alltað
fjórðungur barna viö sálræn
vandamál að striða. Ráðstefnaan
hefur þvi I hyggju að varpa ljósi
á, hvaða aðstæður það eru i sam-
félaginu sem skapa vandamál hjá
börnum. Einnig mun veröa lögð
áhersla á hvaða breytingar eru
nauðsynlegar til að bæta lifskjör
barna.
ih