Þjóðviljinn - 13.02.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.02.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. febrúar 1979 Umsjón: Magnús H. GíjMason Rjúpan í hættu tbúar vesturkjálka Bárðardals, sunnan Eyjadalsár, náðu sam- stöðu um að leyfa ekki rjúpna- veiðar hér á og i fjallinu i haust og var það einu ári of seint, að þvi er Jón Aðalsteinn i Hliðskógum hermir Norðuriandi. Rjúpunni hér hefur algerlega verið útrýmt, segir Jón Aöal- steinn, — svo óliklegt er að veiði- bann i eitt ár dugi til. Akvörðun um það hvað beri að gera næsta haust verður að biða þar til séð verður. Ljóst er, að það ástand, sem komið var haustið 1977, má aldrei koma aftur. Agangur rjúpnaveiöimanna var slikur, að þeir hlutu að kalla yfir sig aðgerðir af okkar hálfu. Þrátt fyrir að Arnþór Garðars- son, fuglafræðingur, telji sveita- fólk ekki meðal þeirra, er vit hafi á stærð rjúpnastofns, þá viljum við ekki fallast á þaö. Við teljum okkur fullvel v'ita, aö rjúpar. er horfin héðan nú. Að takmarka- laus veiði undanfarinná ára eigi engan þátt þar i eru visindi, sem við getum einfaldlega ekki fallist á. Hvort og hvenær við leyfum veiðifólki aftur að stunda veiöar vil ég ekki segja um. Framkoma veiðimanna skiptir þar miklu máli. Liklegt þykir mér, að ein- hverjar takmarkanir verði fyrir valinu, t.d. um skotafjölda hvers veiðimanns. Sjáum viö ekki annaö fært en taka á þessu máli af fullri ábyrgð, þar sem aðrir koma ekki til. Ef illa fer fyrir rjúpnastofninum verður okkur bændumm kennt um. Hins vegar er ekkert eftir- sóknarvert að rjúpnastofninn veröi of stór. Veiðimenn mega skilja, að hér eru þeirra hags- munir i veði. Jón Aöalsteinn. Ab. ú Akureyri Fjörugur fundur Alþýðubandalagið á Akureyri hélt fjörugan fund þann 18. fyrra mánaðar. Efni fundarins átti að vera: Hvað stendur fyrir dyruin i efnahagsmálum? Stefán Jónsson, alþingismaður, hafði framsögu.* Rakti Stefán tillögur krata i efnahagsmálum og fór háöuleg- um orðum um þá þingkrata. Þá gerði Stefán grein fyrir tillögum Alþýðubandalagsins. Var geröur góður rómur að máli Stefáns og umræður voru liflegar lengi kvölds. Þá tók nú steininn úr er félagi Böðvar Guðmundsson lagði firam ályktunartillögu um Alþýðu- bandalagið og stjórnarþátttökuna i ljósi hersetunnar. Tillagan hljóðar svo: „Fundur I Alþýðubandalaginu á Akureyri 18. jan. 1979 ályktar eftirfarandi: Að aðgerðaleysi núverandi rik- isstjórnar varðandi setu banda- risks hers á Islandi og þátttöku þess i NATO hafi gefið hermöng- urum og braskaralýö ráörúm til frekari umsvifa. Fundurinn telur það með öllu óhæft að sóaialiskur flokkur taki þáttirikisstjórn, sem hyggst leysa efnahagsvanda und- ir handarjaðri NATO. Það eru þvi eindregin tilmæli fundarins til þingmanna og framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins að stjórnarsamstarfi við Alþýðu- flokk og Framsóknarflokk verði hætt án tafar ef ekki kemur til veruleg stefnubreyting þessara flokka varðandi setu bandarisks hers á Islandi og þátttöku þess i NATO.” Upphófustnú heitar umræður , sem fóru fram i flokkslegu bróð- erni. Eftir nokkurt þóf ákvaö fundurinn aö skora á stjórn fé- lagsins að efna til sérstaks fundar um þessa tillögu og verður hann haldinn innan mánaöar. Er þess aö vænta að félagar láti þetta stórmál sósialiskrar hreyfingar sig varða og komi á fundinn. Heim.: Noröurland . — mhg Kópasker. Nokkuö er um þaö aö hingaö flytji ungt fólk og setji hér saman bú. hefur fólk Hér það gott og virðist una sér vel — Ef viö byrjum á þvl aö vikja að tíöarfarinu þá má segja að sumarveörátta hér hafi veriö bændum hagstæö. Aö vlsu byrj- aöi sláttur aðeins meö seinna móti eöa um 20. júll en ég held, aö þaö sé aö veröa nokkuð gegn- um gangandi hér aö bændur ijúki slætti svona á einum mánuði þegar heyskapartiö er skapleg. Óhætt mun að segja, að bændur eigi nú allgóðan forða af vel verkuðu heyi. Það má kannski koma fram, að almennt er reiknað hér með 1,7 — 1,8 kg af heyi I fóðureiningu. Þannig sagðist Arna Sigurös- syni i Hjarðarási við Kópasker frá, er Landpóstur átti tal við hann laust fyrir siðustu helgi. — Er lokið er heyskap, ja kannski svona um 20. ágúst, þá kemur þarna góður timi fram að göngum og sláturtið, sem bændur nota gjarnan til þess að lagfæra ýmislegt, mála hús sln og laga til og snyrta á annan hátt. Sýnist mér mun meira af þvi gert nú en áður var. Vetrarveðrátta og samgöngur Veturinn hefur verið dálítið misviðrasamur, góðviðri á köflum en nokkuð harðir kaflar komið á milli. Annars hefur snjór verið frekar lltill og sam- göngur meö nokkuð eðlilegum hætti. Vegir eru orðnir það mikið uppbyggöir að þetta eru ekki nema smápartar, sem verða ófærir, en þá finnst manni bara að það beri mikiö meira á þessum köflum, sem verða ófærir, þegar megin hluti veganna er fær. Okkur finnst nú að við ættum að fá þessa ófæru- kafla mokaða einu sinni I viku. Hér er alveg sérstaklega um að ræða veginn frá Blikalóni og austur að Raufarhöfn. Þaö er sá kafli hér innan sýslunnar, sem teppist núna,og það er tilfinnan- legt fyrir þá hér austurundan, Þórshöfn og á Vopnafirði, t.d. Við höfum flugvöll hér á Kópaskeri og Norðurflug flýgur hingað þrisvar I viku. Flugbraut er bara ein en áætlanir eru um að gera þverbraut og svo vantar lýsingu á völlinn og flugskýli. Framkvæmdir í héraöi Framkvæmdir i héraðinu hafa verið þó nokkrar. A Kópa- skeri eru i byggingu 9 Ibúðarhús og i sumar var byrjað á nýju barnaskólahúsi. Til sveita hefur ekki mikið verið um ibúðar- húsabyggingar en I sumar var þó byrjað á fjórum húsum I, sveitunum hér I kring. Útihúsabyggingar eru alltaf þó nokkrar hjá bændum en þó er þar fyrst og fremst um að ræða nauðsynlegt viðhald á eldri húsum. Uppbygging I sveit- unum er mjög eðlileg og jöfn. Þetta er nú fyrst og tremst landbúnaöarhéraö og atvinna fólks og afkoma byggist á fram- leiðslu sveitanna. 1 haust var slátrað á Kópaskeri 32 þús. fjár og í dag er Bæjarfoss hér stadd- ur við bryggju að taka 100 tonn af kjöti á Sviþjóðarmarkað. Frá útgerðinni Héðan frá Kópaskeri eru 6 bátar gerðir út á rækju i öxar- Rætt viö Árna Sigurðsson, Hjarðarási N-Þing. firöinum. Þvl miður hafa þær veiðar ekki gengið eins vel og undanfarið. Rækjan virðist vera bæði blandaðri og smærri og aflinn heldur minni, miðað við togtima. Gæftir hafa einnig verið I stopulla íagi. Bátarnir hér hafa sloppið áfallalaust að kalla við þessi áhlaupaveður, sem gert hefur, en þó misstu þeir eitthvað út af rækjubölum. Það gerir gæfu- muninn að þeir sigla hér aðeins innfjarða og komast auðveld- lega inn i höfnina en þurfa ekki fyrir nein annes, eins og Húsa- vikurbátarnir. Bátarnir stunda handfæra- veiðar á sumrin og svo hrogn- kelsaveiöi. Afli á handfæri var frekar rýr I sumar en virðist þó vera að glæðast miðað við það sem verið hefur undanfarin ár og þakka menn það friðuninni. Ennþá vantar hafnargarðinn 1 gumar var byrjað hér að undirbúa hafnarframkvæmdir og höfum við fengið i hendur áætlun um þær umbætur. Hafnarmálaskrifstofan telur hagkvæmt og frekar ódýrt að gera hér góða höfn. Gildasti þátturinn I þeirri framkvæmd er æði mikill grjótgarður en þar sem hægt er að leggja hann eftir skerjagarði þá yrði hann frekar ódýr og hagkvæmur miöað við það gagn, sem hann kæmi til með að gera. Ætlunin var reyndar að þessi garður yröi gerður i sumar en hann hefur liklega orðið fyrir barðinu á siðustu sparnaðar- framkvæmdum rikisvaldsins aö þessu sinni. En hann yröi mjög mikilvægur sem hafnarbót fyrir okkur og nauðsynlegt að fá hann sem allra fyrst ekki sist ef framhald á aö verða á út- gerðinni hjá okkur. Raf magnsmálin Við erum ekki rétt vel settir meö rafmagnsmálin. Það hefur verið mjög sótt á um það að fá rafmagn til upphitunar, sérstakiega I nýbyggingar. En svo er nú komið, að raflinan frá Laxárvirkjun flytur ekki það rafmagn, sem við þurfum á að halda hér I sýslunni. Flutnings- geta hennar er fullnýtt. Og leyfi til rafhitunar i húsum var gefið á þeirri forsendu, að gerðar yröu endurbætur á linunni, hún gerð þrifasa og spennan hækkuð verulega. En nú virðist þeim framkvæmdum hafa verið frestað og þvi eru þeir hjá Rarik komnir I háif slæma stöðu og við hér einnig. Heilbrigðisþjónusta Hvað heilbrigðismálin áhrærir þá situr þar við það sama. Við sækjum læknis- þjónustu til Húsavíkur að öðru leyti en þvi, að hingað kemur læknir einu sinni i viku. Skipti urðu nú hér á hjúkr- unarkonum. Við höfðum hér ágæta hjúkrunarkonu, sem búin var að vera hjá okkur I nokkur ár,en svo fór hún burtu til frek- ara náms en sem betur fór vorum við svo heppin að fá aðra prýðilega i staðinn. Vantar félagsheimili Hér er nokkurt félagslif. Kiwanisklúbbur starfar hér með miklum blóma, menn koma saman til að spila bridds, nokkuö er um Iþróttalif o.s.frv. Hinsvegar erum við mjög illa settir með alla aðstöðu til fé- lagsmálastarfsemi þar sem okkur vantar félagshei'mili. Kaupfélagið hefur bjargað þessu með þvi að lána mötu- neytissal sláturhússins til þorrablótshalda og annars mannfagnaðar. Það er þvi eitt af okkarbrýnustuverkefnum að koma upp félagsheimili. Fólki fjölgar Fólki fjölgar hér nokkuð, einkum á Kópaskeri, og reyndar einnig I sveitunum, a.m.k. mun þar ekki um fækkun að ræða. Atvinnuástand verður aö teljast sæmilegt. Hér á Kópaskeri er töluveröur hópur fólks, sem fengið hefur atvinnu við út- gerðina og þá starfsemi, sem er tengd henni. Sæblik h.f., sem hefur með útgerðina að gera, er nokkuð farið að nálgast kaup- félagið sem atvinnurekandi. Og sú gróska, sem hér á sér stað, er ekki hvað sist því aö þakka, þvl þetta er atvinna, sem ekki var til áður. Nokkuð er um það að hingað flytji ungt fólk og setjihér saman bú og byggingar risa I samræmi við það. Hins- vegar er atvinnulifið of einhæft og þyrfti að skjóta undir það fleiri stoðum. Við getum svo látið þessu lokið nú með þvl að segja að fólk hefur það hér gott og virðist una sér vel. Ég held við hættum okkur ekki út I stjórnmálin núna en mér finnst menn hafi áhuga á þvi að vel takist til um þetta stjórnarsamstarf, það er mikiö undir þvi komið. ás/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.