Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. febrúar 1979 íþróttir (A íþróttir í^l I umsjón: INGÓLFUR HANNESSOnI J íþróttir g Landsliðsnefnd Körfu- knattleikssambandsins efnir til svokallaðs ,/Stjörnukvölds" í Laugar- dalshöllinni í kvöld kl. 20.00. Þetta verður aðal f járöflunarleið nefndar- innar til þess að kosta utanför landsliðsins, sem heldur utan í byrjun apríl og leikur landsleiki gegn Noregi, Skotlandi, Englandi og í tvígang gegn Dönum. Tilefniö er einnig það, að á þessu ári eru liðin 20 ár siðan íslendingar léku sinn fyrsta landsleik i körfubolta, en það var árið 1959 gegn Dönum. 6. og 7. Naumur Haukasigur Hreinn og klár klaufaskapur kom i veg fyrir það aö Fylkis- menn nældu sér I eitt eöa tvö botnbaráttustig I gærkvöldi þegar þeir kepptu gegn Haukum i Hafn- arfiröi. Undir lokin skaut Einar Agústsson þrisvar sinnum I léleg- um færum án árangurs og þar meö för tækifæri þeirra Árbæing- anna til aö losna viö kui botnbar- áttunnar I bili. Fylkismenn áttu sæmilegan leik að þessu sinni ef frá eru. skildar lokaminúturnar. Jón markvörður varði vel allan tlm- ann. Auk hans átti Sigurður Símonarson góðan leik og er orð- inn einn besti maður liðsins. Hjá Haukunum voru llnumenn- irnir Andrés og Ingimar lang- bestir. Nokkra furðu vakti hve Þorgeir þjálfara er illa við að skipta um markvörð. Gunnlaugur hafði vart klappað bolta langt fram i seinni hálfelikinn þegar honum var loksins skipt útaf. Liverpool á toppinn Einn leikur var I ensku 1. deild- inni i gærkvöidi og áttust þar viö meistarar Liverpool og botnliðið Birmingham. Liverpool sigraöi meö eina marki leiksins og eru þeir þar meö komnir i efsta sæti deildarinnar meö 37 stig. Þorlákur kom þá i hans stað og varði mjög vel, bjargaði sigrin- um. Þetta nákvæmlega sama skeði t leik Haukanna gegn H.K. um daginn. Lokatölur urðu slðan 23-21 fyrir Hauka. Mörkin fyrir Hauka skoruðu: Höröur 7 (5v.), Ingimar 5, Andrés 4 (2v), Arni 3, Olafur 2 (lv), og Stefán 1. Fyrir Fylki skoruðu: Siguröur 5, Einar E. 5, Magnús 3 (2v), Halldór 3, Gunnar 3, Einar A 1 og ögmundur 1. A eftir þessum leik léku Hauk- ar og Valur i 1. deild kvenna og sigruðu Haukastúlkurnar 17-14 eftir mjög spennandi og skemmtilegan leik. Staöan i hálf- leik var 8-6 fyrir Hauka. UMFL sigradi „Þetta var nokkur heppnissig- ur hjá okkur, þvi viö lékum væg- ast sagt illa. Heppnin var aöal- lega fógin i þvi aö Mlmis- strákarnir voru enn slappari,” sagði Leifur Haröarson, fyrirliöi og þjálfari Laugdæla eftir leikinn gegn Mfmi I 1. deild blaksins i gærkvöldi. UMFL sigraði 3—0 (15:10, 15:8 og 18:16). í seinustu hrinunni var Mimir ávallt yfii; nema rétt i lok- in. ,,Nú stendur þaö næst fyrir dyrum hjá Laugarvatnsliðunum að sigra Þrótt og Í.S. hérna á Laugarvatni um næstu helgi’’ sagði Leifur að lokum. íHöllinni í kvöld og hefst kl. 20.00; stjörnulið Ómars kemur firam; VÍtakeppnÍ O.fl.. O.fl. aPr!1 verða siöan leiknir gegn " ■' * Dönum tveir landsleikir i Kaup- mannahöfn. Klofstígvélaöir Va Ismenn Fyrst á dagskránni i kvöld verður leikur milli Iþróttafrétta- manna og tslandsmeistara Vals I knattspyrnu. Valsararnir þóttust vera svo góöir að fyrst buöust þeir til þess að leika á öðrum fæt- inum, en það fannst blaðasnápun- um hreinasta móðgun. Loka- niðurstaöan varö sú, aö Vals- menn skyldu allir klæðast klof- stigvélum og sjá menn nú fram á spennandi leik. Ómar Ragnarsson hefur undanfariö æft stfft á laun ásamt ,,all stars”-liöi sinu. Hér sést hann viö eina uppáhaidsspyrnu sina, hjólhestaspyrnuna. Omar ætli aö kenna áhorfendum hvernig hita eigi upp fyrir stór- keppni. Klukkan rúmlega nlu verður vitakeppni milli 4 bestu vita- skyttnanna Islenskra og 4 bestu bandariskra. Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að þeir skjóta til skiptis og þeir sem hitta ekki falla úr. Svona veröur haldið áfram þangað til einn stendur uppi sem sigurvegari. Iþróttafréttamenn taka aftur fram skóna og keppa nú gegn landsliði kvenna I körfuknattleik. Gylfi og Kjartan á VIsi eru vlst búnir að æfa þaö magnaðasta leikkerfi sem sést hefur I þessari Iþróttagrein og hyggjast beita þvl óspart gegn dömunum. Þetta kerfi ku ganga undir nafninu „soddan”. Mætiö tímanlega Loksins verður „landsleikur” milli landsliðs tslands I kröfu- knattleik og úrvalsliös banda- risku leikmannanna, sem leika I úrvalsdeildinni og 1. deildinni. A milli atriða verður 'leikin nýjasta popptónlistin og kynnir verður Baldvin Jónsson. Væntanlegum áhorfendum skal bent á það, að slðast var uppselt og ekki er búist viö minni f jölda nú. Þaö er þvl um að gera, að tryggja sér miða og sæti timanlega. IngH „ómars aII stars" Ómar Ragnarsson, treður upp næstur og I föruneyti hans frlður flokkur. Þar verða Halli, Laddi, Bjöggi, Rúnar Júl. o.fl. Þessir garpar ætla að eiga við Islands- meistara kvenna I knattspyrnu, F.H. og veröur það engin vitleysa höfði I frammi, s.s. klofstigvél eða fiflagangur. Heyrst hefur að Þessir tveir kappar Trent Snock og Geir Þorsteinsson veröa I sviös- ljósinu i kvöld þegar islenska landsliöiö ieikur gegn úrvalsliöi bandarisku leikmannanna, sem hér á landi þjálfa og leika. Dagskrá Stjömu- kvöldsins: Kl. 20.00 Iþróttafréttamenn leika knattspyrnu gegn Islands- meisturum Vals, sem munu vera I klofetigvélum. Kl. 20.20 Innanhússknattspyrna milli stjórnar og stjórnarand- stöðu? KI. 20.45 „Ómars all stars” leika knattspyrnu gegn islands- meisturum kvenna. F.H. KI. 21.15 Vitakeppni milli 4 bestu islendinganna og 4 bestu Bandarikjamannanna sem leika hér á landi. Kl. 21.35 iþróttafréttamenn leika gegn landsliöi kvenna i körfuknattleik. Kl. 22.00 islenska landsliöiö leikur gegn úrvaldsliði bandarfeku leikmannanna (landsleik- 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 1X2 Á laugardag var frestað 3 leikjum í 1. deildinni ensku og varö aö grípa til teningsins enn einu sinni. Enn sem fyrr var teningurinn mjög andsnúinn Liverpool og Nottingham Forest, svo að vinningsröðin varö þessi: X21 —2X1 —X22 — XIX. Vinningurinn kom á 11 rétta og var þaö röð frá Hólmavík. Sá hinn heppni fær yfir eina míljón. Meö 10 rétta voru 7 raöir og vinningur fyrir hverja kr. 63.700. Næsti seðill er ansi skrautleg- ur þvl að á honum eru leikir úr 5. umferð bikarkeppninnar. 1. deild og 2. deild. Nokkrir leikir úr 4. umferö bikarsins eru óút- kljáðir og lenda þvl á þessum seðli. Þá er það spáin: 5. umf. bikarkeppninnar: Aldershot-Shrewsbury 2 Hvað á að segja um liö sem maður veit fjandakorniö ekkert um? Einhvers staðar minnist ég þess, að hafa séð þaö, að Shrewsbury gengi ágætlega I 4. deildinni og þvi tippa ég á sigur þeirra. C Pal.-Ncastle/Wolves 1 Liðunum úr 2. deild hefur gengið mjög vel gegn 1. deildar- liöunum I bikarnum hingaðtil. Crystal Palace er meö betra liö en bæði Newcastle og Úlfarnir. Heimasigur. Ipswich-Brist. R/Charlt. 1 Samkvæmt formúlunni á Ipswich að hafa miklu sterkara liö en þessir 2. deildarklúbbar. Hafa skal það samt I huga að Ipswich hefur nánast gengið ótrúlega illa á heimavelli I vetur. Liverpool-Burnl./Sunderl. 1 Leikir eins og þessi þurfa öngvan rökstuðning. Leeds/WBA- Prest./Southampton 1 Þaö verður eflaust spennandi leikur þegar Leeds og WBA keppa um sætið i 5. umferðina. Þvi liöi sem þar sigrar ætti ekki að verða skotaskuld úr þvl að sigra á laugardaginn. New./Colch,- Fulh./Man. U. 2 Ég spái þvl að Man. U. sigri Fulham en lendi slöan I basli gegn þessum 4. deildarliðum á laugardaginn. Samt er rétt að tippa á útisigur. Nott Forest-Arsenal 1 Notthingham Forest hefur misst af möguleikanum á sigri I 1. deildinni og þeir hafa þvl sett stefnuna á sigur i bikarkeppn- unum. í deildarbikarnum eru þeir komnir I úrslit. Arsenal hefur sýnt nokkuð misjafna leiki Getraunaspá IngH I vetur, en nái þeir sér á strik er aldrei að vita.... 1. deild: Bristol City-QPR 1 Bristol City hefur komið mjög á óvart I deildinni I vetur. Lið þeirra er byggt upp af blöndu gamalla jaxla og ungra og efni- legra leikmanna. Þessi kokteill hefur gefið þann árangur aö nú eru þeir i 7. sæti með 28 stig. Chelsea-Derby X Arangur Chelsea á heimavelli er álika lélegur og árangur Derby á útivöllum. Ég fer þvi milliveginn og segi jafntefli, þó að innst inni trúi ég á sigur Chelsea. Man. City-Birmingham 1 Undirritaður er búinn að spá Man. City sigri i undanförnum leikjum, en alltaf hafa þeir brugðist. Þetta verður þvi siðasta skiptið sem ég geri slikt og þá vegna þess, að ef þeir sigra ekki Birmingham, þá er eins gott að leggja félagiö niður. Það skal tekiö fram að árangur Birmingham á útivöllum I vetur er eftirfarandi: 0 sigrar, 1 jafn- tefli og 12 töp. 2. deild: Millwall-West Ham 2 Millwall er i neðsta sæti 2. deildar og þeir veita vart WH mikla keppni. Notts County-Cardiff 1 Notts County er alveg á hæl- unum á efstu liöum 2. deildar- innar og ætli þeir sér að komast I 1. deild bókstaflega verða þeir að vinna þennan leik. Það ætti ekki varð veröa erfitt, þvi úti- vallaárangur Cardiff er ekki beysinn. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I i i ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.