Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 14. febrúar 1979
UOBVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
l tgrfundi: útgáfufélaK l»jóftviljans
Kramkvrmdahtjóri: Kiftur Bergmann
Kithtjórar Arni Bergmann,. Kinar Karl Haraldsson.
Frétlahtjóri: Vilborg Harftardóttir
Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóftsson
Auglýsingastjóri: Runar Skarphéftinsson
Afgreiftslustjóri: Filip W Franksson
Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson. Erla Sigurft-
ardóttir. Guftjón Friftriksson. Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Mar-
geirsson, Magnús H Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafrétta-
maftur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttarnaftur. Sigurftur G Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson. Leifur Rögnvaldsson
t'tlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Elias Mar.
Safnvörftur: Eyjólfur Arnason
Auglvsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttú, Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir. Jón Asgeir Sigurftsson.
Aígreiftsla : Guftmundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét-
ursdóttir
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriftur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri -. Sigrún Bárftardóttir
Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn Guftmundsson.
Kitstjórn. aígreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6. Reykjavlk. tfml 8 13 33
Prentun: Blaftaprent hf.
Sprengja Ólafs
• Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa í ríkisstjórn
stöðvað frumvarp ölafs Jóhannessonar forsætisráð-
herra og hafnað algjörlega ýmsum meginatriðum þess.
Ástæðan er sú að það er í veigamiklum atriðum ekki i
samræmi við þá samstarfsyf irlýsingu sem ríkis-
stjórnarsamstarfið byggir á, ekki í samræmi við þau
efnisatriði, sem samstaða var um í ráðherranefndinni í
lok janúar og enn síður í samræmi við þau grundvallar-
atriði sem verkalýðshreyfingin telur að eigi að móta
stefnu stjórnvalda í efnahags- atvinnu- og kjaramálum.
• Það er deginum Ijósara að frumvarp Ölafs Jóhannes-
sonar hæfir vel sem grundvöllur að stjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks.
Alþýðuflokkurinn leggur ofuráherslu á að frumvarp
Ólafs verði lagt fram á Alþingi nú þegar í óbreyttri
mynd og þar gætu Sjálfstæðismenn skrifað upp á það í
megindráttum. Þessi áhugi kemur ekki á óvart, enda er
frumvarp forsætisráðherra æði svipað efnahagsmála-
frumvarpi þvi sem Alþýðuflokkurinn kynnti í febrúar.
Og þvi krataf rumvarpi gaf Ragnar Arnalds þá einkunn í
Þjóðviljanum í gær að það væri réttnef nt „frumvarp um
skipulagt atvinnuleysi og sjálfvirka kjaraskerðingu".
Þannig hefur forsætisráðherra nú lagt pilsfald
Framsóknarmaddömunnar yfir smákratana, og stoðar
lítið þótt þeir kíki undan faldinum og kalli frumvarp
Ólafs sitt.
• Annars er það íhugunarefni hversvegna forsætisráð-
herra hagar málum eins og raun ber vitni. Hann leggur
fram viðamikið plagg sem greinilega er samið af efna-
hagssérf ræðingum í Þjóðhagsstof nun og Seðlabanka og
miðaraðþvíaðdraga ákvörðunarvald í efnahagsmálum
úr höndum Alþingis til þessara stofnana. Um leið hefur
forsætisráðherra látið hafa sig í það að kasta mörgum
þeim skrautblómum sem Framsóknarflokkurinn hefur
haft i hnappagatinu um árabil út í ystu myrkur. Hvað
segja bændur um það til að mynda að framlög í sjóði
landbúnaðarins skuli vera háð geðþóttaákvörðunum ár
hvert? Eru þeir tilbúnir að kasta fyrir róða því sem þeir
hafa áunnið sér með áratuga baráttu? Og hvað segir
verkafólk um að sömu örlög eigi að bíða samningsbund-
inna framlaga til Atvinnuleysistryggingarsjóðs og
Byggingarsjóðs ríkisins?
• I þeim samningalotum sem staðið hafa yfir milli
ríkisstjórnarflokkanna á siðustu mánuðum hefur
margur glatað hinum stóru línum í islenskri pólitik og
þær horfiö í skuggann fyrir öllu smáþrefinu. Það frum-
varp sem ólafur Jóhannesson hefur nú kastað fram sem
hnefahöggi i andlit verkalýðshreyfingarinnar minnir
rækilega á það um hvað er tekist í íslenskri pólitík. Það
hefur verið skoðun margra að með stéttarlegri samstöðu
verkafólks og þorra bænda hefði núverandi ríkisstjórn
nægilega sterkan bakhjarl til þess að knýja fram efna-
hagsmálastefnu og árangur í verðbólgubaráttunni sem
ekki bitnaði á launafólki, hvað sem liði andófi íhaldsaf la
og auðstéttarinnar í landinu.
• Svo virðist sem efnahagssérfræðingum ólafs
Jóhannessonar, forsráðherra sjálfum og þorra þing-
kratanna hafi ekki enn skilist í hvers konar ríkisstjórn
þeir hafa hafnað. Meðtillögum sínum f vísitölumálunum
hefur forsætisráðherra f raun slitið starfi vísitölu-
nefndar. Kröfum verkalýðshreyfingarinnar um beina
aðild aö stefnumótun í efnahagsmálum svarar hann með
tillögu um að endurvekja „Hagráð" viðreisnarstjórnar-
innar. Þar fyrir utan tekur forsætisráðherra undir allar
samdráttarhugmyndir og prósentubindingar Alþýöu-
flokksmanna og býður atvinnuleysinu óhræddur heim.
Að sjálfsögöu er ekki minnst orði á ýmsar tillögur
Alþýöubandalagsins um sparnað f milliliðakerfinu og
yfirbygginguna f þjóðfélaginu, eða um breytingar á
framleiðsluskipuiagi atvinnuveganna og og framleiðni-
áætlun f sjávarútvegi og iönaði.
• Frumvarp forsætisráðherra er ekki lagt f ram til þess
aðná samstöðu meðal stjórnarf lokkanna. Hafi hann ætl-
að að láta reyna á hversu langt væri hægt að komast með
Alþýðubandalagið þá er það nú fullreynt.
• Ráðherrar og þingflokkur Alþýðubandalagsins hafa
hafnað frumvarpinu eins og það liggur fyrir og lýst yfir
því skorinort að hefja þurfi nýja samningalotu í ríkis-
stjórninni ef menn vilja á annað borð komast að sam-
komulagi. Forsætisráðherra og Framsóknarf lokkurinn í
heild hafa fengið það svar sem þeir kölluðu á.
• Það er og rétt sem einn þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins sagði í þingsölum í gær að „þegar Alþýðubandalagið
er með múðui; þá er þaö múðui; en þegar kratarnir eru
með múður þá er það ekkert múður". Fleiri þurfa að
átta sig á að á þessu tvennu er örlagaríkur munur. —ekh
Hver drepur
hvern?
Þegar hermdarverk vorusem
mest á dagskrá i fyrra i sam-
bandi við morðið á Aldo Moro,
fyrrum forsætisráðherra ítalfu,
bá var hér i blaöinu bent á bað
nokkrum sinnum, aö undarlega
sterkir þræðirlægju milli sumra
þeirrasem kenna sig við Rauö-
ar herdeildir og byltingu
annarsvegar og háttsettra
manna i lögreglunni, sem og
leyniþjónusta erlendra hinsveg-
ar. Þetta þótti ýmsum dálka-
höfundum spaugileg kenning og
fráleit.
Eins og menn vita er viða
reynt aö nota „hermdarverk”
neðanjarðarhópa sem tilefni til
að ráðast gegn róttækum og
frjálslyndum öflum og flokkum
t.d. á ítaliu og Vestur-Þýska-
landi, gera þau einsog með-
ábyrg þessum „öfgahópum til
vinstri”. 1 fróðlegri samantekt
sem birtist i Dagblaðinu á
dögunum eru hinsvegar rifjuð
upp mörg undarleg dæmi, sem
benda til þess að „stjórn-
leysingjar” og „hryðjuverka-
menn” hafi i reynd notið fyrir-
greiðslu lögreglunnar og staðið i
sambandi við leyniþjónustur
vestrænna rikja. 1 greininni
segir m.a.:
CIA í
byltingargetfi
Ránið og morðið á Aldo Moro,
sem félagar Ur „rauðu her-
deildunum” stóðu að, hefur
knúið marga ttali til þessaðlita
á hryöjuverkavandamálið frá
nýju sjónarhorni. Sú spurning
hefur vaknaö: Hafa ekki vold-
ugri öfl, og þá einkum
bandariska leyniþjónustan, ver-
iö viöriöin þennan vandlega
undirbúna glæp? Það er stað-
reynd, að litið var á þennan
fyrrverandi forsætisráðherra
Italiu sem óæskilega persónu af
vissum öflum, og það ekki að-
eins vissum öflum handan
Atlantshafsins. Þetta er ekkert
leyndarmál. Nýlega voru birt
sérstök leynileg fyrirmæli til
erindreka bandarisku leyni-
þjónustunnar erlendis, skjal FM
30—31, sem staðfesta þennan
grun. Höfundar fyrirmælanna
leggja til, að unnin veröi ýmiss
konar skemmdar verk, m.a. aö
komast inn i raðir róttækra
„vinstri” hópa, svo sem „rauðu
herdeildanna”, i þvi skyni aö
skapa ringulreið, óróa, og að
ræna pólitiskum leiðtogum sem
eru i andstööu. Þessar leiðbein-
ingar voru samdar sérstaklega
fyrir „vinveitt” lönd, þ.e.
bandamenn Bandarikjanna I
Nato.
Sagt er i einum af leynilegum
fyrirmælum CIA, að þessar að-
geröir skuli fremja I þvi skyni
að láta almenning halda, að
byitingarsinnar standi að þeim.
Slikar aðgerðir á ekki aðeins að
vinna meö tilstilli ógrunsam-
legra stjónleysingja, heldur og
nýfasista og jafnvel glæpa-
manna.
Kristindóms-
frœösla í skólum
1 Reykjavikurbréfi á sunnu-
dag var mikið rætt um það is-
lenska eilifðarmál sem heitir
kristindómsfræösla i skólum.
Tilefnið eru áhyggjur sem tveir
prestar hafa lýst út af þvi, að i
fyrra gerðust þau tiðindi að I
fyrra skilaði yfirgnæfandi
meirihluta kennaraefna auöu á
lokaprófi i kristnum fræðum.
Höfundur Reykjavikurbréfs
fæst siðan einkum við það, aö
veita kennaraefnum föðurlega
leiðsögn um það aö kristni sé
góö og nauösynleg. Hann vitnar
sér til trausts og halds i Bessi
Jóhannsdóttur varaborgarfull-
trúa sem hefur sagt: „Kristin-
fræði er ein mikilvægasta
námsgrein grunnskólans. Þar
lærir nemandinn ekki samsafn
þurra staöreynda, heldur þann
kærleika og þá mannúö sem sist
má vikja á þeim timum þegar
öfl mannfyrirlitningar og nei-
kvæðni hafa náö tökum á alltof
mörgum”.
Biblían er sem
bögglað roö
Oft er sagt sem svo: meiri-
hluti landsmanna er i þjóðkirkj-
unni og vill hafa kristinfræði i
skólum og þvi eru þau þar. Við
skulum I bili sleppa minnihluta-
sjónarmiöum ýmislegum og
taka þessa röksemd góða og
gilda. En þá er strax upp vakin
önnur spurning: hvers konar
kristinfræði, hvers konar
fræðslu um trúarbrögð?
Allir geta verið sammála um
það, að sá er illa staddur á okk-
Sktoingur
ekki
afkristnu^^
I HMK ÞaS. V^r. S|
iaihír»»***"*'u*»u
klrh>un**»»
Sérþörf—
sinní
kristninnar
t huRvekju sr. Jóns Auðuns
sunnudapinn 2. J*U U™ “
hann um kristna tru og þa ábyríSó,
sem fylgir kristinnl kenningu. |
Hugvekjan cr ekki sízt athyglw- |
verh fvrir þá sök, að i henni kemur ■
fr.m,»ð.nál*gt50af 60kennara. :
efnum, sem eru að ljuka prðfi frá
Kennaraháskólanum neita aðskila
úrlausnum um kristindóm. begir
l
Skólinn
’triin Þaö er einnig rétt, sem Bessí
Jóhannsdóttir, segir í kjallara-
h.unuB»urDgi gre;n j vísi, að kennarinn megi
‘ aldrei líta á sig sem trúboða
þ ákveðinna kenninga, svo og sú
.llvrðinir aðskó *
Astæða uppgangs
hryðjuverkahópa
á Vesturlöndum
— Sovétmenn eru oftsinnis sakaðir um að veita þessum
hópum bæði f járhagslegan og siðf erðilegan stuðning
ar mennigarsvæði sem þekkir
ekki sæmilega til Bibliunnar: sá
maður skilur alls ekki margt i
bókmenntum, tónlist, hann átt-
ar sig ekki á heilum öldum i
myndlist, forsendur hans til aö
skilja eigin tungu og aðra eru
lakari. Og börn lesa um Eden,
syndaflóð, Davið og Goliat,
jólasöguna, um kraftaverk
Jesú, pislarsöguna.
Kennarar í vanda
En nú ætlast margir til þess
að börnin hafa annaö gagn af
kristnifræðitimum en aö vita
skil á þessum biblíusögum. Þau
eiga I leiðinni að læra „kærleika
og mannúð”. Og þar með er
komið að vanda margra kenn-
ara, sem hefur brotist fram i
prófasögunni i fyrra. Hvernig
eiga þeir að kenna börnum
„kærleika og mannúð” af sög-
unni um syndaflóðið eða af sög-
um um Daviö kóng? Eru þeir
skyldugir til að svara játandi
þegar börnin leggja fyrir þá
samviskuspurningar um það
hvort þeir trúi á kraftaverka-
sögur Nýja tstamentisins? Trúi (
á þær sem sögulegar staðreynd-
ir við hlið annarra sögulegra
staðreynda? Enginn vandi kem-
ur upp meðan enn voru til ágæt-
ar kennslukonur gamlar, eins
og sú sem kenndi klippara þessa
þáttar:Nói gamli, Móses, Goliat
og postulasagan voru henni
nákvæmlega jafn áþreifanlegur
veruleiki og Gunnar á Hliðar-
enda og hástökksafrek hans,
Grettir Asmundarson og svo
Jón forseti Sigurðsson. Með
slikri konu gátum við lifað um
stund I heilsteyptum heimi. En
svo kom næsti bekkur og viö
fengum nýutskrifaðan kennara .
sem var efasemdamaöur eins
og vonlegt var. Þegar við
krakkarnir spurðum hann út úr
fór hann heldur undan i flæm-
ingi, manngreyið. Hann vildi .
hvorki tala um hug sér né held-
ur móðga foreldrana sem höföu
fyrir löngu tekið sér „rétt for-
ráöamanna nemenda til að
tryggja það að menntun og
fræðsla gangi ekki gegn trúar-
og lifskoðunum þeirra”, en
þann rétt vill frú Ragnhildur
Helgadóttir nú lögfesta af kappi
meira en forsjá.
Út í hött
Ot úr þessum vandræöum
kemur það eitt, að I kristin-
fræöitimum (sem að sjálfsögöu
eru mjög misjafnir eftir
kennurum) fer litið fyrir „kær-
leika og mannúð” þeirri sem
Bessi gumar af, en þeim mun
meira fyrir „samsafni þurra
staöreynda”. Hver kannastekki
við þaö?: Nefndu sex af postul-
unum. Hvert erfyrsta boöoröiö?
Af hverju drap Kain Abel? I
Hvernig réð Jósef draum *
Faraós? Hver var þriðja freist-
ing 1 eyöimörkinni?
Þaðermikið lýöskrum aö láta
siðan sem vandinn sé að kenna J
vinstrigaurum guðlausum sem >
endilega vilji sýna „foreldrum j
kirkju og kristni” fyrirlitningu, j
eins og Reykjavikurbréfið seg- J
ir. Fyrirkomulagið sjálft er út i ■
hött og býöur upp á þverstæður j
og ruglanda — og má reyndar j
undarlegt heita ef kirkjan sjálf ,
telur sér þaö ekki beinllnis i
skaðlegt.
—áb. I