Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 17
TW5 Mibvikudagur 14. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 7.00 Veðurfregnir. Frétir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Pálí Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.1 5 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (Utdr.). Dag- skrá. „Bernska I byrjun aldar” eftir Erlu Þórdisi Jónsdótt- ur. Auður Jónsdóttir leik- kona byrjar lesturinn. 17.40 A hvitum reitum og svörtum. Guömundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 8.35 Morgunþulur kvnnir ým- is lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstundbarnanna: Geirlaug Þorvaldsdóttir heldur áfram að lesa „Skáplinga”, sögu eítir Michael Bond (17). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is lög. frh. 11.00 Horft til höfuöátta. Séra Helgi Tryggvason les kafla úr bók sinni „Visið þeim veginn”. 11.25 Kirkjutónlist 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.35 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatiminn Sig- ri'öur Eyþórsdóttir stjórnar. Lesið úr bókinni „Fólk” eftir Jónas Arnason. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið" eftir Hohan Bojer. Jóhannes Guðmundsson i'slenskaði. Gisli Agúst Gunnlaugsson les (14). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 islenskt mál. Endurt. þáttur Gunnlaugs Ingólfs- sonar frá 10. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 (Jtvarpssaga barnanna: 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá tónleikum i Háteigs- kirkju 18. desember s.l. Seranaða nr. 12 i c-moll fyrir blásaraoktett (K388) eftir Mozart. Flytjendur: Duncan Campbell, Law- rence Frankel, Einar Jó- hannesson, Óskar Ingólfs- son, Hafsteinn Guðmunds- son, Rúnar Vilbergsson, Gareth Mollison og Þorkell Jóelsson. 20.00 Or skólallfinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum, sem fjallar um skipulag og baráttumál Iðn- nemasambands Islands. 20.30 Otvarpssagan: ,,Eyr- byggja saga”. Þorvarður Júliusson les (4). 21.00 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Hvoru meginer hjartað? Jónas Guömundsson les frumort ljóö. 21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Ludwig Streicher leikur á kontrabassa lög eftir Gio- vanni Bottesini. Norman Shetler leikur á pianó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passiusáima (3). 22.55 Or tónlistarlifinu. Knút- ur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.10 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 Rauöur og blár. ttalskir leirkarlar. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá börnum til Sjónvarpsins. Kynnir Sig- riöur Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Gullgrafararnir. Niundi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralif viða um heim. Þýö- andi og þulur Gylfi Pálsson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. 1 þessum þætti veröa umræöur um leikrita- gerö Sjónvarpsins. Dag- skrárgerö Þráinn Bertels- son. 21.20 Will Shakespeare. Breskur myndaflokkur i sex þáttum. Annar þáttur. Gleymt er þá gert er. Efni fyrsta þáttar: William Shakespearelýsir velgengni sinni i höfuðborginni i bréf- um til ættingja heima i Stratford, en fornvinur hans, Hamnet Sadler, kemst aö raun um annaö, þegar hann kemur til Lundúna. En þar kemur að Shakespeare fær litið hlut- verk I Rósarleikhúsinu. Hann kynnist leikskáldinu Christopher Marlowe, sem eggjar hann til dáða. Martowe á i útistöðum við yfirvöld og er myrtur. Við fráfall hans verður Shake- speare helsti leikritahöf- undur Rósarleikhússins. Hann er einnig fastráðinn leikari. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Þróun fjölmiðlunar. Franskur frasðslumynda- flokkur í þremur þáttum. Annar þáttur. Frá handriti til prentaðs máls. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jóns- son. 23.05 Dagskrárlok. Silfurtúngiið veröur llklega mebal þess sem ber á góma I Vöku I kvöld. Leikritágerð sjónvarpsins til umrœðu í Vöku í kvöld Vaka er á dagskrá sjónvarps i kvöld, óg veröur þar fjallaö um leikritagerö islenska sjónvarps- ins. Aö sögn Þráins Bertelssonar, dagskrárgeröarmanns, mun ólafur Ragnarsson ritstjóri stýra umræöum um þetta mál. Þátttakendur lumræöunum eru Ólafur R. Einarsson, formaöur útvarpsráðs, Jón Þórarinsson, Þorgeir Þorgeirsson, örnólfur Arnason og Glsli Alfreðsson. Þá verður rætt við fleiri aöila og þeim viðtölum skotið inn i um- ræðurnar. Aðspurður hvort rætt yrði um námskeiö það sem sjónvarpiö gengst fyrir og auglýst hefúr veriö, sagði Þráinn aö í við- tölunum við „fólk úti i bæ” heföi verið komið inn á það mál, og teldi hann liklegt að umræöuhóp- urinn ræddi það einnig, en um- ræðurnar verða teknar upp siðdegisidagog þvigathann ekki svarað spurningunni nákvæmar. — Þaö er ástæða til að ætla að þetta verði rætt, og eins ákveðin leikrit, einsog t.d. Silfurtungliö. Þetta eru mál sem mikið er rætt um manna á meðal nú um þessar mundir, og því tilvalið að taka þau fyrir i slikum umræöuþætti. Vaka er á skjánum kl. 20.30 i kvöld. ih Börn eru líka fólk Sigrföur Eyþórsdóttir stjórnar Litla barnatimanum, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 13.20 I dag. — Ég ætla að lesa úr bókinni Fólk eftir Jónas Arnason — sagði hún. — Ég les tvo stutta kafla, og heitir annar Fyrsti snjórinn, en hinn Tuttugu og fimm aurar. I fyrri sögunni segir frá tveim- ur litlum systrum sem eru að leikasér úti í snjónum. Þær lenda uppá kant við strákana I nágrenn- inu, en að lokum fer allt vel og snjórinn verður sameign allra. Hin sagan er um dreng sem höfundur hittir niðri I miöbæ. Þetta er fremur fátæklegur drengur en kotroskinn i besta • • lagi. Hann biður höfundinn að binda húfuna á litlu systur sfna, sem hann er aö passa. Þeir taka svo tal saman og strákurinn slær höfundinn um 25aura. Hann ætlar aö hringja i ömmu sina. Hún á reyndar heima i næsta húsi og hefur engan sima en samt ætlar hann að hringja i hana. Auk þessara þátta ætla ég að leika nokkur lög við texta Jón- asar, — sagði Sigriður. — Jónas syngur sjálfur lagið Hifopp æpti karlinn, og Þjú á palli flytja tvö lög. Litli barnatiminn tekur 20 mínútur i flutningi. ih útvarp SKOPUNIN eftir Haydn Ég mun aðallega fjalla um Sköpunina eftir Haydn, — sagöi Knútur R. Magnússon, sem hefur umsjón meö þættinum Úr tón- listarlifinu kl. 22.55 I kvöld. Þetta verk verður flutt á tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar i Háskólabiói annað kvöld, og þaö eru söngsveitin Fil- harmonia og Sinfónfuhljóm- sveitin sem að flutningnum standa. En Sköpunin hefur verið flutt áður hér á landi, tvisvar ef ég man rétt. t fyrsta sinn var hún flutt árið 1939. Þeir tónleikar fóru fram f bifreiðaskála Steindórs við Sellandsstig i Reykjavik. Páll Isólfsson hafði veg og vanda af þeim og voru þetta þriöju tón- leikar Tónlistarfélagsins á starfs- árinu 1939-40. Menn voru framsýnir og óragir I þá daga. Þaö voru tveir kórar, annar blandaður og hinn karlakórinn Kátir félagar sem fluttu verkið ásamt hljómsveit sem Páll stjórnaði. Ég ætla að rifja þetta upp i þættinum, og auk þess mun ég ræöa við tvo stjórnarmeðlimi i Filharmóníusveitinni, og leika einn kór úr Sköpuninni, svona til að gefa mönnum hugmynd um það sem koma skal i Háskólabíói annaö kvöld. Umsjón: Helgi Ólafsson Norðanmenn eru harðir Deildarkeppni Skáksambands Islands var haldiö áfram um siðustu helgi og fóru fram a.m.k. 3 viðureignir. TR sigraði Skákfélag Hafnarfjarðar meö 6 1/2 v. gegn 1 1/2, Skákfélag Akureyrar vann Taflféiag Kópavogsö 1/2 — 21/2 ogisömu ferð sigruðu noröanmenn einn- ig Keflvikinga meö 5 vinningum gegn 3. Eru þeir nú mjög örugg-' lega 12. sæti á eftir TR. Deildar- keppni Skáksambandsins er nú haldin 5ta áriö I röð og hefur Taflfélag Reykjavikur ávallt borið sigur úr býtum utan einu sinni, er Skákfélagiö Mjölnir vann keppnina. Cr viöureignum helgarinnar vakti sigur Halldórs Jónssonar (Akureyri) yfir Jóni Briem (Keflavik) einna mesta athygli: Skákin fer hér á eftir: Hvitt: Halldór Jónsson (Taftf. Akureyrar) Svart: Jón Briem (Taflféi. Keflavfkur) Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. b3 d5 4. Bd2 Bg2 Bg4 5. e3 e6 6. Be2 RbdT 7. 0-0 Bd6 8. Rc3 0-0 9. Rd4 (Annar möguleiki er 9. d4) 9.... Bxe2 10. Dxe2 a6 11. f4 Re4 12. Hf3 c5 13. Rc2 Rxc3 14. Bxc3 f5 15. Hh3 g6 16. Hfl Be7 17. g4 Bf6 18. gxf5! Bxc3 19. dxc3 Hxf5 (Frumleg taflmennska hvits hefur fært honum betri stöðu, sem honum tekst að nýta á mjög skemmtilegan hátt. Dráp svarts meö hróknum var þvingað þvi ef 19. — gxf5 þá 20. cxd5 exd5 21. Dg2+ og d-peöiö fellur.) 20. e4! dxe4 21. Dxe4 Rf8 22. Re3 Hf7 23. Rg4 Hg7 24. De5 Dc7 25. Hdl! (Undirstrikar yfirburöi hvits. Eftir 25. — Dxe5 26. fxe5 hefur hvitur alla þræöi i hendi sér.) 25. ... Hc8? (Betra var 25. — Hd8.) 26. Hd6 De7 27. Rf6+ Kh8 28. Re4 Rd7 (Vonast eftir 29. Dxe6 He8 og ekki er öll nótt úti. En texta- leiknum er hnekkt á glæsilegan hátt.) 29. Hxd7! Dxd7 30. Hxh7+!! — Svartur gafst upp. Eftir 30. — Kxh731. Rf6+ fellur drottningin bótalaust, 31. — Kh8 32. Rxd7 og hrókurinn er leppur. 31. — Kh6 strandaraðsjáÖsogðu á 32. Dg5 mát. Falleg skák. Leiðrétting I grein Jóns Asgeirs sl. sunnu- dag („Að gefa sér tölur”) vantaði þau tvö orö sem hér eru feitletr- uð: „Það þykir yfirleitt góð regla i félagsvisindalegum könnunum a§ kanna hóp þeirra sem ekki svöruöu...’ Setning þessi var i sjöttu málsgrein kaflans lim Marktækni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.