Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 3
Miövikudagur 14. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Kór Verslunarskólans flytur lög eftir Bitlana. (Ljósm. —eik) Sömdum allt efnið sjálf sagði Herdís Jónasdóttir formadur skemmtinefndar t kvöld halda nemendur Verslunarskólans árshátið sina meö vandaöri kvöldskemmtun i Austurbæjarbiói. Skemmtunin i kvöld er aðeins fyrir nemendur og kennara skólans, en næst- komandi laugardag veröur skemmtunin endurtekin og er þá opin fyrir alla. Hefst hún kl. 14.00 I Austurbæjarbiói. „Allt efnið sem við flytjum á skemmtuninni nema tónlist eftir Bitlana, er samið af nem- endum sjálfum, m.a. leikrit sem Tinna Gunnlaugsdóttir leikstýr- ir, það er eftir Olaf Garðarsson nemanda i skólanum”, sagði Herdis Jónasdóttir formaöur skemmtinefndar Verslunar- skólans. Herdis sagði að dagskráin yröi, danssýning, leikrit, skóla- skaup, kórsöngur skólakórsins og verða flutt lög eftir Bitlana. Skemmtunin stendur yfir i tæpar 3 klukkustundir. „Við höfum æft látlaust allt siðan i haust og siöustu 2 vikur höfum við haft æðislega mikið Herdis Jónasdóttir formaöur skemmtinefndar Verslunar- skólans (Ljósm. —eik) að gera, varla litið upp”, sagði Herdis. —S.dór Hæpinn spamaður Mótmæli á mótmæli ofan fyrir borgarráði í gær Mótmæli frá þremur starfsráðum borgarinnar vegna niðurskurðar á f jár- hagsáætlun lágu fyrir borgarráðsfundi í gær. Æskulýðsráð mótmælti lokun Útideildar, Fræðslu- ráð mótmælir niðurskurði hjá meðferðarheimilinu við Kleifarveg og Félags- málaráð mótmælir lokun Mæðraheimilisins og úti- deildar. Þjóðviljinn hefur áður sagt frá afstöðu félagsmálaráðs, en sneri sér I gær til Kristjáns Valdimars- sonar, annars fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i Æskulýðsráði. Sagði hann, að ákvörðun um lok- un tJtideildarinnar hefði verið tekin aigerlega án samráös við æskulýösráö eða starfsmenn þess og aldrei hefði verið spurt um leiðir til sparnaðar I starfsemi Gtideildar. A fundi Æskulýðsráðs á mánu- dag lögðu Kristján Valdimarsson Haukur Björnsson, yfirlæknir flutti s.I. mánudag erindi um hreyfihömlun hjá börnum. Um 200 manns taka þátt i námskeiði Þroskahjálpar og Námsflokka Reykjavikur um þroskaheft börn. Myndin var tekin i Tjarnarbió s.i. mánudag. Ljósm. — eik. Námsflokkar Reykjavikur og Þroskahjálp: Nær 200 manns á námskeið- um um þroskaheft börn Sprengdu utan af sér tvö hús „Upphaflega ætluðum við að hafa námskeiðið i setustofu hér í Miðbæjar- skólanum, enda bjuggumst við ekki við svona mikilli þátttöku," sagði Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann i gær. „Þegar þátttakendur voru orðnir 130 snerum við okkur til Norræna hússins og fengum húsnæði þar, en næsta dag var það einnig sprungið, enda voru þátt- takendur þá orðnir nær 190 ta Isins." Námskeiðið sem þannig sprengdi utan af sér tvö hús, og endaöi i Tjarnarbiói er haldið á vegum Námsflokkanna og Lands- samtakanna Þroskahjálpar og fjallar um þroskaheft börn. 12 fyrirlesarar fjalla um ýmis atriði sem tengjast þroskaheftum börn- um og umönnun þeirra á 10 kvöld- um, en námskeiðin eru haldin hvert mánudagskvöld og hefjast kl. 20. Mánudaginn 5. febrúar f jallaði Höröur Bergsteinsson læknir um súrefnisskort hjá nýfæddum börnum, afleiðingar hans og með- ferð. 1 fyrrakvöld hélt Haukur Þóröarson yfirlæknir erindi um hreyfihömlun og næst komandi mánudag fjalla Hörður Þorleifs- son, augnlæknir og Margrét Sigurðardóttir blindrakennari um sjóngalla sem leiða til þroska- hömlunar og kennslu blindra og sjónskertra. Námskeiöinu verður svo fram haidiö alia mánudaga fram til 9. apríl, og veröur m.a. fjallað um einhverf börn, heyrnarskerðingu og kennslu heyrnarskertra, sjúkraþjálfun þroskaheftra barna, tannvernd, leiktækjasöfn, unglingsár þroska- heftra og réttindi þeirra. Aö sögn Guörúnar Halldórs- dóttur eru þátttakendur á nám- skeiöinu foreldrar þroskaheftra barna, nemendur Þorskaþjálfa- skólans, starfsfólk á stofnunum fyrir þroskahefta og annaö á- hugafólk svo sem kennarar og hjúkrunarkonur. Þátttaka I nám- skeiðinu öilu kostar 5000 krónur en hægt er að mæta kvöld og kvöld og kostar þaö þá 500 krónur i hvert skipti. Námsflckkar Reykjavikur hafa á undanförnum árum haldiö ýmis námskeið I samvinnu viö áhugamannasam- tök eins og Þroskahjálp nú. Nefndi Guðrún Blindrafélagið, Sjálfsbjörg, og Rdióamatöra. Þá er I undirbúningi námskeið fyrir Sóknarkonur og verður þátttaka i námskeiöinu metin til kauphækk- unar skv. kjarasamningum. Þar verður fjallað um ýmsa þætti sem álitnir eru mikilvægir fyrir þá sem starfa I heilbrigðisstofnunum | og annast börn og gamalmenni. „Við ervm alltaf til viötals, ef félagasamtök vilja koma upp námskeiöum,” sagði Guörún að lokum. —AI og Margrét S. Björnsdóttir, full- trúar Alþýðubandalagsins ásamt Kristni Ag. Friðfinnssyni, full- trúa Framsóknarflokksins fram svohljóðandi tillögu: „Með vísan til áður yfirlýstrar stefnu fulltrúa I Æskulýðsráði Reykjavikur mótmælir ráðið harðlega Jieim fyrirætlunum að leggja (Jtideild niður. Vill ráöið leggja áherslu á að öil sú starf- semi sem leitast viö að leysa þau félagslegu vandamál, sem ungl- ingar i borginni standa frammi fyrir, sé það, sem sist skyldi spar- aö til i f járveitingum til æskulýðs- máia. Enda hæpinn sparnaöur fyrir samfélagið séu málin skoðuð I viðara samhengi, aö framlengja og þar meö jafnvel auka félagsleg vandamál ungmenna. Beinir ráö- ið þvf þeirri eindregnu áskorun til borgarstjórnar, aö hún tryggi viö lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar áframhaldandi starfsemi (Jti- deildar.” Með tillögunni greiddu atkvæði auk flutningsmanna, Davfð Odds- son og Skúli Möller, og var hún þvi samþykkt. Sjöfn Sigurbjörns- dóttir sat hjá og óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað: „A fundi , sem 8 borgarfulltrú- ar meirihlutans héldu fyrir viku, var samþykkt samhljóða m.a. með atkvæðum Alþýðubanda- lágsmanna aö leggja niður starf (Jtideildar mestan hluta árs 1979. Tel ég þvf eðlilegt að þessu máli sé visað til endanlegrar af- greiöslu á fundi borgarstjórnar næstkomandi fimmtudag.” Komiö í veg fyrir fyrir- byggjandi starf Kristinn, Kristján og Margrét óskuðu þá sameiginlega eftir aö bókaö væri eftirfarandi: „Vegna umræöna um framtíð (Jtideildar viljum við undirrituð láta færa neöanskráö til bókar i ráðinu til frekari útskýringar á afstöðu okkar: Með þvi að leggja (Jtideild niður teljum viö að verið sé að koma I veg fyrir áframhaldandi fyrir- byggjandi starf meðal unglinga — samfélaginu og einstaklingnum til heilla. Ef af ákvörðun þessari veröur teljum við að veriö sé að spara aurinn en kasta krónunni, þvi að í framtiðinni mun það sýna sig að meiri kostnaður mun af hljótast en fyrir vinnast. Viö telj- Framhald á 18. siðu I rétta átt Bráðabirgöatölur frá Seðla- bankanum um þróun greiöslu- jafnaðar og gjaldeyrismála 1978 liggja nú fyrir. 1 flestum greinum stefnir þar i rétta átt þótt ástand- ið hafi á sumum sviðum verið slæmt sl. haust. Vöruskiptajöfn- uður reyndist vera um áramót óhagstæður um rúma 2 miljarða á móti 0.3 miljöröum 1977. Greinargeröin var ekki send fjölmiðlum Birgir Jónsson, annar þeirra sem stóö að greinargerð um raf- orkumál Austurlands, hafði sambandi viö blaðið vegna við- tals viö Hjörleif Guttormsson, iönaðarráöherra, sem birtist i blaðinu I gær. Vildihann kom þvi á framfæri að greinargeröin hefði ekki ver- ið send fjölmiölum, heldur heföi henni verið dreift meöal al- þingismanna og eintök send i iðnaðarráöuneytiö og fjár- málaráðuneytið á fimmtudag- inn i siðustu viku. Visir birti hins vegar útdrátt úr henni á föstudaginn og sáu þeir þá ekki ástæöu til annars en að senda hana til fjölmiðla. isg LOKUN ÚTIDEILDAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.