Þjóðviljinn - 22.02.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1979, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. febrúar 1979 Verkamenn í íran taka ekkí upp vinnu TEHERAN/ 21/2 (Reuter) — Hreyfing marxista, Fedayeen-a-Khalq/ hefur nú ákveðið að fresta mót- mælagöngu um einn dag, en hana átti að fara í dag, og þá að bækistöðvum Khomeinis. Föstudagurinn er m.a. betur fallinn til slíkra fjöldafunda, því hann er almennur frídagur i iran rétt eins og sunnu- dagur hjá okkur. Byrjað verður á útifundi við háskólann i Teheran til að mótmæla stefnu hinna nýju valdhafa, en Fedayeen-e-Khalq átti stóran þátt í að keisara- veldinu var velt. En svo gerðist það í gær að Ný umferð hafin í Camp David Washington 21/2 Reuter. í dag hófst í Camp David ný umferö i samningaviöleitni milii israels og Egyptalands og sóru aöilar aö gera sitt besta til aö ná sem fyrst friö- arsamningum. Aður en fundurinn hófst áttu þeir Vance utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, Khail hinn égypski og Dajan frá Israel óformlegan fund saman. Gáfu þeir að honum loknum út yfirlýsingu i þá veru aö þeir myndu gera sitt besta til að ná samkomu- lagi. Allir lita þeir svo á að hér sé um að ræða framhald á þeim samningum sem upp úr slitnaði i desember og fari þeir fram innan hins um- deilda Camp David sam- komulags frá þvi i haust. Prentarar í verkfall í Frakklandi Parfs, 21/2 (Reuter) — Frönsku dagblööin Le Figaro og L’Aurore komu ekki út á miövikudag vegna verkfalis prentara. Feila þeir niöur vinnu i einn sólar- hring tii aö mótmla áætlun útgefandans Robert Hersant um aö reka hundruö starfs- fólks. Siðdegisblaðiö France Soir kom heldur ekki út af sömu ástæöu. Prentarar ásaka Hersant blaðaeiganda um að ætla aö sameina rkestur L’Auröre og France Soir, með þeim af- leiðingum að fjöldi manns missi. vinnu sina. Eldgos á Jöfu JAKARTA, 21/2 (Reuter) — Óttast er að amk. 90 manns hafi látið lifiö i dag þegar. eldgos varö á Jövu. Erfitt var aö anna björgunarstarfi vegna lofteitrunar. Fólkið fórst vegna hraunstreymis og eitraöra loftskýja. Khomeini klerkur for- dæmdi vinstri menn opin- berlega. Amir Entezam varaforsætis- ráðherra sagði i dag að rikis- stjórnin myndi veita öllum skoðanahópum svigrúm nema þeir ógnuðu öryggi landsins. Hann sagði við það tækifæri að verkamenn væru ekki enn komnir til vinnu á hinum stærri vinnu- stöðum. Vinstri menn neituðu að vinna nema þeir fengju fulltrúa i stjórn fyrirtækja, en ef ekki yrði horfið til vinnu biði landsins efna- hagslegt hrun. Skattar hafa ekki veriö borgaðir i marga mánuöi, en nú sagði Entezam að þá yrði aö borga. „Hvi ætti fólk að borga, spurði einn vinstri sinnaður maður, það hefur borgað með baráttu sinni og lifi.” Yfirvöld létu i dag lausan úr haldi bandariskan landgönguliða sem særöist i árásinni á sendiráð USA fyrir viku. Hann hefur verið beðinn um að tala ekki við blaða- menn. Entezam varaforsætisráðherra sagði I dag að iandgönguliðinn yrði leiddur fyrir dómstól, en hann sagði ekki hverjar ákærurnar voru. Hann var handtekinn að skipan Khomeinis, þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna meiöslanna sem hann hlaut i árásinni. Andreotti gefst upp við myndun stjórnar RÓM, 21/2 (Reuter) — Giulio Andreotti forsætisráöherra á ítalfu gafst upp i dag viö aö mynda nýja rikisstjórn i landinu. Talsmaöur Sandro Pertini forseta sagöi i dag, aö forsetinn myndi biöja Ugo la Maifa formann Repúblikanaflokksins um aö mynda stjórn. Minnihlatastjórn kristilegra demókrata féll fyrir þremur vikum. Efast er um að La Malta muni má meiri árangri en Andreotti, og þykir liklegra að haldnar verði kosningar i Iandinu. Kjörtimabil- ið rennur þó ekki út fyrr en árið 1981. Mannfall er allmikiö I Teheran á degi hverjum. Myndin er frá fjölda- útför i grafreit einum þar I borg. Nguyen Co Thach varautanrikisráðherra Víetnam: Kínverjar undirbúa aðra stórárás BANGKOK, PEKING, 21/2 (Reuter) — Kínverjar segjast ekki kalla heri sína heim í bráö. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr átökum Kínverja og Viet- nama. útvarpið í Hanoi hefur eftir varautanríkis- ráðherra Vietnam, Nguyen Co Thach að Kínverjar búi sig undir enn stærri árásir en þær sem hófust á laug- ardag. Sagöi hann að þrjú herfylki Kinverja hefði þá ráðist inn i landið til að hernema héruðin Lang Son, Cau Bang og Lao Kay. Sagði hann að enn væru herbirgö- irfluttar til innrásarhersins. Ætl- un Kinverja væri aö leggja undir sig alla SA-Asiu og væru orö þeirra um timabundna innrás hjóm eitt. I útvarpinu sagöi aö 2000 Kin- verjar hefðu verið felldir i gær og 12 skriðdrekar þeirra veriö eyði- lagöir. Eiga þá 7000 Kinverjar aö hafa fallið siðan á laugardag. — 0 — Sovétmenn endurtóku i dag þá skoðun sina að Bandarikjamenn legðu blessun sina yfir geröir Kinverja með þögninni. 1 mál- gagni rithöfundasambandsins Literatúrnaja gaséta sagöi að nokkrir blaðamenn heföu veriö boðaðir i stjórnarráðið i Washing- ton og þeim tilkynnt um árásina daginn áöur en hún var gerö. Heföu bandariskir ráðamenn beðið Deng um aö fresta innrás- inni I nokkra daga, þegar hann var i Washington. Sovétmenn gagnrýndu einnig Rúmena og Júgóslava fyrir að lýsa yfir hlutleysi sinu, þegar um innrás Kinverja væri aö ræða. Kampútsea Rauðu Khmerarnir eru sagðir þjarma að Vietnömum i norðvest urhluta Kampútseu. Herir fyrr- verandi stjórnar Pol Pots nálgast nú borgirnar Siem Reap, Sis- ophan og Pursat auk þess sem þeir leggja I átt að Battambang. Þjóövegir nr. 5 og 6 sem liggja i norðvestur frá Pnom Penh eru nú rofnir, og fá Vietnamar endurnýj- aöar vopnabirgðir með flugvél- um. Rauðu Khmerarnír eru einn- ig á þjóðvegum nr. 3 og 4 sem liggja i suður frá höfuöborginni til hafnarborganna Kampot og Kompont Som. Khmerarnir eru sagðir hafa náö bænum Ban Nimit á sitt vald, en hann er aðeins 16 km frá landamærum Tælands. útvarp Rauöu Khmeranna, sem sendir frá kinverskri grund, segir að alls hafi 300 Vietmanar verið felldir um helgina. Breska verkalýðsforystan: Hvetur nú menn til að hefja vinnu LONDON, 21/2 (Reuter) — Verkalýösfélög hafa hvatt félaga sina sem vinna „skitverk” til að hverfa aftur til vinnu sinnar. Verkfall þeirra befur haft þau áhrif að skólar eru lokaðir og Lundúnlr likjast sorphaug. Verk- fallsmenn eru 1.1 miljón og er þeim nú boðið upp á 9% launa- hækkun. Karl krónprins lét i dag hörð orö falla um stjórnir fyrirtækja og sagöist hánn sjálfur hafa séð verkamenn sem bjuggu við bág vinnuskilyrði þar sem ekkert samband var á milli stjórnarinn- ar og verkamanna. Sagði hann þar aö finna marga sök á vandan- um. Hermenn voru fengnir til aö sinna störfum sjúkrabifreiða- stjóra, sem felldu niöur vinnu i dag. Fulltrúar 250.000 rikisstarfs- manna tilkynntu i dag aö þeir myndu fella niöur vinnu á föstu- dag. Nokkrir dagar munu liöa þang- að til sorphreinsunarmenn og aörir munu greiöa atkvæði með hvort hefja eigi vinnu á ný. Sadat Sadat vill aðstoda Vesturlönd WASHINGTON, 21/2 (Reuter) — Anwar Sadat forseti Egyptalands hefur tilkynnt bandarlskum vald- höfum aö hann sé reiðubúinn til aö blanda herjum sinum I átök sem ógnuðu olluöryggi Vesturlanda. Sadat sagði þetta við Harold Brown varnarmálaráðherra Bandarikjanna þegar hinn siöar- nefndi var á ferð um Miðaustur- lönd i sl. viku. Að loknum fundi með Brown sagði Sadat að hann byggist við að Bandarikjamenn myndu ekki gera upp á milli Isaelsmanna og Egypta hvað vopnasölu snerti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.