Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 24. febriiar 1979 Fóstrur í Kópavogi fresta uppsögnum: Fá viöurkennda stytta viöveruskyldu A aukafundi Bæjarráös i Kópa- vogi I fyrradag var undirrituö sameiginleg yfirlýsing þess og fulltriía fóstra þar sem þær siöar- nefndu fresta uppsögnum sem áttu aö ganga I gildi 1. mars en Bæjarráö viöurkennir á móti aö uppeldislegt starf á barnaheim- Qum krefst undirbúnings og lýsir því yfir aö nánar veröi kveöiö á um fjölda undirbúningstima og stytta viöveruskyldu I næstu kjarasamningum. Aödragandiþessa máls er sá aö i nóvember s.l. fékk Bæjarráö bréf frá fóstrum þar sem þær settu fram kröfur um breytingar á launaflokkum en þær töldu sig hafa dregist aftur úr i saman- buröi viö kennara sem vinna sambærileg störfá viö þær. I kjöl- fariö sendu starfandi fóstrur i Kópavogi, 18 talsins, uppsagnar- bréf fyrir 1. des. meö 3 mánaöa uppsagnarfresti. Bæjarráö hélt siöan nokkra fundi meö fóstr- unum og 20. febrúar s.l. fór þaö eindregiö fram á þaö aö upp- sögnum yröi frestaö fram yfir næstu samninga enda yröi þá aö koma til sérstök leiörétting á kjörum fóstra. Á fundi fóstra þótti þetta ekki nægileg trygging til aö fresta uppsögnum og varö þá eins og fyrr sagöi samkomulag um sérstaka yfirlýsingu. —GFr Sparaði ríkið 1-2 mfljarða á ári? Er það raunverulega svo, að með þvi að feila niður opinber gjöld af vinnuvélum og varahlutum til þeirra og af bygginga- vörum til rekstrarbygg- inga landbúnaðarins geti ríkissjóöur sparað 1-2 miljarða kr. á ári? Þvi er slegiö á föstu i erindi, sem þeir Egill Bjarnason og Haraldur Arnason hafa nú lagt fyrir Búnaöarþing. Meö breytingu þeirri sem hér lögö til, (niöurfellingu áminnstra gjalda),,,... yröibeinn sparnaöur rikissjóös a.m.k. 1-2 miljaröar kr. á ári, fyrir utan þær upphæöir, sem myndu sparast hinum al- menna borgara og fyrirtækjum, sem standa i mannvirkjagerö. Af söluveröi hverrar innfluttrar vinnuvélar renna rúmlega 40% til rikissjóös. Af vél, sem kostar 50 miij. fær rikissjóöur rúmlega 20 milj. Meö lækkun kaupverös vinnu- vélar um 40% lækkar leigugjaldiö á mann um ca 1/3 (33%). Tekiö er svofellt dæmi til skýr- ingar: A sl. ári greiddi Vegagerö rikis- ins ca. 3.167 milj. i leigur fyrir vinnuvélar, þar af leigur fyrir eigin vélar kr. 1. 347 milj. Meö lækkun leigugjalda um 1/3 heföi Vegagerö rikisins sparaö kr. 1.056 milj. á árinu 1978. A móti þessu heföi rikissjóöur tapaö c. 520 milj., sem voru tollur, vörugjald og söluskattur af ca. 1.300 milj., en þaö mun hafa verið söluverö innfluttra vinnuvéla 1978. Vegna Vegageröarinnar einnar heföi rikissjóöur þannig getaö sparaöca. 780milj. á þessum eina liö á árinu. Meö tillögu þessari er aöeins bent á fáa liði af mörgum, sem gætu sparaö rikissjóöi beint all- stórar f járhæöir og dregiö nokkuö úr veröbólgu. Til viöbótar þessu má benda á þaö, aö af söluveröi innflutra vörubila renna ca. 34% til rikissjóös. Meö lækkun leigu- gjalda fyrir vörubila um 25% hefði rlkissjóður getaö sparaö kr. 4-500 milj. vegna vegageröar 1978. Loks skaltekiö fram, segja þeir Egill og Haraldur, — aö breyt- ingar sem þessar þarf aö gera i áföngum vegna þeirra véla, sem þegar er búiö aö kaupa. —mhg Kína Framhald af bls. 6 i kvöld. Um hann báöu Banda- rikjamenn, Bretar, Portúgalar og Norðmenn. Þessi riki stungu upp á efninu ástandiö í SA-Asiu, Rússar vildu láta þaö heiti árás Kinverja á Vletman, en Kin- verjar vildu skira þaö árás Viet- man á Kampútseu. Fulltrúi Sovétrik janna i Oryggisráöi er nú staddur I Moskvu en viö honum er búist á sunnudag til aö taka þátt i viðræðunum. Fulltrúar Kampútseu og Vietnam veröa ef- laust viöstaddir, svo og frá öörum rikjum á SA-Asiu. alþýöubandalagiö Hafnarfjörður — Garðabær Alþýöubandalagsfélögin i Hafnarfiröi og Garöabæ halda sameiginlega árshátiö i dag 24. febrúar aö Garöaholti. Húsiö opnaö kl. 19. Margt veröur til skemmtunar og góöur matur á boröum (kalt borö meöivafi). Söngur ogdans fram til kl. 2 e.m. Miöinn kostar 6000 krónur meö mat, en þeir sem vilja koma eftir matinn greiöi kr. 2.500. Miðapantanir 1 dag hjá Þóru (s.42683), Bryndisi (s.54065) og Mjöll (s.42973). Látiö ykkur ekki vanta á góöa skemmtun! Almennur fundur i Vestmannaeyjum Alþýöubandalagið i Vestmannaeyjum gengst fyrir almennum fundi um stjórnmálaás' ardiö i ljósi siðustu tiöinda i Alþýöuhúsinu i Vestmanna- eyjum kl. 17. i dag. — Svavar Gestsson viöskiptaráð- herra, Garöar ! igurösson alþingismaöur og Baldur Óskarsson mæta á fundinum. — 0 lum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir — Abi. Vestmannaeyja. Alþýðubandalagið Akranesi Fundur i Rein mánudaginn 26. febrúar kl. 20,30. Dagskrá: 1. Jóhann Arsælsson og Guölaugur Ketilsson ræöa bæjarmálefni. 2. Bjarnfrlður Leósdóttir talar um verkalýösmál. 3. önnur mál. Mætiö vel og timanlega. Alþýðubandalagið i Reykjavik — Breiðholtsdeild Svavar Gestsson, viöskiptaráðherra, mætir á fund i Breiöholtsdeild, sem haldinn veröur miövikudaginn 28. febr. i Kjöt og Fisk, Selja- braut 52, uppi. Nánar auglýst i blaðinu á þriðjudag. Alþýðubandalagið á Akureyri Stjórnarfundur mánudaginn 26. febrúar kl. 20. Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 26. febrúar kl. 20,30.1 Lárusarhúsi. — Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrar. Mikilvægt er aö nefndamenn félagsins komi. Athugiö . Allir félagar ABA eiga rétt á setu I bæjarráöi. Félagar ABA! Muniö fund herstöövaandstæöinga á Akureyri á Hótel KEA sunnudag 25. febrúar ki. 14.30. Sjá annarsstaöar i blaöinu. Almennur félagsfundur ABK Alþýðubandalagiö i Kópavogi heldur almennan félagsfund miöviku- daginn 28. febr. i Þinghól. Fundurinn hefst kl. 20,30 og veröur dagskrá hans þessi: 1. Stjórnmálaviöhorfiö. Framsögumaöur: Ragnar Arnalds mennta- og samgöngumálaráöherra. 2. önnur mál. — Stjórnin Kapprætt Framhald af 8 siðu. beri aö heyja á grundvelli stéttabaráttunnar. Þaö er skoðun greinarhöf- undar að markmiö Eikara hafi ekki veriö aö ræöa alvarlega um málefni kvennahreyfingarinnar og hvernig megi vinna betur aö þeim málum, heldur eins og oft áöur aö afhjúpa Rauðsokka- hreyfinguna sem borgaralega og einangraða, meö ranga stefnu. Þaö tókst ekki. Þess I staö sýndu þeir ljóslega aö Eik- ml,og hreyfingar tengdar þeim, hafa ekkert nýtt til málanna aö leggja og hafa ekkert markvert starf innt af höndum i þágu kvennabaráttunnar. Eik-ml og þeirra fylgifiskar eru enginn valkostur fyrir konur sem vilja róttæka kvenna- baráttu. ,,Eik-ml er svo sem ekki neitt, samtökin eru rétt eins og spörfugl á filsrassi” sagði einn rauösokkinn á fundinum. K.A Samstarf Framhald af 8 siðu. M.R.G.: Reglulega vel. Samstarfsvilji er mjög góöur og viö höfum komiö okkur niöur á sameiginlegan grundvöll. Enda væri þaö fáránlegt ef hreyf- ingarnar gætu ekki sameinast i þessum aögeröum, þvi aö bar- áttumál þeirra er hiö sama, aö berjast gegn kvennakúgun á grundvelli stéttabaráttu. Qg þaö liggur i augum uppi, aö sundrung og deilur milli þess- ara hreyfinga er alþýöukonum sist til hagsbóta. Mótmæli Framhald af bls. 1. stefnumörkun um eflingu at- vinnulifsins og aukna framleiöni. Trúnaöarráö Dagsbrúnar telur aö helstu markmiö núverandi rikisstjórnar veröi aö vera þau, aö halda uppi fullri atvinnu, tryggja kaupmátt launa og hægja á veröbólgunni. Þegar hefur mikiö áunnist I þessum efnum og Trúnaöarráöiö heitir á rikis- stjórnina aö vinna áfram ötullega aö þessum mikilvægu verk- efnum.” Neitaö Framhald af bls. 1. Erlendur Patursson þakkaöi fyrir framkominn stuöning I mál- inu. Hann sagöist eiga erfitt meö aö skilja álit meirihluta laganefndarinnar , þvi sin mein- ing væri sú aö sjálfstæö aöild Færeyinga aö ráöinu hlyti aö styrkja Noröurlandaráö. Full aö- ild aö ráöinu væri einnig mikill styrkur fyrir sjálfstæöisbaráttu Færeyinga. Nils Dahlmann fuiltrúi á lands- þinginu á Alandseyjum lýsti yfir fullum stuöningi viö málaleitan Færeyinga og minnti Noröur- landaráö jafnframt á stööu Alandseyinga gagnvart Finnlandi i Noröurlandaráöi. Þaö vakti athygli aö aöeins einn Dani tók til máls, þ.e. K.B. Andersen, utanrikisráöherra og hann var jafnframt sá eini sem mælti opinberlega gegn tiilögu ílíÞJÓÐlEIKHÚSffi KRUKKUBORG i dag kl. 15 sunnudag kl. 15 SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS i kvöld kl. 20 þriðjudag kl. 20 EF SKYNSEMIN BLUNDAR 4. sýning sunnudag kl. 20 5. sýning miövikudag kl. 20 Litla sviöiö: HEIMS UM BÓL þriöjudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir FRÖKEN MARGRÉT miðvikudag kl. 20.30 Miðasala 13.15—20. Simi 11200. Í.KIKFR1 A(i RfíYKIAVlKUR LIFSHÁSKI i kvöld kl. 20.30 miövikudag uppseit GEGGJAÐA KONAN í PARÍS sunnudag kl. 20.30 föstudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir SKALD-RÓSA fimmtudag kl. 20.30 Miöasala I Iönó kl. 14—20.30 simi 16620 RÚMRUSK miönætursýning i Austur- bæjarbiói i kvöld kl. 23.30 Miðasala I Austurbæjarbiói kl. 16—23.30 simi 11384 VATNSBERARNIR siöasta sýning i Lindarbæ sunnudag kl. 14.00 VIÐ BORGUM EKKI sunnudag kl. 17.00 UPPSELl mánudag kl. 20,30 fimmtudag kl. 20,30 Miöasala opin daglega frá kl. 17-19 og 17-20,30 sýningar- daga. ; Simi 21971. < Erlends og félaga og þaö tókst honum jafnvel án þess aö nefna Færeyjar nokkurn tima á nafn i ræöu sinni. Þess i staö talaði hann heilmikiö um Grænland og tilvon- andi heimastjórn þar. Sem sagt i fáum oröum, Noröurlandaráö hefur nú I annaö sinn sýnt vinar- hug sinn til frænda vorra I Fær- eyjum. En eitt er vist, — aö Fær- eyingar láta ekki hér viö sitja, heldur taka sjálfsagt upp I þriöja sinn málaleitan sina, þegar 28. þing Noröurlandaráös veröur haldiö I Reykjavik á næsta ári. — LG/AI Hvað verður Framhald af bls. 3 eöa hálfu nýbyggingarsvæði Reykjavikur? Eöa á aö greiöa 130 miljónir króna fyrir lóö undir hús sem eftir á aö kosta 100 miljónum I endurbætur á? Frammi fyrir þessum vanda standa borgaryfirvöld, sem vilja þó ekki aö húsiö veröi jafnaö viö jöröu, ef marka má yfirlýsingar. GFr HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR Liösmannafundur Samtaka herstöövaandstæöinga veröur haldinn laugardaginn 24. febrúar I Félagsstofnun stúdenta, og hefst kl. 14. Rætt verður um undirbúning aögeröa I tengslum viö 30. mars og annaö starf samtakanna. Framsögumenn Arni Björnsson og Björn Br. Björnsson. Fund- arstjóri: Asmundur Asmundsson. Allir herstöövaandstæöingar hvattir til aö mæta vel og stund- vislega. Herstöövaandstæöingar á Akureyri haida mikilvægan fund sunnudaginn 25. febrúar kl. 14.30 i Litla salnum I Hótel KEA Rætt veröur um undirbúning aögeröa á Akureyri 30. mars nk. Uppi eru hugmyndir um aö koma á fót myndlistar-, kvikmynda- og ljósmyndasýningum og stofna tii samkomu meö fjölbreyttri dagskrá. Allir herstöövaandstæöingar sem leggja vilja hönd á plóginn meö góöum ráöum eöa aögeröum ættu að drifa sig á þennan fund. Þarna geta menn skráö sig i starfshópa um einstaka þætti undirbúningsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.