Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Nýi lýöræðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem i senn á menn á alrikisþinginu og hefur sósialfska fortlö og sóslalisk öfl innanborös. Þessi flokkur var stofnaöur áriö 1961, og hefur fylgi hans á iandsmælikvaröa sveiflast á milli 14 til 18 af hundraöi. Flokkurinn á sér þó mun lengri sögu, sem hér veröur rakin I nokkrum oröum, en segja má aö kosningaárangurhans sé einstakt fyrirbæri i Noröur-Ameriku. Fjölmargir kanadiskir stjórn- málafræðingar hafa velt þvl fyrir sér hversvegna sósialiskur flokk- ur hafi myndast I Kanada, og þaö af þessari stærðargráöu, en ekki I Bandarik junum. Svörin við spurningunum eru mismunandi, og mjög fjölskrúðugar hugmynd- ir eruuppi til útskýringar á þróun Nýja lýðræðisflokkins. 1 Manitoba og öörum vesturfylkjum Kanada hefur Nýi lýöræöisflokkurinn veriösterkastur. Kanadískur sósíalísmi ✓ Ymsar skýringar Ein skýringin er sú, að I Banda- rlkjunum hafi félagslegur hreyf- anleiki verið mun meiri og hrað- ari en í Kanada. Þá er átt við að innflytjendur i Bandarikjunum hafi verið meira á ferðinni, flust frá einum stað til annars i leit að tækifærum. Þess utan snérist lifið I Bandarikjunum um að komast yfir peninga. Þvi er haldið fram, að í rikjunum tveimur hafi þróast nokkuð mismunandi siðgæði. 1 Bandarikjunum réðu einstak- lingshyggjuviðhorf og fjandskap- ur gegn evrópskum hugmyndum um jafnrétti og samvinnu, en i Kanada þróuöust siögæðisviðhorf á þann veg að þar urðu menn móttækilegri fyrir slikum hug- myndum. önnur skýring er sú, aö i Bandarikjunum hafi aðalátaka- linurnar verið milli negra og hvitra manna. Hin hvita banda- riska verkalýðsstétt leit ekki á borgarastéttina sem höfuðóvin sinn, heldur negrana. Viðhorf hinna hvitu mótuðust af þvi aö hefja sigyfirhina svörtuog skapa sér lifsstil á borð viö millistéttina á kostnað negranna. Aldursmunur og andstæður Þriðja skýringin er sú að kana- diskt samfélag er 100 árum yngra en bandariskt. Meginstraum innflytjenda til Kanada bar upp á þá tima þegar sósialiskar hug- myndir voru að festa rætur i Evrópu og stofnun verkalýðsfé- laga hófst. Bandariskt samfélag var hinsvegar búiö að vera til I heila öld, áður en sósialiskar hug- myndir komust á blaö. Fjórða skýringin og ef til vill sú yngsta og flóknasta er að sósial- isminn í Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku gat aðeins orðið viðurkennd hugmyndafræði þar sem andstæður mynduðust milli „Toryisma” (hefðbundinnar ihaldshyggju frá þvi fyrir daga iðnbyltingar sem boðar sam- hyggju eignastéttarinnar og for- réttindi) og frjálshyggju 19. ald- ar, sem boðar einstaklingshyggju og frelsi. Skorti aðra hugmynda- fræðina, er semsé talið aðsósial- isk hugmyndafræði nái ekki aö festa rætur. A Bandarikin var litiö sem nokkurskonar frjáls- hyggju-ruslakistu frá Evrópu. Einstaklingshyggjusinnarnir og frelsissinnarnir héldu þangað i leit aö tækifærum, bugaðir af kúgun aöalsins og forréttinda- h u g m y n d a f r æ ð i n n i i Vestur-Evrópu, sérstaklega i Bretlandi. Þegar bandariska frelsisbaráttan stóð sem hæst á siðasta fjórðungi 18. aldar, flýöu Toryistarnir frá Bandarikjunum yfir til Kanada og settust að i Ontario, þar sem þeir héldu áfram að dýrka enska kónga og drottningu. I Bandaríkjunum varð þvi hugmyndafræðin „ein- lit”, en i Kanada mynduöust and- Af Nýja lýðræðisflokknum og stefnumálum hans Þórður Ingvi Guömundsson skrifar frá Kanada stæður mili Toryistanna og inn- flytjenda með frjálshyggju- viðhorf. Þessar andstæður urðu síðar hugmy ndafræðilegar forsendur íhaldsflokksins (Tory- ista) og Frjálslynda flokksins. 1 þessum andstæðum skapaðist rúm fyrir sósialiska hugmynda- fræði. Þessar mótsagnir voru ekki fyrir hendi i Bandarikjunum, og þvi hefur ekki samkvæmt þessari skýringu, myndast þar sósialiskur flokkur af sama styrk og Nýi lýðræðisflokkurinn i Kanada. Um þessar kenningar er siður en svo samkomulag meðal kana- diskra stjórnmálafræðinga, en i fljótu bragði virðist manni aö nokkuðgæti verið til iþeim öllum. Saga og þróun Saga og þróun sósialiskrar stjórnmálahreyfingar í Kanada er samofin sögu og þróun sam- vinnu- og verkalýðshreyfingar i vesturfylkjum landsins, einkum Bresku Kólombiu, Saskatchewan ogManitoba, eni þessum fylkjum settust aö innflytjendur frá Evrópu á slðustu áratugum 19. aldar, um það leyti sem sósialisk hugmyndafræði var aö festa ræt- ur I Evrópu. Litlir sósialiskir flokkar voru stofriaðir i nánast hverju einasta fylki, samhliða stofnun verkalýðsfélaga. Kanadisk verkaiýðshreyfing var viðurkennd af rikisvaldinu mun fyrr en tiðkaöist i öðrum löndum. Til að mynda skipaði Frjálslyndi flokkurinn ýmsa leið- toga sóslaliskra flokka i ráð- herrastöður og embætti sem fóru með verkalýðs- launa- og vel- feröamál strax I upphafi þessarar aldar. Eftir þvi sem kanadiskum verkalýösfélögum óx fiskur um hrygg, varð sú skoöun útbreidd- ari meðal leiötoga þeirra að ekki bæri að hnýta félögin við stjórn- málaflokka sem störfuöu 4 lands- mælikvarða, þ.e.buðufram til al- rikisþingsins I Ottawa. A ýmsum stööum lýstu verkaiýðsfélög stuðningi við ákveðna stjórn- málaflokka, en Alþýðusambandið i Kanada (Canadian Labour Con- gress) lýsti ekki opinberlega stuðningi við neinn flokk. Þegar kanadiskir sósialistar sameinuð- ust og stofnuðu „Cooperative Commonwelth Federation” (CCF) árið 1933 i Regina, sem er höfuðborg Saskatchewan, höfðu þeir því ekki stuðning stóru landssambandanna i verkalýðs- hreyfingunni. CCF leiö fyrir það allan ti'mann sem flokkurinn var við lýði, eða til 1961. CCF var- sósialiskur flokkur i orðsins fyllstu merkingu. Afnám kapital- ismans ogsósialiskt Kanada var markmið flokksins, en leiðin að markinu átti aö vera friösamleg, þ.e. þingræðisleg. Mið j utilhneiging Að flokknum stóöu bændur og verkamenn, og hugmyndir sam- vinnuhreyfingarinnar og sósial- ismans voru sameinaðar I einn farveg. CCF átti alla tið við mikl- ar innanflokksdeilur að etja. Flokkurinn var bandalag mis- munandi hugmyndafræðilegra afla. Hann hafði innan sinna vé- banda allt frá byltingarsinnuðum kommúnistum til hægfara sam- vinnumanna, sem afneituðu sóslalismanum opinberlega. Mesta kosningaárangri sinum náði flokkurinn I lok siöustu heimsstyrjaldarinnar, eba 16% af heildaratkvæöamagninu. Eins og svo margir sósiaiiskir flokkar fór CCF út úr áróöursfár- viðri kalda striðsins og rússa- grýla og maccarthyismi þvingaði flokkinn til hægri. 1956 var það ekki lengur markmiöið að þjóð- nýta allan iðnað I Kanada, né af- nema kapitalismann algjörlega, þó svo að enn væri haldið i kröf- una um stéttlaust þjóðfélag. Nýr flokkur Um svipað leyti og CCF var að færast opinberlega inn á miðju kanadiskra stjórnmála komu upp hugmyndir innan Alþýðusam- bandsins aðlýsayfir stuðningi við einhvern stjórnmálaflokk, sér- staklega flokk með svipaða stefnuskrá og CCF. Þessar raddir urðu æháværarieftir þvi sem leiö á fimmta áratuginn. Um 1960 var þetta- oröinn almenn viljayfirlýs- ing Alþýðusambandsins, en það skilyrði var sett að sambandið gæti ekki lýst opinberlega yfir stuðningi við CCF án nafnbreyt- ingar. Lausnin varð stoftiun nýs fiokks með sömu félögum og voru i CCF, en undir nýju nafni: Nýi lýðræðisflokkurinn. Stofnáriö var 1961. Að hugmyndafræöi til svipar Nýja lýðræöisflokknum mjög til þess flokks sem lagður var niður. Markmiðin hafa þó breyst nokk- uð. Ekki er lengur litið á sósial- ismann sem ákveðið markmiö, heldur sem þróun. Það þýöir að Nýi lýðræðisflokkurinn lltur ekki á þaö sem hlutverk sitt að um- bylta þjóðfélaginu. Flokkurinn álitur að Kanada muni þróast hægtog rólega I átt til sóslalisma, en hlutverk flokksins sé að hraða þróuninni og ýta undir hana með ýmsum hætti. Þá er það einnig á stefnu skrá flokksins að hafa bein áhrif á stjórnun landsins, þ.e. versla við Ihaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn, þegar sú staða kemur upp, aö þessir flokk- ar þurfa að mynda minnihluta- stjórnir með hlutleysisstuðningi sósialista. 1 staðinn vænta sósial- istar þess að þeir fái einhver af stefnumálum sinum framkvæmd. Áhrif og vinstri armur Ahrif Nýja lýðræöisflokksins eru meiri en stæröin segir til um. Flokkurinn hefur látið margt gott af sér leiða I Kanada. Fljótlega eftir stofnun flokksins boðaði hannnýja stefnu Iheilbrigðismál- um, og var það meginkjarni hennar að Kanadabúar tækju upp heilbrigðisþjónustu svipaða þvi sem tiökasti Evrópu. Frjálslyndi flokkurinn gerði þettamál aðsinu og innleiddi nýtt heilbrigðiskerfi um miðjan siðasta áratug. Þann- ig hefur Frjálslyndi flokkurinn komið til leiðar fleiri málum sem Nýi lýðræöisflokkurinn bryddaði fyrstur á. Nýi lýöræðisflokkurinn hefur öðlast nokkra lýðhylli vegna baráttu sinnar gegn yfirráöum bandarisks fjármagns I kana- disku efnahagsllfi. A timabili náði vinstri armur flokksins mjög sterkri stöðu innan hans, en hann hefur verið nefndur Vöffluhreyf- ingin (Waffle movement). Út á baráttuna gegn bandarisku itök- unum munaði litlu aö leiötogi hreyfingarinnar yrði kjörinn for- maður flokksins á flokksþingi ár- iö 1971. Vinstri armurinn er nú áhrifaminni en hann var þá, en enn kveöur þó töluvert að vinstri sinnum, og veita þeir flokksfor- ystunni talsvert aðhald, en hún hneigist til þess að sveigja flokk- inn enn lengra inn á miðjuna. Róttæku öflin I flokknum eiga einkum rætur sinar meðal menntamanna og námsmanna. Draumur um hlutverk Nýi lýðræðisflokkurinn hefur alltaf verið öflugastur i vestur- fylkjum Kanada. Flokkurinn hef- ur náð meirihluta á fylkisþingum Saskatchewan og Manitoba. Stuðningsmenn flokksins eru að meirihluta (yfir 60%) úr verka- lýðsstétt og eru kjósendur yfir- leitt ungt fólk úr þéttbýli. Flokk- urinn'hefur aldrei náð að festa verulega rætur i austur-Ontario, Quebec og Atlantshafsfylkjunum. Nýi lýðræöisflokkurinn hefur ekki enn sett fram stefnuskrá sina fyrir komandi kosningar. Leiðtogi flokksins, Edward Broadbent, hefur þó lagt áhersiu á það að flokkurinn muni einbeita sér að efriahagsmálum og þá sér- staklega atvinnuleysinu, sem nú er að meðaltali nálægt 10% i land- inu. Draumur Broadbents flokks- leiðtoga um hlutverk flokks sins i kanadiskum stjórnmálum er svipaðs eðlis og draumur Jeremy Thorps fyrrverandi leiðtoga Frjálslynda flokksins i Bretlandi var. Það er sú hugmynd að leiðin til valda fyrir flokkinn sé opin þegar algjört jafnvægi myndast milli stóru flokkanna, sem leiðir til þess að hvorugur þeirra getur myndað meirihlutastjórn. Minni- hlutastjórn þurfi þvi að koma til með hlutleysi þriðja flokksins, en það hefur gerst bæði I Bretlandi og Kanada, eða þá að þessum þriðja flokki yrði falin myndun minnihlutastjórnar með hlutleysi annars hvors stóru flokkanna. Mjög óliklegt er talið að þetta' gerist i Kanada. Stóru flokkarnir munu frekar reyna að mynda minnihluta- stjórnir og boöa til annarra kosn- inga, heldur en hleypa sósialist- um I hásætið. Einn sósialisti hefur þó verið leiddur til hásætis i Kanada. Landsstjórasætið er að visu valdalitið, en landsstjórinn er þjóðhöfðingi i Kanada i umboði Englandsdrottningar. öllum til undrunar skipaöi Trudeau for- sætisráöherra nýjan landsstjóra úr flokki Ný-lýðræðissinna, en i þvi sambandi má ekki gleyma þvi, aö viðkomandi er aldavinur forsætisráðherrans.-4>ig. Kona fær sín verð- laun en 18. karlinn í roð lær nu verðlaun Norð- uriandaráðs Nú þegar úthlutun á bók- menntaverðlaunum Norður- landaráðs fer fram 1 Stokk- hólmi, má gjarnan geta þess að kona fær einnig verðlaun i þetta skipti. Þó ekki af sömu aðilum. Skýrthefur verið frá fy rr I Þjóöviljanum að konur á Norðurlöndum hafa tekiö sig saman og veitt sérstök bókmenntaverðlaun til kvenna. Kona hefur aldrei fengið þessi verðlaun Norðurlandaráðs i þau 18 ár sem þau hafa tiðkast. Hæpið væri þó að álita að konum hafi ekki tekist að festa orð á blaö, sem viðurkenningu ætti skiliö. Finnski rithöfundur- inn MSrta Tikkanen fékk þessi verölaun i ár. ES

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.