Þjóðviljinn - 10.03.1979, Blaðsíða 3
KÍNVERJAR
Laugardagur 10. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Heimferðin
gengur hægt
Brottf lutningur kín-
verska herliðsins frá Viet-
nam gengur hægt og Ijóst
er að enn eru harðir bar-
dagar í landinu.
Fréttamaður Dagens
Nyheter í Kína segir að
verið sé að f lytja mikið af
kínverskum hermönnum
heim frá landamærunum
en Kínverjar halda því
f ram að árásir Vietnama á
kinverska herinn tefji
mjög fyrir brottflutningn-
um.
Fréttamaöur Reuter sem kom
tilLang Son á fimmtudag segir aö
mikil stórskotahriö sé enn um-
hverfis borgina og hiin sé geysi
illa farin. Spitali borgarinnar og
fjölmargar aörar byggingar séu i
rúst.
Vietnamar segja Kinverja fara
rænandi og ruplandi á heimleiö-
inni en Kinverjar segjast fara
meö friöi og gefa ibúöum her-
teknu svæöanna gjafir aö skiln-
aöi.
t dag eru þrjár vikur liönar frá
þvi Kinverjar hófu innrásina og
tæp vika frá þvi þeir tilkynntu
brottflutning hers slns. Enn eru
deiluefni Kina og Vietnam, s.s.
Kambodia og oliuauöugar eyjar
undan strönd Vietnam, óútkljáö
og ljóst aö friöarsamningar
(hvenær sem þeir hefjast) munu
taka langan tima.
Flóttamenn á leiö frá Lang Son
Skiptar skoðanir
um ferd Carters
Reuter mjög að óvör-
um var Sadat bjartsýnn
á að samkomulag við
ísraei myndi nást sam-
kvæmt yfirlýsingu sem
hann gaf i gær.
Þaö eru einungis örfá oröalags-
atriði san á milli ber, sagöi
Sadat. Cartervar hins vegar allur
hálfdaufur i dálkinn ogkvað aug-
ljóst aö ýmis ágreiningsatriði
yröu enn óleyst þegar hann kem-
ur til Israel i kvöld.
Carter á að halda heim á mánu-
dag ef allt gengur samkvæmt
áætlun, en hann kann aö neyöast
til aö leng ja dvöl sina eitthvað ef
þaö eykur likurnar á samkomu-
lagi að hans mati.
Bandarikjaforseta var mjög vel
tekiö i Egyptalandi og virtust
flestir sótraftar á sjó dregnir til
aö veifa honum.
Dagens Nyheter segir hins
vegar aö sendiför Carters hafi
verið illa tekiö viðast hvar meðal
Araba. Vinstri menn i Libanon og
útvarpið i Damaskus (Sýrlandi)
hafa fordæmt þessa tilraun
Egypta til aö semja sérfrið viö
Israel og borgarstjórar á her-
numdu svæöunum á vesturbakka
Jórdanár hafa i sameiginlegri
yfirlýsingu kallaö Camp David
samkomulagið „svik” viö mál-
staö Palestinuaraba.
Bandaríkjaher eykur
umsvif sín
við Miðausturlönd
A sama tima og Carter bregftur
sér i gervi friöardúfu til Austur-
landa nær, færir bandariski her-
inn sig upp á skaftiö viö Persa-
flóa.
Bandaríski ftotinn hefur til-
kynnt aö hann sé sestur aö á Ind-
landshafi hvaö sem hver segir
„til aö gæta innsiglingarinnar i
Persaflóa”.
Tvær risaherþotur héldu á
fimmtudag til Saudi-Arabíu og
munu þær geta stjórnaö orustu-
flugvélum á stóru svæöi. Þetta
gerist á sama tima og
Saudi-Arabar eru aö auka stór-
lega aöstoð sina viö
Noröur-Jemen sem á i striði viö
Alþýöulýöveldiö Suður-Jemen.
Astæöa þessara hernaöar-
umsvifa (svo og þáttur i ferö
Carters) mun sú aö Bandarikja-
menn vilja ekki upplifa „annaö
íran” þar sem þeir óttast mjög
um itök sin á þessum slóöum eftir
byltinguna þar.
Ekki er að spyrja aö Sovét-
mönnum: Þeirhafahernaðarráö-
gjafa beggja megin viglinunnar i
Jemen.
• •
BJÓÐUM GLÆSILEG
HÚSGÖGN Á GÓÐUM KJÖRUM
Smára sófasettið.
Komið og prófið sjálf hve þægilegt það er.
Picaso sófasettið fæst einnig með 2ja sæta sófa.
Mörgum þykir það glæsilegasta sófasettið i dag.
Hamra veggsamstæðan er sýnd hér með borðstofuborði og stólum
úr sama efni, sem er litaður askur.