Þjóðviljinn - 10.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1979. Rlkarftur Sumarliðason heldur þarna á neyöarviötæki til notkun- ar i skipum. Radíódeild Landssímans hefur áratuga reynslu í framleiðslu radíóstöðva HaUdór Grimsson meö FM-stöö, sem Landsslminn mun nota sjálfur. Vegageröin hefur keypt tvær sllk ar stöövar og hafa þær reynst mjög vel. Engjn áæthm um nýsmídi Starfsmönnum fækkar stöðugt Radíóverkstæðið látið drabbast niður Heildsalarnir þurfa sitt Mjög hef ur verið dregið úr framleiðslu radíótækja hjá tæknideild Landssímans eins og kom fram í frétt í Þjóð- viljanum 1. marssl. Radíóverkstæði Landssimans hefur áratuga reynslu í framleiðslu traustra og ódýrra radíó- tækja, sem reynst hafa mjög vel við íslenskar aðstæður. Má það því heita meira en lítið undarlegt, ef sparnaður i ríkisrekstrinum á að koma niður á svo þörfum og þjóð- hagslega hagkvæmum iðnaði, enda stangast það illilega á við hjal ráðamanna um eflingu íslensks iðnaðar. En hér virðist heildsalaveldið hafa kippt í einhverja spotta, því eins og Siguðrur Þorkelsson forstjóri tæknideildar Landssímans sagði við blaðamann Þjóðviljans um dag- inn: „Það eru vissir menn sem vilja hafa hagnað af því sjálf ir að f lytja þetta inn, og sumir hafa talið óeðlilegt að Póstur og sími væri með þessa framleiðslu." Hagur heildsalanna skal semsagt ganga fyrir þjóðarhag, eins og ótal dæmi reyndar sanna. Myndir: eik Texti: eös Flest af þvl sem framleitt er I radlóverkstæöinu er hannaö i hönnunar- deildinni á næstu hæö fyrir ofan. Þar starfar ólafur Indriöason, sem stendur þarna hjá sjálfvirku hleöslutæki. Þetta tæki sér um viöhalds- hleöslu á rafgeymum I ómönnuöum örbylgjustöövum. Þaö hefur inn- byggöan viövörunarbúnaö, ef örbylgjukerfiö bilar. „Viö höfum aldrei veriö svo fá- mennir hér sem miog einnig hef- ur veriö tekið af okkur húsnæöi. Nú eru aðeins þrir menn, sem vinna viö samsetningu radló- stöðva.” Meðal þess, sem smlðaö hefur verið á radíóverkstæðinu að und- anförnu má nefna móðurstöðvar svonefndar, sem Vegagerðin hef- ur keypi, en mest hefur verið framleitt fyrir Landssimann sjálfan. Einnig hefur verkstæðið framleitt loftnetsspenna fyrir sjónvarp, sem hafa verið helm- ingi ódýrari en erlend framleiðsla og eru auk þess sérhannaðir með tilliti til Islensks veðurfars. Allt hannað hér „Hér er allt hannað á staðnum, I sérstakri hönnunardeild,” sagði Rikarður. „Mér finnst að við eig- um að halda áfram að smiða stöðvar hér og þjálfa starfsmenn til þessara verka, en nú er verið að glopra þessu niður. Aður var hér sérstök framleiðsludeild, sem sá um sérsmiöar og samsetning- ar, en nú hefur þessu öllu verið steypt saman I eina deild, sem skiptist I hönnun og sérsmfði. Þetta var gert samkvæmt ósk nefndarinnar, sem gerði úttekt á rekstri Pósts og slma fyrir nokkr- um árum. Þetta er augljóst dæmi um þaö, aö stefnt virðist að þvi að hér sé allt I dauöateygjunum.” Frumherjar i bátaradíói Radióstöðvarnar hafa ýmist verið leigðar eða seldar fyrir kostnaöarverði, og tslendingar voru áöur fyrr langt á undan öðr- um þjóðum hvað varðar radíó- þjónustu I fiskiskipum. Radió- verkstæði Landssimans hefur einnig smlðað tæki i öll björgun- arskýli Slysavarnafélagsins. Þau eru öll með transistorum, og var radlóverkstæðið með þeim fyrstu til að smlða transistor- senda. Þessi tæki þola lika mun meiri raka en eldri gerðir. Tækin voru smiðuð 1965 og eru enn I góðu ásigkomulagi. Rlkaröur sagði að deildin heföi framleitt um 200 SSB stöövar, og svo þús- undum skipti af eldri gerðum. Mikil fjölbreytni hefur verið i framleiðslunni. „Við gátum alltaf selt alla' okkar framleiðslu eða leigt og alltaf var beðið eftir stöðvum,” sagöi hann. Þá hefur radiódeildin einnig haft meö höndum viögerðar- og viðhalds- þjónustu. Landssiminn hafði lengi einka- leyfi til framleiðslu og viðhalds á radiótækjum hér, en nú er I gildi reglugerð, sem kveður svo á um, að aörir aðilar verði að sækja um leyfi fyrir sliku til Pósts og sima. Getum vel annað markað- inum. Við brugðum okkur niður á Sölvhólsgötu um daginn til að lita með eigin augum þetta þjóö- hættulega verkstæði Landssim- ans og kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Ný tegund stöðva Rikarður Sumarliöason er yfir- deildarstjóri Radiódeiidar Pósts og síma. Hann sagöi aö Rekstrar- ráögjafarþjónusta dr. Kjartans Jóhannssonar, núverandi sjávarútvegsmálaráðherra, hefði veriö fengin til að gera skýrslu um rekstur radiódeildarinnar. Þessi skýrsla heföi verið gerð á þeim timamótum, þegar verið var aö hætta framleiðslu AM- stöövanna. Framleiðslu þeirra var hætt árið 1971, en samkvæmt ákvöröun alþjóðlegu fjarskipta- stofnunarinnar i Genf mátti ekki setja slikar stöövar upp eftir ára- mótin 71/72 og notkun þeirra er bönnuð frá og með ársbyrjun 1982. 1 stað AM-stöövanna komu SSB-stöðvar svonefndar. Allt á niðurleið Radióverkstæðiö hefur fram- leitt stöðvar, einkum I báta, en einnig töluvert I bíla, allt frá ár- inu 1932. „Við höfum þjálfaö upp menn meö sérþekkingu á fram- leiöslu radiótækja,” sagði Rik- arður. „40-50 manns unnu hér 1 samsetningu þegar mest var, en nú eru bara örfáir eftir. Þetta er allt á niðurleið.” Tvöfaldur söluskattur Rikaröur sagöi að þeir þyrftu að borga söluskatt af öllu efni sem flutt væri inn til framleiðsl- unnar strax I tolli, og væri hann hærri en 20%, en síðan þyrfti aftur aö greiöa söluskatt af þeim tækjum, sem seld væru i bila. Aftur á móti heföu á undanförn- um árum verið felldur niöur toll- ar á surau. Þannig væri sumt af efninu tollfrjálst, en á öðru væri tollur allt upp i 35%. ódýrara en erlent. „Framleiösla okkar er oft mun vandaöri en erlend, og þá þurfum við lika til hennar dýrt efni,” sagöi Rikaröur. „Samt er hún á svipuðu verði og oft ódýrari en sambærileg tæki erlend.” Hann nefndi sem dæmi stöðvar, sem verkstæðið heföi framleitt og selt á 11-12.000 kr., en sambærilegar sænskar stöðvar sem væru slst betri, hefðu veriö keyptar inn á 1 1/2-2 miljónir króna. „Starfsmönnum hefur verið fækkað hér,” sagði Ríkaröur. „Markaðurinn hér er mjög Ilt- ill, þannig að einn aðili getur mjög vel annað þessu,” sagði Rikarður. ,,Og enginn hefur eins góða aðstöðu til þess og við. Hér hafa lika verið smlöuð t.d. mæli- tæki fyrir sima og sjónvarp, þannig að hinn tæknimenntaöi starfskraftur nýtist mjög vel. En það er hætt að setja fram áætlún um nýsmlðina, eins og áður var gert, og eftir þvl sem ég hef heyrt eru þau tæki sem nú eru i smiöum hin siðustu sem við framleiðum að sinni. Reyndar voru menn að komast að þvi, að simabllarnir þurfa fleiri tæki, og kannski verð- ur okkur leyft að framleiöa nokk- ur stykki I viðbót.” -eös Gunnar Vilhelmsson útskýrir starfsemi sjálfvirkrar vélatöflu, sem Þarna fer fram viðhald og uppsetning fyrtr sjónvarpfð og strandstöðvar Landsslmans. Gunnar Guð- veriö er aö leggja siöustu hönd á. jónsson prdfar fjarstýröa stöö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.