Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. aprU 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 flöskuskeyti aö utan... flöskuskeyti aö utan... Trotsky er ekki hér paris, april 4: Franska rikissjón- varpiö hefur frestaö i þriöja sinr sýningu kvikmyndar um lif og dauöa Leon Trotskys, sem myrt ur var meö isexi i Mexikó eins og sannir sósialistar vita. Talsmenn frönsku sjónvarps- stöövarinnar hafa neitaö að frest- un á sýningum sé i nokkrum tengslum við fyrirhugaða ferð Gicard d’Estaing förseta Frakk- lands til Sovétrikjanna, en þang- að heldur hann i opinbera heim- sókn þ. 26. april. Talið er öruggt að fyrri sýning- um sjónvarpsins á myndinni hafi verið frestað vegna Moskvuheim- sóknar forsetans, en þessi þriðja frestun byggistá þvi, að leiðtogar franska og italska kommúnista- flokksins sáusérekkifærtaðtaka þátt í umræðum i sjónvarpssal að Trotsky meöan allt lék I lyndi sýningu lokinni, að sögn tais- manns sjónvarpsstöðvarinnar. Fyrri frestanir hafi stafað af kosningum i Frakklandi, bætti sami talsmaður við. Páfi fordæmir bók guðfræðings vatikaniö, april 3,: Þann 3. aprll fordæmdi Jóhann Páll páfi bók eftir franskan guö- fræöing og Dóminikanaprest Jazques Phier. Þetta er i fyrsta sinn sem páfi fordæmir opinberlega bók siðan hætt var að bannfæra rit 1967. Yfirlýsing páfadóms var á latinu og sagði að „verstu villur” bókar- innar væru að likamlegri upprisu Krists væri afneitað og heimilda- gildi ritningarinnar væri dregið i efa Ef einhver skyldi nú efast um réttmæti þessarar afstöðu hins nýja páfa var jafnframt tekið fram að „hættulegar og tviræðar staðhæfingar um óskeikulleika páfa” væri að finna i bókinni. Byggung s/ f Reykjavík Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. april kl. 20,30 að Hótel Esju. Á fundinn er boðið þeim Agli Skúla Ingi- bergssyni borgarstjóra, borgarráðsmönn- unum Alberti Guðmundssyni, Birgi ísleifi Gunnarssyni, Kristjáni Benediktssyni, Sigurjóni Péturssyni, Björgvini Guðmundssyni og framkvæmdastjóra Húsnæðismálastofnunar Sigurði E. Guðmundssyni. Hjúskapar- miðlun nasista kaupmannahöfn, april 2,: Danski nasistaflokkurinn hefur nýlega stofnað eigin hjónabands- miðlun fyrir félaga sina. Af einhverjum orsökum eru með- limir nasistaflokksins nær ein- göngu ógiftir karlmenn og að sögn forráðamanna nasista I Danmörku „misheppnist nær öll hjónabönd þar sem karlmaöurinn sénasisti en konan ekki”. Þvi er til úrræða að stofna til hjóna- bandsmiðlunar oghefur fyrirtæk- ið þegar verið sett á stofn. Aug- lýsingar hafa birst i málgögnum nasista og beðið um konur, sem hafa rétta pólitiska skoðun auk þess sem viðkomandi kvenpen- ingur „veröur að geta sannað með læknisvottorði að kynþáttur sé hreinn og þær beri enga erfða- sjúkdóma.” Jenný E. Guömundsdóttir Forsíðu- myndin er eftir Jennýju E. Guðmundsdóttur Forsiöumynd Sunnudags- blaösins er aö þessu sinni eftir Jennýu E. Guömunds- dóttur og ber heitiö „Silver- cross”. Jenny er fædd I Reykjavik 1953 og stundaði nám við Myndlista- og Handiða- skólann 1973 — 1977 en lærði jafnframt við Myndlista- skólann i Reykjavik 1975 —• 1977. Siðan lá leið Jennýar til Stokkhólms og stundaði hún framhaldsnám við Kungliga^ Konsthögskolan þar i borg veturinn 1978 — 79. Jenný hefur tekið þátt i mörgum samsýningum hér- lendis og erlendis. Hún sýndi ásamt þremur öðrum i Galieri Sólon Islandus vorið 1977.1 Danmörku sýndi hún i Lemvig ágúst 1977, og átti myndir I farandsýningunni Islensk grafik i Sviþjóö haustiö 1977. Aörar sam- sýningar: Helsingfors, Finn- landi, „De Ungas 30” september 1977. Klader som konst och konst som klader, sumarið 1978 i Stokkhólmi og myndir á Biennale-sýning- unni i Krakow, Póllandi 1978. Sparivelta M —aS|sSS^,?h Jafngreiðslulánakerfi í Ert þú í feróahugleióingum? Þá er rétta tækifærið að sýna forsjálni og kynna þér nýja þjónustu Samvinnubankans, SPARIVELTU, sem byggist á mis- löngum en markvissum sparnaði tengdum margvíslegum lánamöguleikum. Með þátttöku í Spari- veltunni getur Þú dreift iiÉdiliiinii 11 greiðslubyrð inni vegna ferðakostnaðar eða annarra tímabundinna útgjaldaá6—12 mánuói. Sparivelta Samvinnubankans auðveldar þér að láta drauminn rætast. Vertu með í Spariveltunni og þér stendur lán til boða. Upplýsingabæklingar liggja frammi hjá Ferðaskrifstofunni Samvinnuferðir / Landsýn og hjá kaupfélög- unum. SPARIVELTA A-FLOKKUR Sparnaðar- Mánaðarlegur Sparnaður Lán frá Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Endurgr. timabil sparnaður í lok tímabils Samvinnubanka með vöxtum endurgr. tími 25.000 75.000 75.000 151.625 26.036 3 mánuðir 50.000 150.000 150.000 303.250 52.072 3 mánuðir 75.000 225.000 225.000 454.875 78.108 25.000 100.000 100.000 202.958 26.299 4 mánuðir 50.000 200.000 200.000 405.917 52.598 4 mánuðir 75.000 300.000 300.000 608.875 78.897 25.000 125.000 125.000 254.687 26.564 5 mánuðir 50.000 250.000 250.000 509.375 53.128 5 mánuðir 75.000 375.000 375.000 764.062 79.692 25.000 150.000 150.000 306.812 26.831 6 mánuðir 50.000 300.000 300.000 613.625 53.661 6 mánuöir 75.000 450.000 450.000 920.437 80.492 Gert er ráðfyrir 19.0%innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svoog lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabanka (slands hverju sinni. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.