Þjóðviljinn - 08.04.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Síða 7
Sunnudagur 8. apríl 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Mér datt það í hug ...aB til þess aö breiöa yfir, hvaö maöur er svekktur yfir aö stjórnin manns skuli hafa komiö sér saman um aö draga umsamin laun viö þegna sina, lika þá sem hafa þau lægst fyrir, þá væri best að beina athyglinni að einhverju ööru. Einhverju sem búiö er aö ná i baráttu liöinna ára fyrir bættum llfs- kjörum fjöldans. Einhverju sem hætt er að vera pólitík, af þvl viö skulum ekki tala um pólitik. Tölum um eitthvaö skemmti- legt! Auk þess veröa launin lækkuö bara pinulitiö, sérstak- lega hjá þeim, sem hafa bara pinulitil laun, þeirra hagsmuna veröur gætt vel að vanda. Þetta er nefnilega gert til aö ná niöur veröbólgunni, og þegar búiö er aö ná niöur veröbólgunni, þá, þá hérna ....já. Ég meina, verum jákvæö. Bendum á það sem betur fer i þjóöfélaginu! Heilbrigöisþjón- ustuna t.d. Hún fer mjög vel i þjóöfélaginu. Hún er ókeypis og jöfn fyrir alla. Heilbrigöisþjón- ustan er eitt þaö göfugasta og besta, sem þjóöfélagið býöur upp á, fyrir utan aö vera bæöi rómantlsk og skemmtileg meö alla læknana á lausum kili. Og þaö er sjaldan sem maöur er glaöari yfir aö hafa borgaö skattana sina skilvislega, en þegar maöur þarf á henni aö halda. Ég fylltist þessari gleöikennd eitt kvöld um daginn, þegar heil herdeild læknanema, hjúkrunarnema, röntgentækna, sjúkraliöa og Sóknarkvenna snérist I kringum tognaöan þumal dóttur minnar. Ekkert var til sparaö af hálfu rikisins, svo koma mætti i veg fyrir, að hún þurfi að vaxa úr grasi meö kræklóttan putta vegna lélegrar heilbrigöisþjónustu eöa læknis'- fræöilegra mistaka. Okkar var bara aö biða I tvo-þrjá klukku- tima á meöan sjúkdómurinn fékk sina visindalegu meðferö. A meðan viö biðum var alls STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR í LÆKNISLEIK eða dæmi um félagslega umhyggju kyns örlögum rúllaö fram og til baka eftir viðáttumiklum gang- inum. Þar fór litil stúlka meö brotinn handlegg, örvæntingar- fullur iþróttamaður meö slitna hásin, kona haltrandi á öörum hælaskónum, útaflagstur töffari með glóðarauga á báöum. And- rúmsloftiö var hlaðið spennu og enginn talaöi hátt. Meira aö segja litli strákpattinn, sem var veriö að lækna inni á opinni stofu, grét ósköp stillilega. Allt var þetta daglegt brauð á slysadeild og uppistaöan i svo margar hrifandi ástarsögur: Neminn, sem nældi i pabba handleggsbrotnu stúlkunnar. Handboltakappinn, sem skaut i hjarta sjúkraliðans. Kandidat- inn og konan á löppinni. Maö- urinn með glóöaraugun og góöhjartaöa Sóknarkonan. • Nei annars, þaö passar ekki. Litla sóknarkonan á miöjum aldri meö blá hné og bogna fætur, (sennilega af beinkröm i bernsku) hún getur ekki verið aöalpersóna I ástarsögu. Hún væri aftur á móti fin auka- persóna I bráöfyndnum skemmtiþætti. Þannig er raöaö i hlutverkin. Þaö sést llka á búningnum, aö hún er i auka- hlutverki. Hann er bæði ljótari á litinn og verr sniöinn en aðrir einkennisbúningar stofnunar- innar. Og það er litil von til aö hægt sé að koma þvi sennilega fyrir, að hendur hennar og yfir- læknisins mætist oni skólp- fötunni á örlagastund, og þau geri sér grein fyrir að þau elski hvort annað upp frá þvi. En hvað skyldi hana dreyma þegar hún sofnar meö „Lækn- inn, sem lyfti þakinu” undir koddanum? Milljón á mánuöi? Ég var einmitt aö velta þvi fyrir mér, aö það þýddi fimm- föld laun hennar, þegar tveir fyrrverandi skólabræður minir gengu hjá, alvörugefnir i hvitum fráflakandi lækna- sloppum. — Helviti gera þeir það gott, strákarnir — hugsaöi ég — bara orönir læknar! Þetta ætlaöi ég lika einu sinni. Þaö var þegar kristniboöarnir frá Konsó komu til Akraness og sýndu kvikmynd frá Afrfku, þar sem ljón bita stór stykki úr handleggjunum á svert- ingjunum, af þvi þeir eru heiönir, skildist mér. Og hér sit ég, fyrrverandi efni I trúboös- aö setja plástur á skeinu. — Ég hálfskammaöist min fyrir mitt Htilf jörlega erindi, og þaö lá viö aö ég yröi aö vona, aö stelpan væri aö minnsta kosti brákuö. ' • Þaö fylgir þvi nefnilega aö vera nútima móðir I velferðar- þjóöfélagi og láta sér ekki detta i hug aö taka afstööu til meiösla barna sinna og alls ekki aö bera ábyrgö á meöhöndlun þeirra. Nútima móöir stendur uppi taugaóstyrk hjá barni sinu og hlustar á skólabróður sinn romsa upp úr sér. ,,Ja, eins og við kannski bæöi vissum allan timann, þá var þetta bara litils háttar tognun, og nú biöjum viö hjúkrunarkonuna aö binda um fingurinn, siöan skalt þú eftir svona 5-6 daga klippa bindiö af. Ef þú veröur ekki ánægö meö batann, skaltu koma meö hana aftur, og þá endurmetum viö máliö og tökum ákvöröun um aöra meðferö.” Þetta er sam- kvæmt nýju sálfræöinni — hugsaði ég — að setja foreldr- ana inn i máliö. Og ég var fegin, aö þaö var reyndar hvorugur skólabróöir minn, sem sagöi mér svona til. Skólabræöur minir voru niöursokknir i aö stúdera röntgenmyndir af sprunginni hauskúpu og skiptu sér ekki af meðferö þumalsins. • Yfirmaður i þumalsmálinu var kandidat á kandidatsári, sem þrátt fyrir lágan aldur var mjög traustvekjandi oröinn. Kannski voru þaö gleraugun og græna skyrtan, eöa hvitu bux- urnar og klossarnir. Eða var þaö alvaran i augnaráöinu, þegar hann bar myndirnar af kjúkum dóttur minnar upp aö ljósinu? Eitt er vist, aö ekki datt mér i hug aö rengja hann. Og litli sæti hjúkrunarneminn hreyföi heldur engum mót- mælum, þegar hann gaf henni fyrirmælin um, hvernig hún ætti aö binda um fingurinn, Hún hlustaði góö og undirgefin og sagöi ekki neitt nema — já. — Þetta var eins og að horfa á leikrit. Hver hefur sinar ákveðnu setningar aö segja á þessum staö. Hann segir — Geröu þetta — hún segir — já. — Hann segir — voff — og hún segir — mjá. — Mér hefði fundist það fyndnara ef hún heföi sagt — af hverju geriröu þaö ekki sjálfur? — En þaö hvarflaöi auövitaö ekki aö henni. Þaö er ekki skrifaö i hennar rullu. Það væri bara i allt ööru leikriti. Hún er aö æfa sig i fingurbindingum og hann er aö æfa sig i fyrirskipunum. Ef hann hrópar með myndug- leik: „Röntgen!” — þá kemur sjúkraliöi þjótandi út af kaffi- stofunni og drifur fólk upp á aöra hæð. Lika þá sem kæmust þangaö alveg hjálparlaust. Þarna er lögö höfuðáhersla á góöa og sérhæföa þjónustu. Einn er sérhæföur i aö fylgja manni upp og banka á dyr fyrir mann, annar I aö taka mynd og ýta á lyftuhnappinn fyrir mann, þriöji i aö skoöa myndina og skilja, hvað hún segir og ákveöa meöferö fyrir mann, og fjóröi, fimmti og sjötti i aö veita meö- feröina. Ef ekkert alvarlegt er aö, gengur maöur sjálfur út. • Einu sinni gegndi ég mjög sérhæföu hlutverki á Söder- sjúkrahúsinu i Stokkhólmi. Þaö var i þvi fólgiö aö þvo tiu hæöa stiga annan hvern dag. Ég varð að fara á fætur kl. fjögur á morgnana til þess að geta veriö byrjuö að þvo kl. 6. Ég varð aldrei vör viö, aö neinn gengi þennan stiga annar en ég. Og þar sem min hugsjón haföi einu sinni veriö aö græöa ljónsbit i Afriku, þá átti ég i nokkrum erfiöleikum meö aö skynja göfgina i stafinu. En ég vissi, aö hreinlæti er ein undirstaöa góörar heilbrigöisþjónustu, og þess vegna skúraöi ég þessar steintröppur eftir bestu sam- visku. Af þvi hvaö stiginn var fáfarinn, hætti mér þó til aö sofna'i tröppu og tröppu og heföi sennilega sturlast úr leiöindum, ef ekki heföi veriö kaffi-matur-- kaffi, þar sem maöur hitti starfsfélaga sina frá Finnlandi og Kóreu, Grikklandi, Japan og Júgóslaviu og læröi að segja — hej! — og — varifrán kommer du? — Hinn daginn fékk ég aö skúra blóöslettur af minni háttar skurðstofu og þurrka af skrifboröinu hjá einhverjum undir-yfirlækninum. Þaö var aö visu aldrei neitt ryk og ég sá aldrei lækninn, en finnsk starfs- systirmin á miöjum aldri mætti einu sinni lækni i lyftunni, sem bauö henni góöan dag og þaö reiö henni næstum að fullu. Hún var búin að vinna þarna i mörg ár og haföi aldrei lent i þessu fyrr, sagði hún og endurtók frá- sögnina af atburðinum, þangaö til allir kunnu hana utan aö. Svona sérhæföir veröa nú islenskir spitalar aldrei, hugsaöi ég á leiöinni heim meö dóttur mina. Og mikið vorum við þakklátar bæöi riki og bæ fyrir góða skemmtun og frá- bæra þjónustu. Frjáls álagning nurain brott úr íslenskum lögum sem meginregla Kaflinn um veröiagsmál I efna- hagsmálafrumvarpinu er ákaf- lega mikil viöurkenning á póli- tiskum sjónarmiðum Alþýöu- bandalagsins. Þar er i fyrsta sinn numiö úr Islenskum lögum aö frjáls álgning skuii vera grund- vallarrelgan. A hinn bóginn er heidur ekki sagt aö þaö skuli vera grundvallarregla aö veröiagning sé háö verðlagseftirliti. Þetta er semsagt látiö vera opiö, en Ihlut- unarréttur og ákvöröunarréttur verölagsstofnunar og rfkisstjórn- arinnar viöurkenndur og ótvlrætt aö þessir aöilar hafa úrsiitavald I þessum efnum. Hér á eftir eru rakin ummæii Svavars Gestssonar viðskipta- ráöherra um verölagsmálakafl- ann úr ræöu er hann flutti viö 1. umræöu um frumvarpiö I neöri deiid sl. miövikudag: „í þeirri gerö frumvarpsins, sem lögö var fram I rikisstjórn- inni 12. febrúar var ákvæöi um Ihlutunar-og ákvörðunarréttur verðlagsstofnunar og ríkisstjórnar að fullu viðurkenndur þaö, aö lögin um verölag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viö- skiptahætti tækju gildi fyrr en ætlaö haföi veriö og lögfest hefur veriö, þ.e.a.s. aö þau tækju gildi 1. september I staö 1. nóvember. Erfitt átti maöur meö aö finna eölilegar eöa rökrænar skýringar á þessu ákvæöi og veröa ekki haföar hér uppi neinar getsakir I þá átt hvaöan þessi texti kunni aö hafa veriö ættaöur, en i þessum sama kafla var svo einnig ákvæöi um þaö, aö frá og meö 1. septem- ber 1979 skyldu jafnframt felld niöur úr lögum um kjaramál, sem sett voru i september s.l. 7. gr. ákvæöiö sem kveöurá um heimild rikisstjórnarinnar til afskipta af samþykktum verölagsnefndar. Viö gagnrýndum þessi ákvæði mjög eindregiö I frumvarpinu og i þeirri frumvarpsgerö, sem lögö var fyrir Alþingi af hæstv. forsæt- isráðherra, þar höföu þessar greinar tekiö mjög miklum stakkaskiptum. Þar var i fyrsta lagi ekki ákvæöi um aö flýta gild- istöku verölagsmálalaganna og i ööru lagi var þar ekki ákvæöi um aö fella niöur ihlutunarrétt rlkis- valdsins um samþykktir verö- lagsnefndar, heldur voru komnar inn tvær nýjar greinar sem aö vöktu mjög mikinn úlfaþyt, bæöi hjá Sjálfstæöisflokknum og fleiri aöilum honum sérlega vensluö- Svavar Gestsson: MikiII fengur aö þvl aö þessar breytingar skuli hafa náö fram aö ganga I samn- ingum stjórnarflokkanna. um, svo og innan stjórnarflokk- anna sjálfra. Samkomulagið I þeim samkomulagsumleitun- um, sem fóru fram milli stjórnar- flokkanna eftir aö samstarf þeirra aö þessu frumvarpi rofn- aöi um sinn, þá hljóöar þessi grein upp á aö 8. gr. laga um verölag, samkeppnishömlur og óréttmæta viöskiptahætti, oröist svo: „Þær samþykktir um há- marksálagningu, hámarksverö og aöra verölagningu sem i gildi eru, þegar lög þessi koma til framkvæmda skulu gilda áfram. Þegar samkeppni er nægjanieg getur verölagsráö, aö fengnu samþykki rikisstjórnar vikiö frá þessum reglum og meöal annars heimilaö aö fella einstaka flokka vöru og þjónustu undan verölags- ákvæöum. Hafi slfk heimiid veriö veitt, getur verölagsstofnun engu aö slður skyldaö hlutaöeigandi aöila til aö tilkynna stofnuninni verðhækkanir. Verölagsráö getur viö sérstakar aðstæöur einnig ákveöiö eftirtaldar aögeröir til aö ná þvf marki sem um getur I 1. gr. 1. Hámarksverð og há- marksálagningu. 2. Gerð verðútreikninga eftir ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun allt að sex mánuði í senn. 4. Aðrar reglur um verð- lagningu og viðskipta- kjör, sem verðlagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni". Verulegur textamunur Þaö fór ekkert á milli mála viö umræöurnar um lögin um verö- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viöskiptahætti á Alþingi hér fyrir tæpu ári, aö þaö var 8. gr. frumvarpsins, sem olli mestum deilum. Greinin er oröuö svo i þessum lögum: „Þegar sam- keppni er nægileg til þess aö tryggja æskilega verömyndun og sanngjarnt verölag, skal verö- Framhald á 22. siöu ÞANNIG VAR FRUMVARPINU BREYTT 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.