Þjóðviljinn - 08.04.1979, Page 24

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Page 24
0/úmi/m Sunnudagur 8. aprll 1979. AOalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjörn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Nafn vikunnar Kristinn Finnbogason Kristinn Finnboga- son lætur af störfum um helgina sem framkvæmdastjóri Tímans en því starfi hefur hann gengt um sjö ára skeið. Sunnu- dagsblaðið sló á þráð- inn til Kristins til að forvitnast nánar um þessi timamót. — Þetta er ekki alveg svona einfalt. Ég hef minar skyldur viö blaöiö og get ekki rokiö út úr húsinu fyrirvara- laust. Það er enn mikiö eftir ógert hjá mér, m.a. er ég nú að fara á samningafund eftir augnablik. En hitt er^annað mál að ég hyggst láta af störfum innan skamms. — Hver er ástæöan fyrir þvi aö þú hættir sem fram- kvæmdastjóri Timans? — Upphaflega þegar ég kom á Timann fyrir sjö árum var meiningin að ég ætti aö vera þar i aðeins sex mán- uði. Ég varö þarna viö beiðni blaðstjórnar og vildi ekki skorast undan þessu þótt ég vissi akkúrat ekki neitt um blaöamennsku né blaörekst- ur enda búiö að ráða annan rekstrarstjóra. Var þvi alveg óundirbúinn. Nú þarna ilengdist maöur engu aö siö- ur, og haföi alltaf hug á aö hætta. Ég hef alltaf verið þeirrar skoöunar aö menn eigi ekki aö vera of lengi i sama starfi, þaö kemur niö- ur á vinnunni og þeim sjálf- um þegar til lengdar lætur. Hins vegar er þaö álit mitt aö islensk blaöaútgáfa fái ekki aö njóta sin, og henni séu ýmsar skorður settar eins og aö verölagi blaöa skuli hald- ið niöri. En engu að siöur núna finnst mér timi kominn til aö hætta og jafnvel þó fyrr heföi veriö. — Ýmsir fjölmiölar halda þvi á lofti aö þú takir viö for- stjórastarfi hjá iscargo? — Ég vil ekkert segja um þaö aö svo stöddu. Mér hafa boöist ýmis atvinnutilboö eftir aö þetta kvisaöist út að ég sé aö hætta á Timanum. Ég er enn ekki búinn aö gera þaö upp við mig hvaöa starf veröur fyrir valinu. — Nú eru fjármálastörf þér ekki framandi. Þú ert m.a. fyrrverandi gjaldkeri Æskulýösfyikingarinnar? — Já, mikiö rétt. Og likaöi þaö óskaplega vel. Nú svo skildu ieiöir, en margir vinir minir frá þeim timum eru minir.bestu félagar i dag. Og það er nú oft sagt um mig, aö ég sé ógurlegur ihaldsgaur, en þá vita þessir gömlu vinir minir miklu meira og betur. -im Samtök fréttaljósmyndara Bjarnieifur Bjarnieifsson, Ijósmyndari á Dagblaöinu dregur upp úr fórum sinum mynd af tveimur krötum er fagna úrslitum siöustu þingkosninga. Róbert Ágústsson ijósmyndari Timans i óöa önn að „retússera" bruna mynd sina af húsi Lúðviks Storr. Jim Smart á Vikunni virðist i sigurvimu þótt Ijósmynd Sveins Þormóðssonar á Dagblaðinu sýni dapurlegan atburð. Einar Karlsson -eik- Ijósmyndari Þjóðviljans útskýrir mynd sina fyrir Jim Smart. Ljósmynda- sýning í Norræna húsinu N.k. laugardag verður opnuð í Norræna húsinu nýstárleg Ijósmyndasýn- ing. Ljósmyndarar á dag- blöðum, tímaritum og sjónvarpi sýna þar af- rakstur vinnu sinnar á undanförnum árum. Hér er um að ræða u.þ.b. tutt- ugu manns. Forsaga málsins er sú að s.l. haust komu starfandi fréttaljósmyndarar saman og stofnuðu samtök sín á milli innan Blaðamannafé- lags (slands. Fljótlega skaut þeirri hugmynd upp að i tilefni þessa merka áfanga væri upplagt að samtökin stæðu fyrir Ijós- myndasýningu þeirri sem nú er að verða að veru- leika. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Unnið er við frágang mynda í hinu nýja húsnæði Blaða- mannafélagsins og þar voru meðfylgjandi myndir teknar á föstudag. Nánar verður sagt frá sýningunni í næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.