Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 5
Fimmtudagur 19. aprll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Jöriagleðin í Búðardal
hefst í dag
Jörfagleði Dalamanna hefst i
Búöardal I dag, en hún var góöu
heilli vakin af aldalöngum svefni
fyrir tveimur árum. Mun forseti
tslands, dr. Kristján Eldjárn,
opna gleöina meö ávarpi.
Jörfagleöin hefst sem sagt I dag
og henni lýkur á laugardaginn.
Segja má aö dagskrá Jörfagleö-
I anddyri Hótel Sögu voru blaöamenn leiddir i allan sannleika um
ieyndardóma hins nýja tækniundurs frá General Motors, sem gengur
undir nafninu Chevrolet Citation.
(mynd-Leifur)
Ný bifreið á
markaðnum
sérhönnuö til að mœta kröfum
um mengunarvarnir
Fyrir skömmu kynnti
Sambandiö flunkunýja bifreiö
sem hefur hlotiö nafniö Chevroiet
Citation. Bifreiöin er búin til af
General Motors sem telur sér
meöal annars til ágætis aö vera
stærsti bilaframleiöandi i heimin-
um I dag. Hún var kynnt samtim-
is hér á landi, i Evrópu og i
Bandarikjunum.
Bifreiöin er einnig boöin frá
öörum framleiöendum innan GM-
samsteypunnar og gengur þá
undir nöfnunum Pontiac Phoenix,
Buick Skylark, eöur Oldsmobile
Omega.
Feiknarlegum upphæöum
hefur veriö variö til þess aö gera
bifreiöina vel úr garöi og sjálfir
nefna framleiöendur töluna 870
biljónir Islenskra króna, sem ætti
aö sýna á hvaöa brautir bilaiön-
aöurinn er kominn. Enda eru
mörg tækniundur aö finna I biln-
um og lögö er áhersla á aö þrátt
fyrir evrópska hagkvæmni sé bif-
reiöin einnegin full meö amerisk-
an lúxus. Þá vita menn þaö.
Bifreiöinni til ótviræös gildis
má telja, aö hún er hljóölát og
sparneytin, en hvorttveggja eru
kostir góöir á hávaöasamri og
orkuhungraöri öld. Hún er
einnegin sérstaklega hönnuö til
aö mæta kröfum um mengunar-
varnir, en i Bandarikjunum hefur
neytendasamtökunum tekist meö
Ralph Nader I broddi fylkingar aö
vekja athygli á þeirri mengun
sem bilar aö öllu jöfnu spúa úr
sér. Aö þessu leyti er þvi óhætt aö
hrópa húrra fyrir höfundum
Chevrolet Citation.
Vilji menn festa kauö á þessu
tækniundri er þeim bent á aö
snúa sér til SÍS og hafa þá um
hálfa sjöttu miljón I vasanum.
—ÖS.
innar standi saman af þrem meg-
in þáttum: bókmenntakynningu,
leik- og listmunasýningum og
tónlistarflutningi. Hún byrjar
meö dagskrá, sem skátafélagið
Stigandi sér um, en að henni
hefur Svavar Garðarson mikið
unnið.
1 kvöld verður svo bókmennta-
kynning. Þar flytur Pétur Þor-
steinsson, sýslumaður, ávarp, og
forseti Islands, dr. Kristján Eld-
járn, setur Gleöina. Lúörasveit
Tónlistarskóla Dalasýslu leikur
undir stjórn Omars óskarssonar
en svo fer fram skáldakynning,
en hugmyndin er aö kynna eitt
skáld úr Dölum á hverri Jörfa-
gleöi. Aö þessu sinni kynnir Leik-
klúbbur Laxdæla Jóhannes úr
Kötlum og verk hans. Efniö er
valiö af Geir Sigurössyni frá
Skeröingsstööum, æskuvini
Jóhannesar. Þá syngur Magnús
Jónsson óperusöngvari og að lok-
um flytur Þórhallur Vilmundar-
son, prófessor, örnefnaþátt.
A föstudaginn sýnir svo Leik-
klúbbur Laxdæía Saumastofu
Kjartans Ragnarssonar en leik-
stjórn annast Jakob S. Jónsson.
Þá verður og formlega opnaö
Byggöasafn Dalasýslu, aö Lauga-
skóla. Viöstaddur opnun safnsins
veröur forsetinn, dr. Kristján
Eldjárn,og maöur frá Þjóöminja-
safninu. Byggöasafniö hefur
Magnús Gestsson sett upp. Jafn-
framt þessu eru sýningar opnar i
skólunum á Laugum og I Búöar-
dal, þar á meöal málverkasýning
sem verkalýösfélagiö Valur sér
um og eru þar sýnd verk úr safni
ASl* — sýning á handavmnu nem-
enda I skólunum og handiöasýn-
ing, á vegum kvenfélagasam-
bandsins. Þá gefst og Jörfagleði-
gestum kostur á aö skoöa hina
nýju Heilsugæslustöð i Búöardal.
Á laugardaginn veröur svo tón-
listarkvöldiö. Þar leikur Lúöra-
sveitin undir stjórn ómars
Óskarssonar, samkórinn Vorboö-
inn úr Laxárdal syngur og einnig
Þorrakórinn, sem samanstendur
af fólki af Fellsströnd og úr
Klofningshreppi.
Fram skal tekiö aö sætaferöir
veröa frá Umferöarmiöstööinni i
Reykjavik kl. 4 i dag og til baka i
kvöld.
—pþ/mhg
INSI:
Mótmœlir lögum um
Sambandsstjórn Iðn-
nemasambands (slands
samþykkti á f undi sínum 8.
apríl sl. eftirfarandi
ályktun vegna nýsam-
þykktrá laga ríkis-
stjórnarinnar um efna-
hagsráðstafanir:
„Sambandsstjórnin mótmælir
harölega lögum þessum og þá
serstaklega ákvæöum um verö-
Happdrætti Krabbameinsfélagsins
Sent skattgreið-
endum 23-67 ára
Vorhappdrætti Krabbameins-
félagsins er nýlega hafið. Vinn-
ingar eru að þessu sinni tiu tals-
ins, þar af þrjár fólksbifreiðar,
allar af árgerð 1979. Þær eru
Mercury Marquis Brougham,
bandarisk Gmanna bifreið, sjálf-
skipt, að verðmæti um 7,5
miljónir króna, Lada Sport,
rússnesk 4ra manna bifreið með
fjórhjóladrifi, að verðmæti rúmar
4 miljónir króna, og Daihatsu
Charade, japönsk fimm manna
bifreið, framhjóladrifin, að verð-
mæti um 3,5 miljónir króna. Aörir
vinningar eru þrjú 22 tommu
Philips litsjónvarpstæki og f jögur
sett af Philips hljómflutnings-
tækjum. Heildarverðmæti vinn-
inganna er um 18 miljónir króna.
1 frétt frá Krabbameins-
félaginu kemur fram aö happ-
drættismiðar hafa veriö sendir
skattgreiöendum á aldrinum 23ja
ára til 67 ára um land allt en hing-
aö til hefur útsending I vorhapp-
drætti félagsins náö einungis til
staöa utan höföuborgarsvæöisins.
Jafnframt eru happdrættis-
miöar seldir I happdrættisbifreiö I
Bankastræti og á skrifstofu
félagsins i Suöurgötu 24 en þar
eru veittar nánari upplýsingar
um happdrættið. Dregiö veröur 1
vorhappdrættinu 17. júni n.k.
Miöaverö er 700 krónur
bætur á laun. Bendir stjórnin á aö
veröbætur á laun er samnings-
atriði milli verkalýöshreyfingar-
innar og atvinnurekenda og hefur
rikisvaldiö engan siðferöilegan
rétt til aö breyta þvi samningsat-
riöi.
Lögin innihalda kjara-
skerðingarákvæöi sem verka-
lýöshreyfingin hlýtur aö
mótmæla harölega og þá sérstak-
lega breytingum á visitölukerf-
inu, þar sem breyting viðskipta-
kjara hefur áhrif á verðbætur á
laun.
Þaö er krafa stjórnarinnar aö
veröbótavisitalan mæli fyllilega
hækkun framfærslukostnaöar og
verötryggi þannig umsamin laun.
Stjórnin mótmælir þeim
ákvæðum sem sjáanlega hafa i
för með sér hættu á stórfelldu at-
vinnuleysi og bendir á aö réttur-
inn til vinnu er hluti af grund-
vallarmannréttindum hvers
manns. Stjórnin lýsir furöu sinni
yfir þvi aö hluti verkalýðs-
hreyfingarinnar skuli stuöla aö
kjaraskeröingu meö þvi aö leggja
til meö hvaöa hætti hún yröi gerö.
Aöeins verkalýöurinn sjálfur
getur staöiö vörö um hagsmuni
sina og skorar þvi stjórnin á
verkalýðshreyfinguna og forystu
hennar, aö standa fast á um-
sömdum og lagalegum réttindum
launþega og hrinda af fyllstu
hörku öllum árásum á þessi rétt-
indi. Telur stjórnin rétt aö verka-
lýöshreyfingin setji fram nú
þegar kröfur fyrir nýja kjara-
samninga.”
í stuttu máli
Selkórínn á æfingu.
Hörpusöngur á Nesinu
Selkórinn á Seltjarnarnesi
heldur vortónleika sina, er hann
kallar að venju Hörpusöng, I
Félagsheimili Seltjarnarness,
sunnudaginn 22. april kl. 4.30 og
fimmtudaginn 26. april kl. 8.30.
Efnisskrá er fjölbreytt og flutt
verða innlend og erlend lög og
mun kórinn syngja bæði sem
blandaður kór og kvennakór,
undir stjórn Guðrúnar Birnu
Hannesdóttur, sem verið hefur
stjórnandi kórsins undanfarna
tvo vetur.
Raddþjálfari kórsins er
Ragnheiöur Guömundsdóttir,
söngkona. Mun hún syngja
nokkur lög á þessum tónleikum
og einníg stjórnar hún söng
nokkurra kórkvenna i fjórum
lögum. Undirleikari á tónleik-
unum veröur Lára Rafnsdóttir. j
Þetta eru þriöju opinberu tón-
leikar kórsins , en kórinn hefúr j
nú starfað um nokkurra ára
skeiö. Fyrstu árin var hann ein-
göngu kvennakór. Kórfélagar
eru 32 og mikil sönggleöi og j
samstarfsvilji rikjandi. Bæjar-
yfirvöld hafa styrkt starfsemi
kórsins s.l. tvö ár og á þessu ári
fékk kórinn styrk úr Lista- og
menningarsjóði Seltjarnarness.
Fastur liöur i starfsemi kórs-
ins er að halda vorskemmtun.
Veröurhún haldin laugardaginn
5. mai i Félagsheimilinu. Munu
þá kórfélagar bregba á Veik aö
vanda og sjá kórfélagar að öllu
leyti um skemmtiatribi og
lokum veröur stiginn dans.
Jóhann G. við eitt verka sinna.
Jóhann G. sýnir
á Akureyri
A laugardaginn, 21. april,
opnar Jóhann G. Jóhannsson
myndlistarsýningu i Háhól á
Akureyri. Sýnirhannum 60 oliu-
og vatnslitamyndir og er rúmur
helmingur verkanna nýjar
myndir. Sýningin stendur til 30.
april og er opin kl. 15—22 um
helgar ogvirka daga kl. 20—22.
Akureyri:
Píanótónleikar
í Borgarbíói
Tveir nemendur sem eru að
ljúka fyrri hluta stigi I pianóleik
frá Tónlistarskólanum á Akur- |
eyri, þau Sólveig Jónsdóttir og
Örn Magnússon, leika á tón-
leikum i Borgarbiói kl. 1 á
laugardaginn 21. april. Eru tón-
leikarnir liður i prófi þeirra.
A efnisskránni eru verk eftir
Bach, Beethoven, Chopin og
Grieg.
A föstudagskvöldið 20. april
kl. 8.30 verða gestatónleikar i
Tónlistarskóla Akureyrar.
Leika þá tveir nemendur úr
Tónlistarskólanum i Reykjavik,
þeir Gunnar Gunnarsson á
flautu og Sigurður Marteinsson
á pianó.
Rúna-Janni
í heimsókn
Þessa dagana er staddur hér
á landi Sven B.F. Jansson, fyrr-
verandi þjóðminjavörður Svia,
sem er mörgum Islendingum að
góðu kunnur, en hann var sendi-
kennarii sænsku við Háskóla ts-
lands árin 1936-38. Hann hefur
skrifað fjölda bóka, m.a. um
Vinlandssögurnar og um rúnir
og rúnasteina, auk þess sem
hann er einn þriggja höfunda ts-
lensk-sænskrar orðabókar.
Laugardaginn 21. april kl.
16.00 ætlar Sven B.F. Jansson
eða „Rúna-Janni” aö spjalla
um rúnir, i Norræna húsinu, og
nefnist fyrirlesturinn „Aventyr
með runstenar”.
Vorsýning Valhúsaskóla
t tilefni af fimm ára starfsemi
Valhúsaskóla verður skólinn op-
inn almenningi laugardaginn 21.
april frá kl. 10 — 18. Þar verður
sýning á vinnu nemenda. Nem-
endur sjá um kaffiveitingar og
leiðbeina og aðstoða gesti eftir
þörfum.
Skólinn væntir þess aö sem
flestir sjái ser fært aö llta inn og
kynnast starfsemi skólans eins
og hún kemur fram á sýningu
sem þessari. Þarna er búiö aö
vinna af elju og vandvirkni og
væri mikil ánægja aö þvi aö sem
flestir sæktu skólann heim n.k.
laugardag, segir I fréttatil-
kynningu frá honum.