Þjóðviljinn - 19.04.1979, Page 10
10 SÍÐA — ÞJ6PVILJINN Fimmtudagur 19. aprll 1979
Allt þaö sem sett er á hina sérstöku páskadiska er hlaöiO táknrænni merkingu: hér
eru beisk grös útlegöarinnar, græn grös vors (og forvitni), bein fórnarlambsins,
lifsins egg og blandan kharoset. A miöjum diski stendur pesakh, en af þvi hebreska
oröi er heiti páskanna dregiö (ijósm. Snorri).
Viöstaddir voru úr ýmsum heimshlutum ættaöir. Samkvæmt lögmáli er hver sá
Gyöingur sem á Gyöing aö móöur — og skiptir ekki máli hvaö hann sjálfur hugsar i
þeim efnum.
Páskíimaltið Gyðinga
haldin í Reykjavík
Viö háborö sat rabbf Rosenblatt (fyrir miöju) ásamt lútherskum kennimönnum og konum þeirra.
Lengst til vinstri er prófessor Þórir Kr. Þóröarson en Ólafur Skúlason lengst til hægri — i hans kirkju
fór máltiöin fram.
A miðvikudagskvöldið
fyrir páska gerðust þau
sjaldgæfu tíðindi að efnt
var til páskamáltíðar Gyð-
inga í Reykjavík.
Páskamáltíðin, seder, er
reyndar f jölskylduhátíð
fyrst og fremst og mun
hafa verið haldin hjá ein-
staka f jölskyldu hérlendis.
En í þetta sinn var reynt að
safna saman Gyðingum og
venslafólki þeirra.
Á einum stað
Séra Ólafur Skúlason dóm-
prófastur lánaöi sal i Bústaöa-
kirkju til máltiöar þessarar.
Fæöa á boröum var öll kasher,
eöa „hrein”. 1 forsæti var rabbli.
Sá er bandariskur, Rosenblatt aö
nafni og er nokkuö á ferö á flugi,
m.a. I sambandi við þjónustu viö
bandariska hermenn og starfs-
fólk I öörum löndum. Hann hefur
komiö hér áöur og m.a. haldiö
fyrirlestra fyrir guöfræöinga og
stúdenta viö Háskóla tslands.
Meöal viöstaddra voru reyndar
Þórir Kr. Þóröarson prófessor,
lúterskir prestar og guöfræö-
inemar. Aörir voru Gyöingar héö-
an og þaöan úr heiminum sem at-
vik hafa hingað boriö — úr Bret-
landi, Rússlandi, Danmörku,
Þýskalandi og Bandarlkjunum.
Nokkrir hinna eldri höföu komiö
hingaö fyrir strlö á flótta undan
ofsóknum nasista og auöséö var
aö ýmsir viöstaddra höföu um
langt skeiö haft lítil sem engin
tengsl viö gyðinglega guösþjón-
ustu eöa helgisiöi.
Sagan og
bömin
Seder er sem fyrr segir fjöl-
skylduhátlö fyrst og fremst. í
annarri Mósebók er svo um mælt,
aö „þennan dag skalt þú segja
syni þlnum” — og er þá átt viö
þau Bibllutföindi aö Móses leiddi
lsraelslýö út af Egyptalandi.
Þegar skoöuö er nánar saga há
tlöanna þá kemur fljótt I ljós aö
páskar eru upphaflega vorhátíö
til aö fagna gróöri og frjósemi.
En um árþúsundir hafa páskar
hjá Gyöingum veriö tengdir sögn-
um Mósebóka um sérstök afskipti
Jahves af Hebreum þegar þeir
komust úr ánauö I Egyptalandi.
Þau tlöindi eru rifjuö upp I sér-
stakri bók, Haggadah, eru þar
sumir textar haföir á hebresku en
I reynd fleiri á daglegu máli viö-
staddra, ekki slst vegna þess, aö
sem fyrr segir, á þetta kvöld að
rifja fornar sagnir upp fyrir þeim
sem yngstir eru viö málsveröinn.
Meö ýmsum hætti er einmitt
reynt aö viöhalda áhuga barn-
anna á þvl sem fram fer. Þau
hafa ákveönu hlutverki aö gegna.
Þaö er eitt þeirra sem spyr hina
heföbundnu fjögurra spurninga:
Af hverju er þessi nótt ólik öörum
nóttum? — og hafa lagstúfar
verið samdir viö þann texta. 1
upphafi máltlöar brýtur húsbóndi
ósýrt brauð I þrennt og felur einn
hlutann, sem afikoman er kall-
aöur. Börnin leita siöan aö afi-
koman og sá sem finnur á rétt til
verölauna. Auk þess eru sungnir,
þegar á llöur kvöldiö, söngvar
ýmsir, sumir I einskonar þulu-
formi, sem eiga meöal annars aö
hrista svefndrunga af ungviði.
Þaö sem ókunnugum mun að
líkindum koma einkennilegast
fyrir sjónir er þaö, hvernig seder
sameinar raunverulega máltlð,
sem meira aö segja gerir ráö
fyrir þvi aö hver viöstaddur
drekki fjóra bikara vins, og svo
flókiö táknakerfi, sem á i senn aö
minna á Mósebækur og ótima-
bundin viöhorf gyöingdóms til
ýmissa fyrirbæra. Hér um skal
rekja nokkur dæmi.
Á borðum eru aöeins hinar ó-
sýröu brauöflögur, matzoth ( sem
eru reyndar seldar hér I verslun-
um sem megrunarbrauö).
Matzoth á aö minna á þaö, aö
þegar Hebreum hinum fornu var
boriö boöiö aö halda af stað frá
Egyptalandi þá hafi þeir ekki haft
tlma til aö baka venjulegt brauð.
Hinir fjórir bikar vins eiga m.a.
aö tákna fjögur fyrirheit úr ann-
arri Mósebók um lausn úr ánauö.
A vissum staö I máltlöinni eru
taldar upp hinar tlu plágur sem
Egyptar uröu fyrir (blóö, fróskar,
mýbit osfrv.) og viö hverja plágu
eiga viöstaddir aö hella nokkrum
dropum vlns af fylltum bikar sin-
um: þetta á aö tákna, aö jafnvel á
hátlö eins og seder er bikar gleö-
innar ekki fullur þegar aörir
menn rata I raunir. Svo mætti
lengi telja. A sérstaka páskadiska
er til dæmis raöaö beiskum jurt-
um, eggi og beini sem hvoru-
tveggja bera þess merki aö hafa I
eldfarið, einnig kharoset, sem er
blanda af eplum, hnetum, súkkati
og vini. Beisk grös tákna þá
beiskleika útlegöar og þrældóms,
kharoset minnir á múrverk þaö
sem þrælar unnu I Egyptó til
forna, beiniö táknar lamb þaö
sem fórnaö var á páskum og egg-
iö á einnig aö minna á tiltekna
musterisfórn, auk þess sem þaö
er eðlilegt löstákn.
Sérstæður
atburður
Sem fyrr segir er aö jafnaöi
fariö meö ýmsa forna texta og
söngva á seder. Þaö mun þó I
reynd mjög á valdi stjórnandans
hve nákvæmlega fornum siöum
er fylgt. 1 nýrri útgáfum af
Haggadah er skotið ýmsum text-
um nýlegum og getur stjórnand-
inn valiö úr þeim og beöiö ein-
hvern viöstaddra aö lesa — til
dæmis einhver spakmæli eftir Al-
bert Einstein eöa kafla úr dagbók
önnu Frank. Einnig er llklegt að
menn taki til máls um þaö sem
liggur á hjarta eöa til að mæla
fyrir einhverjum óskum og var
svo gert á hinni sérstæöu páska-
máltiö Gyöinga sem haldin var
hér I borg fyrir rúmri viku. Sér-
stæö er hún þá kölluð einkum
vegna þess aö hún fer fram I einu
af þeim fáu löndum sem ekki á
sér gyöinglega hefö. —áb.
Um fjörutiu manns munu hafa veriö viöstaddir. Aöur hefur seder aöeins veriö hald- Hver og einn fékk I hendur stytta f jölritaöa útgáfu af Haggadah, Féasögninni. Auö-
inn á einkaheimilum hér i borg, aö þvl er best veröur vitaö. s^ð var, aö margir höföu lengi ekki séö silka bók.