Þjóðviljinn - 19.04.1979, Page 11
Fimmtudagur 19. april 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
A myndinni sést hluti af fundarmönnum, en á ráöstefnuna mættu fulltrúar frá flestum framhaldsskól-
um á Stór-Reykjavikursvæöinu.
Róttæklr nemar stefna
að víðtæku samstarfi
Ráðstefna róttækra nema haldin á laugardaginn var
Laugardaginn 14. apríl
sl. var haldin að Hótel Esju
ráðstefna róttækra nema í
f ramhaldsskólum. A
ráðstefnuna mættu nem-
endur frá flestöllum fram-
haldsskólum hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og
auk þess nemendur af
Suðurnesjum. Ráðstefnan
hófst með ávarpi Þorsteins
Magnússonar aðstoðar-
manns menntamála-
ráðherra. I ávarpi sínu
lagði Þorsteinn áherslu á
að með þessari ráðstefnu
væri stigið fyrsta alvar-
lega skrefið til að koma á
námsmannahreyf ingu sem
setti sér ákveðið pólitískt
markmið með baráttu
sinni og kvaðst hann fagna
því og vonast til að
ráðstefnan skilaði góðu
starf i.
Þvl næst voru fluttar tvær
framsöguræður. Róbert Haralds-
son form. félags sóslalista I Fjöl-
brautaskólanum I Breiðholti
ræddi um hvert væri markmið
pólitiskrar baráttu i framhalds-
skólum. 1 framsögn sinni sagöi
Róbert m.a.:
„Þegar tekist hefur, með stans-
lausum áróöri i formi funda og
blaðaskrifa, að sameina nem-
endur, hefur grundvöllur náðst
fyrir árangursvænlegum að-
gerðum. Þá getum við hafið
sigurstranglega baráttu fyrir hin-
um margvislegu byltingar- og
umbótamálum á skólum. Þar má
I fyrsta lagi telja einsog fyrr
hefur verið getið um, þrotlausa
baráttu fyrir þvi að nemendur fái
I sinar hendur raunveruleg og
skilyrðislaus völd I skólum. Þá
getum við beitt okkur fyrir gjör-
breyttum kennsluháttum svo sem
niðurfellingu prófa einsog þau eru
i núverandi mynd, þar sem próf
eru bæði ómarktækur gæða-
stimpill á nemendur, þvi þau eru
ekki miðuð við getu nemenda til
að hugsa sjálfstætt og vinna sjálf-
stætt, heldur vilja þau fara út I aö
þroska með nemendum einhvers-
konar hæfileika til utanbókarlær-
dóms, þá er og hitt aö próf og það
mikla stress sem þeim fylgir geta
verið hættuleg, bæði andlegri og
likamlegri heilsu nemenda enda
geta með úrslitum prófa örlög
nemenda verið ráðin.
Þegar við höfum náö að sam-
eina nemendur getum viö hafiö
baráttu fyrir þvi að kennsla I
skólum verði miðuð við að þroska
hæfileika nemenda til að takast á
við vandamál I þjóðfélaginu.
Kennslu og námi er þannig háttað
nú, að nemendur sjá nær ekkert
samhengi milli námsins og ann-
arra þátta I þjóðfélaginu, sem er
niðurdrepandi fyrir áhuga á nám-
inu.
Þá er og markmið okkar að
glæða skilning nemenda á þvl að
nám þeirra sé i þágu alþýðu-
manna en ekki i þágu atvinnurek-
enda. Hér erum við komin að
máli sem hefur verið deilumál
hvarvetna i heiminum, einhverj-
ar frægustu deilur sem upp hafa
Mikiö var starfaö f umræöuhópum á ráöstefnunni og hér á myndinni
sést einn slikur aö störfum.
komiö varðandi þetta mál eru
óeirðirnar í frönskum skólum og
vlðar kringum 1968. Þar mót-
mæltu nemendur þvi að menntun
þeirra skyldi eingöngu vera
miðuð við að þeir tækju við og
tryggðu i sessi hið kapitallska
þjóöskipulag. Svipað er upp á
teningnum hér og hygg ég aö
megi segja að við óbreytt skóla-
kerfi náist enginn verulegur
árangur i baráttunni til
sósiaiisma. Okkar niðurstaða er
sú að menntun ætti að vera og sé
að mestu leyti, kostuð af alþýðu
og þessvegna vera miðuð við
þarfir hennar, en ekki sett henni
til höfuðs”.
Lúövik Geirsson nemi i Háskóla
fslands flutti hinn fyrirlesturinn
og fjallaði I honum um „Hvers
eðlis á samfylking róttækra
manna i framhaldsskólum að
vera?”
I ræðu sinni sagði Lúðvik m.a.:
„Ég er á þeirri skoðun að stefna
beri að stofnun sameiginlegs
hagsmunafélags vinstri sinnaðra
námsmanna, sem fyrst. Þessi
samtök þurfa að vera viötæk og
ná sem helst inn I alla bók-, verk-
náms- og sérgreinaskóla á fram-
haldsstigi: þar á ég lika við Há-
skólann, Kennaraháskólann og
Tækniskólann, svo að slik stofnun
megi takast, og þá meina ég að
samtökin hafi á einhverjum
grunni að byggja, þá þarf að
byrja á þvi að byggja upp grunn-
einingarnar þar sem þær vantar
undir þessa samstarfsbyggingu.
Þar á ég að sjálfsögðu við þau
félög sem starfa nú hvert útaf
fyrir sig I sinum skóla. Min hug-
mynd er sú að þessi grunnfélög
starfi hvert útaf fyrir sig óháö
hvert ööru, enda er oft um óllka
starfsemi að ræða eftir þvl hvort
um bók- eða verknámsskóla er að
ræða. Hins vegar komi þessi félög
til með að byggja upp sameigin-
leg hagsmunasamtök sem verða
þvi sterkari eftir þvi sem fleiri
aðildarfélög eiga þar sæti’”..
„...Viö vitum það öll sem höfum
eitthvað staðið I félagsmálum I
skólum að slæmt er ástandiö i
bóknámsskólunum varðandi
félagsdeyfð hins almenna nema,
en öllu verra er það i verknáms-
skólunum, og það þekki ég af eig-
in raun, þvi ég hef stundað nám
viö verknámsskóla. Það sýnir sig
kannski einna best á þessari
ráðstefnu okkar hér, hversu fáir
verknámsnemendur eru hér
staddir. Vissulega er þetta allt að
þróast til batnaðar með tilkomu
fjölbrautaskólanna, og með sliku
framhaldi megum við gera ráð
fyrir þvi, að sú hagsmunabarátta
sem áður hefur átt sér staö innan
L.M.F. til dæmis komi til meö
að breytast. Eins hlýtur þessi
þróun að veröa i þeim samstarfs-
samtökum sem ég hef verið að
reyfa hér. Baráttan þar verður
miklu viðtækari þegar frani i
sækir. Það verður ekki aðeins
þessi hefðbundna barátta við
menntakerfið og stjórnvöld, nei,
það kemur til miklu viötækari
samtökum sem ég hef veriö að
reyfa hér. Baráttan þar veröur
miklu viðtækari. þegar fram i
sækir. Það verður ekki aðeins
þessi hefðbundna barátta viö
menntakerfið og stjórnvöld, nei,
það kemur til miklu viötækari
barátta, barátta við atvinnurek-
endavaldið. Hin pólitlska barátta
kemur á næstu árum til að harðna
að mun innan skólanna og þá
þurfum við róttækir nemendur að
vera tilbúnir i slaginn og vel und-
irbúnir”.
Eftir hádegi störfuðu fundar-
menn i umræðuhópum, og var i
þeim rætt um a) Uppbyggingu og
eðli starfs róttækra félaga I skól-
um, b) Samstarf róttækra félaga
og framtiöarhugmyndir þeirra,
og c) Hvernig má auka fjölda-
virknina i félögunum? Miklar
umræður áttu sér staö I umræðu-
hópunum og skiluðu þeir áliti á
ráöstefnunni um þær hugmyndir
sem fram höfðu komið i þeim um
þessi málefni. Fram komu tvær
tillögur frá umræðuhópum a og b
og stefndu þær báðar i sömu átt
og voru þær þvi samrýmdar I eina
tillögu sem var siðan samþykkt
einróma. í tillögunni var lagt til
að kosin yrði nefnd sem skipuð
yröi 1 aðila frá þeim skólum sem
áttu fulltrúa á ráðstefnunni, og
skyldi nefnd þessi hafa þann
starfa að aðstoða nemendur i
öðrum framhaldsskólum I land-
inu aö koma á fót róttækum félög-
um þar. Einnig skal nefnd þessi
sem sifellt mun hlaöa utan á sig
eftir þvi sem róttæku félögunum
fjölgar, sjá um að boöa til
ráðstefnu einhvern tima á næsta
skólavetri þar sem boðuð verði
stofnun samtaka róttæks skóla-
fólks.
I nefnd þessari eiga nú sæti:
Einar Már Sigurðsson Kennara-
háskóla lslands, Guðmundur
Geirdal Menntaskólanum við
Hamrahlið, Kristin ómarsdóttir
Fjölbrautaskólanum Flensborg,
Kristján Ragnarsson Mennta-
skólanum Kópavogi, Lúðvik
Geirsson Háskóla fslands, Pétur
Þórarinsson Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og Róbert Haraldsson
Fjölbrautaskólanum Breiöholti.
Nefndin mun taka fljótlega til
starfa, og er bundin mikil von viö
að starf hennar takist sem best.
Happdrættí
DAS 25 ára
Happdrætti Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna hefur 25.
starfsár sitt um þessar mundir,
og verða vinningar 6000 talsins að
samanlagðri upphæð 540 miljónir
króna!
Vinningar happdrættisins
verða sem áður ibúðir, bilar, ferð-
ir og húsbúnaður. Eina breytingin
er sú að næstu 1-2 árin verður
ekkert hús i aðalvinning, en
brugðið á það ráð að deila þeim
40-50 miljónum sem það mundi
kosta i fleiri vinninga. Aðalvinn-
ingur verður húseign að verðmæti
25 miljónir kr.
Hrafnistumenn kölluöu blaða-
menn til fundar við sig, af þessu
tilefni, I nýjum húsakynnum i
Hafnarfirði og skýrðu frá fyrir-
huguðum framkvæmdum DAS og
reifuðu mál aldraðra. Pétur Sig-
urðsson skýrði frá ýmsu þvi sem
á hefur unnist, en gat þess að viða
bjátaði mikið á. Oft virtist sem
enginn teldi sig eiga neinar skyld-
ur að rækja við gamla fólkið og
væri þörf á stórátaki i málum
þeirra.
Nýja húsið er fyrsti áfangi
nýrrar miðstöövar, sem ætlað er
að mæta þörfum aldraðra á
breiðum grundvelli. Þar verður
bæði um að ræða og er raunar nú
þegar dvalarheimili og eins mun
fólki verða boðið upp á ýmsa
heilsufarslega og félagslega að-
stoð þó það búi ekki á staðnum
allajafna.
Hrafnista i Hafnarfirði er
fyrsta byggingin á vegum DAS
sem orðið hefur að kosta að veru-
legu leyti með lánsfé, og hafa 5
sveitarfélög ákveðið að ganga til
samvinnu við DAS með fjárfram-
lögum. A móti hljóta þau rétt til
að nýta hluta starfseminnar fyrir
sitt fólk. Þetta er liður i sam-
vinnuviðleitni DAS við ýmsa þá
sem láta sig mál aldraðra varða.
Pétur benti á að hluti starfsemi
dvalarheimilisins væri fullkom-
lega sambærilegur við það sem
fram fer á mörgum almennum
sjúkrahúsum og þvi þætti sér
eðlilegt að hið opinbera bæri ein-
hvern hluta þess kostnaðar.
Happdrætti DAS hefur hingað
til staðið undir öllum kostnaði við
rekstur og byggingar fyrirtækis-
ins og mun bera mestan þunga af
honum i framtiðinni ef að likum
lætur. Benti Pétur á að rekstrar-
halli siðasta árs á starfsemi dval-
arheimilisins næmi um það bil
sömu upphæð og þurft heföi að
greiða af lánunum til nýbygging-
arinnar.
Þ.B.
Pétur Sigurðsson formaður sjómannadagsráðs, Baldvin Jónasson for-
stjóri Happdrættis DAS, Hilmar Jónsson, Garðar Þorsteinsson og
Tómas Guðjónsson stjórnarmenn i Sjómannadagsráði viö einn happ-
drættisvinninginn. A myndina vantar Guðmund H. Oddsson.
Sýning frá Kóreu
Sendiráð Alþýöulýðveldisins
Kóreu i Sviþjóð og á islandi efnir
til sýningar á bókum, ljósmynd-
um, útsaumi og handiöum ýmiss
konar svo sem leir- og iakkmun-
um, dagana 18.—25. april. Margir
sýningarmunanna verða til sölu
auk hljómplatna með þjóðlaga-
tónlist frá Kóreu og bóka um mál-
efni landsins.
Sýningin er haldin i tilefni af 67
ára afmæli Kim II Sung forseta.
A sýningunni eru kynntar
kenningar og hugmyndir forset-
ans um fræðiieg og tæknileg
vandamál i sambandi við upp-
byggingu landsins og menningar-
stefna sem kölluð er Juche-stefn-
an.
Kóreumenn byggja á aldagam-
alli þjóðlegri hefð I vinnu list-
muna sem mun vafalaust vekja
athygli sýningargesta.
Ljósmyndirnar sýna hvað hefur
áunnist i uppbyggingunni og
hvernig þjóðin hyggst flýta iön-
og tæknivæöingu atvinnulifsins
samkvæmt annarri 7 ára áætlun-
inni.
Margs konar bækur veröa á
sýningunni þar á meðal bækur
sem lýsa i máli og myndum störf-
um fólksins að framförum og
uppbyggingu og ritgerðir og
frásagnir útlendinga sem hafa
heimsótt landið.
Allir eru velkomnir á sýning-
una sem haldin verður I Alþýðu-
bankahúsinu að Laugavegi 31, 3.
hæð. Sýningin var opnuð af Þor-
steini Magnússyni, aöstoðar-
manni menntamálaráðherra, i
gær og er slöan opin daglega frá
kl. 15-21 til og meö 25. april. Aö-
gangur er ókeypis.
Sumardagurinn
fyrsti í Kópavogi
! Kópavogsbúar fagna sumri
| með fjölbreyttri dagskrá á sum-
I ardaginn fyrsta, sem hefst kl.
1 10.00 f.h. með viðavangshlaupi
| frá félagsheimilinu Fagra-
j hvammi.
i Kl. 13.30 verður skrúðganga,
' frá Digranesskóla að Kópavogs-
j skóla, með skátum og skóla-
! hljómsveit Kópavogs i farar-
broddi, undir stjórn Björns Guð-
jónssonar. Onnur dagskráratriði
verða: Avarp — séra Arni Páls-
son. Kórsöngur, leikþættir, diskó-
danssýning og verðlaunaafhend-
ing (fyrir viðavangshlaupið).
Kynnir er Guðrún Stephensen
leikari.
Kvenfélag Kópavogs annast
framkvæmd hátiðahaldanna.