Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. april 1979
Fimmtudagur 19. aprll 1979 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13
tHÐ «
hsithlcgt
ID UYKM
'
.
Aöalatriðiö i sambandi viö útfærsluna á plakotunum er aö hafa stutt en gagnort slagorö og helst ekki
meiráen tvo gripandi liti.
LISTAHÁTIÐ BARNANNA UNDIRBÚIN:
Elstu stelpurnar i skólanum notuöu fritfmann i hádeginu til aÖ fmna aö óróunum
Svona gerum við
þurfti
Fylgst með starfi nemenda í Víðistaðaskóla fyrir sýninguna
Einbeitnin er mikil, enda er þetta lika alvöru samkeppni.
Þau fá aö spila diskómúsik i
dag vegna þess aö þaö er siöasti
kennsiudagur fyrir páska! kallaöi
Sjöfn teiknikennari yfir til okkar
Þjóöviljamanna svona til nánari
skýringar á þeirri miklu dans-
gleöi sem rikti I teiknistofunni.
Nánar tiltekiö vorum viöLeifur
ljósmyndari staddir i Viöistaöa-
skóla I Hafnarfiröi og ætluöum aö
ræöa stutta stund viö Sjöfn
Haraldsdóttur teiknikennara og
kynnast þvi starfi sem þar fór
fram þá stundina. Aöalstarfiö
núna felst I undirbúningi fyrir
stóru sýninguna á Kjarvalstööum
sem hefst þann 28. þessa
mánaöar. Sú sýning ber yfir-
skriftina „Svona gerum viö”, og
þar veröur nokkurs konar lista-
hátiö barnanna, nema hvaö þar
veröur ekki neins konar úrvals 1.
flokks sýning, heldur sýndir þeir
hlutir sem börn á Stór-Reykja-
vikursvæöinuhafa veriö aö vinna
aö I skólunum I vetur. Siöan erum
viö núna i þessum tima aö vinna
aö plakötum um reykingavarnir,
en þaö er i sambandi viö sam-
keppni sem Krabbameinsfélag
Islands stendur fyrir meðal allra
11 ára barna á landinu. Hver og
einn nemandi vinnur útaf fyrir sig
1 plakat, og I þvi sambandi hef ég
reynt aö láta krakkana skynja
hvaö plakat er, til hvers þaö er
ætlaöog hvernig þaö þarf aö út-
fært svo þaö nái athygli i þessu
hraöa nútimaþjóöfélagi okkar nú
til dags. Til þess aö skýra þetta
betur út fýrir krökkunum og auð-
velda þeim vinnuna þá hef ég
skipt verkefninu I nokkur vinnu-
stig. Fyrst kynning á verkefninu
ogfræöslu um þaö hvernig vinna
eigi plaköt. Þá undirbúning þar
sem hugmyndir eru rissaöar upp
á smáblöö og siöan ræddar og
nánar útfæröar. Aöalatriöin l
sambandi viö útfærsluna er aö
hafa stutt og gagnort slagorö og
helst ekki meiraen tvo gripandi
liti. Aö lokum er siöan teikningin
stækkuö upp á karton og full-
frágengin.
A meöan Sjöfn var aö skýra út
fyrir okkur galdratækni og
Fyrst eru þaö rissmyndirnar, siöan eru þær útfæröar á stórt karton.
Skrýmsliö ógurlega sem sett veröur upp á Kjarvalsstööum er nú óöum
aö vakna til lifsins.
áróöursmátt plakatanna
hún aö hlaupa á milli teikniborð-
anna og leiöbeina krökkunum, en
sussa niöur i öörum sem vildu
sem ólmastir festast á filmu og
koma i Þjóðviljann eins og þau
sögðu. Tækifæriö notuöum viö til
aö skoöa árangur vinnunnar, og
þar mátti lesa. hinar fleygustu
setningar eins og „Eninga
Meninga ekki brenna
peninga.” „tltrýmum henni —
sigarettunni.” „Reykingar
skemma lungun”. „Pakki á dag
1 Spánarferð á ári.”
Þegar Sjöfn haföi sinnt öllum
sem best hún mátti bauö hún okk-
ur meö sér niöur á næstu hæö. Viö
erum aö vinna aö stæröar risa-
eölu hérna niöri,sagöi hún. Þetta
er sameiginlegt verkefni allra
fjögurra barnaskólanna hérna I
Hafnarfirði og vinnur hver sinn
part af dýrinu. Þetta dýr sem
unniö er úr pappahólkum á að
koma upp á stóru sýningunni á
Kjarvalsstööum, og hugmyndin
er aö gefa börnum kost á aö fá aö
skriöa i gegnum eöluna.
1 því glumdi I bjöllunni, og allur
bekkurinn tókst á loft. Strákar
biöiöi! kallaöi Sjöfn á eftir okkur,
viö skulum lita aöeins viö I leir-
vinnsluherberginuokkar, þaö eru
nokkrar stelpur úr elsta bekknum
sem ætla aö nota hádegishléiö til
aö ganga frá leirvinnunni sinni!
Og meö þvl var hún þotin af staö
og viö á eftir henni. Mikiö rétt,
hópur af unglingsstúlkum beiö
eftiraö komast í tima þegar aörir
hlupu út i' góöa veðriö. Þær eru aö
vinna óróa úr leir sem á aö setja i
gluggana á Kjarvalsstööum á
stou sýningunni. Ahuginn er
mikill og allar stundir nýttar.
Þegar viö kvöddum spurðum
viö Sjöfii aö þvi hver væri stærsti
draumur teiknikennarans.
„Aöstaöan hér i skólanum er góö
miöaö viö marga aöra skóla”,
sagöi Sjöfn, „en nemendahóparn-
ir eru allt of stórir, helmingi of
stórir. Ég er meö 26—28
nemendur i einu I tvisvar 40 min.
og þaö er allt of litill timi á hvern
nema. Stærsti draumur allra,
bæöi kennara og nema, hlýtur aö
vera sá aö hægt sé aö veita hverj-
um og einum þá hjálp og þá
aðstoð viö námiö sem þörfin kall-
ar á.” LG'
Nú er um aö gera aö vanda sig þegar allar stelpurnar eru aöhorfa á mann.
Bekkirnir eru alltof stórir, helmingi of stórir, þannig aö tíminn til aö sinna hverjum nemanda veröur
alltof takmarkaöur.