Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 14

Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprll 1979 Orlofshús V.R. Dvalarleyfi Frá og með 20. april næst komandi, verða afgreidd dvalarleyfi i orlofshúsum Versl- unarmannafélags Reykjavikur, sem eru á eftirtöldum stöðum: 2. hús að Ölfusborgum i Hveragerði, 2. hús að Húsafelli i Borgarfirði, 1 hús að Svignaskarði i Borgarfirði, 4 hús að Illugastöðum i Fnjóskadal og 1 hús i Vatnsfirði, Barðaströnd. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár i orlofs- húsunum á timabilinu frá 2. mai til 15. september sitja fyrir dvalarleyfum til 2. mai n.k. Leiga verður kr. 15.000,- á viku og greiðist við úthlutun. Dvalarleyfi verða afgreidd á skrifstofu V.R. að Hagamel 4, frá og með föstudegin- um 20. april n.k. Úthlutað verður eftir þeirri röð, sem um- sóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréf- lega eða simleiðis. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR SJÚKRALIÐAR - SJÚKRALIÐAR Munið aðalfund S.L.F.Í., sem haldinn verður i Kristalssal Hótels Loftleiða laugardaginn 21. april kl. 14. Formanns- kjör hefst kl. 15.15. Fundi lokað meðan kosning stendur yfir. Allir félagsbundnir sjúkraliðar hafa kosningarétt. Stjórnin. r Sjónvarpsmarkaðurinn erum i fullum gangi. Óskum eftir 14, 16, 18 og 20 tommu tækjum i sölu. Ath. tökum ekki eldri en 6 ára gömul tæki. Erum einnig með úrval af alls kyns hljómflutnings- tækjum. Opiö kl. 10-12 og 1-6. Opiö til kl. 4 á laugar- dögum. Simi 31290. Sportmarkaöurinn Grensásveg 50 TOLLVÖRUGEYMSLAN H.F. AÐALFUNDUR Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn að Hótel Loftleið- um, Kristalsal, föstudaginn 20. april 1979 kl. 17.00 DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting (Hlutafjáraukning). 3. önnur mál. Stjórnin Óska eftir að passa barn Er 13 ára. Upplýsingar í síma 34527 Minning Guðmundur Bjarnason netagerðarmaður F. 29. ágúst 1916 - D. 8. apríl 1979 A barnsárum minum skiptist Patreksfjarðarkauptún i tvennt, Vatneyri og Geirseyri, sem var samfeld strjál húsaþyrping, barnaskólinn og kirkjan I miðju og verslunarhús á báðum endum. Strákarnir þarfna þurftu, eins og stráka er siður að sýna karl- mennskusina i smáorustum sum- ur sem vetur og skiptu sér i fylkingar eftir byggðum, eins og slikra er vandi. 1927 fengum við Geirseyrar- strákar nýjan og góðan liðsmann i þessi strið. Þá bættist i hópinn tiu ára Reykjavikurstrákur, sem hét Guðmundur Bjarnason og var sonur Sólveigar Albertsdóttur nýrrar kennslukonu. Guðmundi var margt til lista lagt. Hann var dugandi klifur- maður i skipsmöstur og veiði- maður á kænum og bryggjum snjóhúsameistari á vetrum, skiða og skautahlaupari og bein- skeyttur i snjókasti, hörkudug- legur við hvað sem var. Þegar honum óx fiskur um hrygg varð hann mjögsiglandi bátamaður á höfninni og langt út á fjörð, svo sumum þótti nóg um biræfnina. Þegar skóli byrjaði var Guðmundur góður námsmaður, en þó hóflega kappsamur i sumum bóklegum fræðum og lét öðrum eftir helstu virðingarsætin á prófum, nema i iþróttum og smiðum, þar var hann fremstur. Þegar unglingsárin komu varð Guðmundur fimasta og glæsi- búnasta dansfifl plássins úr hópi. Hann átti snurfusaðasta reiðhjól- ið — og efticsóttustu stúlkurnar litu hann hýru auga. Guðmundur varallastund mikill snyrtimaður iklæðaburði og svo hreinlátur, að þótt hann stæöi i slorvinnu heilt dægur, sá aldrei á honum slcttu, og það var eins og móöir hans - stoppaöi i slitgötin á vinnubux- unum hans. Þegar Guðmundur óx úr grasi varð hann vel á sig kominn um allt útlit, meðalmaður á hæð og liðlega vaxinn. Hann gat verið nokkuð harður i horn að taka og kappsamur, glettinn, orðheppinn, jafnvel dálitið meinlegur stund- um. Guðmundur fór á Laugarvatns- skóla, þegar hann hafði aldur til og var þar i tvo vetur. Hann langaði til að verða fþróttakenn- ari en ráðamenn þess skóla sinntu ekki þeirri ósk hans, liklega af pólitiskum ástæðum og þó hafði j Guðmundur sig ekki mikið ! frammi á þeim sviðum. En þetta ; var á kreppuárunum og þá urðu róttækir fyrir margskonar of- { sóknum, en Guðmundur hafði i snemma skipað sér i fylkingu | vinstri manna. En þessi andstaða varð honum örlagarik, þvi hann | gat ekki hin næstu ár fundið neitt 1 lifsstarf, sem hann sætti sig viö. i Loks fór hann út úr vandræðum | að læra netagerðariðn og vann við j þau störf alla ævi, en aldrei á ! réttri íiillu. Ekki kann ég aö rekja | ættir Guðmundar Bjarnasonar. Sólveig móðir hans var dóttir j þingeysks bónda og hákarla- J manns, sem fórst á Eyjafjarðar- j skipi, systkini hennar voru mörg, j kunnast þeirra mun vera Eiður Albertsson skólastjóri. Maður hennar var Bjarni Guðmundsson frá Jónsnesi skammt frá Stykkis- hólmi. Þau eignuðust tvo syni, Baldur sem kunnur varð sem sagnfræðingur og Guðmund. Þau skildu. Bjarni giftist aftur og eignaðist þrjár dætur með seinni konu sinni. Solveig var mikil ágætiskona, stórvel menntuð, gáfuö og skemmtileg. Guömund- ur bjó með móður sinni á meðan hún lifði og lét sér mjög annt um hana. Guðmundur var skemmtilegur viðræðumaður, gáfaður, viösýnn og kreddulaus mannvinur. En hann var aldrei vigreifur baráttu- maður og hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða mannaforráðum. Þó kom það i hans hlut aö vera formaöur I sinu stéttarfélagi i nokkur ár og fórst það vel úr hendi. Ahugasvið Guðmundar voru listir og menningarmál. Hann var njótandi fagurra bók- mennta og myndlistar og raunar allra lista. Hann las alla ævi mik- ið og aldrei nema úrvalsbók- menntir. Við vorum nánir vinir frá æskuárum og það samband slitnaði aldrei, en ekki minnist ég þess að ég hafi nokkru sinni séö Guðmund handleika ómerkilega bók. Siðasta bókin sem hann las voru smásögur eftir William Heinesen, sem nýkomnar eru út i islenskri þýðingu. Bókmenntir voru hans uppáhalds umræöu- efni. Það er auðvitað litil háttvisi að nota minningargrein um vin sinn til þess að auglýsa eigin vöru. En ég ætla nú samt að nefna hér siðustu bók mina Altarisbergið, sem út kom núna fyrir jólin. Þeg- ar ég afhenti Guðmundi eintak af henni sagði ég: Lengsta kvæði i þessari bók er um okkur tvo. Það eru tveir rosknir karlar sem ræðast við, lita yfir farinn veg og stundum er ekki ljóst hver segir hvað eða hvort þeir eru að tala við sjálfa sig. Annar er kominn i garðinn i Fossvogi. Það er auðvitað þú, bætti ég við. O, bölvaður nokkur, sagoi nann. Ekki óraði mig fyrir þvi þá, aö svo skömm leið væri eftir af sam- fylgd okkar sem raun er á orðin. I þessu kvæði segir svo: Gamli vinur. Þegar ég nú reika í huganum um okkar tíma, yfir daga og ár, koma fyrst fram á varir mínar þrír sögustaðir og það verður sem hverjum þeirra heyrir, Þingvellir í regni og sínu nýja bjarta Ijósi, Austurvöllur í gasreyk með alþingi sem myrkan skugga, Lækjartorg og mannhafið i gleði og sársauka, mín saga saga þín og okkar allra. Hvert liggur þessi kvöldstígur? Hvar er það allt sem við höfum sigrast á... Þú sem ert bara einn á kvöldgöngu þinni. Jón úr Vör Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig vift- gerðir á eldri innréttingum. Gerum vift leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, símar 41070 og 24613 Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 17. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteingasköttum og bruna- bótaiðgjöldum 1978 og 1979. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, á- samt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógeta embættið apríl 1979. i Reykjavík, 17.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.