Þjóðviljinn - 21.04.1979, Page 1
Olíufélögin biðja um hækkun:
Fer bensínið
í 258 kr.?
Laugardagur 21. april 1979—89. tbl. — 44. árg.
Olíufélögin hafa farið fram á
hækkun á bensfni úr 205 kr. i 258
ur á ofsahraða
Stór-
slasaðist
og missti
fót við
ökla
Ungur maður um tvltugt
stórslasaðist aðfaranótt
sumardagsins fyrsta, þegar
hann ók á ofsahraða á ljósa-
staur skammt sunnan við
Nesti i Fossvogi. Varð að
taka af fæti hans við öklann
siðar um nóttina en i gær var
liðan hans góðeftir atvikum.
Lögreglumenn veittu
hraðakstri mannsins eftir-
tekt inni við Klúbb og eltu
hann suður i Fossvog. Svo
mikill var hraðinn að lög-
reglan á 130 km hraða hafði
ekkert við manninum og
þegar ökuferðinni lauk á
ljósastaurnum, sem klipptist
sundur við höggiö, var um
kllómeter milli lögreglu-
bilanna og slysstaðarins.
Klemmdist ökumaðurinn i
bilflakinu og var kviknað I
vélinni, þegar lögregluna
bar að. Tókst fljótt að
slökkva eldinn með hand-
slökkvitækjum og ná öku-
manninum úr flakinu og
flytja hann á slysavarðstofu.
Að sögn lögreglunnar, var
maðurinn undir áhrifum
áfengis i þessari ökuferð.
Annar sátta-
jundur í dag
Sáttafundur i kjaradeilu
farmanna stóð i gærdag frá
kl. 10 til kl. 17.30 og hefur
annar fundur verið boðaður i
dag kl. 14. Undirnefndir sem
fjalla um röðun i launaflokka
hófu störf i gær og munu þær
hittast fyrir samninga-
fundinn i dag.
| Sumri heilsað... j
Sumri var heilsað á f immtudaginn með ýmislegri skemmtan, sem skátar stóðu j
j fyrir. Þessir ungu menn reyna að hafa úr sér árstíðaskiptahrollinn með þeirri i
I þjóðlegu íþróttað reka nagla ídrumb—Ijósm. Leifur,
Slysið i Sæ-
dýrasafninu
Rétti hand-
legginn í
gin Ijónsins
Mesta mildi var að kona,
sem ætlaði sér að gæla viö
ljón f Sædýrasafninu,missti
ekki handlegginn við öxlina,
þvi eins og við mátti búast
tók ljónið hraustlega á móti
framréttum handleggnum
með kjafti og klóm.
Konan, sem er 32ja ára
gömul, hafði farið inn fyrir
varnargirðingu sem er i
meters fjarlægð frá búrinu
og rétt handlegginn inn um
rimla þess til að klappa ljón-
inu. Greip ljónið á móti og
þegar varðmanni tókst loks
að slita konuna lausa var
handleggurinn særður upp
aö öxl. Var gert að sárum
konunnar á Borgarspftalan-
um en talsverð hætta mun
vera á Igerð I bitsárum sem
þessum.
Drukkinn ökumað-
Lyfja- og lœkniskostnaður:
Gífurleg hækkun
á hlut sjúklinga
Gifurleg hækkun verður á hlut
sjúklinga i lyfja- og læknis-
kostnaði samkvæmt reglugerð
heilbrigðisráðuneytisins, sem tók
gildi I gær. Nemur hækkunin frá
40 uppi 233% eftir liðum. Um leið
iækkar hlutur sjúkratrygging-
anna samsvarandi.
Rétt er að taka fram, að hér er
um að ræða tilfærslu kostnaðar ,
milli fólks og sjúkrasamlaganna,
en ekki hækkaðar greiðslur tií
lækna né lyfjabúða. Að sögn Páls
Sigurðssonar ráðuneytisstjóra er
hækkunin svonamikilnúna vegna
þess að gjöldin hafa staðið I stað I
mörg ár eða siðan 1975 og hefur
verið dregiö að láta þau fylgja
öðrum verðhækkunum af þvl að
þau hafa áhrif á visitöluna.
Samkvæmt breytingunum
hækkar nú greiösla sjúklinga
fyrir innlend lyf úr 325 krónum i
750 og fyrir erlend lyf úr 650
krónum i 2000. Það sem
umfram er greiðir sjúkra-
samlagið.
Greiðsla sjúklings sem vitjar
sérfræðings hækkar úr 600
krónum I 2000 kr. og fyrir hverja
einstaka rannsókn sérfræðings
eða röntgenrannsókn greiðir
sjúklingur nú 2000 krónur i stað
600 áður.
Gjald til heimilislækna hækkar
úr 250kr. i 350 ogfyrirvitjun heim
úr 500 kr. I 700. —vh
Ásmundi boðið starf
framkvæmdastjóra ASÍ
Miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands samþykkti
einróma á fundi sfnum i gær
aö bjóða Ásmundi Stefáns-
syni, hagfræðingi, fram-
kvæmdastjórastarf sam-
bandsins.
Asmundur hefur um nokk-
urra ára skeið verið hag-
fræðingur Alþýðu-
sambandsins og getið sér
mjög gott orð i þvl starfi.
Síðast liðiö haust var hann
ráöinn lektor I hagfræöi við
Háskóla tslands. Mun hann
væntanlega taka afstöðu til
þess innan skamms hvort
hann telur sér fært að taka
þessu boöi miðstjórnarinnar.
—ekh
kr. litrinn og gasoiiu úr 65,50 i 105
kr. litrinn.
Búist er við þvi aö ákvörðun um
nýtt verð á oliuvörum veröi tekin
i næstu viku, en hún hefur um
skeið vofað yfir vegna veröhækk-
anna san orðið hafa erlendis.
Þrlr ráðherrar hafa myndað
starfsneftid um málið auk em-
bættismanna.
Þær hugmyndir sem einkum
hafa verið reifaöar I þessu máli
eru annarsvegar þær, að auknar
tekjur rlkissjóðs af öllum og
bensini verði notaðar til verð-
jöfnunar eða þá að erlendar
hækkanir verði ekki látnar virka
til tekjuhækkanir fyir rikissjóð —
m.ö.o. að skattlagning minnki
nokkuö hlutfallslega.
Stjórn FÍB:
Skorar á
stjórnina að
leyfa ekki
bensín-
hœkkun
Stjórn Félags islenkra bif-
reiðaeigenda sendi Ólafi Jó-
hannessyni forsætisráðherra bréf
i gær með ályktun stjórnar FtB
frá 18. apríl sl. Er þar skorað á
rikisstjórnina að heimila ekki
umbeðna hækkun á eldsneyti bif-
rciða, en mæta heldur hinum er-
lendu verðhækkunum með þvl að
lækka skattlagninguna.
1 ályktun FÍB er bent á, að
nálega helmingur hinnar
umbeðnu hækkunar muni renna i
rikissjóð sem auknar tollatekjur
og söluskattstekjur og hafi slikt
hið sama gerst við fyrri bensin-
hækkanir.
Stjórn FÍB segir ennfremur, að
þótt ljóst sé.að erlendar verð-
hækkanir verði ekki umflúnar,
hafði FIB oft bent á fullnægjandi
leiðir til að mæta erlendum
verðhækkunum án þess að þær
komi fram i hækkuðu útsöluverði.
—eös
Verkakonur í Eyjum:
Engin
eftirvinna
á föstudögum
Verkakonur I fiskvinnslunni I
Vestmannaeyjum hættu allar
vinnu I gær kl. 17 I framhaldi af
fundarsamþykkt sinni frá 3. april
s.l. um aö eftirvinna verði fram-
vegis ekki unnin á föstudögum.
Frystihúsaeigendur i Vest-
mannaeyjum hafa bréflega farið
fram á, að þessi samþykkt verði
aftur tekin, og 1 gær barst skeyti
frá Vinnuveitendasambandi
tslands sama efnis. Stjórn og
trúnaðarráð Verkakvennafélags-
ins Snótar samþykkti hins vegar
á fundi sinum i gær I framhaldi af
þessum áskorunum að halda
ákvörðun fundarins til streitu.
Jóhanna Friðriksdóttir,
formaður Snótar, sagði i samtali
við Þjóðviljann I gærkvöld að
þessi ákvörðun væri tekin vegna
. Framhald á blaðsiðu 14.
BANASLYSID
VIÐ HÖFNINA
Öryggisat-
riðum áfátt
Frásögn af sjóprófi
á baksíðu