Þjóðviljinn - 21.04.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21, aprll 1979.
ORÐSENDING
frá Verkamannafélaginu
Dagsbrún
Tekið verður á móti umsóknum um dvöl i
orlofshúsum félagsins i sumar á skrifstofu
félagsins að Lindargötu 9 frá og með
mánudeginum 23. april.
Vikudvöl kr. 15 þúsund greiðist við pöntun.
Þeir sem ekki hafa dvalist i húsunum áð-
ur, hafa forgang til fimmtudags 26. april.
Ekki tekið á móti pöntunum i sima fyrstu
vikuna.
Félagsmenn athugið.
Orlofshúsin eru nú á fjórum stöðum:
ölfusborgum 5 hús
Svignaskarði í Borgarfirði 1 hús
Illugastöðum í Fnjóskadal 2 hús
Vatnsfirði á Barðaströnd 1 hús
Stjórn félagsins
Frá Sjúkraliðaskóla
*•>
Islands
Umsóknareyðublöt um skólavist næsta
vetur liggia frammi i skrifstofu skólans að
Suðurlandsbraut 6i4.hæð, milli kl. 9 og 12.
Umsóknarfrestur er til 20. mai n.k.
Skólastjóri
í dag kr. 16.00:
,Aventyr með runstenar’
Sven B. F. Jansson fyrrum þjóðminja-
vörður Svia flytur fyrirlestur um rúnir.
Verið velkomin
NORRÆNA
HÚSIÐ
tfH Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
j| f
Okkur vantar gott heimili
Okkur vantar gott heimili fyrir 15 ára
heimilislausan dreng frá mai n.k. Helst
hjá yngra fólki.
Um er að ræða dreng sem hefur fullt af á-
hugamálum, er t. d. góður iþróttamaður.
Upplýsingar i sima 74544 f.h.
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Þórarinn Eyfjörö. Asta Magnúsdóttir.
Litla leikfélagið í Garðinum sýnir
Sjö stelpur
Leikfélagiö i Garöinum „Litla
leikfélagiö’* eins og þaö heitir
frumsýndi sunnud. 8. aprfl annaö
leikrit sitt á þessum vetri í sam-
komuhúsinu i Garöinum. Leikrit-
iö 7 stelpur eftir sænskan rithöf-
und sem skrifar undir nafninu
Erik Thorsteinsson. Leikritiö er
þýtt af Sigmundi Erni Arngrims-
syni sem jafnframt er leikstjóri.
Leikfélag þeirra Garösbúa
hefur starfaö af óvenjulegum
dugnaöinúi vetur þvi þetta leik-
rit er raunar 3. verkefni þess á
leikárinu. 1 haust var fariö af staö
meö kynningu á verkum Jóhanns
Jónssonar kennara i Garöinum og
siöan Delerium Búbónis rétt fyrir
jólin og nú 7 stelpúr.
Höfundur leikritsins mun hafa
dvalist sem gæslumaöur á upp-
tökuheimili fyrir stúlkur og er
leikritiö aö mestu byggt á reynslu
hansafþvilikristefnu. Stelpurnar
7 eru vistmenn á heimilinu en
aörar persónur eru 3 gæslumenn,
gæslukona auk barnaverndarfull-
trúa sem aöeins bregöur fyrir.
Leikritiö fjallar siöan um
sambúöarvandamál þessa fólks.
Heift stúlknanna út i kerfi og
þjóöfélag kemur fram i grimmd
þeirra hverrar út i aöra. Erfiö-
leikar starfsfólksins viö aö aö
laga stúlkurnar aftur þvi kerfi
sem hefur útskúfaö þeim og óviö-
ráöanlegust af öllu er svo eitur-
neyslan þar sem þjóöfélagiö get-
ur litiö gert annaö en látiö sjúkra-
hús sjá um afvötnun en sú sál-
ræna kreppa sem er undirliggj-
andi orsök eiturvandans er jafn
óleyst eftir sem áöur og sjúkra-
hús sjá um afvötnun en sú sál-
ræna kreppa sem er undirliggj-
andi orsök eiturvandans er jafn
óleyst eftir sem áöur og sjúkra-
húsiö gefst upp, litiö er á tilfelliö
sem vonlaust.
A sviöinu er mikiö um geöofea-
köst, niöurbælda heift, óþvegiö
oröbragö og átök. Hér reynir þvi
mikiö bæöi á leikara og leikstjóra
en árangurinn er ótrúlega góöur.
Undirritaöur minnist þess ekki
aöhafa nokkurn tima séö sýningu
áhugaleikhúss sem kemst meö
tærnar þar sem þessi sýning
hefur hælana. Leikstjórinn Sig-
mundur örn Arngrimsson hefur
greinilega unniö frábært starf,
staösetningar leikaranna, skipu-
lagning á þessulitla sviöi og hraöi
sýningarinnar var unniö af mik-
illi nákvæmni og vandvirkni.
Þýöing leikstjórans er lifandi og
fer vel i munni leikara. Ekki veit
ég hvort hann hefur eitthvaö
endurskoöaö þýöingu sina frá þvi
leikritiö var sýnt i Reykjavik
fyrir nokkrum árum en á stöku
staö brá fyrir oröfari sem var
safarikt fyrir nokkrum árum þótt
þaö sé nú oröiö nánast forneskju-
legt þvi fátt er þaö sem mun jafn
háö tisku og breytingum og tal-
mál táninga.
Helstu persónur, stelpurnar 7
leika þær Asta Magnúsdóttir,
Inga Stefánsdóttir, Kristin
Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Eyjólfs-
dóttir, Þórný Jóhannsdóttir,
Jóhanna Helgadóttir og Guöný
Jóhannesdóttir. Þessi hlutverk
eru auövitaö misiafnleea viöa-
mikil. Þau stærstu leika Asta i
hlutverki eiturlyfjaneytandans
Barböru, Inga sem lék Maju sem
farin er aö lita á hælisvist sina
sem æskilegt ástand og sjúkdóms-
greiningar sálfræöinga sem
skálkaskjól og afsökun fyrir sljó-
leika og aögeröarleysi og Ingi-
björg i hlutverki Gunnu. Þessi
hlutverk voru aödáunarlega af
hendi leyst og sama gegnir raun-
ar um stelpurnar allar þótt hlut-
verkin séu ekki jafn kref jandi.
Gæslufólkiö léku þau Sigfús
Dýrfjörö, Þórarinn Eyfjörö og
Sigurjón Kristjánsson og Guörún
Steinþórsdóttir. Þau voru öll
sannfærandi I hlutverkum sinum
einkum áttu þeir Þórarinn og
Sigurjón afbragösgóðan leik.
1 leikskrá er tekiö fram aö sú sé
stefna Litla Leikfélagsins aö fá
sem flest af nýju fólki til aö leika
ogstarfa i félaginu enda séu aö-
eins 4 af 12 leikendum sem hafa
leikiö áöur. Meö þessari steftiu
hafa þeir Garösmenn komiö sér
upp óvenju stórum hópi af hæfu
fólki og má raunar furöulegt heita
aö takast skuli i litlu byggðarlagi
aö koma upp slikri afbragössýn-
ingu þótt flestir leikendurnir séu
nýliðar. Hafi Litla Leikfélagiö
ekki sýnt þaö áöur aö þaö gegnir
merkilegu menningarhlutverki
hér á Suöurnesjum þá var þvi
slegiöföstu meösýningu á 7 stelp-
um.
A.A.
Frá v. til h.: Kristin Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Eyjóifsdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Inga Stefánsdóttir og
Sigurjón Kristjánsson.