Þjóðviljinn - 22.04.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. aprfl 1979. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Guðlaugur Arason skrifar
Bréf til Fríðu
Komdu nú margblessuð i bak
og fyrir Friða min!
Ég vona að þessar linur hitti
þig sæla og ánægða og lifið á
prestsetrinu hjá þér blómgist
ekki siður en vant er. Satt að
segja hef ég alltaf ætlað mér að
skrifa honum séra þinum og
gera frekari grein fyrir þessari
ræðu sem ég flutti i kirkjunni
hjá ykkur nóttina frægu, en ég
hef aldrei komið mér að þvi.
Enda hugsa ég að það þýði litið
fyrir mig að rökræða frekar um
draugagáng við þinn ágæta
mann; hann trúir bara þvi sem
hann sér ekki, eins og góðir
guösmenn eiga að gera.
Séra, séra vertu velkominn,
vissulega er ég húsdraugurinn
þinn...
Grasagarður
Strandamanna
Ekki alls fyrir laungu fór ég
norður á Strandir. Aður en ég
lagði upp i ferðina, fjárfesti ég i
skiðum, rauðum kommaskið-
um, þvi að i sakleysi minu hélt
ég að allt væri á kafi i snjó þar
norður, og að menn kæmust
ekki á milli bæja öðruvisi en á
þrúgum eða skiðum. En þegar
flugvélin lenti á Gjögri, var
eingu likara en við værum kom-
in i vissan garð sem hann séra
þinn er svo hrifinn af. Þar var
blóðrauö jörð og leikur einn
að hlaupa á sokkaleistunum um
héraðið þvert og endilángt og
koma þurrfóta i mark. Þetta
var i byrjun febrúar um svipað
leyti og drossiurnar sátu fastar i
Ártúnsbrekkunni og Keflavfk-
urflugvöllur var ófær sökum
snjóa.
Það er ekki
stæða...
Trékyllisvfk er einhver af-
skekktasta sveit á Islandi i dag,
og ibúarnir þar þeir hamingju-
sömustu sem ég hef fyrirhitt.
Þángað er aðeins fært landleið-
ina yfir blá sumarið, en aðdrátt-
ur allur fer fram i lofti og á sjó.
Og þar er nú ekki verið ab fjasa
út af smámunum eins og götu-
ljósum, snjódekkjum, súrmjólk,
lélegum kvikmyndum eða
strætisvögnum sem aldrei
koma.
Ég reyndi allt hvað ég gat að
komast að þvi, hvort það væri
ekki eitthvað sem þjakaði þetta
fólk; hvort það væri ekki eitt-
hvað sem vantaði eða mætti
fara betur.
Nei, ónei, Allt var eins og það
átti að vera. Meira að segja
kaupfélagið var til fyrirmynd-
ar. Mér var ekki farið að veröa
sama hvað allir voru ánægðir,
þegar ég loksins hitti Axel á
Gjögri. Hann var sáróánægður.
— Og hvaö er það nú helst
sem þér finnst vanta? spurði ég
heldur en ekki upp með mér yfir
þvi að hafa nu fundið eina
óánægða sál.
— Hafis, svaraði Axel um
hæl. Nógan hafis. Fulla firði af
hafís, þá er þetta allt i lagi.
Astæöan fyrir þessari frómu
ósk var sú, að þá geingi grá-
sleppuveiðin betur hjá Gjögr-
urum.
— Heldurðu að það sé nokkur
stæða að 40 til 50 tonna bátar
geti bara girt fyrir gaunguna og
gripið hvert einasta hrognkelsi
sem kemur hér upp að landinu,
sagði Axel og fékk sér i nefið.
Þegar þessir skrattakollar eru
komnir með fleiriþúsund net i
sjó, er flóinn eins og skógur. Það
sést ekki i saltan sjó fyrir dufl-
um. Heldurðu að það sé nokkur
stæða!
Minni skóli -
meira nám
A landnámsjörð Finnboga
ramma stendur veglegt skóla-
hús, steinsnar frá f jörunni. Þar
er skólastjóri Torfi Guðbrands-
son og sér hann einn um alla
kennslu. Kona hans Aðalbjörg
Albertsdóttir sér um matseld
fyrir nemendur, og hjá þessu
ágæta fólki fékk ég ab liggja inni
á meðan ég gisti vikina. Skól-
anum er skipt niður i tvær deild-
ir og er hver deild hálfan mánuð
I skólanum og siðan hálfan
mánuð heima. Þessir krakkar
fá þvi helmingi skemmri skóla-
gaungu en jafnaldrar þeirra í
þéttbýlinu. Maður skyldi nú
ætla að það þýddi hálfu minni
menntun, en svo er ekki. Þessir
krakkar standa sig eingu lakar
en jafnaldrar þeirra sem feingið
hafa helmingi leingri skóia-
gaungu. Og svo er verið aö tala
um að leingja skólaskylduna
ennþá meira!
Jesús minn á himnum, hefði
nú maðurinn þinn sagt. Stað-
reyndin er sú, að skólar i þétt-
býli eru orðnir eins mikil barna-
heimili og skólar. Þetta eru
geymslur þar sem krakkar
verða að dúsa og láta sér leið-
ast; læra fátt annað en að fiflast
og hata ekkert meira en skól-
ann.
1 Trékyllisvik hlakka krakk-
arnir til þess að koma I skólann.
Travolta og
Trékyllisvík
Já Friða min. Meira að segja
krakkarnir voru ánægðir. Það
eina sem kannski hefði mátt
fara betur hjá þeim var það að
fá að sjá goðann Jón Travolta á
léreftinu. Þaö voru sem sagt
uppi sterkar óskir um að sjá
fyrirbærið Gris.
Ég spurði hvort þau ætluðu
sér ekki að flytja úr sveitinni
Nóttin er köld...
þegar þau yrðu fulioröin.
Nei, þau héldu nú ekki. Þau
gætu hvergi annarsstaðar hugs-
að sér aö vera.
— En nú eigið þið kannski eft-
ir að ná ykkur i maka frá
Reykjavik sem ekki kærir sig
um að setjast hér að, sagði ég.
Hvað gerist þá?
— Hann um það. Hafi hann
ekki smekk fyrir Ströndunum,
þá er eingin hætta á þvi að við
höfum smekk fyrir honum!
Forvitni sela
Til marks um það hve allt
kvikt er óvant nýjum andlitum
þarna norður frá, am. yfir vetr-
armánuðina, eru selirnir. Dag-
inn eftir að ég kom norður gekk
ég niður i fjöru. Þar kom ég
auga á tvo seli liggjandi á skeri
skammt frá landi. Þegar þeir
sáu mig, steyptu þeir sér i sjó-
inn og syntu i áttina til min. Þeir
ráku upp stór augu þegar þeim
var ljóst hver þetta var og
fylgdu mér eftir i marga tima
þar sem ég gekk meðfram
ströndinni. Svipaða sögu er að
segja af svartbaknum.
Nóttina góðu Ikirkjunni saung
ég fyrir þig og þú spilaðir undir
á orgelið. (Ég vissi ekki að þú
kynnir að spila á orgel). Þú
baðst mig að senda þér textann
sem ég saung og hér kemur
hann. En ég tek það fram að
þetta er stoliö og stælt frá
dönsku skáldi Billy Andersen að
nafni, eða öllu heldur frá vini
hans, Svante. Þetta heitir:
Friðu-Óður.
Nóttin er köld
lífið er stutt
mér liður illa
þvi Frlða er flutt.
Skrælnuð er túngan og sái min
er flak.
I lifinu klaungrast ég aftur
á bak.
Þvi að Friöa hún var svo flott
ég er fullur og hef það gott.
Flaskan er tóm
brauðið er hart
rikið er lokað
og nú er þaö svart.
Frfða þvf viltu ekki verða mln
þú færð hángikjöt, hákarl
ogbrennivin.
Ó hún Frfða var svo flott
ég er fullur og hef þaö gott.
Angistaróp
vonleysislif
grátur og gnistan
ó hvar er mitt vff.
Lifrin er ónýt — en lukkan
er min.
bara ef ég næ mér I brennivin.
Ó hún Frlða hún var svo flott
ég er fullur og hef það gott.
Ég ætla samt að biðja þig fyr-
ir að láta sérann þinn ekki sjá
þetta.
Að svo búnu kveð ég þig og
óska þess eins að guðirnir meigi
verða ykkur hjónum innan
handa og fóta i framtlðinni.
Segðu honum séra þinum að
hann þurfi ekki að hafa neinar
áhyggjur út af kaleiknum; hann
er i minum höndum og ég gæti
hans vel. Messuvinið borga ég
honum að sjálfsögðu aftur.
Þinn auðmjúkur aðdáandi og
eilifur þræll,
skriðandi I duftinu fyrir
fótum þinum,
Guðlaugur Arason
P.S. Þið getið sent altaristöfl-
una til min.ég skal koma henni i
viðgerð.
Mér
datt það
í hug
Siglaugur Brynleifsson:
Væringjar
The Varangians of Byz-
antium.
Sigfús Blöndal. An aspect of
Byzantine military history
translated, revisedand rewritten
by Benedikt S. Benedikz. Cam-
bridge University Press 1978.
Væringja-saga eftir Sigfús
Blöndal kom út að honum látnum
1954 i Reykjavik. Jakob Bene-
diktsson hafði eftirlit meö útgáf-
unni. Þessi útgáfa á ensku er ný
bók, sem er byggð á Væringja-
sögu, en endurskoöuð og endur-
rituð eins og höfundurinn gerir
grein fyrir í formála. Þetta hefur
verið honum langsamt og tafsamt
og mjög vandasamt verk; að
skrifa bók er vandasamt, en að
endurskrifa bókannarshöfundar,
fella úr og bæta inn i og athuga
allar tilvitnanair er starf sem fáir
myndu kjósa sér.
Snemma komust landstjórnar-
menn að þvi, að aldrei væri
öruggt aö byggja á hollustu lif-
varðar, sem skipaður væri
mönnum af þeirri þjóð, sem iand-
stjórnarmaður rikti yfir. Það var
um aðgera að skipa lifvörð þeim
mönnum sem heföu helst engin
tengsl við ibúa rikis landstjórnar-
ans og væri þeim sem annar-
legastur um siðu og háttu. Þvi
tóku byzantískir keisarpr það ráð
að koma sér upp varð- og varnar-
sveitum skipaðar mönnum, af
fjarlægu þjóðerni, mönnum sem
engin tengsl höfðu við Ibúa
Miklagarðs og kunnu ekki tungu
þeirra.
Snemma á öldum tóku Svíar að
stunda verslun og ránsferðir til
landannaaustan Eystrasalts, og I
fyrsta kafla rits Blöndals/
Benedikz er leitast við aö skýra
orðiðRússiogsiðanrakin stofnun
norrænna smárikja í Rússlandi,
en sum þeirra smárikja voru
þegar stofnuð þegar Sviarnir eða
Rússarnir komu þar. Slöan er lýst
skipulagi landhers og flota
Byzanskeisara á 9. og 10. öld og
fyrstu heimildir raktar um snert-
ingu norrænna manna og Grikkj-
anna, en þær heimildir eru frá
stjórnarárum Þeófilusar 829-842.
Basil II stofnar sfðan herdeild
Væringja, en saga hennar er rak-
in allt til 1204, þegar krossfara-
herirnir taka Miklagarö og
steypa stjórn keisara og ræna
völdum I rikinu. Eftir endurreisn
rlkisins i sinni fornu mynd er
áfram getiö um þjónustu Vær-
ingja allt til þess að Tyrkir taka
borgina að lokum 1453.
Kunnastur allra Væringja mun
vera Haraldur Sigurðarson hálf-
bróðir Ólafs helga. Hann dvaldist
IMiklagarðifrá 1034-43, og lengsti
kafli ritsins fjallar um störf hans
á vegum keisara og dvöl hans I
borginni. Miklar sögur eru af
Haraldi I Islenskum miöaldarit-
um og styðjast höfundar viö þær
og einnig rússneskar og
byzanskar heimildir ásamt fleir-
um. Siðan er rakin saga Væringja
frá 1042 og til 1081 og i öörum
kafla frá 1081-1204.
Heimildir um sögu Væringja
frá 1204-1453 eru litlar og vafa-
samar að auki, svo þar er mjög
takmarkaður efniviður i nokkra
heildarfrásögn. I áttunda kafl-
anum eru dregnar saman heim-
ildir um væringja úr ýmsum átt-
um, annálabrotum, svo og stuðst
við fornminjar. Höfundar rekja
siðan frásagnir um eða eftir nor-
ræna og enska Væringja og loka-
Siglaugur Brynleifsson.
kaflinn fjallar um rúnaletur sem
snertir Væringja. 1 lokin virðist
sem enskir leiguhermenn hafi
komið I stað norrænna þegar
kemur fram á 13. öld.
A ármiðöldum og fram undir
miðjar miöáldir var stólkonungur
byzanska rlkisinsauöugasti og oft
voldugasti landstjórnarmaður
Evrópu. Nafnið stólkonungur er
dregiö af forn-rússnesku nafai
sem þýðir rtkir höfðingjar,
„stolnyi knyazi”, sem er tekið
upp I norrænu bjagað I stólkon-
ungur. Miklar sögur fóru af auð
stólkonungsins I Byzanz, og lengi
var þetta riki Noröurlandabúum
fyrirheitna landiö. Og leið þeirra
þangað lá um Rússland þar til
Mongólar koma til sögunnar á 13.
öld.
Höfundar binda sig við sögu
leiguhermannanna, Væringj-
anna, og tina allar tiltækar
heimildir um þá til, eins og áður
segir, islenskar, rússneskar og
svo arabískar, enskar,
byzanskar, armenskar og þær
sem finnast I miöaldaritum
evrópskra þjóða. Heimildasafnið
er mikiö að vöxtum og er neðan-
máls. Valin bibliografia er i
bókarlok. Þrir uppdrættir fylgja i
texta, og gegnt titilblaði er mynd
af Basil II, þeim sem stofnaði
herdeild Væringja. Hann var
keisari 976-1025.
Bækur sem þessi krefjast mjög
mikillar vinnu og nákvæmni,
Benedikz segir i formála að dr.
Sigfús Blöndal hafi unnið að Vær-
ing ja-sögu meiraogminna i 25 ár,
og Benedikz vann aö endurritun
og samanburði við heimildir i 15
ár ásamt öðrum störfum. En með
þessari vinnu er rit Sigfúsar
Blöndals komið út I annað sinn
meö fullum heimildaskrám og
nauðsynlegum viöbótum og úr-
fellingum.