Þjóðviljinn - 28.04.1979, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. aprll 1979
DIOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgelandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans
Kramkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Kréttasljóri: Vilborg HarBardóttir
Kekstrarstjóri: úlfar ÞormóBsson
Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson
AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson
BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón
FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús
H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttlr: Halldór GuB-
mundsson. lþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. ÞlngfréttamaB-
ur: SigurBur G. Tómasson.
Ljósmyndír: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Ctllt og hönnun: GúBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýslngar: SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún GúBvarBardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir
HúsmóBir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiBsla og auglýstngar: SIBumúla 6. Revkjavfk. sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
íhaldsöflin sundruð
sem betur fer
• Margt hefur verið sagt misjafnt um núverandi
stjórnarsamstarf. Ekki verður þó hjá því komist að
minna á, að með því að það tókst var Sjálfstæðisf lokkur-
inn einangraður og komið í veg fyrir að fhaldsöflin í
Framsóknarflokknum og Alþýðuf lokknum næðu saman
við atvinnurekendavaldið og heildsalahagsmunina að
baki Sjálfstæðisflokksins.
• Hvað uppi á tengingnum væri nú ef slík breið íhalds-
samvinna hefði komist á, þarf enginn að efast um. Næg-
ir að minna á stefnuskrá Verslunarráðsins og endurreisn
Sjálfstæðisflokksins í anda óheftrar frjálshyggju í því
sambandi. Þar kemur einnig til mun harðari tónn f rá at-
vinnurekendum með nýjum mönnum í forystu í þeim
samtökum, sem hugleiða nú I alvöru að beita verkbanni í
fyrsta skipti í ellefu ár. Ekki er að efa að næðu þessi öfI
að taka saman við helstu kaupránsmenn krata og Fram-
sóknar yrði. mjög krepptaðalþýðu manna í landinu.
Hægri sveiflan hef ur komið ákaf lega vel í Ijós f störf-
um þingf lokks Sjálfstæðisf lokksins í vetur, eftir því sem
um stjornarandstöðu hefur verið að ræða af hans hálf u.
Það litla sem á henni hefur bryddað, hefur hún alfarið
verið í anda og samkvæmt kokkabókum Vinnuveitenda-
sambands fslands. Þingf lokkurinn hefur verið f ullkom-
lega stefnulaus að öðru leyti en því að fylgja fram
stefnu atvinnurekenda.
• 1. desember sl. hét ríkisstjórnin launafólki tilteknum
félagslegum umbótum í skiptum fyrir 3% verðbætur á
laun. Mjög er sjálfsagt misjafnt eftir aðstæðum hvernig
mikilvægi þeirra er metið í röðum iaunafólks, en einn af
helstu postulum atvinnurekenda upplýsti í viðtali við
Morgunblaðið í desember sl. að næðu frumvörp þau
fram aðganga sem Alþýðusamband fslands bjó f hendur
rlkisstjórninni væri raunvirði þeirra í kaupi jafngildi 5
til 6% en ekki 3%. f útgjöldum fyrir atvinnureksturinn
áttu þessi félagslegu réttindamál að jafngilda um 18 mil-
jörðum króna á ári.
• útreikningar af þessu tagi eru vafasamir, en þing-
flokkur Sjálfstæðisf lokksins tók að sér að koma í veg
fyrir að réttindamálin næðu fram að ganga. Hér er um
að ræða aukinn rétt verkafólks til uppsagnarfrests og
launa í veikinda- og slysatilfellum, nýmæli um fyrir-
byggjandi læknisskoðun, fjögurra ára ríkisábyrgð á
launum við gjaldþrot og um að verkafólk skuli fá hæstu
vexti af orlofsfé sínu og atvinnurekendum sé skylt að
greiða orlof á tilsettum tíma. Loks var um að ræða
breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, þannig að
næturvinna taki við á föstudögum að loknum átta stunda
vinnudegi og síðan bætist einn vikudagur við á ári þar til
eftirvinna er fallin niður endanlega.
• Seint hefur gengið að afgreiða þessar lagabætur, en
orlofsmálin eru komin í höf n, lögin um af nám eftirvinnu
eru f burðarliðnum og í gær mun frumvarpið um eins,
tveggja og f jögurra mánaða uppsagnarfrest, sex mán-
aða dagvinnulaun í veikinda-og slysatilfellum og 4 til 10
mánaða óskert laun af sömu ástæðum hafa orðið að lög-
um. Sjálfstæðismenn vildu svæfa þetta mikilsverða rétt-
indamál í nefnd, og þeir töfðu einnig fyrir framgangi
orlofsmálsins. Þannig sýna þeir sitt rétta innræti og hug
sinn til verkafólks. fckki er pví að efa, að réttindabætur
af þessu tagi yrðu torsóttar ef íhaldsöflin í landinu næðu
að sameinast gegn verkalýðsstéttinni.
• Þess er að vænta að lögin um afnám eftírvinnu hljóti
afgreiðslu á næstu dögum. Ákvæði um að allir verka-
menn skuli eiga kost á ókeypis læknisskoðun á tveggja
ára fresti hefur verið fellt inn í lagabáik um hollustu-
hætti, aðbúnaðog öryggi á vinnustöðum sem liggur full-
búinn hjá félagsmálaráðherra. Þjóðviljinn hefur áður
kraf ist þess að sú löggjöf fái forgangsmeðferð á Alþingi
með sérstöku tilliti til ófermdarástands í þessum málum
og alltof tíðra vinnuslysa.
—ekh
Sjálfstœðir
menn
Mikið velta menn nú vöngum
yfir þvi hvernig hinar ýmsu
'fylkingar innan Sjálfstæðis-
flokksins standa að vigi fyrir
landsfundinn sem hefst næst-
komandi fimmtudag. Endan-
lega munu úrslit ráðast hvernig
um semst milli fylkinga um
gagnkvæman stuöning þegar á
hólminn er komið.
1 fréttum Þjóðviljans hefur
komið fram að Albert
Guðmundsson á nú vaxandi
fylgi að fagna sem formanns-
■ efni innan Sjálfstæðisflokksins.
■ Eftirfarandi lýsing sem blaðinu
* barst frá ónafngreindum Sjálf-
■ stæðismanni gefur nokkra vís-
I bendingu um átökin innan
! flokksins.
| „Fulltrúaráösfundur íhalds-
■ ins var haldinn i Sigtúni sl.
I miðvikudagskvöld. Albert stóð
B viðaðaldyr ogheilsaði mönnum
■ með handabandi. Um 200
i voru mættir af 1300 manns I
J ráðinu. Aðalmálið var kosning
■ 20 manna á landsfund.
Hverfasamtök og fleiri sam-
! tök flokksins I borginni voru
I áður búin að tilnefna 80 menn.
■ Albertsmenn hafa verið
I áberandi i tilnefningum þessara
m félaga.
Sums staðar skarst f odda.
Jakob Hafstein var þannig
H felldur I kosningu hjá Vestur-
I bæjarhverfinu, en hann er einn
■ af helstu stuðningsmönnum
I Alberts. Jakob Hafstein fékk
■ hins vegar flest atkvæði af hin-
■ um 20 kjörnu á fulitrúaráðs-
* fundinum f Sigtúni eða 102
■ atkvæði. Næstur honum kom
I Páll Stefánsson, sem Albert
J gerði að framkvæmdastjóra
I fjáröflunarnefndar Sjálfstæðis-
■ hússins á sinum tima.
■ Af þessum 20 eru 8 Geirsmenn
“ en 12 Alberts-og Gunnarsmenn,
- sem ekki greiða Geir atkvæði i
I formannskjöri. Margar hliöar
! eru á málinu. Talið er að
| framboö Aiberts til formanns
■ framkalli tvö eða þrjú framboð
I á móti Gunnari I vara-
B formannskjöri. Tvísýnt er um
■ úrsiit formannskjörs, en iiklegt
® aö Gunnar verði felldur ef boðið
_ er fram á móti honum.
I Meöal hinna 20 eru eftirtaidir
■ Alberts- og Gunnarsmenn:
| Þórður Kristjánsson, Geir
■ Andersen, Asgeir Hannes
■ Eiriksson, Pétur Nikulásson,
J Ragnar Tómasson, Eirikur
■ Asgeirsson, Sigfinnur Sigurðs-
I son, Arni Þ. Árnason, Páll S.
! Pálsson og Sveinn R. Eyjólfs-
| son.”
Fylgi Alberts
! úti á landi
Þannig lýkúr þessari ágætu
L.............
sendingusem við þökkum fýrir,
en sé bætt við hana nöfnum eins
og Úlfari Þórðarsyni, Skúla
Johnsen og Gesti Olafssyni er
stoðum rennt undir þá full-
yrðingu Dagblaðsins að af hin-
um 20 fulltrúum sem kjörnir
voru í Sigtúni geti Geir aðeins
reitt sig á stuðning fimm.
Stjórn fulltrúaráðsins kýs svo
40 fulltrúa til viðbótar þeirri
súpu sem hér hefur verið upp
talin á undan og þar eru
Alberts/Gunnarsmenn með
meirihluta.
En hvað þá um önnur kjör-
dæmi? Þar er staöan mun
blandaöri. Taliðer vafalítið að á
Vesturlandi séu yfirleitt
Gunnars- og Albertsmenn, en 1
Norðurlandi vestra mun Eykon
sjá til þess að fulltrúar þaðan
halli sér að Morgunblaðsklik-
unni og Geir. Fylgismenn
Matthiasar Bjarnasonar úr
Vestfjarðakjördæmi munu á
landsfundinum vera núverandi
flokksformanni hollir, en fylgis-
menn Þorvaldar Garðars styðja
Albert og Gunnar. A
Norðurlandi eystra fer Sólnes-
fylgiö yfir á Albert, en þeir
örfáu stuðningsmennsem Lárus
þingmaður á meðal lands-
fundarfulltrúa aö norðan munu
fylgja Geir. A Austurlandi er
allt í meiri óvissu, en þó talið aö
Albertsarmi aukist fylgi.
Steinþór Gestsson og Eggert
Haukdalá Suðurlandi erutaldir
miklir Gunnarsmenn og skilar
það sér vafalitiö á landsfundin-
um. Reykjaneskjördæmið skil-
ar sér hinsvegar væntanlega að
mestu á Geirsvænginn fyrir til-
stuðlan Matthiasar Á. Mathie-
sen.
Þurfa ekki
aðstoð
Hvað úr hræringnum verður
endanlega þegar til landsfundar
kemur, er ekki gott að segja, en
Þjóöviljinn hefur áöur birt það
mat ýmissa herfræðinga innan
Sjálfstæöisfloldcsins að flokks-
formaðurinn Geir Hallgrimsson
muni sitja áfram með stuðningi
innan viö helmings lands-
fundarfulltrúa ef honum þykir
þá sætt uppá þau býti.
En Matthfas Bjarnason, sem
Geirsklikan gat ekki náð sam-
komulagi um sem vara-
formannsefni, hvetur menn til
þess að fylkja sér um Geir
Hállgrimsson á landsfundinum
þrátt fyrir þaö. Flokkur þarf að
hafa sterkan formann, segir
Matthias og bætir við:
,,Þaö var á sinum tima vegiö
að Bjarna heitnum Benedikts-
syni og þá var tekin upp sterk
barátta gegn honum, sérstak-
lega af kommúnistum. Hann
stóð allt slikt af sér og var
viðurkenndur sem þjóðar-
leiðtogi siðustu árin sem hann
liföi. Það var lfka vegið að
Stefáni Jóhanni Stefánssyni I
Alþýðuflokknum á sínum tima
af kommúnistum. Þeir fengu
þvi ráðið að honum var ýtt úr
formannsstarfinu. Þess vegna
skulum við láta þessi vlti veröa
okkur til varnaðar sjálfstæðis-
mönnum og byggja upp sterka
forystu.”
Enda þótt ekki væri nema
sjálfsagt að veita Sjálfstæöis-
mönnum aðstoö viö aö vegast á.
1
virðist þeir alveg vera einfærir
um að höggva mann og annan
innan flokksins og ekki þurfa á
hjálp kommúnista að halda til
þess, amk. i' þetta skiptið.
Gylfi
Moonisti?
Einn fjárplógshringurinn i
trúmálum sem sprottið hefur
upp á siðari árum er kenndur
við sálnaveiðarann og Kóreu-
manninn Sun Myung Moon.
Helgarpósturinn segir frá þvi að
dr. Gylfi Þ. Glslason hafi verið
aðbera saman visindagreinar á
vegum Moon-safnaðarins á fjór-
um ráðstefnum.
„Einn þeirra manna, sem sótt
hefur þessar ráðstefnur, er
Gylfi Þ. Glslason prófessor.
Hann hefur farið 4 sinnum,
siðast til Boston i Bandarikjun-
um á siðasta ári. „Þetta er
gifurlegt fyrirtæki. Þarna tekst
Moon að leiða saman visinda-
menn úr ólikum greinum, þar
sem þeir skiptast á skoöunum
t.d. hvað sé sameiginlegt með
stærðfræði og hagfræöi, eölis-
fræöi og heimspeki, læknisfræði
og guðfræði”, sagði Gylfi þegar
Helgarpósturinn spurðist fyrir
um þessar ráðstefnur. Hann
sagðist ekki sjá, að sto&iun
þessi væri i neinu formlegu
sambandiviðkirkjuMoons, þótt
hann væri að visu formaður
stjórnar hennar. Moon flytti
einungis opnunarræðuna og sliti
siðan ráðstefnunni. Aðspurður
sagöi Gylfi ennfremur, að þátt-
takendur fengju borgaöar feröir
oguppihaldá meðaná ráðstefn-
unni stæði. 1 Boston gistu ráð-
stefnugestir, sem voru á 3.
hundraö, i Sheraton hótelinu, en
það þykir mjög glæsilegt.”
Betlað fyrir
Gylfa
En Helgarpósturinn upplýsir
lika hverjir það eru sem borga
undir dr. Gylfa ferðir og uppi-
hald á Sheratonsvohann komist
á vit Moons.
„Þarna er Moon aö sönnu
örlátur.en örlætiþetta er aöeins
mögulegt vegna þess að unga
fólkið i hreyfingunni vinnur allt
aö þvi 16 stundir á sólarhring i
verksmiðjum og fyrirtækjum
Moons, án kaups, eöa þá það
betlar. ”
Þaðvar og. Betla fyrir brauði
• handa Gylfa. —ekh