Þjóðviljinn - 28.04.1979, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1979, Síða 15
Laugardagur 28. april 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 íþróttir iþróttir Úrslitaleikur- inn á morgun Urslitaleikur bikarkeppni HSI verður I Höllinni annaö kvöld kl. 20.30 og eigast þar við Vikingur og IR, sem tryggði sér þátttökurétt I gærkvöldi með sigri yfir FH. Þetta er I 6. sinn, sem keppt er I bikarkeppninni, og er gamli bikarinn kominn i eigu FH, en þeir sigruðu oftast á þvi 5 ára timabili sem keppt var um bikar þann sem Breiðholt gaf. Nú hefur Frjálst framtak gefið nýjan og sérlega glæsilegan bikar til keppninnar. Hannes Guðmundsson, stjórnarmaður i Vikingi, sagði i gærkvöldi að sinir menn væru nokkuð smeykir við ÍR, þvi þeir væru ódrepandi barattujaxlar og gerðu oft ótrúlegustu hluti. Þó væru Vikingarnir staðráðnir i að sigra; ekkert annað kæmi til greina. Ingólfur Oskarsson, þjálfari IR sagði að staða sinna manna væri vægast sagt slæm, þvi þeir hefðu tapað öllum leikjunum gegn Vik- ingi i vetur. Þó færu þeir ekki með þvi hugarfari inn á völlinn að leikurinn væri tapaður, heldur myndu allir gera sitt besta. Eins og áður sagði hefst leikur- inn kl. 20.30 i Laugardalshöll annað kvöld, og á undan verður leikið til úrslita i bikarkeppni kvenna. Ing H. V íkingsstelpurnar héldu sæti sínu ÍBK mœtti ekki til leiks til að mótmœla ákvörðun mótanefndar Það var heldur betur auðvelt fyrir Vikingsstelpurnar að halda sætisinu i 1. deildinni vegna þess að andstæðingar þeirra, IBK, mættu ekki til leiks og höfðu margir Vikingarnir það á orði að slika afstöðu væri vel hægt að skilja. Keflavikurstelpurnar afhentu blaðamönnum bréf i gærkvöldi og segir það allt það sem segja þarf. Fer bréfið hér á eftir og voru menn á einu máli um sanngirni þess sem þar er krafist: Keflavik, 27. aprll 1979. Við undirrituö, leikmenn og þjáifari M.fl. I.B.K. i handknatt- leik kvenna, mótmælum harðlega þeirri svivirðilegu framkomu mótanefndar H.S.I. að ætlast til þess, að við Ieikum 4 úrslitaleiki á 5 dögum, þ.e. 24., 26., 27. og 28. april. Þessi mótmæli sýnum við i verki með þvl að mæta ekki til leiks 27. og 28. aprll. Jafnframt skorum viðá mótanefnd H.S.I. að endurskoða afstöðu sina og ákveða leikdaga úrslitaleikjanna við Viking á sanngjarnan hátt svo að viðfáum tima til þess að jafna okkur eftir hina erfiðu leiki sem fram fóru 24. og 26. aprll s.l. Ef það verður ekki gert og Vlkingi dæmdur sigurinn þá litum við svo á, að mótanefnd H.S.I. hafi fært Vikingi sigurinn á silfurfati og mismunað þannig liðunum gróf- lega. Við krefjumst þess enn- fremur að mál þetta verði tekið fyrir hjá mótanefnd H.S.I. þegar I kvöld og að við verðum upplýst um niðurstöður fundarins þegar að honum loknum. Virðingarfyllst, leikmenn og þjálfari IBK (sign) wf jyi sm ■w mmm’ l®y/ M 4Í • \ mLm IHB \ Wm Wr'm 1 Hssr * : Janus Guðlaugsson og félagar IFH misstu af sigri gegn IR á endasprettinum. Naumur sigur ÍR Klaufaskapur FH-inga á loka- minútum leiks þeirra gegn IR I gærkvöldi kostaði þá sigur I leiknum og sæti i úrslitunum. Þeir misstu taktinn og IR-ingarnir gengu á lagiö, sigu framúr og sigruðu 19—18. Leikurinn var mjög jafn allan timann, 2—2, 5—5,10—1Ö og f hálf- leik var staðan 12—10 fyrir IR. Varnirnar þéttust i seinni hálf- leik, 13—13, 15—15 og 17—17. Þá var komið að IR að sýna yfir- Nýi gallinn réd úrslitum Það vakti mikla athygli á leiknum I gærkvöldi, að Jens Einarsson, IR - markvörður var I skærkommarauöum æfingagalla með stuðpúðum á brjósti og mjöðmum. Þegar Jens var spurður um gallann sagði hann, að vestur-þýski landsliðsþjálfarinn Vlado Stenzel heföi sent íslensku landsliðsmarkvöröunum eitt stykki hverjum og hefði „múnderingin” áreiðanlega gert sitt til að leggja FH að velli... vegunina sem til þurfti og sigur- inn varð þeirra. Janus átti mjög góðan leik I liði FH, en missti boltann heldur kiaufalega þegar mest á reið undir lokin. Þá var Geir sprækur til að byrja með og einnig varði Birgir vel á köflum. Hjá IR var Jens yfirburöa- maður eins og svo oft áður og eins var Brynjólfur góður. Ing H. Cunningham tll Barceiona? Mörg fræg knattspyrnulið eru nú að bera viurnar I hinn frábæra leikmann WBA Laurie Cunningham. Þeirra á meðal eru Barcelona, Milan og Valencia, sem öll eru reiðubúin að snara út 750 þús. pundum fyrir kappann. Samningur Cunningham við WBA gldir ekki nema til loka yfirstandandi keppnistimabils og því hafa hin stóru félög gert þessi freistandi tilboð. Ron Atkinson, stjóri WBA, hefur látið hafa það eftir sér, að hann muni reyna aö fá Laurie til að endurnýja samninginn. West Bromwich Albion keypti Cunningham frá Orient i mars 1977 og siðan hefur frami hans veriö ótrúlega skjótur. Hann hefur leikið meö enska landsliöinu undir 21 árs og var i vetur I enska landsliðshópnum. Þá er samvinna hans við Cyrille Regis fræg og þeir eru einn besti sóknardúett I enska boltanum. Lyftingamenn á NM-mót Landsliö tslands I lyftingum keppir nú um helgina á Norður- landamóti, sem fram fer I Ring- sted I Danmörku. i dag verður keppt I léttari þyngdarflokkun- um, en á morgun keppa þeir þyngri. Landsliðið er þannig skipað: Þorvaldur B. Rögnvaldsson, KR Kári Elisson, IBA Freyr Aðalsteinsson, IBA Guðgeir Jónsson, KR Birgir Þór Borgþórsson, KR Kristján Falsson, IBA Guðnfundur Sigurðsson, A Arni Þór Helgason, KR Gústaf Agnarsson, KR Agúst Kárason, KR Þetta er geysilega harðsnúið liö og ef að líkum lætur munu nokkr- ir þeirra vinna til verðlauna. Þjv. mun skýra frá helstu úrslitum á mótinu á þriðjudaginn. IngH ét Iþróttir um helgina Hápunktur iþróttalifs helgarinnar verður úrslita- leikurinn I bikarkeppni handboltam anna, bæði I karla- og kvennaflokki. Kvennaleikurinn hefst kl. 19 I Höllinni á morgun og karla- leikurinn verður strax á eftir eða kl. 20.15. íslandsgllman fer fram i iþróttasal Kennaraháskól- ans á morgun, sunnudaginn 29. aprH oghefstkl. 14. Glim- an fer nú fram i fyrsta sinn með úrsláttarfyrirkomulagi. Glimt er um verölaunagrip Gli'musambands tslands, Grettisbeltið, sem er farand- gripur. Sá, sem sigrar, fær handhafarétt á beltinu i eitt ár og hlýtur hann sæmdar- heitið Glimukappi Islands. Einhverjir leikir verða i iitlu og stóru bikarkeppnun- um og meistarakeppninni i knattspyrnu, en öngvar upp- lýsingar hafa fengist um þá leiki. A Reykjavikurmótinu verða tveir leikir. Fram og Þróttur keppa i dag kl. 14 og á morgun kl. 14 leika KR og Fylkir. A myndinni hér aö ofan eru nokkrir landsliðskappanna áður en lagt var I slaginn. Lengst til vinstri er Ólafur Sigurgeirsson formaður LSI, þá Þor- valdur B. Rögnvaldsson, Guðgeir Jónsson, Gústaf Agnarsson, Agúst Kárason og Birgir Þór Borgþórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.