Þjóðviljinn - 28.04.1979, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. aprll 1979
vor
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Bætt lxvAcrkun
Búnaöarfélag tslands hefur
faliO fjórum ráðunautum að
kanna heyverkun hjá bændum og
skipuleggja leiObeinlngar um
bætta heyverkun I samráOi viO
héraOsráOunauta og sérfræOinga
Rannsóknarstof nunar land-
búnaóarins. Þeir eru: óttar
Árangurs-
ríkt sölu-
starf
Frá þvi i desember og fram eft-
ir öllum vetri gengu björgunar-
sveitarmenn i hús á EgilsstöOum
og i Fellabyggð og buðu húsráð-
endum reykskynjara og slökkvi-
tæki. Árangur þessa sölustarfs
hefur farið langt fram úr öllum
vonum, aö þvi er Austurland seg-
ir. Komiö var I hvert einasta
ibúðarhús i þessum byggðarlög-
um og má það heita undantekn-
ingarlaust að menn fengju sér
þessi öryggistæki, annað hvort
eða bæði.
Seldir hafa veriö yfir 200 reyk-
skynjarar og um 120 slökkvitæki.
Nokkrir áttu slökkvitæki en færri
reykskynjara. Má svo heita, að
kominn sé reykskynjari og/eða
slökkvitæki i hverja fbúð á Egils-
stööum og flestar norðan við
Fljót. Er það góöur árangur af
gönguferðum björgunarsveitar-
manna og ber jafnframt vott um
skilning manna á fyrirbyggjandi
aðgerðum til bjargar lifi, limum
og verðmætum.
—mhg
Pípulagrtir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Sími 36929 (milli kl.
12 óg 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin).
Geirsson, Sigfús Ólafsson, Har-
aldur Arnason og Magnús Sig-
steinsson.
I þessum mánuði munu þeir
halda fundi meö stjórnum og
starfsmönnum flestra búnaðar-
sambanda i landinu. A fundunum
verður rætt ástand i heyverkun og
hvað hefur verið gert sameigin-
lega til að bæta hana.
Súgþurrkun mun nú vera i 1/3
af hlööum landsins. Af heildar-
heyfeng bænda hefur á undan-
förnum árum verið verkaðum 8%
I vothey. Mest er votheysverkun-
in i strandasýslu eða um 63% af
heyfengnum en I Eyjafjaröar-
sýslu er 1.5% af heyfengnum sett i
vothey.
Ráðunautar munu hafa náið
samstarf um leiðbeiningar um
bætta heyverkun. Þess er vænst,
aö bændur, sem ætla sér að koma
upp súgþurrkun eða votheys-
geymslum hafi samband við sina
ráðunauta sem fyrst.
(Heim.: Uppl.þjón. landb.).
—mhg
Aðalfundur Iðju
félags verksmiöjufólks á Akureyri
Aöalfundur Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri, var
haldinn sunnudaginn 25. mars sl.
Að þvi er Norðurland hefur
eftir Jóni Ingimarssyni, formanni
Iðju, vinnur félagið m.a. að þvi,
að efla verkflallssjóö sinn og lagði
nú I hann 2 milj. kr. Þá voru
einnig 2 milj. iagöar I hús-
byggingarsjóð. Aður haföi veriö
samþykkt aö verja 600 þús. kr. til
sundlaugarbyggingar Sjálfs-
bjargar. Þá hafa og miklar breyt-
ingar og endurbætur fariö fram á
félagsheimili Iðju að Brekkugötu
34 og nam kostnaður við það
nálægt 1.700 þús. Rekstrar-
hagnaður allra sjóða félagsins
var yfir 28 milj. kr.
Ályktanir
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar á aðalfundinum:
1. Aðalfundur Iðju ... skorar á
Alþingi það, er nú situr, að samþ.
frumvarp til laga um breytingar
á tollskrá o.fl., sem þing-
mennirnir Friðrik Sóphusson,
Arni Gunnarsson, Ingvar Gisla-
son og Kjartan Ólafsson flytja nú
á Alþingi. Telur fundurinn að I
frumvarpinu felist mikil réttar-
bót fyrir iönaðarframleiðsluna i
landinu I þeirri höföu samkeppni
sem Islenskur iðnaöur er I viö inn-
fluttar iðnaöarvörur.
2. Aðalfundur Iðju ... skorar
eindregið á stjórnarflokkana aö
jafna ágreining sinn varöandi
ifrumvarp til laga um efnahags-
ráðstafanir, sem nú liggur fyrir
Alþingi. (Varð Iðju þar að ósk
sinni, innsk. Landpósts). Telur
fundurinn að engum launþega I
landinu sé greiði gerður með þvi
að rjúfa stjórnarsamstarfið og
velta öllu út i óvissuna. Aö takast
á við verðbólguna með öllum
raunhæfum aögerðum, og méö
þeim mætti, senr\ stjórnvöld ráða
yfir, það er besta kjarabótin fyrir
launafólkið I landinu.
Hinsvegar telur fundurinn að
herða beri tökin á hátekju- og
stóreignamönnum, en hlifa I
sama mæli lægst launuöu stéttum
þjóðfélagsins við kjaraskeröingu.
Þegar sú staöreynd blasir við, aö
opinber gjöld stórlega hækka,
þjónustugjöld margfaldast o.fl.,
sem ekki kemur fram i vlsitölu-
útreikningi, gefur það auga leið,
að þessar verðhækkanir koma
lang þyngst niður á láglaunafólki.
Þetta verður aö stöðva. Þess
vegna er það skoðun fundarins,
aö halda beri áfram stjórnarsam-
starfinu og vinna heils hugar að
þvi að tryggja fulla atvinnu og
skapa bærileg Hfskjör verkafólk,
öryrkja og alraðra á komandi
árum.
Kosningar
I stjórn voru kosin: Formaöur
Jón Ingimarsson, varaform.
Jón Ingimarsson, formaður Iðju á
Akureyri.
Hallgrimur Jónsson, ritari Hösk-
uldur Stefánsson, gjaldkeri Geir-
laug Sigurjónsdóttir, meðstjórn-
andi Ingiberg Jóhannesson.
Varastjórn: Brynleifur
Hallsson, Barbara Armanns,
Hekla Geirdal, Anton Jónsson.
Trúnaöarmannaráð: Jón Lax-
dal, Kjartan Sumarliöason,
Indriði Hannesson, Bragi Sigur-
geirsson, Margrét Jónsdóttir,
Reginn Jóhannesson.
Varamenn: Aslaug Jónas-
dóttir, Jóhann Sigurösson,
Konráð Aöalsteinsson, Herborg
Herbjörnsdóttir. —mhg
Magnús Jóhannsson:
Kveðja tíl Sigurðar Landeyings
Ég mótmæli þvi harðlega að
Vestmannaeyingar séu að þakka
fyrir gosið með árlegum þakkar-
gjörðum I Landakirkju og tek
ekki mark á kjaftæði sjálfstæðis-
og vfsindamanna þótt vitrir þyki.
Vestmannaeyingar þurfa hvorki
að biðja hernáifisliöið né aðra af-
sökunar á þvl að þeir skyldu sjálf-
ir bjarga sér, enda von og vlsa
þess harðgerða fólks, sem Eyj-
arnar byggir. Vestmannaeyingar
eru að þakka guði fyrir giftusam-
lega björgun.
Ég persónulega er ekki
hlynntur þessum árlegu upprifj-
unum, álit að þær ýfi upp gróin
sár. Þó segir gamall málsháttur
að oft séu þau sárin verst, sem
| ekki blæða og mun það sannleik-
ur.
Stundum er þessi hryllingsnótt
Sovét-Kazakhstan
Óskar B. Bjarnason, efnaverkfræðingur,
ræðir um Kazakhstan, sovétlýðveldið i
Mið-Asiu, og rifjar upp gamlar ferða-
minningar frá Alma-Ata i MÍR-salnum,
Laugavegi 178, laugardaginn 28. april kl. 3
siðdegis. Einnig verður rætt um félags-
starf MIR og sýndar kvikmyndir. — Að-
gangur öllum heimill.
MÍR
UTBOÐ
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i að reisa 120 staurastæður i 66 kV há-
spennulinu milli Lagarfossvirkjunar og
Vopnafjarðar.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Rafmagns-
veitnanna Laugavegi 118 Reykjavik gegn
5.000 kr. óafturkræfri greiðslu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu-
daginn 1. júni n.k. kl. 14:00 e.h.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
fallin I gleymsku en þegar hún er
auglýst I fjölmiðlum veröur hún
manni allt I einu fersk I minni.
Það grlpur um sig ótti, andvaka
ogjafnvel martröð, ef maöur þá
sofnar.
Þetta er min reynsla. Þess-
vegna æski ég ekki þessaraþakk-
argjörða' I kirkju en lofa minn
guð og herra á mlnu heimili. Ég
man ekki til þess að fluttar væru
neinar þakkargjörðir Tyrkja-
ránsdaginn, urðu þó Vestmanna-
eyingar fyrir þyngri búsifjum og
mannfórnum en I þessum jarð-
eldurm.
Sigurður misskildur
En I þessum þakkargjörðum
liggur engin dulin gremja til
máttarvaldanna, eins og þú held-
ur, Siguröur minn Brynjólfsson
og er þaö ósanngjarnt aö imynda
sér þær sem skop. Eg á hús og
fjölskyldu. Ég missti gott hús,
sem hér Hraun. Þaö fór undir
hraun ásamt 730 ferm. horqlóð,
ein sú besta I bænum. Fyrir húsið
fékk ég 1.400.000,- kr. og fyrir lóö-
in 85 þús. kr. Tökum t.d. lóðina.
Getur þú eða einhverjir aðrir les-
endur frætt mig um hvað ég hefði
fengiö fyrir svona hornlóð I
Reykjavlk? Gaman hefði ég af
þvi.
Spurningu þinni að ef þú kæmir
og kveiktir I húsinu minu að næt-
urþeli svara ég þvl til, að ég hefði
hreint og klárt kálaö þér hvar og
hvenær sem ég hefði náð til þin.
Ekki f jandanum að kenna
Ég hefi ekki trú á að djöfullinn
hafi ráöið yfir þessum jarðeld-
um, enda efast ég um, að sú per-
sóna, sem við leggum okkur þvl
miöur svo oft á tungu, sé til, nema
þá hið illa I okkur sjálfum. Ég er
mjög róttækur vinstri sinni, sum-
ur kalla mig kommúnista. Gott og
vel. Það er ekki svo voðalegt nafn
eða hugsjón, eins og sumir halda
I fávisku sinni, en ég trúi á guð og
bænina vegna þess að fyrir til-
stilli hennar hef ég fengiö þá bót
meina minna, sem ég hef nú, þótt
ekki sé þróttur minn ámóta þvi
sem var er ég draslaöist 30 ár til
sjós með lokaöa berkla i lunga,
frá 18 ára aldri. ,
Nei, Siguröur minn, það er
ekki sá svarti, sem .ikynti
undir goskötlunum, ekki held-
uir guð. Við vitum, að i jiðrum
jarðar gerast eðlisfræði-
Magnús Jóhannsson frá Hafnar-
nesi
leg undur, sem ekkertkoma
við æðri forsjón. Efnaskipti
verða i jarðskorpunni, hún of-
hitnar, þenst út og sprengir siðan
einhversstaðar af sér skelina,
þar sem eldur gýs upp. Þetta gos
hefði alveg eins getað komið I
Landeyjunum, viö þinar bæjar-
dyr eins og minar. Með þessu er
ég þó ekki að óska að svo hefði
gerst eöa ætti eftir að gerast.
Meginlandið hefur fengið nóg af
jaröeldum, bæöi frá Heklu, Kötlu,
Lakagigum. o.fl.
Framangreindri lýsingu á eðli
jarðelda, áður en þeir brjótast út,
má likja viö magakrampa, sem
stundum hrjáir manneskjuna.
Við Kröflu hleypur kvikan til og
frá en gýs ekki upp vegna þess, —
að mlnu áliti, — að þar er jarð-
vegurinn mjúkur og leirkenndur
og nægt holrúm undir handa
henni til að „rokka” um með til-
heyrandi jarðrisi og sigi.
Uppbyggingin var
þjóöarnauðsyn
Um eyölsusemi á fjármunum
til mannvirkjagerðar hér skal ég
ekkert dæma, en uppbygging
Eyjanna, sem sagöar eru vænsta
mjólkurkýr þjóöarinnar, er llfs-
nauðsynleg, ekki bara okkar
vegna, sem búum þar, heldur
vegna landsins og þjóðarinnar i
heild og þaö er skömm stjórn-
valda að hafa látið okkur hér svo
til ein bera hitann og þungann af
henni. Þessvegna, eins og ég
sagði i grein minni, Nótt eldanna,
er fjárhagur bæjarsjóðs mjög
þröngur og skattaálögur hér
þyngri en vera skyldi.
Við hér I Vestmannaeyjum
getum þvi verið hreykin af þvi
þegar aðkomufólk, innlent sem
erlent, rekur upp stór augu yfir
breytingunni, sem oröin er, þótt
enn skorti mikiö á að allt sé eins
og áður.
Að efnt verði til hátiöar skratt-
anum til dýröar fyrir vel heppn-
aöar hafnarbætur og skjól fyrir
austannepjunni, — sem reyndar
er ekki nepja heldur stormur,
stundum fárviðri, — það verður
aldrei gert. Það er svar mitt við
spurningu þinni og hinum gamla,
góöa málshætti, sem ég þakka
fyrir og skrifa hjá mér, þvi aldrei
kann maður nóg af sliku. Það er
betra að spyrja einu sinni eins og
einn dári en að ganga þess lengi
dulinn, sem skylt er aö vita.
Enginn verður samur
Og aö lokum, Sigurður minn
Brynjólfsson, um sálarlif fólks-
ins, sem varð fyrir jarðeldunum,
missti eigur sínar og dvaldi i út-
legð, mislengi þó,er þaö að segja
að minu áliti, að enginn verður
samur og jafn.
Ég ætla aöeins að taka eitt
dæmi: Segjum svo, aö hinn kunni
og atorkusami bóndi, Þorbjörn
Guöjónsson frá Kirkjubæ, hefði
ekki misst hinar grænu grundir
sinar, hús, dýrlegt bókasafn,
skepnur og margt, margt fleira,
væri hann horfinn okkur nú? Ég
segi nei. Jarðeldurinn eyðilagði
sigurverk lifs hans. En engu aö
siður lifir Þorbjörn frá Kirkjubæ
Guöjónsson enn meðal vor vegna
þess, að hann var baráttumaður
og hetja.
Mér veröur ætið minnisstæö
nóttin •, þegar efnt var til þessara
þakkargjörða I Landakirkju,
heyri jafnvel kvein vesalings
skepnanna gegnum snark, er
þær skjögruðu, yfir sig hræddar,
um veginn.
Ég þakka þér svo fyrir þessa
grein, Sigurður minn, sem er aö
mörgu leyti athyglisverö. Ég
heföi mjög gaman af að fá svar
frá þér, en ennþá meira gaman
hefði ég af þvi að hitta þig að
máli. Gangi þér svo allt I haginn,
vinur.
Magnús Jóhannssor
frá Hafnarnesi.