Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mal 1979.
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
I tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. lþróttafréttaniaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét-
ursdóttir.
Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Revkjavlk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Sjálfsmynd
Sjálfstœðisflokksins
• Það væri synd að segja, að ræða sú sem Geir Hall-
grímsson hélt við upphaf landsf undar Sjálfstæðisf lokks-
ins í fyrrakvöld haf i verið rfk að sjálfsgagnrýni. Mörg-
um hefði fundist ærin ástæða til þess, að formaðurinn
gerði á hreinskiptinn hátt upp þá ósigra sem flokkurinn
hefur mesta beðið. En hann var ekki á þeim buxunum.
Ræða hans var fyrst og fremst lofgjörð um mikilleika
flokksins, sögutúlkun i anda lítt takmarkaðrar sjálfs-
ánægju. Sjálfstæðisf lokkurinn hafði haft forystu um aila
skapaða hluti. Lýðveldið var honum að þakka jafnt sem
landhelgin. Hann var í senn brjóstvörn öryggis lands-
manna og f iskistof nanna í sjónum, að ekki sé því gleymt,
að allt sem frelsi heitir í landinu var verk Sjálfstæðis-
f lokksins. Glansmyndaráráttan er svo sterk, að formað-
urinn segir án þess að blikna eða blána: ,, Enginn f lokkur
hef ur lagt jafn rika áherslu á að verja hlut láglaunafólks
og bæta kjör þess hlutfallslega gagnvart öðrum laun-
þegahópum og Sjálfstæðisf lokkurinn í viðreisnarstjórn
og á síðustu fjórum árum".
• Þráttfyrir þessa f jölþættu afrekaskrá, sem hvergi ber
skugga á, sýndu bæði Reykvíkingar og þjóðin öll flokki
Geirs Hallgrímssonar ótvírætt vantraust í fyrra. Og það
er mjög i samræmi við aðra sögutúlkun formannsins, að
honum er mjög ósýnt um að líta í eigin barm þeirri
merkilegu uppákomu til skýringar. Hrakfarir flokksins
geta ekki verið honum sjálfum að kenna. Geir segir í
ræðunni: „Foringjaklíkur kommúnista og krata í verka-
lýðshreyfingunni misnotuðu samtök sín og hófu mestu
blekkingarherferð í íslenskri stjórnmálasögu, er leiddi
til ósigurs Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum til
alþingisog sveitastjórna". Helvíti — það eru hinir, segir
i frægu leikriti. Og formaðurinn heldur áf ram og segir:
„Við sjálfstæðismenn getum borið höfuðið hátt".
• Nú er engin ástæða til þess fyrir andstæðinga Sjálf-
stæðisf lokksins að hafa áhyggjur af slíkri málsmeðferð.
Ef að forysta f lokksins og liðsmenn hans vil ja sameinast
í mikilli sjálf umgleði, þá er það verst f yrir þá sjálfa. Því
meðan Geir spilar Ijúfa tónlist á strengi þægilegrar
söguskoðunar geysar eldur mikill í borg Sjálfstæðis-
flokksins. Foringi rísgegn foringja, samsæri eru brugg-
uðaf svo mikilli heiftað flokksleyndarmálin blátt áfram
f læða út um glugga Bolholts. Formaðurinn og vinir hans
á Morgunblaðinu reyna að sjálfsögðu að breiða yfir
þetta með almennu tali um að „kosningar eru sjálfsagð-
ar í lýðræðisf lokki" eða einhverju álíka frumlegu, eða
þá með því að reyna að kenna undirróðri rauðliða um
foringjakreppu f lokksins, rétt eins og Geir Hallgrímsson
kennir andstæðingum sínum i hópi verkalýðsforingja um
allar sínar ófarir. En allir vita of urvel, að flokkurinn á í
mikilli kreppu, sem einmitt stafar af stjórnsýslu hans á
næstliðnum árum, sem hafa leitt skýrt fram ýmsar
þverstæður iþeirri sérstæðu samsteypu sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er.
• Oft hef ur verið spáð klofningi í Sjálfstæðisf lokkinum,
en ýmisleg hagsmunatengsl hafa jafnan reynst sterkari
því miðflóttaafli sem verður öðru hverju mjög magnað í
þessum stóra flokki. Nú virðist vera að skapast allstór
meirihluti í flokknum fyrir því, að reynt skuli að hressa
uppá gengi hans meðþví aðsnúa honum lengra til hægri.
Geir Hallgrímsson talaði mjög í þá veru — hann vildi til
dæmis kveða niður verðbólguna með þeirri frjálshyggju
sem bæði afnemur verðlagseftirlit og gefur vaxtainn-
heimtu frjálsa. Hann vill finna nýjar leiðir í heilbrigðis-
og menntunarmálum, og mun þar átt við þær hugmyndir
sem aðrir framámenn flokksins hafa reifað um að setja
þá starfsemi einnig undir lögmál frjáls markaðar sem
svo heitir. Allt eru þetta merk tíðindi. Ef að í raun verður
farið inn á þessar brautir munu línur mjög skýrast í ís-
lenskum stjórnmálum. Um leið er hólmgönguáskorun
send verkalýðshreyfingu og vinstrisinnum öllum, sem
þeim verður vonandi mjög hollt að glíma við.
—áb
Gjömýtingar-
dyggðir
Fimmtán Sjálfstæöismenn
hafa gefiö út bók sem þeir nefna
yppreisn frjálshyggjunnar. t
fljótu bragöi séö er hér um aö
ræöa safn greinageröa og játn-
inga sem falla allar I þann far-
veg, aö ófarir Sjálfstæöisflokks-
ins stafi allar af þvi, aö hann
hafi um of stundaö málamiölan-
ir og horfiö af braut hreinrækt-
aörar frjálshyggju, en svo er
kapitaliskur markaösbúskapur
nefndur i þeim herbúöum.
Ýmislegt i riti þessu ber vott
um, að eina gamla dyggö hafa
höfundar þess tileinkaö sér
I rikum mæli en hún er gjör-
nýtni. Mikiö af efninu eru
uppprentaöar ræöur og grein-
ar, sem á bók virðast fara
ööru fremur til þess, aö
efla oröstí aðstandenda henn-
ar sem þrýstihóps i Sjálf-
stæöisflokknum. t athugasemd
viö framlag Daviðs Oddssonar
segir: „Otgefendum þessarar
bókar þótti ekki eiga illa viö aö
birta hér á bók ræöu, sem ég
flutti á fundi Heimdallar
skömmu eftir lok kosningahriö-
arinnar 1978”. Næst á eftir kem-.
ur framlag Friöriks Sophus-
sonar um „Starf Sjálfstæöis-
flokksins” — og þar segir „Taka
ber tillit til þess, aö þessi ritgerö
er aö meginstofni ræöa, sem
flutt var á almennum fundi
Heimdallar 26. júli 1978”. 011
met i hagsýni slær þó Þór
Whitehead. Hann segir svo um
sina ritgerö i bókinni:
„Stofn þessarar ritgeröar er
erindi sem ég frumflutti á ráö-
stefnu áhugamanna um vest-
ræna samvinnu og endurtók
með nokkrum breytingum á
fundi Sagnfræöingafélagsins.
Morgunblaöiðbirti siöan erindið
á 30 ára afmæli Atlantshafs-
bandalagsins 4. april 1979 og
ætlunin er að þaö veröi endur-
prentaö i bæklingi, sem gefinn
veröur út af sama tilefni”.
Harmagrátur
Davíðs
Þaö er alveg rétt sem aö-
standendur bókarinnar segja,
aö ekki er þar allt eintómt lof
um Sjáifstæöisflokkinn. Daviö
Oddsson, einn þeirra sem er á
kreiki i fréttum i sambandi viö
framboðsmál til forystu flokks-
ins á landsfundi, dregur til
dæmis upp þessa spaugilegu
mynd af flokknum og þvi óiáni
hans, aö Alþýöuflokkurinn hafi
stoliö frá honum frjálshyggj-
unni (rétt eins og Alþýöuflokks-
menn hafa áður sakaö Sjálf-
stæöisflokkinn um aö hafa stoliö
frá sér kratismanum):
„Sjálfstæðisflokkurinn stóö
ekki gegn gegndarlausri opin-
berrifjárfestingu I siöustu ríkis-
stjórn. öðru nær. Hann stóö aö
henni. Sjálfstæöisflokkurinn
beitti sér ekki fyrir samdrætti
rikisbáknsins. Oöru nær. Nefnd
var skipuð til aö svæfa þetta
baráttumál ungra Sjálfstæðis-
manna. Bæði þessi mál tók
Alþýöuflokkurinn upp og geröi
aö sinum, þótt fátt yröi um efnd-
irnar, þegar hann fór I stjórn.
Sjálfstæðisfólk i Reykjavik
lagöi á þaö áherzlu i skoðana-
könnun, aö þaö vildi frjálst út-
varp. Enginn forystumaöur
Sjálfstæöisflokksins geröi það
mál að sinu. Oöru nær. Flokkur-
inn virtist svo heillum horfinn i
siöustu rikisstjórn, aö hann lét
þaö veröa eitt slöasta verk sitt i
henni fallinni að leyfa, að hafin
yröi smiöi nýs útvarpshúss, sem
er risavaxinn óskapnaöur, er
kalla mun á margföldun starfs-
liðs. Þjóöviljinn fagnaöi þessu
framtaki ríkisstjórnar Sjálf-
stæöisflokksins i leiöara og
benti réttilega á, að meö þessu
væri sennilega búiö aö drepa i
eitt skipti fyrir öll hugmyndina
um frjálst útvarp. Allir þekkja
svik Sjálfstæöismanna i Fram-
kvæmdastofnunarmálinu á sið-
asta kjörtlmabili. Allir þekkja
glórulausa framkvæmd og fjár-
festingu við Kröflu undir stjórn
Sjálfstæðismanna. Menn muna,
aö á fyrstu dögum siðustu rikis-
stjórnar var samþykkt jarð-
lagafrumvarp, sem er i algjörri
andstööu viö meginstefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Alþýöuflokkur-
inn gat velt sér upp úr Kröflu-
máiinu i kosningabaráttunni.
Sigur þeirra hefur þó ekki orðið
til annars en aö gera þá gjald-
genga meöreiðarsveina i
Kröfluævintýrum framtiöarinn-
ar. Hann boðaði I kosningabar-
áttunni, aö herör skyldi skorin
upp gegn einokunarhringum,
sem eru aö veröa til i landinu,
meöan Sjálfstæöismenn létu
kyrrt liggja. Hvers vegna
sveigja Alþýöuflokksmenn sig
svo að stefnu, sem öll lögmál
segja, að Sjálfstæöismenn hljóti
aö vera að berjast fyrir? Vegna
þess aö þeir átta sig á, að þar er
geysimikiö tómarúm, sem þeir
geta þrýst sér inn i. Þeir skynja,
aö hrein sjálfstæöisstefna,
frjálshyggja, hefur sjaldan átt
betri hljómgrunn með þjóðinni
en nú, og þeir sjá, að Sjálfstæð-
isflokkurinn þekkti ekki sinn
vitjunartíma, og hagnýta sér
þaö. Þess vegna sagði ég, aö
sjálfstæöisstefnan heföi átt
brautargengi, þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn tapaði.
Þegar stjórnarmyndunarviö-
ræöur stóðu sem hæst i sumar,
var formaöur Sjálfstæöisflokks-
ins spuröur aö þvi, hvort flokk-
urinn kæröi sig um aðild aö
þeim. Formaöurinn svaraöi þvi
til, aö flokkurinn útilokaöi ekk-
ert slikt og myndi alfariö láta
málefnin ráöa. Þetta var skyn-
samlegt svar og eölilegt. En þaö
var hins vegar óhugnanlegt við
þetta ofur eölilega svar, aö
sennilega hefur ekki einn einasti
almennur Sjálfstæöismaöur vit-
aö eöa getaö getið sér til um,
hvaða málefni það væru, sem
réöu þvi hvort flokkurinn léöi
máls á stjórnarþátttöku eða
ekki. Til þess kom þó ekki en
þaö var viljaleysi annarra en
forystumanna Sjálfstæöis-
flokksins aö þakka.
Mörgum kann aö finnast, aö
hér sé dregin upp óþarflega
dökk mynd og alls ekki sann-
gjörn. Vonandi hafa þeir, sem
þannig hugsa, sem mest til sins
máls. En viö skulum hafa I
huga, aö þaö var ekki aö á-
stæöulausu, aö fjóröi hver kjós-
andi sneri baki viö okkur. Þaö
var ekki aö ástæöulausu, aö
Alþýöuflokkurinn vann stórsig-
ur, þegar hann lét greipar sópa
um mörg eiginleg baráttumál
Sjálfstæöisflokksins. Og þaö eru
einmitt svik hans viö þessa
kosningastefnu sina, sem leiöa
til þess, aö fylgi okkar sigur hik-
andi heim á leiö. En viö þurfum
ekki aö imynda okkur, aö þar
eigi það nema stutta viödvöl,
veröi hin ágæta endurvakning á
efnahagsstefnu okkar undir
kjöroröinu Endurreisn i anda
frjálshyggju ekki annaö en hjal
á pappir i stjórnarframkvæmd.”
Hvaö sem öðru liöur er þessi
lýsing nokkuö ólik þeirri sem
Geir formaöur vill gefa af
flokki sinum — og visast þar um
til leiöara.
Embættis-
mennska og
siðgœði
Dagblaðið birti á dögunum
frétt um það, að Björn Bjarna-
son skrifstofustjóri I forsætis-
ráöuneytinu, væri aö hætta
störfum þar og ætlaði sér niöur
á Morgunblaðiö. Björn var
spurður um þetta, og sagöi aö
þetta væri sitt einkamál.
I haust voru menn aö fetta
fingur út i það, aö hægri hönd
Geirs Hallgrimssonar sæti inni
á rikisstjórnarfundum. Björn
Bjarnason tók slikar aöfinnslur
óstinnt upp, og sagöist vera em-
bættismaöur og annað ekki. Nú
hefur flokkur hans sleikt sin sár
um stund og ætlar sér aö reyna
aö hefja sóknarlotu. Þá er kall-
að á Björn Bjarnason niður á
Morgunblaö. Og rennur af hon-
um embættismaöurinn á samri
stund. Menn mega semsagt eiga
von á þvi, aö skrifstofustjóri
forsætisráöuneytisins setjist i
einskonar ritstjórastól hjá
Morgunblaðinu — meö alla þá
vitneskju um samstarf, á-
greiningsmál og áform
stjórnarflokkanna sem em-
bættismennskan veitir.
Var einhver að tala um póli-
tiskt siðleysi?
áb.
Björn Bjama-
son tilstarfaá
Morgunblaðinu
— hættiríforsætis-
ráðunevtinu