Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. maf 1979. VOf m Umsjón: Magnús H. Gíslason RÖÐULL blaö AB í Borgarnesi og nærsveitum Annaö tbl. Rööuls þ.á. er komiö út. Á forsíðu blaðs- ins er 1. maí ávarp frá Alþýðubanda laginu í Borgarnesi og nærsveitum. J.G. ritar forystugreinina Móttökuskilyrði sjónvarps rædd í hreppsnefnd. Sagt er frá fyrsta /,vísi að Flestir bændur eru í Árnessýslu Hér á landi stunda 4219 bændur sauðfjár- og nautgriparækt, aö þvf er segir i skrá, sem Stéttar- samband bændahefur látiö gera. Þr jár þær sýslur, þar sem flest- ir bændur bUa, eru: Arnessýsla, en þar biia 10,6% af öllum bænd- um landsins, þá kemur Suður-Þingeyjarsýsla meö 9,2% og Skagafjaröarsýsia meö 8% bænda. Sá á hinn bóginn litiö til þess, hvaöa bændureru duglegastir viö aö færa búreikninga, þá eru þaö Sunnlendingar, Austfiröingar og Snæfellingar. Alls færa 253 bændur búreikninga og af þeim býr 41 i Arnessýslu, 17 i Rangárvallasýski, 16 i Snæfells- ness- og Hnappadalssýslum og 40 iMúlasýslum báöum. A Suöur-og Austurlandi færa nú um þaö bil 8% bænda búreikninga en 10% á Snæfellsnesi. — mhg stofnun verkalýðsfélags- ins" í Borgarnesi. Þá er sagt frá J.C. fundi i Borgarnesi, þár sem ólaf- ur Ragnar Grimsson, alþm., hafði framsögu. Viötal er viö þau Jón A. Eggertsson, formann Verkalýös- félags Borgarness og Guörúnu Eggertsdóttur, formann Verslunarmannafélags Borgarness. Birt er fjárhagsáætl- un Borgarnesshrepps. Sigurður Helgason kynnir Kolbeinsstaöa- hrepp. Sagt er frá tillögu, sem hreppsnefndarfulltrúi Alþýöu- bandalagsins, Halldór Brynjúlfs- son, flutti I hreppsnefndinni um stofnun skólalúörasveitar. Skýrt er frá þvi hvernig Borgnesingar fögnuöu sumardeginum fyrsta og sagt frá árshátiö Grunnskóla Borgarness. „Eg kveö hóteliö og Borgnesinga með bæn”, viötal viö Ólaf Reynisson, hótelstjóra. Þátt- ur er um verkalýösmál, i umsjá Baldurs Jónssonar. Meira um hinn skattpinda Volvoeiganda heitir grein eftir H.B. Vel að störfum staðiö, en þar er sagt frá sérleyfisþjónustu Sæmundar Sig- mundssonar. Halldór Brynjúlfs- son rabbar við Guðjón i Lækjar- bug. Sagt er frá skólaskákinni, poppi i Borgarnesi, kvöldvöku i Brún, skirdagskvöldi AB. og Borgfirðingavöku. Ert þú alkoholisti? nefnist grein eftir G.G. og loks er greinin Furöulegir viöskiptahættir, eftir j.g. Svo sem þessi upptalning ber með sér er baiðiö mjög fjölbreytt aö efni, auk þess aö vera prýtt fjölda mynda. —mhg Frá aöalfundi Kaupfélags Skagfiröinga Heildarveltan 6,766 milj. kr. Þann 23. aprll sl. var haldinn á Sauöárkróki aðalfundur Kaup- félags Skagfiröinga. Þann dag, áriö 1889, eöa fyrir 90 árum, var haldinn á Sauöárkróki stofnfund- ur féiagsins. Var til hans boöaö af Ólafi Brlem, alþingismanni á Alf- geirsvöllum. Sátu þennan fund fulitrúar 11 hreppa i Skagafjarö- ar- og Austur-Húnavatns sýslum Er féiagiö þriöja elsta kaupfélag landsins, á eftir Kaupfélagi Þing- eyinga, stofnuöu 1882, og Kaup- félagi Eyfiröinga, stofnuöu 1886. Alls hafa 10 menn gegnt starfi formanns stjórnar félagsins, en fyrsti formaöur og jafnframt framkvæmdastjóri þess var sr. Zóphonias Halldórsson i Viövik. Kaupfélagsstjórar hafa veriö átta talsins til þessa. Aö þessu sinni voru atkvæöis- bærir fulltrúar á aöalfundi 76 og haföi fækkaö um 1 frá 1978. 1 upphafi fundar var gerö ein- róma ályktun um, aö GIsli Magnússon I Eyhildarholti yröi geröur aö heiöursfélaga kaup- félagsins. Voru honum þökkuö margháttuö forustustörf I mál- efnum þess um áratuga skeiö, og hylltu fundarmenn Glsla innilega meö dynjandi lófataki. 1 ræöum þeirra Jóhanns Sal- bergs Guömundssonar, formanns stjórnar kaupfélagsins, og Helga Rafns Traustasonar kaupfélags- stjóra kom m.a. fram, aö félags- menn I árslok voru 1447 og haföi fjölgað um 13 á árinu. 16 félags- menn höföu látist á árinu, og minntist stjórnarformaöur þeirra sérstaklega i upphafi fundar, og vottuöu fundarmenn þeim virö- ingu sina meö þvi aö risa úr sæt- um. Fastráönir starfsmenn félags- ins voru um siöustu áramót 203, Helgi Rafn Traustason, kaup- félagsstjóri. Jóhann Salberg Guömundsson, sýslumaöur, formaöur stjórnar Kaupfélags Skagfiröinga. og námu greiöslur félagsins og fyrirtækja þess á árinu í laun og launatengd gjöld 1.090 milj kr. og höföu hækkað um 61,3% frá fyrra ári. Heildarvörusala I 14 sölu- deildum félagsins nam 2.262 milj, kr. og sala á ýmiskonar þjónustu annarri 1.141 milj. kr. Seldar voru landbúnaöarafuröir fyrir 5.252 milj. kr. Velta Fiskiöjunnar varö um 811 milj. kr. og varö þvi heildarvelta félagsins og fyrir- tækja þess um 6.766 milj, kr. og hafði hækkaö frá fyrra ári um 58,4%. Fjárfestingar félagsins námu tæplega 210 milj. kr. og var stærsti liöur þar nýbygging á Ketilási I Fljótum, sem tekin var I notkun á árinu, en auk þess var fjárfest iýmsum tækjum, bifreiö- um og fleiru, auk smærri bygg- inga og viöbóta viö eldri bygging- ar. Þess utan var nokkuö fjárfest i undirbúningi aö höfuöstöövum félagsins, sem eiga aö risa viö sunnanveröa Skagfiröingabraut, sunnan og austan núverandi mjólkursamlagshúss. Bókfært verö eigna félagsins I árslok var 1.784 milj. kr. Kaup- félagiö greiddi á árinu i ýmis opinber gjöld til rikis og sveitar- félaga 363,5 milj. kr. og höföu þær greiöslur hækkaö um 48,6% milli ára. Á s.l. hausti var slátraö á veg- um félagsins rúmlega 62 þús. fjár og var þaö tæpum 4000 kindum fleira en 1877. Meöalfallþungi dilka var meö besta móti, eöa 14,4 kg., og heildarmagn innvegins kindakjöts um 932 tonn eöa um 42 tonnum meira en 1977. A árinu var slátraö 1.254 naut- gripum og 333 hrossum og folöld- Framhald á 18. siöu. Glúmur Hólmgeirsson Vallakoti skrifar: Vannýttur markaður Nú um sinn hefur gengiö fjöll- unum hærra hallærissöngurinn um þessa óþörfustu ómagastétt landsins, bændurna, sem hafa gerst svo djarfir aö framleiöa svo mikiö af matvörum, aö þjóöin torgar ekki. Raunar hef- ur framleiöslan ekki aukist nema litiö eitt meira en svarar til mannfjölgunar. Minnkandi neysla Eri neysla þjóöarinnar á mjólkur- og kjötvörum hefur minnkaö, deilt áeinstakling. Má vafalítiö skrifa þá neyslubreyt- ingu aö nokkru á reikning lækna, sem prédikaö hafa mikið um óhollustu mjólkur sem neysluvöru. Einnig ötulli aug- lýsingaherferö kaupahéðna um állskyns gerviefni til matar og drykkjar. Má þd sjálfsagt efast um aö þau efni séu heilnæmari en innlend matvæli, t.d. aö coca-cola sé heilnæmari en mjólk. Man ekki til aö læknar hafi varað viö drykkju coca-cola. Er þaö af þvi aö þeir telji þaöhollaridrykk en mjólk? En hvaö sem um þetta er, viröist það staöreynd, aö land- búnaöarvörur seljast ekki allar innanlands.Til hvaöa ráöa skuli taka við þeim vanda, eru uppi margar raddir, en þó veröur oftast fyrst og siðast: Þetta er sök bænda, og þeim ber aö svara til saka, taka á sig auknar álögur og minn ka búin og fækka þeim. GreinÁrna Hitt er allt hljóöara um, aö gera átak til þess aö auka sölu afurðanna. Samdráttur skal þaö vera. Þó hafa þær raddir heyrst aö liklega yrði mikil sauöfjárfækkun ekki heppileg fyrir ‘úllar- og skinnaiönáö landsmanna, svo aö samdrátt- arstefnan hefur tvær hliöar. En þaö viröast allir sammála um þaö, aö engin leiö sé aö selja islenskt dilkakjöt á erlendum maikaöi nema fyrir verö, sem er langt neöan viö framleiöslu- verö. Þaö var þvi merkilegt og stakk nokkuð 1 stúf viö þennan eymdarsöng, sem Arni G. Pétursson segir I grein, sem hann ritar i Frey nr. 3, þ.á. Hann segir þar frá ferö sinni til Sviþjóöar. Þar stendur: „A einum búgaröi borgarinn- ar bauö sænska fjárræktarsam- bandiö til hádegisverðar undir berum himni. A matseölinum voru léttreyktir dilkaskrdtkar, grillaöir í heilu lagi... kjötiö var framúrskarandi ljúffengt og meyrt, dásamaö af öllum. Formaöur sauöf járdeildar, prófessor A. Wassmuth frá Þýskalandi, sagöist nú skilja hversvegna menn sæju aldrei sænskt dilkakjöt. Þaö væri auövitaö vegna þess aö sænskt diikakjöt væri svo gott, aö Sviar ætu þaö allt sjálfir. En aö sjálf- sögöu var þetta islenskt dilka- kjöt”, bætir Arni viö. Síöar segir hann: „Ég er sannfæröur um aö stórauka má sölu á sauöfjárafuröum til Sviþjóöar”. Bendir hann þar á reykt, islenskt kjöt, sem þeir fá þd dtki nema þaö, sem reykt er þar i landi og þeim þykir lakara en læri reykt á íslandi. Niöurstaðan er þá þessi: Islenskt dilkakjöt er hátiöar- réttur Svia, þegar þeir fagna erlendum gestum. En svo er þetta sama kjöt selt sem annars flokks vara, langt neöan viö aörar kjötvörur. Eitthvaö viröist hér bogiö viö hlutina. Og hvað segir Gísli? Þá barst mér I hendur Þjóöviljinn frá 11/4 þ.á. Þar er grein eftir Gisla Gunnarsson, sem dvelst aö Lundi i Sviþjóö. Greinin skýrir frá þeirri reynslu, sem hann hefur haft af — eða fyrirkomulagi á lambakjötssölu islenskri I Danmörku og Sviþjóö. Aö hans sögn er salan i hönd- um stórkjötsala, sem auövitaö halda fram kjötvörum sinna landsmanna. tslenska kjötiö selja þeir alls ekki nema I heil- um skrokkum og helst sem flestum I senn, eöa þá á útsöl- um, eins og úrgangsvöru. Svo er ekki nema viö og viö aö þeir hafa kjötiö. Yfirleitt er kjötiö aldrei auglýst og allra sist sem úrvalsvara. Undantekning var nú fyrir páskana. Þá auglýsti sænski salinn islenskt kjöt, sem hann vildi losna viö fyrir páska, á 970 ísl. kr. kg., langt neöan viö aðrar kjötvörur. Þá var nauta- kjöt 1950 kr. og hreindýrakjöt, sem helst væri sambærflegt viö islenskt dilkakjöt aö gæöum og hollustu, kr. 3.300. Meö þessari auglýsingu segja seljendurnir: Raunar er þetta ruslvara, sem ég vil losna sem fyrst viö, fyrir hvaö sem er. Svona er fslenska dilkakjötiö auglýst glæsilega I Sviþjóö. Varla hægt aö undrast þóttsalanveröiekki glæsileg.ef þetta er eina kynningin á islenska lambakjötinuí Svi"þjóö. Er vakað á verðinum? Jafnvel þótt geröur sé tals- veröur frádráttur viö grein Gisla Gunnarssonar, sem raun- ar virðist ekki ástæöa til, er þó auöséö aö meira en litiö er athugavert viö sölumál- hvað? in. Hvaöa vit er aö láta söiuna i hendur einhverjum meiri eöa minni kjötsöluhringum, sem eölilega láta framleiöslu sins heimalands hafa forgang? Islenska kjötiö veröur aldrei nema annars flokks vara, léleg, hjá þeim. Hvernig I ósköpunum er hægt aö búast viö þvi aö hægt sé aö vinna vöru álit og vinsældir, sem aldrei er auglýst og fæst ekki nema i stórsölu eöa útsölu, eins og úrgangs vara, — og ekki nema viö og viö? Þaö læöist aö manni aö hér muni ekki vakaö svo sem skyldi á verðinum. í Bandarikjunum viröast islendingar hafa náö góöri fót- festumeö sölu fiskafuröa. Væri ekki ráö aö þeir, sem vinna aö kjötsölumálunum og vinnslu kjötvöru, hristu af sér slenið og reyndu aö komast eitthvaö s vip- aöáleiöis i kjötvörusölu, þó ekki væri nema i Sviþjóö? Þeir hafa undir höntíum aö sinu leyti ekki siöra hráefni til sölu en fisksal- arnir á sinu sviöi. Það veröur engin þjóöar- björgun aö þvi aö skera bændur niöur viö trog, þótt Jónas Kristjánsson og aörir ámóta spekingar telji þaö. Heldur hitt, aö nýta framleiöslu landbúnaö- arins til fata og fæöis og iönaöar og vinna umframframleiöslu markaö erlendis, meö forsjá og dugnaði. A sumardaginn fyrsta, 1979, Glúmur Hólmgeirsson. 1 ■ I ■ I ■ I ■ | ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.