Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mal 1979. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Ástgeirsdóttir Sólrún Gísladóttir Athyglisveröar bókmenntír Danskar skáldkonur lýsa skuggahliðum mannlifsins oglO ára kvennabaráttu Á siðustu árum hafa konur um viða veröld ver- skrifborðið tii að festa á blað eigin reynslu og ið iðnar við skriftir. Jafnréttisbarátta kvenna hugleiðingar. Talað er um KVENNABÓK- hefur orðið mörgum hvatning til að setjast við MENNTIR, og er þá átt við bækur um og eftir konur. Jafnframt þvi að hópur nýrra rithöfunda hefur komið fram, hafa gamlar bækur veriö dregnar upp og endurútgefnar, bækur eftir konur sem ekki þóttu uppfylla kröfur fagur- bókmenntanna i eina tiö, en hafa sitthvað að segja okkur i dag um lif og vandamál kvenna. Má t.d. nefna norsku skáldkon- una Amaliu Skram, og um þess- ar mundir er upp runnið endur- reisnarskeið frönsku skáldkon- unnar Colette, sem mjög hneykslaði samborgara sina fyrr á öldinni með skrifum sin- um og lifi. Fleiri mætti nefna, en ekki kæmi mér mér á óvart þó að islenskar skáldkonur ættu eftir að komast i sviðsljósið á svipaðan hátt (ölöf frá Hlöðum hneykslaði marga á sinum tima með bersögli, að þvi er okkur er tjáð). I framhaldi af ofansögðu skal nú sagt frá tveimur nýjum bók- um sem vakið hafa mikla athygli á Norðurlöndum að undanförnu. Þær eru smásagnasafnið „Hold kæft og vær smuk” eftir Vitu Andersen og skáldsagan ,,Pá andre tanker” eftir Suzanne Giese, en báðar eru danskar. Kyrkingslegur gróður og skuggahliðar mannlifsins Vita Andersen er ein þekkt- asta skáldkona Dana i dag. Hún er 34 ára gömul og hefur sann- arlega gengið i gegnum sitt af hverju. Hún ólst að hluta til upp á uppeldisstofnun, fór siðan úr einni vinnunni i aðra, átti við þunglyndi að striða, reyndi áð fremja sjálfsmorð hvað eftir annað, en er nú komin á réttan kjöl að þvi er virðist og einbeitir sér að skriftum. Hún sló i gegn 1977 með ljóðabókinni „Tryghedsnarkomaner” (ör- yggisneytendur), en á siðasta ári komu út smásagna- safnið „Hold kæft og vær smuk” (Haltu þér saman og vertu sæt) og ljóðabókin „Næste kærlighed” (Næsta ást). Eins og nafn smásagnasafns- ins ber með sér fjalla sögurnar, sem eru 12, um konur sem verið er að þagga niður i (ef ekki er búiö að þvi); einnig gefur heitið til kynna hvernig konur eiga aö haga sér. Konur þessar eru eins konar kæfður gróður mannlifs- ins. Þær eru allar fórnarlömb einhvers. Litlu stelpurnar sem sagt er frá gjalda óhamingju foreldranna, þær eru ýmist óvelkomnar i heiminn eða þá að þunglyndi, drykkjuskapur og fátækt hrjá foreldrana (mæðurnar). Þær eldri eru fórnarlömb kvenimyndarinnar og hins ómanneskjulega samfélags. Þær eru ó- hamingjusamar, einmana og öryggislausar. Þær skortir eitt- hvað til að lifa fyrir, og það er traðkað á þeim, ýmist af eigin- mönnum, börnum eða af sam- félaginu og þeim kröfum sem geröar eru til kvenna. Ein sagan segir frá henni Lykke sem stöðugt er i megrun til að passa nú I ákveðiö kjólnúmer og til að vera eins og konur eiga aö vera samkvæmt tiskublöðunum. Heldur gengur illa að ná þvi marki. Eina helgina dettur henni i hug að viktin sé vitlaus. Hún hleypur út i búð til að kaupa 15 kiló af einhverju (flest matarkyns) til að prófa viktina, en neyðist svo til að borða það allt svo að maturinn skemmist ekki. Afleiðingin er að hún bætir á sig mörgum kilóum. Óvelkomin börn önnur saga, Fejlen (Gallinn), segir frá 12 ára stelpu sem býr með móður sinni og litla bróður. Móðirin lifir á vændi og stelpan fær stöðugt að heyra að hún hefði átt að verða strákur og hefði aldrei átt að fæðast. Eins er henni oft sagt að hún sé ekki eins og hún eigi að vera, og hún veltir þvi mikið fyrir sér hvers vegna hún sé gölluð. Eitt kvöld- ið þegar hún iiggur undir sæng- inni sinni með vasaljós og er að stelast til að lesa „Det Bedste” rekst hún á frásögn um þrjú fyrstu ár barnsins. Hún segir: „Það var ekki fyrr en ég var komin langt aftur i frásögnina að ég uppgötvaði að hún var um mig”. Þar segir að börn sem ekki fái nægi- lega ást og umhyggju foreldra fyrstu árin verði misheppnuð og brestir verði á persónuleika þeirra. Þaö var einmitt þannig sem fyrstu ár hennar voru, hún lá ein i rúminu og enginn sinnti henni, hún var óvelkomin. Enda þótt hinn beiski veru- leiki blasi hvarvetna við og kon- urnar lendi i ýmsu miður skemmtilegu (einni er nauðgað og önnur lendir I ömurlegu sam- bandi gegnum einkamálaaug- lýsingu), þá er léttur tónn í bók- inni, og ekki skortir húmorinn. Vita Andersen fjallar um lif kvenna á þann hátt að lesandinn finnur að þar liggur eigin reynsla að baki, reynsla sem hún vill miðla öðrum um leið og hún lýsir nútimasamfélagi, mannlegum samskiptum og kvennakúgun. Kvennabarátta i 10 ár Síðast liðið haust kom út fyrsta skáldsaga Suzanne Giese, „Pá andre tanker” (1 öðrum hugleiðingum). Suzanne Giese er vel þekkt i Danmörku. Hún var einn af stofnendum dönsku Rauðsokkahreyfingar- innar og starfaði lengi innan hennar. Hún rekur nú ásamt manni sinum bókaforlagið Tiderne skifter sem gefur út mikið af bókum um kvenna- baráttu. Skáldsaga hennar vakti mikla athygli og deilur, vegna þess að I henni dregur hún saman reynslu siðustu 10 ára og er óvægin i dómum um ýmislegt það sem gerst hefur i kvenna- baráttunni. Suzanne hefur nú sagt skilið við Rauðsokkahreyf- inguna, telur hana vera á rangri leið og einkum þó að þar ráði ýmsir sérhópar allt of miklu. 1 sögunni lýsir hún þróun einstak- linga og kvennahreyfingarinnar i nánum tengslum við pólitiska atburði i Danmörku. Um leið og við fylgjumst með lifi aðal- persónanna Ullu og Bodil kynn- umst við róttækni áranna eftir ’68, baráttunni gegn inngöngu Dana i EBE, orku-og efnahags- kreppunni sem enn stendur og atvinnuleysinu sem fylgdi i kjöl- farið. Lokaniðurstaða höfundarins er að það sé Hkt á komið með kvennahreyfingunni og vinstri hreyfingunni i heild, hún stendur nú á krossgötum, nú þarf endurmat — kvennabar- áttan er ekki neitt stundarfyrir- bæri, hún snertir lif einstakling- anna á djúpstæðari hátt en flesta grunar, um leið og hún mótast af þjóðfélagsþróuninni. Tvær konur Sagan hefst um 1970. Kvenn» hreyfingin er komin á rekspöl og miklar umræður eru i gangi. Hópur kvenna kemur til viku- dvalar á eyjunni Femö, þar sem reknar eru sumarbúíirfyrir konur. Fæstar þeirra hafa tekið þátt i kvennabaráttunni, þær eru komnar vegna þess að þær eru óhamingjusamar og kúgað- ar og eygja von um lausn i kvennahreyfingunni. Dvölin á eynni hefur geysileg áhrif á þær. Þar er spjallað frá morgni til kvölds, sungið, leikið, textar samdir og sögur sagðar. Við brottförina er ljóst að vandamál þeirra eru sameiginleg, nú er barátta framundan. Siðan er þeim Ullu, sem er sjúkraþjálfari, og Bodil sem stundar háskólanám fylgt eftir i ein 8 ár. Báðar gerast virkar i hreyfingunni. Þær eiga i ýmsum persónulegum vandamálum. Ulla segir skilið við sambýlis- mann sinn, sem alla tið hefur farið sinu fram og kúgað hana, og Bodil á i brösum við karl- menn vegna þess að henni finnst þeir stöðugt vera að niðurlægja sig og séu ekki tilbúnir til að koma til móts við hana. í sög- um þessarra kvenna koma fram flest þau vandamál sem konur eiga við að glima, sagan er þvi um leið lýsing á lifi danskra kvenna. Þó ber þess að geta að þær tilheyra báðar efri lögum þjóðfélagsins og umgangast mest menntamenn. Ulla verður einstæð móðir, flytur i kommúnu, en er samt sem áður ein á báti með sin vandamál. Hún kynnist lesbiu og á i stuttu sambandi við hana, en finnur ekki þá lausn I þvi, sem ýmsar konur dásama svo mjög, að segja skilið við karlmenn fyrir fullt og allt og elska bara konur. Hún verður um svipað leyti ástfangin af maóista einum sem erhin versta pungrotta þegar til kemur, hugsar bara um sig og flokkinn og á ekkert til handa öðrum, auk þess sem hann er ákaflega tilfinningabældur. Bodil er öll I pólitíkinni. Hún tekur þátt i umræðufundum, ræðst með öðrum rauðsokkum inn á ritstjórnarskrifstofur siðdegisblaðs, sem fer mjög svo i taugar kvennanna, og einnig setjast þær að karlmönnum á skemmtistöðum og leika sér að þvi að niðurlægja þá! Hún á meöal annars þátt i að skipuleggja ráöstefnu rót- tækra háskólakvenna um kvennastarf innan skólans. Þar lýstur saman tveim fylkingum, annars vegar rauðsokkum sem vilja ræða öll mál opinskátt og út frá eigin reynslu og hins vegar flokks- spirunum sem vanar eru leik- reglum karlveldisins — allt i föstu formi, rök, rök og aftur rök, engar tilfinningar, engin persónuleg reynsla, slikt kemur ekki pólitik við. Einkalif og barátta. Saga Bodil verður dæmi um þann vanda sem fylgir þvf að búa með karlmanni (Benny), eignast barn og stunda nám en gera um leið þá kröfu að njóta jafnréttis og vera laus við kynferðiskúgun. Bodil gengur illa að ná þvi jafnvægi sem von- legt er. Hún er óánægð, og um tima virðist samband hennar og Bennys vera að fara i hundana, en þá verða timamót i lifi henn- ar. Hún fer að kenna I öldunga- deild, kynnist þar konum sem eru að brjótast undan áratuga kúgun hjónabándsins. Henni verður jóst að sú barátta, sem hún og stöllur hennar hafa háð, hefur haft áhrif. Konur eru að vakna til vitundar um stöðu sina og sætta sig ekki lengur við sitt gamla hlutskipti. Þar getur Bodil komið til hjálpar og ausið af reynslu sinni. Um leið sættir hún sig við þörfina á samkomu- lagi við mann sinn, hún verður lika að koma til móts við hann Þegar hún sér við hvað nemendur hennar eiga að striða i sinum hjónaböndum, verður henni ljóst hversu langt þau tvö eru þó komin á leið jafnréttis- ins. Kvennakúguninni verður ekki aflétt á einum degi, það þarf að berjast áfram I von um stærri ávinninga næstu kynslóðar. Jafnframt þessum tveim aðalpersónum koma margir fleiri við sögu. Þróun kvenna- hreyfingarinnar kemur fram i þvi hvernig konurnar sem hittust fyrst á Femö 1970 leita mismunandi leiða. Sumar gerast lesbiur og afneita öllum samskiptum við karlmenn, aðr- ar hneigjast til ökofeminisma, sem er eins konar efnahags- stefna, þar sem konur rækta sjálfar sinn mat sauma föt sin o.fl. sem sagt segja sig úr neyslusamfélaginu eftir þvi sem hægt er. Um leið sýnir sagan að þessar leiðir eru óraunhæfar. Astandið i þjóðfélaginu er þann- ig að konur geta ekki hlaupist undan félagslegri baráttu. Atvinnuleysið kemur ekki sist niður á þeim. Þvi er ljóst að rót- tæk kvennabarátta sem hefur sósialisma sem lokatakmark er sú leið sem vænlegust er. Þær Ulla og Bodil taka báðar rót- tæka afstöðu, en um leið verður ekki horft fram hjá persónuleg- um vandamálum. Lausn Ullu virðist vera sú að snúa sér að einhverju skapandi, kreppuráð- stafanir rikisins eru að gera starf hennar sem sjúkraþjálf- ara óbærilegt, hún hlýtur að leita nýrra leiða. Lokaniður- staða Suzanne Giese kemur fram i afstöðu Bodil: Lifið verður aö vera bærilegt. Þær konur sem nú standa i baráttunni verða að sætta sig við að fara bil beggja til að leysa sin persónulegu vandamál. Baráttan heldur áfram, og timinn vinnur með okkur. Vita Andersen: Hold kæft og vær smuk, Gyldendal 1978. Suzanne Giese: P3 andre tanker, Tiderne skifter 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.