Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 5. mal 1979. Rœöa Einars Ögmundssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra, á Akranesi 1. maí Heildarsamtökin hafa brugðist Góftir félagar. Gleöilega hátiö. Fyrsti maí hefur löngum veriö nefndur árlegur baráttudagur verkalýösins. Þaö væri betur ef svo væri, aö verkalýðshreyfingin þyrfti ekki nema einn dag á ári hverju til aö heyja baráttu slna, aö vinnandi stéttir þyrftu ekki annars viö en fylkja liöi undir beru lofti einn vorlangan dag ár hvert til aö fá hagsmunamál sin virt. En svo er ekki og viö vitum betur. Arlegir baráttudagar eru ekki einn og ekki tveir heldur hver og einn einasti. Verkalýðsstéttin hefur lært af biturri reynslu aö ekki einasta þarf hún jafnan aö knýja fram sjálfsögðustu kjarabætur I löng- um og lýjandi vinnudeilum heldur og hitt, aö hún verður slfellt aö vaka yfir hagsmunum sínum. Þessi dagur, fyrsti mal, er ekki meiri baráttudagur en hver ann- ar, en hann gæti þó oröiö okkur til nokkurs gagns. Þennan dag á verkalýðshreyfingin að nota til aö meta stööu sína, hyggja aö hvaö hafi áunnist, hver sé staöa stéttarinnar nú, og hvernig skuli haga baráttunni i nánustu framtiö. Það fer ekki milli mála, aö launastéttirnar I landinu ætlast til og krefjast þess aö hver sú rikis- stjórn sem við völd er, hagi störf- um sinum á þann veg aö tryggö verði full atvinna I landinu. Sú rikisstjórn sem nú situr er einmitt til oröin fyrir verulegan þrýsting frá samtökum launa- fólks, enda hefur hún haft það aö kjöroröi, að hún sé til fyrir launa- stéttirnar, að hún muni starfa I þágu launastéttanna og i sam- vinnu viö þær. Það veröur þvi eftir þvi gengið, aö svo veröi. Þaö verður þvi eftir þvi gengiö, aö staðiö veröi við þessi fyrirheit, og þvi aðeins aö rikisstjórnin láti athafnir fylgja oröum, mun hún hljóta óskoraöan stuöning launastéttanna. Verklýöshreyfingin hefur bund- iö miklar vonir við þá rikisstjórn sem nú er viö völd, og þaö af aug- ljósum ástæöum. Þær eru fórn- frekar — i hvaöa formi sem þær birtast — þær aðgerðir sem verkalýöshreyfingin þarf að gripa til, til þess aö verja samn- ingslegan rétt sinn og til að rétta hlut sinn, hafi hann veriö skertur. Þjóö i kröggum? Undanfariö hafa tunguliprir efnahagssérfræöingar talaö fjálglega um stórkostlegan efna- hagsvanda. Þeir hafa talað um hripleka þjóöarskútu, um þjóð i nauöum, um hrikalegan taprekst- ur þjóðarbúsins, reksturserfiö- leika fyrirtækja, bágt ástand at- vinnuveganna og svo áfram veg- inn. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Þetta eru gamalkunnar lummur. Ef marka mætti efnahagssér- fræöinga hefur þjóöin aldrei átt i meiri kröggum en undanfarna hálfa öld. Engum dettur I hug að neita þvi, aö vel mætti nota fleiri krón- ur til hins og annars. Aljir eru sammála um aö þjóöartekjurnar mættu aukast. Auövitað væri allra best aö fjöllin væru gulli lögö og fannirnar hvitasilfur, en ég get fullvissaö ykkur um að jafnvel þó svo væri yröi almenn- ingur aö berjast harðri baráttu fyrir hverjum gullmola og hverj- um eyri silfurs. Staöreyndin er nefnilega sú aö þetta land geymir okkur yfriö nóg af gulli og silfri. ísland er auöugt land og hafiö er okkur gullkista. Það sem á skortir, er að þessi auöur sé nýttur skynsamlega. Þaö sem á skortir, er aö honum sé skipt réttlátlega. Launum þeirra sem viö skerö- astan kost búa veröur að lyfta svo viö veröi unað Þetta er eina leiðin til lausnar efnahagsva nda num. Þettaereina raunhæfaleiöin til úrbóta. Þetta er eina leiöin til varan- legrar lausnar. Það er augljós hagur fyrir launastéttirnar, aö viö völd sé vinveitt rikisstjórn. Rikisstjórn sem hægt er að treysta, rikis- stjórn sem hefur samræmi I orðum og athöfnum. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt aö hún er þess albúin, að takast á viö efnahagsvanda liöandi stundar, að hún er þess albúin, aö hafa samvinnu viö stjórnvöld um ráöstafanir til úrbóta, svo fremi þær miðist ekki viö skertan kaupmátt, samdrátt og i kjölfar þess atvinnuleysi. Launafólk i landinu neitar aö standa undir þvi tapi sem aug- ljóslega leiðir af handahófi og skipulagsleysi I stjórn atvinnu- lifsins á meöan auöstéttirnar maka krókinn nú sem endranær. Launastéttir landsins hafna þeirri kenningu algjörlega aö þann vanda sem til lausnar er — eigi að leysa á kostnaö launafólks I landinu. • Stjórnin vöruö viö Þaö er þvi fullkomin ástæöa aö" vara núverandi rikisstjórn viö þvi, hér og nú, að sé það ófrá- vikjanleg stefna hennar, aö skeröa lægstu laun I desember næstkomandi, þá hljóta leiðir að skilja milli verkalýðshreyfing- arinnar og núverandi rikis- stjórnar. Þetta á að vera alveg morgunljóst. Það hlaut að vekja furöu og efa- semdir, þegar nýafgreitt efna- hagsfrumvarp sá fyrst dagsins ljós, að svo til allir kaflar frum- varpsins voru sniönir aö samdrætti i framkvæmdum á öll- um sviöum þjóölifsins. . Þaö hlaut aö vekja athygli og ótta, að Seölabankanum er ætlaö lykilhlutverk i meöferð pen- ingamála, vitandi aö Seöla- bankinn er sú stofnun sem hvaö mest er tor- tryggö af verkalýössamtökun- um — utan þjóöhagsstofnunar — þvi allir vita aö þessar stofnanir hafa reynst árangursdrýgstu verkfæri afturhaldssamra rikis- stjórna viö aö þrýsta niöur kjör- um vinnandi fólks. Þaö fer ekki fram hjá neinum sem kynnir sér þessi efnahagslög, aö I þeim eru lævislega oröaðar setningar, sem ég óttast að veröi túlkaðar i hag þeirri samdráttar- stefnu sem augljóslega svifur yfir vötnum i þessum lögum. Baráttan fyrir kaupmætti Verkalýðshreyfingin berst fyrir auknum kaupmætti launa, hvort sem er meö hækkaöri krónutölu eöa ööruvisi, fyrir bættum lifs- kjörum almennings, fyrir framsækinni umbótastefnu i félagsmálum. Þaö hefur með öörum orðum veriö megintónninn i allri kröfu- gerö verkalýöshreyfingarinnar á siöustu árum, aö koma i veg fyrir aö kaupmátturinn yröi skertur, hvernig fariö væri aö þvi væri alls ekki aöalatriöið. En nú vildi aö vonum einhver spyrja: Hver hefur varöstaða heildarsamtaka launafólks veriö? Hvaö hefur A.S.I gert til aö rétta hlut hinna verst settu? Svarið verður óhjákvæmilega þetta: Heildarsamtökin hafa brugöist. A siöasta þingi A.S.Í. voru launamálin og þá sérstaklega launamisræmiö, mjög til um- ræöu. Þar kom skýrt fram aö hinn geigvænlegi launamismunur sem eykst hröðum skrefum, stefnir einingu innan samtakanna I mikla hættu. Það er skoöun margra aö þaö sé einmitt þessi alvarlegi félagslegi vandi, ásamt hrópandi viljaleysi til úrbóta, sem sé ein mesta hætta sem nú steðjar aö samtökum launafólks. Innbyröis átök milli grunn- eininganna skaöa heildarsamtök- in, minnka slagkraft þeirra og draga úr baráttugetu þeirra. Þaö er þvi skýlaus krafa, aö launum þeirra aöildarfélaga sem viö skaröastan kost búa, sé lyft svo að við veröi unað. Þessari kröfu getur forysta A.S.l. ekki lengur vikiö sér und- an. En skórinn kreppir viöa aö. Smánarblettur á þjóðinni Þaö er smánarblettur á þessari þjóð, aö ekki skuli öllum Islend- ingum vera búin þau kjör að átta stunda vinnudagur nægi til mann- sæmandi lifs. Það er smánarblettur á hags- munasamtökum launafólks aö láta þaö viögangast áratugum saman aðhinn langi vinnutimi, sé oröin sú staöreynd sem ekki veröi haggaö. Þaö er vægast sagt ömurlegt til þess að vita aö þaö skuli vera orö- iö eins konar náttúrulögmál, aö fólk þurfi aö þræla langt fram á kvöld og um helgar til þess aö geta eignast heimili, til aö geta fætt sig og klætt. Hér er um grundvallarmann- réttindi aö ræöa. Hér þarf að veröa mikil breyt- ing til bóta grundvölluð á breytt- um hugsunarhætti. Vinnuþrælkun er ekki náttúrulögmál. Atvinnurekendum er vor- kunnarlaust aö skipuleggja svo rekstur sinn, aö verkefnin veröi leyst af hendi á eðlilegum vinnu- degi, eins og gert er meö öörum þjóöum. Láglaunafólkiö I landinu má ekki una þvi lengur aö lifskjör þess byggist á þjakandi yfir- vinnu, á svo löngum vinnudegi, að þaö er ekki nema eitt nafn á slikt, og þaö er vinnuþrælkun. Viö stöndum I rauninni frammi fyrir þeirri staöreynd aö lögin um 40 stunda vinnuviku eru dauöur bókstafur. Þau segja ekkert annað en þaö, aö eftir 40 vinnu- stundir skuli mönnum greidd hærri laun fyrir umframstund- irnar og aö sú vinna skuli kallast yfirvinna. Krafa dagsins er viöunandi laun fyrir eölilega dagvinnu. Þessari kröfu verður aö fram- fyigja. Raunveruleg 40 stunda vinnuvika Enginn skal þurfa aö leita sér lifsbjargar meö vinnuþrældómi. Þaö skal enginn im^ida sér, aö það sé einungis hið lága orkuverö, sem lokkar erlenda auöhringa til fjárfestinga hér á landi. Það er einnig og ekki sfður hin lágu laun. Það er samdóma álit allra þeirra útlendinga sem tekiö hafa þátt i stórframkvæmdum aö is- lenskur vinnukraftur sé eýjhver sá besti sem fyrirfinnist. Einar ögmundsson: Vinnuþrælk- un er ekki náttúrulögmál. Þaö er þvi enn meiri ástæöa til að undrast þaö, að Island skuli vera eitt af mestu láglaunasvæö- um Evrópu. Markmiö verkalýöshreyfingar- innar takmarkast alls ekki viö þaö eitt, aö bæta kjör launafólks i efnalegum skilningi. Hún hefur einnig að markmiöi að auka fræöslu og menntun alls al- mennings, og gefa fólki tækifæri til aö taka þátt I ýmis konar menningarstarfsemi. Raunveruleg 40 stunda vinnu- vika er nauðsynleg, ekki einvörö- ungu til þess aö foröa verkafólki frá að slita sér út fyrir aldur fram, heldur einnig til þess að fólk eigi kost á tómstundum til aö sinna margvislegum áhugaefnum sinum, til aö afla sér menntunar, ' til aö taka þátt i félagsstarfsemi, c til aö njóta bókmennta og lista og siöast en ekki sist, tóm til að sinna fjölskyldu og heimili Vinnustaðurinn sem annað / heimili Vinnustaðurinn er nokkurs konar, annaö heimili verkafólks- ins. Þaö segir sig sjálft, aö þaö er óhemju mikilvægt aö tryggja, aö aöbúnaður og hollustuhættir séu á þann veg sem best verður á kosiö. Við höfum verið minnt á þaö, átakanlega oft núna undanfariö, hversu bágt ástand er viöa I öryggismálum. Hin óhugnanlega tiöu vinnuslys sýna að það þarf aö heröa baráttuna fyrir auknu öryggi. Verkalýðshreyfingin mun eftir- leiðis sem hingaö til halda á lofti kröfum um bætt ástand i öryggis- málum, kröfum um hert öryggis- eftirlitog strangari reglur, kröfur um ný og fullkomin tæki til þess aö fyrirbyggja slys. Efst á blaöi hlýtur samt alltaf aö veröa aukiö öryggi á hafi úti, til þess aö sannfærast um þaö, nægir aö lita á tölur um sjóslys á undanförnum árum. Ariö 1979 hefur veriö gert aö barnaári Sameinuðu þjóöanna. En á sama hátt og baráttudagar verkalýðsins eru fleiri en einn, eru öll ár barnaár. Það er hins vegar von manna, að þessi nafn- gift megi veröa til þess aö vekja fólk til umhugsunar um hagi barna alls staðar i heiminum. Bregðist mannkynið börnunum er það jafnframt að bregöast sjálfu sér. Hagur barna i hverju landi er að sjálfsögöu háöur skilyröum og kjörum fólks almennt. Alþjóðleg barátta fyrir bættum aöbúnaði barna, er þvi þáttur i hinni alþjóðlegu verkalýðsbaráttu. Okkur hrýs hugur við fregnum úr þriöja heiminum um hungrið og vannært fólk, hvort sem er börn eöa fullorönir, og viö verðum aö berjast gegn þeim öfl- um sem eiga þátt I aö skapa og viðhalda sliku ástandi. Góbir félagar, Viö búum I fal- legu og auöugu landi. Hér býr vinnusöm þjóö, lega landsins íokkar til sin svokallaöa sterka bandamenn. I samskiptum viö slika aöila þurfa ráöamenn ávallt að gæta sin og halda vöku sinni. A siöasta A.S.l. þingi var samþykkt mjög ákveöin stefna launþega- samtakanna i sjálfstæöismáli þjóðarinnar og er sú stefna óbreytt. Þaö riöur á að i þessu máli sem öðrum sé þaö alþýðan I landinu sem heldur vörö — hún og aðeins hún á og getur verndað sjálfstæöi þessarar þjóðar. A myndinni sjást aöstandendur sýningarinnar taldir frá vinstri: Jens Guöjónsson gullsmiður ritari Listiönaöar, Charlotte Portman starfs- maöur danska listiönaöarsafnsins, Erik Larsen forstjóri danska safns- ins og Guðmundur Ingólfsson formaöur sýningarnefndar. Dönsk listiönaðarsýn- ing opnuö í Norræna húsinu í dag i dag, laugardag 5. mai, veröur opnuð I Norræna húsinu sýning á dönskum listiönaöarmunum sem hingaö eru fengnir fyrir tiistuölan danska listiönaöacsafnsins I Kaupmannahöfn. Þeir er standa fyrir sýningunni hér er félagiö Listiön i samráöi viö Norræna húsiö. A blaðamannafundi sem for- ráðamenn sýningarinnar efndu til i vikunni kom fram aö Listiðn er ekki nema tæpra fimm ára gam- alt félag. Starfandi i þvi eru um 100 félagar sem hafa verksvið i keramik, textil, gleriðn, tréiön og silfursmiði, svo eitthvaö sé nefnt. Félagiö hefur enn sem komið er ekki yfir neinum salarkynnum að ráöa, en megintilgangur er, aö sögn forráöamanna, en glæöa vit- und almennings um listiðnaö bæöi hér á landi og erlendis auk þess sem þaö hefur áhuga á að safna saman sýnishornum af Islenskum listiðnaðarmunum bæöi nýlegum og frá fyrri árum. Eins og áöur sagöi er þessi sýn- ing hingað komin frá danska list- iðnarsafninu i Kaupmannahöfn, og eru á henni eingöngu danskir munir ef frá er talin nokkur vefn- aðarverk eftir Júliönu Sveins- dóttur frá Vestmannaeyjum. Þess má geta I lokin að danska listiönaðarsafnið er nú til húsa i fyrrum sjúkrahúsi þar sem skáldið Jónas Hallgrimsson and- aðist. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.