Þjóðviljinn - 05.05.1979, Síða 15
Laugardagur 5. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
iþróttir W iþróttir í/1 íþróttir
r
jt
Iþróttir um
helgina
tirslit Reykjavikurmótsins
I knattspyrnu munu væntan-
lega ráðast nú um helgina. í
dag kl. 14 leika Þróttur og
Fylkir og strax að þeim lokn-
um leika Armann og Viking-
ur. Á morgun eigast Fram og
Valur við, en þau berjast um
sigurinn á mótinu. Valur hef-
ur 10 stig og Fram 8 þannig
að Framararnir verða að
sigra til þess að fá aukaleik.
Sigri þeir hins vegar með 3
mörkum fá þeir 11 stig, en
verði jafntefli sigrar Valur.
Sannarlega spennandi
keppni.
A Kaplakrikavelli leika
FH og IBK i litlu bikar-
keppninni og hefst leikurinn
kl. 14. Þá mætast UBK og
IBV I bæjakeppninni kl. 13.30
i dag. Þess má geta i fram-
hjáhlaupi, aö framhalds-
aöalfundur Breiðabliks
verður á morgun kl. 14. i
félagsheimilinu.
Þriðji leikur Stjörnunnar
og Aftureldingar um sæti i 2.
deild handboltans verður i
dag i Höllinni og hefst kl. 14.
Um helgina fer fram úrslita-
keppni i yngri flokkunum I
handknattleik og verður
leikið i Laugardalshöllinni
og á Akureyri. Þetta veröa
væntanlega siðustu hand-
boltaleikir keppnistimabils-
ins.
A Akureyri fer fram kraft-
lyftingamót og hefst keppnin
I dag kl. 14.
1 áag kl. 17 hefst Reykja-
vikurmót fatlaðra i Iþróttum
með keppni i subdi I Arbæj-
arlauginni. A morgun verður
mótinu haldið áfram i Haga-
skólanum og þá keppt i borö-
tennis, lyftingum og Boccia.
tslandsgliman verður
aðaluppistaöan I íþrótta-
þættinum i dag og verða all-
ar glimurnar sýndar.Bjarni
hafði sent skipun til Dana um
það, að taka upp NM í lyft-
ingum fyrir hann, sem siðan
var ætlunin að sýna i dag.
Þvi miður hafa Danir eitt
hvað misskilið boðin og þeir
tóku mest upp myndir af sin
um mönnum sem voru flest
ir að ljúka keppni þegar ts-
lendingarnir sterku voru aö
byrja. Það sést þvi litiö af
okkar mönnum, en þó koma
þeir eitthvað litillega viö
sögu. Eitthvað annað efni
veröur Bjarni með i staðinn
fyrir þessar misheppnuðu
myndir, e.t.v. frá knatt-
spyrnuleikjum.
1 ensku knattspyrnunni
verður sýndur seinni leikur
Liverpool og Manchester
United, en fyrri leikinn sáum
við siðastliðinn laugardag.
A mánudaginn verða inn-
lendar og erlendar svip-
myndir að vanda. Nokkuð
sem Bjarni stendur alltaf
við.
-/Jú/ það er rétt, að við
séum að athuga með að fá
erlendan þjálfara til okkar
næsta vetur- en enn er ekk-
ert komið á hreint í þeim
efnum," sagði úlfar Stein-
dórsson, stjórnarmaður í
handknattleiksdeild IR
aðspurður um áhuga
þeirra IR-inganna að næla
sér í erlendan þjálfara.
Árangur liðsins i vetur hefur
veriö vægast sagt slæmur og
lengst af var fallhættan yfirvof-
andi. Þó náöi 1R sér a strik öðru
hvoru eins og þegar þeir sigruðu
Val og leikur þeirra gegn Viking i
úrslitum bikarkeppninnar meðan
úthald entist. Ungu mennirnir,
Hafliði, Guömundur og Arsæll
áttu mjög góða spretti og sýndu
að nægur efniviður er fyrir hendi
til þess að taka við af gömlu jöxl-
unum.
ÍJlfar var næst spurður um orð-
róm þess efnis, að nokkrir leik-
mennhyggðust yfirgefa félagiö ef
ekki yrði stefnt markvisst að þvi
að ná toppárangri m.a. með þvi
að ráða erlendan þjálfara.
— Þetta hefur heyrst og er það
eðlilegt, þvi ef menn hafa metnað
þá leita þeir þangað sem góða
þjálfun er að hafa. Þetta er samt
eicki aðalástæðan fyrir áhuga
okkar á erlendum þjálfara. Viö
ætlum okkur ekki aö standa
lengur i fallbaráttu og stefnum
beinustu leið á toppinn. —IngH
Brynjólfur Markússon hefur lengi staðið I baráttunni meö IR-ingunum,
en fróðlegt verður að sjá hvort sú barátta verður næsta vetur um topp-
inn eða botninn.
■ Jón Pétur Jónsson, hand-
| knattleikskappinn kunni úr Val,
J kom heim fyrir nokkrum dögum
■ eftir að hafa dvalist hjá
I vestur-þýska handknattleikslið-
j inu Dankersen, en Jón mun
| leika með liðinu næsta vetur.
■ ólafur H. Jónsson, bróðir Jóns
I og Axel Axelsson hafa leikið
, meö liðinu i nokkur ár, en
■ Ólafur mun koma alkominn
I heim I sumar. Axel ætlar hins
! vegar að vera eitt ár enn úti.
Jón Pétur var hinn hressasti
■ að vanda þegar Þjv. hafði sam-
| band við hann i gær og innti
■ frétta af Þýskalandsreisunni.
— Þessir karlar sem leika
[ með Dankersen nú eru stórir og
I sterkir, en liklegt er að ein-
I hverjar breytingar verði fyrir
J næsta vetur. Þeir reyna aö láta
| slikt gerast i rólegheitum. Nú
■ mér leist mjög vel á allar að-
I stæöur þarnaogmér veröur út-
, veguð ibúð og bill. Ég kem til
Imeð að vinna i sömu verksmiðju
og Axel, en þar eru framleiddar
! kaffivélar o.fl. Þó veit ég ekki
hve mikil áhersla verður lögð á
þá yinnu.
— Þaðeralltoröið klárt þarna
úti hvað varðaöi leiki, leikdaga,
heimsóknir félagsliða o.s.frv.
á næsta keppnistimabili. Allt er
þetta unniö i tölvu, sem þýðir að
lítil hætta er á veseni.
Nú var talaö við þig sem upp-
rennandi linumann hér f eina tiö
Ertu ekkert smeykur um að
Þjóöverjarnir komi þér þangaö
likt og gert var viö ólaf?
— Það er rétt að ég spilaði á
linunni fyrstu árin I meistara-
flokknum, en ég reikna ekki
með þvi aö mér verði komið þar
fyrir aftur. Þeir fengu mig sem
hægri handar skotmann og
breyta þvi' varla.
Var þér ekki fyrirskipaö aö
æfa I sumar?
— Ekki fyrirskipað, en ég
æfi væntanlega eftir pró-
grammi frá Hilmari Björnssyni
og þá mest með félögunum i
Val. Siðan fer ég út 20. júli og
strákarnir hjá Dankersen byrja
æfingar 1. ágúst.
Valsararnir ætla aö æfa af
krafti isumar og koma mjög vel
undirbúnir fyrir næsta keppnis-
tímmabii. Þeir hafa haft sam-
band viö ungverska handbolta-
liðið Honved og handboltasam-
bandið þeirra og leitað eftir
þjálfara. Viö höfum nú verið
tslandsmeistarar 3 ár i röð og
ekkert grin yrði fyrir Islending
að taka viö liðinu. Þess vegna
þarf aö fá útlending, sem enginn
skilur og patar út i loftið.
Hefur verið minnst á að þú
verðir með I landsleikjum næsta
vetrar?
— Ekki beinlinis, en ég verð
með ef kallaö verður á mig.
Annars er þaö mm skoðun að
helst eigi að nota strákana
heima í vináttulandsleiki, en
þegar um keppni er aö ræða eigi
að stilla upp sterkasta liðinu
sem völerá.Mennsem leika úti
verða að vera i algjöru topp-
formi tíl þess að vera gjald-
gengir I landsliðið.
Hvað með heimsmeistara-
keppnina 1981?
Jón Pétur Jónsson, Dankersen
— Þá reikna ég meö að vera á
toppnum sem leikmaður.
IngH
Mörg stórverkefni
hjáFRI
Mikil gróska er I starfsemi
Frjálsiþróttasambands tslands
um þessar mundir og mörg stór-
verkefni framundan. Flest af
okkar besta frjálsiþróttafólki æfir
erlendis um þessar mundir og
ekki fjarri lagi að ætla að 70-80
manns fari utan til æfinga I sum-
ar.
Fyrsta mótið erlendis, sem við
tökum þátt I á árinu verður
Evrópubikarkeppni karla I
Luxemburg, 16. og 17. júni. Þar
veröum við I riðli meö Portúgöl-
um, Dönum, Irum og Luxem-
burg. Þrjár efstu þjóöirnar kom-
ast áfram og eru möguleikar okk-
ar manna vissulega miklir.
t lok júni verður Norðurlanda-
meistaramót unglinga i f jölþraut-
um og er stefnt aö islenskri þátt-
töku þar. Undanúrslit i Evrópu-
bikarkeppni karla verða siðan i
byrjun júli og sama dag fer fram
Evrópubikarkeppni kvenna i
Wales.
Evrópubikarkeppni I fjölþraut-
um verður i Bremen 14. og 15. júli
og þar ættu tugþrautarmennirnir
okkar að gera góða hluti.
Hin árlega Kalottkeppni verð-
ur stuttu seinna I Bodö I Noregi,
en i fyrra höfnuðum viö i ööru
sæti i keppninni.
Unglingarnir fara aftur á stjá i
byrjun ágúst, en þá fer fram
Norðurlandakeppni unglinga, 20
ára og yngri, i Noregi. Bestu ung-
lingarnir halda væntanlega á
Evrópumeistaramót unglinga i
Póllandi 16.-19. ágúst.
Hér heima verða væntanlega
mörg skemmtileg mót og skal þar
fyrstnefna Reykjavikurleikana 8.
og 9. ágúst. Þar mæta margir
frægir kappar til keppni t.d. Mac
Wilkins, fyrrum heimsmethafi i
kringlukasti, Meistaramót Is-
lands verður um miðjan júli og
Bikarkeppnin i lok ágúst.
Þá má að lokum nefna kast-
landskeppni við Itali, sem fram
fer á Akureyri 13. ágúst og keppni
við Bretland og Kanada i tug-
þraut i byrjun september.
IR-ingar á höttunum
eftir erlendum þjálfara
„Mér íeist mjög vel á aíiar
aðstæður hjá Dankersen”
sagði Jón Pétur Jónsson eftir að hafa dvalist hjá
hinu frœga þýska handboltaliði fyrir skömmu