Þjóðviljinn - 05.05.1979, Síða 20
DWÐVIUINN
Laugardagur 5. mal 1979.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9— 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögiim.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviijans i slma-
skrá.
Breyting á lögum um Lánasjóö ísl. námsmanna:
Lán aukist í
100% umfram-
fjárþarfar
Hátekjumenn greiða námslán til baka
Ragnar Arnalds mennta-
málaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp um breytingu á
lögum um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. (
frumvarpinu, sem samið
er af stjórn lánasjóðsins,
er gert ráð fyrir þvi að lán-
in aukist á næstu þremur
árum úr 85% „umfram-
f járþarfar" í 100%. Þá er
gert ráð fyrir að endur-
greiðsl ukerf inu verði
breytt og endurgreiðslur
hækkaðar hjá þeim lán-
þegum sem hafa stutt nám
að baki og þeim sem hafa
háar tekjur að námi loknu.
t samtali við Þjv. i gær sagðist
menntamálaráöherra telja það
mjög mikilvægt, að rikisstjórnin
Mjólkur-
fræðingar
boða
verkfall
Mjólkurfræðingar hafa
boðað verkfall frá og með 14.
mai hafi samningar ekki tek-
ist fyrir þann tima.
Enginn viðræðufundur
hefur enn verið haldinn með
deiluaðilum, en kröfur
mjólkurfræðinga munu jafn-
gilda um 20% launahækkun
-A1
Samdrátt-
ur í bíla-
inn-
flutningi
Nær fjóröungssamdráttur
hefur oröiö I bifreiöainn-
flutningi landsmanna á
fyrsta ársfjóröungi þessa árs
miöaö viö sama timabil 1978.
A timabilinu janúar —
marslok voru fluttar til
landsins 1747 bifreiðar, þar
af 1576 nýjar fólksbifreiðar .
Sambærilegar töiur frá 1978
eru 2.265 bifreiðar samtals,
þar af 2014 nýjar fólksbif-
reiðar. A timum sihækkandi
oliuverðs hefur innflutningur
diesel-bila einnig dregist
saman úr 97 I fyrra i 67 á
þessu ári. Fjölgun hefur
orðið á innflutningi vörubif-
reiða en 85 vörubifreiðar
voru fluttar til landsins á
fyrsta ársfjóröungi þessa árs
en 64 i fyrra á sama tima.
-AI
hafi fallist á að hann leggi þetta
frumvarp fyrir Alþingi. „Það er
löngu timabært orðið að lán úr
sjóðnum nægi fyrir allri umfram-
fjárþörf námsmanna,” sagði
Ragnar. „Þetta hefur verið
stefna okkar Alþýöubandalags-
manna og hér er gert ráð fyrir
þvi, að þessu marki verði náð i
þremur áföngum.”
Ragnar sagðist hafa falið stj6rn
sjóðsins að undirbúa frumvarpiö,
en i stjórninni eiga sæti fulltrúar
námsmanna og rlkisvaldsins.
„Þótt þar væru vissulega skiptar
skoðanir um ýmislegt i þessu
sambandi, var fullt samkomulag
um frumvarpið,” sagði ráðherr-
ann. Hann sagði að frumvarpiö
heföi verið i smiðum i vetur og
væri nokkuð seint á ferð, þannig
að óneitanlega væri nokkuö tvi-
sýnt um hvort þaö yrði afgreitt á
þessu vori. „En ég er þó að gera
mér vonir um að meirihluti Al-
þingis fallist á að afgreiöa þaö nú
i vor, þvi að óhjákvæmilegt er að
undirbúa fjárhagsáætlun sjóðsins
áriö 1980 meö góðum fyrirvara,”
sagöi Ragnar.
1 frumvarpinu eru gerðar
nokkrar breytingar á endur-
greiöslu lánanna, sem miða að
þvi að fólk með góðar tekjur end-
urgreiði lánin heldur hraðar en
gert er ráð fyrir með núverandi
fyrirkomulagi. „Við Alþýöu-
bandalagsmenn höfum alltaf gert
reginmun á þvl, hvort þeir sem
lánanna njóta verða lágtekju- eða
hátekjumenn aö námi loknu,”
sagði Ragnar. „Og við teljum
óhjákvæmilegtaö ivilna fólki sem
hefur litlar tekjur að námi loknu,
en hinsvegar enga ástæðu til að
vorkenna þeim sem hafa miklar
tekjur að borga lánin upp á hæfi-
legum tima.”
Bolli Héðinsson fyrrverandi
formaður Stúdentaráðs sagðist
vera mjög dús við þetta frum-
varp. Það væri samhljóða tillög-
um stjórnar lánasjóðsins frá 1976.
„Við gengumst inn á visitölubind-
inguna gegn þvi að tekið yrði tillit
til tekna að námi loknu við endur-
greiðslur, eins og gert er ráð fyrir
nú,” sagöi Bolli.
Ragnar Arnalds: Löngu tlmabær
aö lánin nægi fyrir allri umfram
fjárþörf námsmanna.
Miðstjórn ASÍ fordœmir verkbannið:
Gerræðislegar
baráttuaðferðir
geta haft alvarlegar qfleiðingar
A fundi miðstjórnar Alþýöu- leiða til skeröingar á
sambands íslands s.l. fimmtu-
dag var samþykkt samhljóöa
svofelld ályktun um verkbann á
undirmenn á farskipum:
Miðstjórn Alþýöusambands
Islands fordæmir harðlega hina
tilefnislausu verkbannsboðun
Vinnuveitendasambands Is-
lands á undirmenn á farskipum.
Verkbannið er boðað án þess að
nokkrar samningaumleitanir
hafi farið fram. Hins vegar hef-
ur Vinnuveitendasambandiö
sett fram kröfur sem myndu
kjörum
sjómanna ef þær næöu fram að
ganga.
Miðstjórn ASI krefst þess að
atvinnurekendur dragi kjara-
skerðingarkröfur sinar til baka,
aflétti verkbanni og gangi til
samninga við sjómenn.
Þá varar miðstjórn ASI
Vinnuveitendasamband tslands
alvarlega við þessum gerræðis-
legu baráttuaðferðum, er
marka timamót i samskiptum
aðila vinnumarkaðarins, og
geta haft ófyrirséðar afleiðing-
ar.”
Mismunur á taxtaRARIKogRafmagnsveitnaReykjavíkur:
Hefur minnkað úr
88% í 55%
Langt frá þvi að þetta sé fullnægjandi,
segir Hjörleifur Guttormsson
Hækkun verðjöfnunargjalds
hefur þegar skilaö nokkrum ár-
angri en hann er þó langt frá þvl
aö vera fullnægjandi. Mismunur-
inn á heimilistaxta Rafmagns-
veitna rikisins og Rafmagns-
veitna Reykjavikur hefur þannig
minnkað frá þvi s.l. haust úr 88% i
55% eftir siöustu gjaldskrár-
breytingu, sagöi Hjörleifur Gutt-
ormsson iönaöarráöherra i sam-
tali viö Þjóðviljann I gær.
Tilefni spurningarinnar var að
Pálmi Jónsson hefur lagt breyt-
ingartillögu við lánsf járáætlun að
rikissjóður fái 600 miljón króna
lánsfjárheimild og rikissjóður
skuli að fullu standa við greiðslu
afborgana og vexti.
Hjörleifur sagði að þessi tillaga
v.æri efnislega samhljóöa tillögu
sem iðnaöarráöuneytið lagði
fram við undirbúning lánsfjár-
áætlunar i rikisstjórn. Niöurstöð-
ur þessa máls urðu samt þær að
rikissjóður skyldi leggja RARIK
árlega til 120 miljónir króna til
endurgreiðslu lánsins en að öðru
leyti ætti fyrirtækið að annast
greiöslu vaxta og afborgana.
Iðnaöarráðuneytið hugðist ná
fram umræddu 600 miljón króna
láni sem rlkissjóöur stæði undir
og auk þess 6% hækkun verðjöfn-
unargjalds sem samþykkt hefur
veriö og á að geta aflaö fyrirtæk-
inu um 540 miljónum króna miöað
við eitt ár og nýtast sérstaklega
til að lækka almennan heimilis-
taxta.
Hjörleifur sagðist vera þeirrar
skoðunar að rikinu bæri að leggja
til RARIK bein framlög til þess að
standa undir þeim arðbæru og fé-
Framhald á 18. siöu.
Góð þátttaka í BSRB kosningunum:
Talning hefst
á mánudag
Kosningaþátttaka I atkvæöa-
greiöslu BSRB manna um sam-
komulagiö við rikisstjórnina
glæddist verulega i gær og skv.
upplýsingum yfirkjörstjórnar I
gærkvöldi neyttu á milli 60 og 70%
félagsmanna atkvæðisréttar slns.
Dæmi er um 80-90% kosninga-
þátttöku á einstaka kjörstööum
og jafnvel I einstaka félögum.
Kristján Thorlacius forseti
BSRB sagði i samtali' við Þjóð-
viljann i gær að hann teldi þessa
kosningaþátttöku mjög góða og
sagðist hann varla hafa átt von á
svona góðri kjörsókn. Engu vildi
hann spá um niðurstöður at-
kvæðagreiðslunnar, en atkvæöi
rikisstarfsmanna verða öll talin á
skrifstofu félagsins I Reykjavik
og hefst talning þeirra á mánu-
dag, ef flugsamgöngur verða með
eðlilegum hætti. Atkvæði bæjar-
starfsmanna verða talin á hverj-
um stað fyrir sig.
— AI
Stöðvar Alþýðuflokkurinn
framhaldsskólafrumvarpið?
Skóiamenn viðsvegar um land
hafa nú af þvi þungar áhyggjur
aö frumvarpiö um samræmdan
framhaldsskóla muni daga uppi
óafgreitt á þessu þingi, en þaö
var Iagt fram I þriöja sinn fyrir
jól og sent út til umsagnar.
Ragnar Arnalds menntamála-
ráöherra hefur lagt á þaö þunga
áherslu aö frumvarpiö væri af-
greitt nú fyrir þinglok, enda er
framhaldsskólinn viöa I upp-
byggingu án þess aö lög um
hann séu fyrir hendi.
Aiþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn hafa viljað
standa við marggefnar yfirlýs-
ingar um að málinu yrði komiö i
höfn á þessu þingi. Enn er þó
ekki ljóst um örlög þess og
stendur frumvarpið fast I
menntamálanefnd neðri deild-
ar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir
á hverju kratar byggja andstöðu
sina, en helst er haft eftir þeim
að þingmenn flokksins séu svo
reynslulausir að þeir treysti sér
ekki til að taka afstööu til hins
viöamikla frumvarps um sam-
ræmdan framhaldsskóla að
sinni.
Þegar er mikil togstreyta haf-
in milli flokkanna um málið og
hafa Alþýðubandalagsmenn lýst
undrun sinni á þvi að Alþýðu-
flokkurinn skuli ætla sér að tef ja
framgang máls sem er jafnþýð-
ingarmikiö fyrir verknám og al-
þýðumenntun i landinu.
I frumvarpinu er lögð aðal-
áhersla á að hefja verknám til
vegs og virðingar og skapa þvi
jafnrétti á við bóknám, bæði
hvaö snertir hlutdeild rikisins i
byggingu og rekstri verknáms-
skóla og að verknám veröi metið
til æðri menntunar. Frumvarpið
er stórmál fyrir dreifbýiið og
með þvi lagöur grundvöilur aö
stóraukinni framhaldsmenntun
viðsvegar um landið. Gert er
ráð fyrir að námsframboö verði
fjölbreyttara og valfrelsi nem-
enda hvarvetna eins og best
þekkist. Auk þess eru i frum-
varpinu merk ákvæði um full-
orðinsfræðslu innan framhalds-
skólakerfisins.
I vetur hefur frumvarpið verið
endurskoðað m.a. á sérstakri
ráðstefnu sveitarstjórnarmanna
og i breytingartillögum sem
undirbúnar hafa verið er gengið
til móts við þau sjónarmið sem
fram hafa komið og sniðnir af
þvi ýmsir agnúar. Er þvi ekki
unnt að tefja málið á þeirri for-
sendu að I frumvarpinu sé hall-
aö á sveitarfélögin varðandi
kostnaðarskiptingu eöa annaö.
— ekh