Þjóðviljinn - 11.05.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. mal 1979 WÓÐVILJINN — StÐA 5 Beiðnír um 20 ný bankaútibú 145 afgreiöslur banka og sparisjóða i landinu 1 ræðu Jóns Skaftasonar, for- manns bankaráðs Seðlabankans, á ársfundi bankans f fyrradag kom fram, aö I landinu eru nú 100 bankaafgreiðslur og 45 afgreiðsl- ur sparisjóða. Fyrir liggja beiðnir um 20 ný útibú, en Seölabankinn hefur verið fremur tregur á leyfi til nýrra útibúa. 119 stöðugildi voru við Seðla- De rerum natura komið út Tímarit Visindafélags M.R., De rerum natura, er nýkomið út. Ritiö er óvenju efnismikið að þessu sinni, samtals 153 bls., og kennir þar ýmissa grasa, en allar greinarnar, 18 talsins, eru ritaðar af nemendum skól- ans. Að venju eru flestar þeirra um náttúru- og liffræði og má m.a. nefna greinar um hávaðamengun, skógrækt og ofnæmi. Ennfremur er að finna I ritinu yfirgripsmikla hugleiðingu um orkumál framtiöarinnar, eina grein um sagnfræði, tvær greinar um veðurfræði og tvær um jarðfræöi. Má þvl gera ráð fyrir að flestir finni eitthvað við sitt hæfi I ritinu. Stjórn Visindafélagsins hefur ákveðið aö hafa ritið á boðstólum fyrir almenning og verður það til sölu I nokkrum helstu bókaversl- unum bæjarins, t.a.m. Isa- fold, hjá Eymundsson, Snæ- birni, Lárusi Blöndal og Bók- sölu stúdenta. bankann um slöustu áramót, en voru 114 árið 1974. Sagði Jón það ekki rétt, sem oft heföi komið fram, að Seölabankinn væri alltof stór og valdamikill og starfsmenn orðnir of margir. Rekstrarafgangur bankans var 268,5 miljónir króna á sl. ári, en rekstrarkostnaður var 895 miljónir. Vöxtur sparifjár i bankakerfinu hefur haldið I við vöxt þjóðarframleiöslu undan- farin 2 ár.og taldi Jón þaö mikil- vægt að svo héldi áfram. „Bam á sjúkrahúsi” Ráðstefna á vegum Hjúkrunarskólans Hjúkrunarskóli tslands gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 12. mal um „Barn á sjúkrahúsi”. Fjallað verður um viðfangsefnið: „Hvernig má auka velliðan og flýta fyrir bata barns á sjúkra- húsi”? Þetta viðfangsefni hefur verið i brennidepli viða um lönd að undanförnu, en litið verið um það fjallaö hér á landi. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar taldi það mjög knýjandi að hefja umræðu um þetta málefni og þannig vekja athygli fólks á, að huga ber raunhæft að andlegri velferö barnsins á sjúkrahúsinu. Ráðstefnan verður haldin I Hjúkrunarskólanum og sett kl. 9 f.h. af Herthu W. Jónsdóttur hjúkrunarkennara. Maria Finns- dóttir heldur fyrirlestur um „Barn á sjúkrahúsi”, Höröur Bergsteinsson barnalæknir um „Samband 'foreldra og barna- læknis”, Sigrlður Björnsdóttir um „Gildi skapandi starfs fyrir sjúka barnið” og Grétar Marinósson sálfræöingur um „Ahrif sjúkra- húsvistar á hegðun og náms- árangur barna” Foreldrar segja slðan frá eigin reynslu af sjúkra- húsvist barna sinna. Starfað verður I starfshópum og niður- stöður lagðar fram og ræddar I lokin. 12. mal er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og hafa alþjóðleg samtök hjúkrunar- fræðinga (I.C.N.) beint þeim tilmælum til hjúkrunarfræðinga um heim allan að þeir vinni opin- berlega að verkefni tengdu barnaárinu og er þessi ráðstefna framlag Hjúkrunarskóla tslands til þess. Sálfræöiþingiö fjallar um börn meö sérþarfir: Jákvæð reynsla Svía af samskipan í skólum Aðalviöfangsefni norræna sál- fræöiþingsins I fyrradag voru vandamál viðvikjandi börnum meö sérþarfir. Fulltrúahópar hinna ýmsu landa sjá hver um sinn dag á ráðstefnunni og var þá dagur sænsku sálfræöinganna. Erindi fluttu: Margareta Carl- berg um ráðgjöf I forskóla, Gunnel Colnerud um sam- skipaðar aðgerðir innan grunn- skóla fyrir börn með þörf fyrir sérstakan stuðning og örvun, Lis- beth Palme um börn með félags- lega og tilfinningalega erfiðleika, Karin Forsberg um þroska- vandamál sjónskertra og blindra barna og Inga-Lill Bohman um reynslu af starfi með geðveik börn. I erindi Gunnel Colnerud kom fram, að Svlar hefðu nú komist niður á það að hafa samskipan (intergrering) I skólum sem meginreglu I aðgerðum fyrir ein- staklinga með sérþarfir, en að þessari niðurstöðu var komist eftir að I mörg ár hafði sá háttur verið hafður á að aðskilja ein- staklinga með sérþarfir frá öðr- um nemendum. Colnerud sagði að rannsóknir hefðu sýnt að samskipan hefði mjög jákvæö áhrif á náms- árangur nemenda með sérþarfir. En til þess að tryggja góðan árangur á þessu sviöi væri nauð- synlegt að sjá kennurum og skólastjórum fyrir sérfræöilegum stuðningi. ' dþ. Akureyri: Opnuð skrifstofa Neytendasamtaka Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni opnuðu nú i vikunni skrifstofu á Akureyri og verður hún fyrst um sinn opin tvisvar i viku, á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 4-6 slðdegis. Skrifstof- an er á Skipagötu 18, annarri hæð, og siminn 24 402. Að sögn Stefanlu Arnórsdóttur, varaformanns Neytendasamtak- anna nyrðra mun stjórn þeirra skipta með sér störfunum á skrif- stofunni og verður reynt að veita neytendum upplýsingar sem að gagni mega koma eða banda á hvert helst sé að leita upplýsinga sem þörf er á hverju sinni. Samtökin munueinnig reyna aö aðstoða fólk við að leita réttar síns þegar keyptri viýu eða þjón- ustu er ábótavant og kaupandi hefur snúið sér til seljanda með kvörtun án árangurs. Helst þarf einnig kvittun fyrir greiðslu að vera fyrir hendi. Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni hafa hafið útgáfu fréttabréfs og er ritstjóri þess og ábyrgðarmaöur Stefán Vil- hjálmsson. Formaður samtak- anna er Steinar Þorsteinsson. — vh Fundarboð Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn föstudaginn 18. mai kl. 17 að Háaleitisbraut 13. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Útboð Tilboð óskast i holræsalögn frá fyrirhug- uðum prestahúsum á Landakotstúni að Hólavallagötu. Útboðsgögn verða afhent hjá Hannesi Kr. Daviðssyni arkitekt Brávallagötu 4 R.vik gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánu- daginn 21. mai n.k. kl. 14.00. Ríkisútvarpið auglýsir stöðu dagskrárstjóra lista- og skemmtideildar sjónvarps lausa til um- sóknar. Starfið er veitt til fjögurra ára. Umsóknum sé skilað til Sjónvarps, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 1. júni n.k. Fyrirlestur í MÍR-salnum Sovéski sagnfræðingurinn Nikolaj A. Kosolopov segir frá sovéskum viðhorfum til ýmissa þeirra mála sem efst eru á baugi á alþjóðavettvangi um þessar mundir, i MlR-salnum, Laugavegi 178, sunnudaginn 13. mai kl. 4 siðdegis. öllum heimill aðgangur. MÍR. Tilkynning frá Heilbrígðiseftirliti rikisins Heilbrigðiseftirlit rikisins vekur hér með athygli sveitarstjórna og heilbrigðis- nefnda á útrýmingu meindýra samkvæmt lögum nr. 27/1945 og Heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972. Ennfremur vill Heilbrigðiseftirlit rikisins vekja athygli sveitarstjórna og heil- brigðisnefnda á árlegri vorhreinsun á lóð- um og lendum samanber 40. gr. Heil- brigðisreglugerðar. Liðsfundur Sameiningar 1. mai gegn kjaraskerðinguj Iðnó uppi, laugardaginn 12.5. kl. 2-5. Fundarefni: Mat á aðgerðum 1. mai. Um- ræður. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.