Þjóðviljinn - 11.05.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. maí 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Leið aukinnar kreppu, verð- veru tíma skipa sem fiska i is, og miöa viö eina viku. Aflaaukning frá þvf sem verið hefur siðustu árin kallar þvi ekki á minni fisk- veiðiflota, heldur fjölgun skipa i mjög náinni framtiö, svo framar- lega sem við ætlum okkur að vinna fiskinn i boðlega mann- eldisvöru fyrir markaði. Þetta er mergur þessa máls, sem menn verða að bera skyn á, áður en þeir telja sig þess umkomna að geta rætt þessi mál af einhverju viti og i alvöru. bólgu og vandrœða Auð- linda- i- skattur boðaður á Tvö valdamikil samtök í þessu landi hafa nýlega birt boðskap sinn til þjóð- arinnar um auðlindaskatt á islenskar fiskveiðar. Fyrst eru það samtök iðn- rekenda undir forustu síns vígreifa formanns, Davíðs Schevings Thorsteins- sonar, sem riðu á vaðið og birtu boðskap sinn um auðlindaskattinn. Formaðurinn fylgdi svo boðskapnum eftir með viðtali í útvarpi og Morgunblaðinu, þar sem hann lýsti dulbúnu at- vinnuleysi við fiskveiðar á islenskum skipum sem fælist í því, að afköstin væru of lítil, og mikið minni fiskifloti gæti annað þessu verkefni. Rétt á hæla iðnrekendum kom svo Verslunarráð tslands með sina samþykkt, sem var svo aö segja nákvæmlega eins. Til þess að skýra fyrir lesendum hvað hér er á ferðinni, þá leyfi ég mér að vitna i rammagrein i Dagblaðinu 5. april s.l. þar sem sagt er frá samþykktinni og viðtali við for- mann ráðsins. „Verslunarráö vill láta fella niður alla tolla og önnur aðflutningsgjöld á innfluttum vörum, en rikið tekur nú til sin að meöaltali 27.3 prósent af vöru- verði innfluttra vara i slikum gjöldum. Þetta ætti að vera hægt með þvl að bæta rikinu tekjutapið meö tekjum af sölu á fiskveiði- leyfum, það er auðlindaskatti, segir ráðið”. Sföan spyr blaðið: „Og hvað um rekstur útgerðarinnar? Honum yrði haldiö i horfinu með gengis- fellingu sem gerð yrði samhliöa þessu og veitti útgerðinni nægar tekjur til að standa undir greiöslu fiskveiöileyfanna. Við þessa breytingu yrði gerbylting á öllu mati á hagkvæmni tækifæra i iðnaði og annarri innlendri fram- leiðslu, segir verslunarráð. Hækkun á verði innfluttra vara, sem leiddi af nægilegri gengis- fellingu, gerði innlendar vörur samkeppnishæfari. Verslunin mundi færast inn i landið. Fri- verslunarmarkmiöum yrði náö. Hjalti Geir Kristjansson, for- maður Verslunarráðs, sagði á fundi meö blaöamönnum I gær að íslenskar fiskveiðar þetta allt væri auðvitað langtima- markmiö, en það bæri að kynna svo aö menn misstu ekki sjónar á þvi”. Hér lýkur tilvitnun minni I Dagblaöiö. Það fer ekkert á milli mála, að hverju skuli stefnt, ef stjórnmála- flokkar, sem þessir tveir þrýsti- hópar eiga sterk itök I, fá aðstöðu til stefnumörkunar á þessu sviði. Forsaga hugmyndarinnar um auðlindaskatt á fisk- veiðar Ekki þori ég að fullyrða neitt um, hver er hinn upphaflegi höfundur þess, aö lagður skuli auðlindaskattur á íslenskar fisk- veiðar. Sumir segja að hagfræð- ingurinn Bjarni Bragi Jónsson hafi einhverntima kastað fram þessari hugmynd I hálfgerðu glensi, en hún hafði síðan verið gripin á lofti af öörum. Sem alvöru hugmynd tel ég ótrúlegt, að hún geti verið komin frá þeim manni. Hitt er flestum kunnugt, að auðlindaskattur er veigamikill þáttur i kenningu iönrekandans Kristjáns Friðrikssonar, sem kenndur er við Últlma, um tilhögun þá sem hann vill hafa á fiskimiðum. Svo skeður það áriö 1977 ef ég man rétt, að starfshópur tekur til starfa á vegum Rannsóknarráðs rikisins, og honum ætlað það hlut- verk hvernig fiskveiðum yröi best hagaö á íslenskum miðum i fram- tiöinni. Það skal tekiö fram að enginn sjómaður var i þessum starfshópi, og aðeins fáir munu hafa veriö innan hóspins sem nokkurn tima höfðu migið i saltan sjó. Þekking á fiskveiðum virðist ekki hafa veriö látin sitja I fyrir- rúmi hjá Rannsóknarráði rikis- ins, þegar menn voru valdir i starfshópinn. En innan starfs- hópsins voru háskólaborgarar úr ýmsum greinum, sem áttu að setja vísindastimpil á niöurstöðu hópsins. Hver varð svo niöur- staðan? Hún var I stuttu máli þessi: Hópurinn komst að þvl, að jJóhann J.E. Kúld fiskimá/ islenski fiskiskipaflotinn væri allt of stór og bæri nauösyn til að hann væri minnkaður hiö fyrsta, þar sem mikiö færri skip gætu veitt • jafn mikinn afla. t öðru lagi gerði hópurinn hugmyndina um auð- lindaskatt á fiskveiðar að sinni hugmynd. Það kemur fram i áliti hópsins að ekki sé óeðlilegt aö fiskimiðin séu boðin upp og slegin hæstbjóðenda til leigu, likt og lönd til vinnslu á ollu, sem hópurinn haföi til hliösjónar og viömiöunar við störf sin. Ef svo menn gætu ekki fallist á þessa tilhögun fiskveiða, þá var bara að leggja ákveðið gjald á hverja smálest af fiski sem veidd væri. Þetta sameiginlega álit hins háskólamenntaða starfshóps, var svo útgefiö sem visindaleg niöur- staða I bókarformi, á kostnað rikissjóðs. Ég er hissa á þvl hvaö hljóttlhefur veriðium þetta „fræöi- rit” síðan það kom út. En þegar maður athugar nýlegar sam- þykktir iðnrekenda og Verslunar- ráös um auölindaskatt á fisk- veiðar þá er sjáanlegt, aö þetta umtalaöa „fræöirit” Rannsóknarráðs rikisins er byrjaö aö bera ávöxt. Iönrek- endur og Verslunarráð hafa til- einkað sér kenningu starfs- hópsins og gert hana að sinni. Þaö er ekki til heil brú í álitinu Stuttu eftir að niðurstaða framangreinds starfshóps Rann- sóknarráðs rlkisins kom út, birti ég hér I fiskimálaþáttum mlnum umsögn um hana, sem ég taldi alveg fráleita og byggða á mikilli vanþekkingu á þvi málefni sem fjallað var um. Ég hélt aö þetta mál væri úr sögunni svo vitlaust sem það var, en þvl er nú aldeilis ekki að heilsa, heldur kemur það nú fram afturgengið i tillögum iðnrekenda og Verslunarráðs. Ég held aö flestir hafi talið hug- myndina um auðlindaskatt svo fráleita, aö tæplega væri orðum eyöandi á hana og af þeirri ástæðu hafi lltiö sem ekkert verið skrifað um niðurstööu starfshóps Rannsóknarráðs rlkisins um tilhögun fiskveiöa á islenskum miðum. Þaö má máske segja að iðnrekendum og Verslunarráöi sé vorkunn að hafa glæpst á þvi að taka mark á vitleysu starfs- hóps Rannsóknarráðs. Þegar Daviö Scheving Thorsteinsson talar um dulbúið atvinnuleysi á islenska fiskveiðiflotanum, þá styöst hann að sjálfsögðu viö álit starfshópsins sem taldi að mikið minni floti gæti skilaö sama afla- magni á land. Hér er hinsvegar um algjört þekkingarleysi á mál- efninu að ræða. Þaö er staöreynd að afköst íslenskra sjómanna viö fiskveiðar eru meiri en nokk- urrar annarrar fiskveiðiþjóðar I heiminu. Það má þvi segja aö i stað dulbúins atvinnuleysis, sem Davið talar um, sé um of mikla vinnu aö ræða þegar afla-afköst eru mest og kemur þaö niöur á fiskgæðum. Sem sagt: Afköst islenska fiskveiðiflotans hafa verið og eru i sliku hámarki aö þar má engu viö bæta, ef viö ætlum að vinna úr aflanum manneldisvöru, sem hægt er að bjóða á markaöi með gæða- stimpli. I þessu sambandi er fyrir löngu orðin knýjandi nauðsyn, aö setja reglugerð um hámarks úti- Verður auðlindaskattur upptekinn við síldveiðar á komandi hausti? 1 Morgunblaðinu þann 25. april s.l. segir frá nýútkominni grein eftir Jakob Jakobsson fiski- fræðing, annan af aöstoðarfor- stjórum Hafrannsóknar- stofnunar. I greininni, sem sögð er vera I nýútkomnum Ægi, segir frá tilhögun sildveiða á komandi hausti, eins og fiskifræöingurinn leggur til að þær verði fram- kvæmdar, og hefur rætt um viö sjálvarútvegsráöuneytiö. Fiski- fræðingurinn leggur til að rek- netaveiöar verði með sama sniði og undanfarin haust. En þegar kemur að sildarveiðum I hring- nót, þá er gerð tillaga um eftir- farandi breytingar, sem ég tek upp hér orðrétt eftir Morgun- blaöinu: „a. leyfi til hringnótaveiða verði veitt 10 vel búnum hring- nótaskipum og koma þá 2000 tonn sildar i hlut hvers skips. b. Aætlaður rekstrarkostnaöur slikra skipa I tvo mánuði ásamt hagnaði verði dreginn frá and- virði 2000 tonna og mismunurinn verði lágmarks leyfisgjald. c. Ef fleiri en 10 skip óska að kaupa sildarveiðileyfi, sbr. lið b hér að ofan, kemur til greina að selja þau hæstbjóðendum, enda uppfylli þeir öll nauðsynleg skilyrði” Hér lýkur tilvitnun minni. Siöan erkomið inn á ýmiss skilyröi sem ráðuneytið kynni að setja fyrir veitingu leyfanna. Eftir að hafa lesið ofangreinda tilvitnun i Morgunblaðinu þar sem áhugamáli Jakobs Jakobs- sonar um tilhögun sildveiöa með hringnót á komandi hausti er lýst, þá sé ég ekki betur en að hér sé komin fram I dagsljósiö tillaga um visi að auðlindaskatti á is- lenskar fiskveiðar, og fer þá at- buröarás þessa máls að verða bæöi hraðari og óvæntari en ýmsir höfðu búist viö. Komist auðlindaskattur á sildveiöar með hringnót i gegnum sjávarútvegs- ráöuneytið og rikisstjórn og verði þar með geröur að veruleika, þá teldi ég mikið ógæfuspor hafa verið stigið á sviði islenskra fisk- veiða. Það fer varla á milli mála að hér er verið að þreifa fyrir sér, hvernig hinu mikla máli ein- stakra manna og þrýstihópa verði hrundið i framkvæmd. Verði auðlindaskatti komiö á sild- veiðar með hringnót nú, þá hefur isinn verið brotinn og eltingar- leikurinn gerður auöveldari. Eftir það væri hægt að yfirfæra slik söluleyfi á aörar tegundir fisk- veiða. En þegar þannig væri komiö, þá er ekki ólíklegt aö ýmsum þætti þröngt fyrir dyrum. Auðlindaskattur á fiskveiðar er frá mínum sjónarhól séð leiö auk- innar kreppu, verðbólgu og vand- ræða sem koma mundi hart niöur á öllum almenningi i landinu, og þess vegna beri að varast þá leið. En harðast tel ég aö auðlinda- skattur mundi þó leika sjómenn og útvegsmenn og þurfi þeir þvl að berjast gegn honum i hvaöa formi sem hann kemur fram, og hverjir svo sem að slíkri skatt- lagningu standa. 26. aprll 1979 Samstaða komin út 7. hefti Samstöðu er ný- komið út. Þar er að finna langa grein um tran og þrjár greinar um Kampútseu frá mismunandi sjónarmiðum, auk greina um Vietnam, Tæ- land og maóismann. Samstaða er gefin út af Baráttuhreyfingu gegn heimsvaldastefnu og hefur einkum birt greinar um ástand mála 13. heiminum. 1 fyrri heftum hefur verið fjallað um mörg lönd Afriku og Rómönsku Amerlku. Nú hefur grundvöllur tlmarits- ins verið víkkaður og á þaö einnig að taka fyrir islensk málefni og sósialísk fræði. Meö þessari breytingu á Samstaða að verða opinn umræðuvettvangur Is- lenskra sósialista, þar sem þeir geta viðrað mismunandi hugmyndir slnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.