Þjóðviljinn - 16.05.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.05.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. mai 1979 Greinargerð um Nordast: 400 þús. króna útgjöld á hvem sjónvarpsnotanda Borist hefur greinargerö frá fundi simamálastjóra Noröur- ianda þann 10. maisl. um Norösat og kemur þar meöal annars fram, aö útgjöld hins venjulega sjón- varpsnotanda eru áætluö ca. 280 — 405.000 þúsund islenskar krón- ur. Greinargeröin fer hér á eftir: Þær rannsóknir, sem fram- kvæmdar hafa verið að undan- förnuog miðaðar eru við tiltekinn rásafjölda, svo og tæknileg og fjárhagsleg viðhorf nú, leiða I ljós, að NORDSAT-kerfi eins og nú er til umræðu ætti að koma á fót með gervihnöttum, sem hver um sig hefði 5 rásir fyrir eystri hluta Norðurlanda og 3 rásir fyrir vestari hlutann. Fyrir reglubundinn rekstur með 8rásum i austur og 5 rásum i vesturáttþyrfti þrjá gervihnetti á braut og yrðu tveir þeirra starf- ræktir samtimis, en hinn þriðji hafður til vara. Hverja gervihnattarrás mætti nota fyrir eina sjónvarpsrás eða nokkrar hljóðvarpsrásir. Hins vegar mætti einnig nota sömu gervihnattarrás bæði fyrir eina sjónvarpsrás og nokkrar hljóð- varpsrásir. Velja yrði á milli val- kosta og þá eftir atvikum hanna viðeigandi búnað minnst tveimur árum áður en NORDSAT-kerfið yrði tekið i notkun. Ef breyta ætti senditækni siðar hefði það veru- legan aukakostnað I för með sér. Með viðbótarbúnaði mætti nota venjuleg sjónvarpstæki fyrir NORDSAT-kerfið. Almennur árlegur reksturs- kostnaður fyrir tlmabilið 1987- 1999 er áætlaður: — um 500 milljónir danskar krón- ur (31.000 millj. isl. kr.) á ári; byggt á upplýsingum frá banda- rlskum framleiðendum: — um 900 milljónir danskar krón- ur (56.000 millj. isl. kr.) á ári, byggt á upplýsingum frá fram- leiðendum í Evrópu. 1 nefndum upphæðum er gert ráð fyrir 20% I ófyrirséö. Tilsvarandi heildargreiðslur fyrir kerfið til ársins 1999: — um 4,5 milljaröar danskar krónur (280 milljarðar Isl. kr.); byggt á upplýsingum frá banda- rlskum framleiðendum: — um 8,5 milljarðar danskar krónur (530 milljarðar Isl. kr.), byggt á upplýsingum frá fram- leiðendum í Evrópu. Otgjöld hins almenna notanda, auk hins venjulega sjónvarpstæk- is, eru áætluð sem hér segir: 4500-6500 danskar krónur (280.000- 405.000 isl. kr.) fyrir einstakan notanda 1000-3000 danskar krónur (62.000- 187.000 Isl kr.) fyrir litil sameign- arloftnet. í lok ársins 1985 yrði fyrst tæknilega réttlætanlegt að skjóta á loft fyrsta NORDSAT gervi- hnettinum, að þvi tilskildu að hönnun á vandasömum búnaði hæfist 1980 og gengi snurðulaust. Kostnaður við þessa hönnun er áætlaður 20 milljónir danskar krónur (1250millj. Isl. kr.) 1980 og 40 milljónir danskar krónur (2500 millj. Isl. kr.) 1981. Almennar dagskrársendingar gætu fyrst hafist 1987, en tilraunasendingar 1986. Kerfið mætti þá nota fyrir 5 rásir til eystri hluta Norðurlanda og 3 rásir til vestari hluta. Þegar viðbótar gervihnöttum yrði skotið á loft 1987-88 ykist rásafjöldinn I 8 rásir 1 austur og 5 rásir I vestur. Ef óskað er að NORDSAT-kerf- inu verði komiö á samkvæmt framangreindri timaáætlun er mælt með: — Notkun tveggja starfandi gervihnatta, sem hver um sig gæti flutt 5 rásir til austurs og 3 rásir til vesturs. Þá er gert ráð fyrir að gervihnöttunum yröi skotiö á loft með amerisku geim- ferjunni. — Markvissri uppbyggingu gervi- Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Fundur verður að Standgötu 41, fimmtudaginn 17. mai kl. 20.30 1. Verkalýðsmálanefnd Hafjarfjarðardeildar- innar. 2. Ólafur Ragnar Grimsson ræðir stjórnmála horfurnar. Hver er þáttur Alþýöubandalagsins? Látum ekki áhugavert efni fram hjá okkur fara, auk þess sem flokkurinn hefur eignast kaffivél. hnattarkerfisins með þvi að skjóta á loft öðrum gervihnetti eftir rúmt ár. — Hönnun búnaöar með sendi- tækni fyri eina sjónvarpsrás og minnst tvær hljóðvarpsrásir með sérstökum tóngæðum um hverja gervihnattarrás, og til sendingar sjónvarpsdagskrár með „stereo” hljóði og nokkrum rásum með „mono” hljóði til skýringa. — Notkun „TEKST-TV” til dag- skrárskýringa. — að fastákveða reglur fyrir framleiðendur sjónvarpstækja, er gerði þeim kleift að koma sem alþýöubandalagiö Alþýðubandalagið í Reykjavík FLOKKSFÉLAGAR Nú líður að aðalfundi og enn eru nokkrir, sem ekki hafa greitt félags- gjöld fyrir áriö 1978. Hafið samband við skrifstofuna Grettisgötu 3 hið fyrsta. Opið milli kl. 9—17simi 17500. — Gjaldkeri og starfsmaður. 1435: Út með Selfoss- kórnum Samkór Selfoss, sem ætlar I tónleikaferð til Noregs á næst- unni, efndi til happdrættis til fjár- öflunar fyrir ferðina. Hefur nú verið dregið I happdrættinu og er vinningsnúmeriö 1435. Vinningur- inn: Ferð með kórnum fyrir tvo, aö verðmæti kr. 250 þúsund. Uppsagnir Framhald af bls. 7. Þjóðviljans um daginn, að þú ætl- ir að beita þér til þess að öryggi hafnarverkamanna verði tryggt viö vinnu. Eg efast ekki um að þig tekur það sárt þegar starfsmenn félagsins slasast eða deyja við vinnu. En mannleg samúð er eitt og arður til hluthafa annað, eins og það heitir á ykkar máli. Fyrir nokkrum árum tók Eimskip upp verkstjórnunarkerfi sem leiðir til margfalt meiri afkasta en áður. Hvatinn I þessu kerfi er hróplegt ranglæti I launum milli verkstjóra annarsvegar og verkamanna hinsvegar. Fasta- kaup verkstjóranna er ekki til 4,30 á daginn eins og hjá okkur verkamönnunum, heldur fá þeir fast kaup til klukkan 8,00 á kvöld- in. Þessi mismunandi launákjör þjóna þeim tilgangi að verk- stjórarnir kappkosta að vinnu ljúki fyrir kl. 4,30, þvi það er alls ekki þeirra hagur að hún dragist yfir þann tima sem þeir fá hvort sem er kaup fyrir. Hér áöur var verkstjórum aöeins greitt kaup fyrir unninn tima og þá meö 15% álagi ofan á kaup verkamanns. En hámarks afköstum skal náð, enda hefur þetta kerfi skapaö hættulega pressu á verkamenn sem var snar þáttur i slysinu sem leiddi til dauða ungs verkamanns I haust. Ef þér er kappsmál að hindra slys, þá skaltu byrja á þvi að leggja niður þetta keyri á verkamönnunum. Það er margt annaö sem ekki kemur hér fram, Sem ég vildi gjarnan koma á framfæri, en ég ætla að gefa þér tima til að hugsa um þetta til að byrja meö. Benedikt Kristjánsson hafnarverkamaöur. Ólafur Ragnar Alþýðubandalagið i Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur miövikudaginn 16. mal kl. 20.30 I Þinghól. Fundarefni: Yfirlit nefnda og önnur mál. & SKIP4UTC.€R0 RIKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavik þriöju- daginn 22. þ.m. vestur um land i hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö, (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreks- fjörð) Þingeyri, tsafjörð (Flateyri, Súgandafjörð og Bolungavik um tsafjörð) Akureyri, Húsavik, Raufar- höfn, Þórshöfn og Bakka- fjörð. Móttaka fimmtudag 17. og föstudag 18. þ.m. fyrst á markað tækjum, sem best hæfðu viðtöku um gervihnetti, eins og að framan greinir. — að komið veröi á fót lögmætu fyrirtæki, sem annaðist rekstur- inn og heyrði undir simamála- stjórnirnar. — að simamálastjórnunum verði sem fyrst falið að hefja nauðsyn- legan undirbúninga að hönnun hentugs gervihnattarbúnaðar og sendikerfis. Reykjavík, 14. maf 1979. Mikill vandi Framhald af bls. 1 vörur landleiðis, sem er veru- legur aukakostnaður. Ofan á allt þetta bætist svo vandi landbúnaðarins. Fyrir norðan og austan eru hey að verða uppurin en nokkuð er til af fóðurbæti vegna undanþága sem fengist hafa 1 verkfalli farmanna. Arni sagði, að á svæðinu væru ótrúlega mikil snjóalög og algjört jarðbann. Það væri þvi ljóst að framundan væri mikill vandi sem þyrfti að Ieysa með einhverjum ráðum. Arni var inntur eftir því hvað nefndin teldi helst til ráða og hvaða ráðstafanir yrðu gerðar. „Þessi nefnd hefur engin peningaráð” sagöi Arni. „Hún á fyrstog fremst að kanna ástandið og safna upplýsingum. Við höfum rætt við Farmanna- og fiski- mannasambandið og fengið þvi framgengt, að tvö skip fái að ná I fóðurbæti til Noregs. Við höfum reynt að bjarga mönnum sem komni'r eru í greiðsluþrot og feng- ið nauðungaruppboðum frestað, þar sem ástandið er verst. NU liggur fyrir að gera tillögur um lausn stærstu vandamálanna og senda rikisstjórninni fyrir næstu mánaðamót. Eins og ég sagði áðan er vandinn stærri en men' grunar, ogeffiskveiðibann bætist ofan á annað sem yfir hefur dunið þá blæs ekki byrlega hjá íbUum hafi'ssvæðanna. —ká 'li^ÞIÓÐLEIKHÚSIfl STUNDARFRIÐUR I kvöld kl. 20. Uppselt laugardag kl. 20 PRINSESSAN A BAUNINNI 6. sýning fimmtudag kl. 20 7. sýning sunnudag kl. 20 A SAMA TÍMA AÐ ARI föstudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. NEMENDASÝNING LISTDANSSKÓLANS 1. sýning laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15. Síöasta sinn. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. lr LKIKFRIAG <*■<» RÍ7CKIAV1KUR STELDU BARA MILLJARÐI I kvöld kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. ER ÞETTA EKKI MITT LtF? Frumsýning sunnudag Uppselt Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 simi 16620. VIÐ BORGUM EKKI Miðnætursýning ikvöld k\. 23,30 NORNIN BABA-JAGA Aukasýning sunnudag kl. 15 Alla siðasta sinn. Miðasala í Lindarbæ alla daga kl. 17-19. Sunnudaga frá kl. 13, slmi 21971. Verkefnaskortur Framhald af 3. siðu. um hinar „séríslensku” aðferðir við lóðaúthlutanir og húsbygging- ar. „Við vitum ekki til aö nokkurs staöar sé staðiö eins að bygging- ariðnaði og hér,” sagði Gunnar Björnsson formaöur Meistara- sambands byggingamanna. „Hér er fyrst of fremst úthlutað lóðum til einstaklinga, en t.d. á hinum Noröurlöndunum er úthlutað heil- um götum eða hverfum til bygg- ingarfyrirtækja, sem þýðir miklu meiri hagkvæmni fyrir bragðið.” Laus staða Nokkrar kennarastöður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Helstu kennslu- greinar sem um er að ræða eru raungreinar, félags- greinar (sagnfræði), islenska, stærðfræði, viðskipta- greinar, iþróttir og tónmennt. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 11. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu og i fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Menntamálaráðuneytið, 11. mai 1979. Staða raimsóknarmaims III hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist samgönguráðu- neytinu fyrir 9. júni 1979. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐ AVERKSTÆÐIÐ Berjjstaðastræti 33, simar 41070 og 24613.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.