Þjóðviljinn - 17.05.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.05.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN, Fimmtudagur 17. mai 1979. Fimmtudagur 17. mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ✓ Arni Bergmann tók saman Báöir málsaðilar leggja ber- sýnilega á það mikla áherslu um þessar mundir aö kynna þessa samninga og reka áróöur fyrir ágæti þeirra. Til dæmis aö taka komu hér fyrir skemmstu tveir bandariskir sérfræöingar i SALT, Mark Palmer, sem hefur mjög komiö viö sögu samninganna og Lawrence Whetten, og héldu er- indi og svöruöu fyrirspurnum á vegum USIS. Um siöustu helgi kom svo sovéskur sérfræöingur, Spurt og spjallað um Vance, Mondale og Brzezinski: töldu þeir aö fyrirrennarar þeirra heföu samiö af sér viö Rússa? Nikolaj Kosolapof, starfsmaöur „Stofnunar um alþjöðleg sam- skipti og efnahagsmál”, og flutti erindi á vegum MIR. Kosolapof er sérfræöingur i samskiptum viö Bandarikin. Svipuð viðhorf Mjög fróölegt heföi verið aö taka þessa menn saman i viötal. Einkum vegna þess aö viöhorf bæöi bandarisku sérfræðinganna og hins sovéska eru furðu lik, aö minnstakosti aö þvi er varöar vig- búnaöarkapphlaup, tækni og möguleika afvopnunarráöstafana og fleira þessháttar. Báöir aöilar segjast til dæmis sannfæröir um aö mótaöilanum sé full alvara meöaö stefna aö nokkrum niöur- skuröi á kjarnorkuvopnum, og báöir treysta mótaöila til aö standa viö geröa samninga. Og allir visa þeir meö svipuöum hætti á bug þeirri gagnrýni sem fram er borin t.d. af vinstrisinn- um og ýmsum stjórnmálamönn- um i Evrópu, um þaö, aö SALT-II nái alltof skammt. Þaösem hér fer á eftir er I stór- um dráttum viötal viö Nikolaj Kosolapof, enum leiöer tekiömiö af ýmsu þvi sem hinir bandarisku sérfræöingar höföu fram aö færa ta aö minna á hliöstæöur og and- stæöur f málflutningi. I byr jun tók Kosolapof fram, aö Sovétmenn vildu yfirleitt ekki segja margt um texta samninga sem enn væru óstaöfestir, en úr þvf Bandarikjamenn væru farnir aö kappræöa þá í smáatriöum, þá kæmust þeir ekki hjá þvi aö gera ýmsar athugasemdir viö þá. Meö svipuöum hætti og Palmer geröi Kosolapof grein fyrir þvi, aö SALT-samningarööin vsetí langur ferill. Fyrsti áfanginn heföi veriö þýðingarmikill sem gott fordæmi, annar áfanginn væri mjög já- kvæöur vegna þess aö hann drægi úr óvissu í hermálum , frysti viss- ar tegundir gjöreyöingarvopna, lækkaöi „eldflaugaþakiö” eins og hasgt væri á þessu stigi málsins, setti vissar skoröur viö þvi aö ný vopnakerfi yröu til. Hann bætti því viö, aö þaö væri enginn harm- ur kveöinn aö Sovétmönnum þótt þeir þyrftu aö leggja niöur eld- flaugar og flutningsbúnaö, Bandarikjamenn þyrftu aö setja sér skoröur einnig. Evrópsk gagnrýni — Nú eru SALT-samningar gagnrýndir vegna þess, aö þeir gera enn ráö fyrir þróun ýmissa nýrra tegunda vopna og svo vegna þess aö drápskraftur leyföra vopna er gifurlegur sem fyrr („overkill”). Lika er einatt sagt i Vestur-Evrópu, aö áfram haldi vigbúnaöarkapphlaup meö taktisk atómvopn og heföbundin vopn I Evrópu sjálfri og þar meö, aö þótt risaveldin hafi aö sönnu byrjaö aö semja sin á milli um gagnkvæmt öryggi þýöi allir striösleikir herforingjaráöanna i raun aö Evrópa er lögö i rúst. Kosolapof: Ég er ekki sam- mála. Fyrir um þaö bil 20 árum Afvopnunarmál og samskipti stórveldanna Eftir langa mæðu hafa Sovétrikin og Bandarikin komið sér saman um drög að samningi um SALT-II. SALT-I, fyrsta umferð þessara samninga, kvað á um ákveðnar takmarkanir á fjölda þeirra gereyð- ingarvopna sem stórveldin stefna hvort gegn öðru. SALT-II er nýr áfangi i þróun afvopnunarmála. Þeir samningar þýða m.a. að i fyrsta sinn er bein- linis samið um eyðileggingu hluta kjarnorkuvig- búnaðar (Sovétmenn eru nú komnir upp fyrir þá leyfilegu heildartölu eldflauga sem SALT-II gerir ráð fyrir og munu, að sögn bandariskra sérfræð- inga, hljóta að eyða um 10% af sínum tortimingar- mætti). Þá eru lagðar nokkrar hömlur á tilraunir með ný vopn, og með smiði nýrra vopnakerfa. fannst mönnum aö afvopnunar- mál væru mun einfaldari, þar væri hægur vandi aö semja um gagnkvæman niöurskurö og halda svo áfram. Nú vitum viö aö þetta er miklu erfiöara. Þaö er erfittaöbera saman ákveöin vig- búnaöarkerfi, þau eru ekki jafn- hliöa heldur hafa oröiö til I mis- jöfnum tilgangi og búa yfir mis- jöfnum tæknilegum möguleikum. Þvi getum við ekki sagt allt eöa ekkert, viöþurfum aö fikra okkur áfram. I þriöju umferö SALT þarf aö tala um taktisk kjarnorku- vopn, en fyrst þurfum viö áfanga eins og SALT-II. Menn gleymi þvi heldur ekki, aö þetta er ekki allt á okkar valdi. Núhafa menn samiö um 2250 sem hámarksfjölda buöareldflauga af ýmsu tagi. En setjum svo, aö menn heföu viljaö lækka þetta þak mjögmikiö, til dæmis niður I 1500 einingarhjá hvorum. Þá þarf aö koma til aöild annarra kjarn- orkuvelda, sem til þessa hafa ekki viljaö eiga aöildaö SALT-II. (Svo ftrekaö sé þaö sem áöur var sagt: allt þetta kom einnig fram I ræðum bandarisku sér- fræöinganna hjá USIS. Þar aö auki lögöu þeir mikla áherslu á þaö, aö ef ekki væri samiö um takmarkanir þær sem i' SALT-II felast, þá mundi kjarnorkukapp- hlaupiö blátt áfram geisast áfram meö þeim hraöa aö enginn faigi lengur viö ráöiö). Hvað vill Evrópa? Kosolapof: Þeir sem gagnrýna samninga okkar viö Bandarikja- menn gera sig sumir seka um of mikinn idealisma (þeir vilja miklu stærri skref), eöa þá póli- tiska sérgæsku — þeir eru á móti til aö veiöa vinsældir og atkvæði. Menn mega heldur ekki gleyma þvi aö þegar talaö er um vigbún- aöarkapphlaupiö i Evrópu, þá er Vestur-Evrópa ekki óvirkur aöili. Hún er mestöll i Nató, og getur ráöiö þvi sjálf hvort hún rær meö eöa gegn afvopnun. Þegar Nató- riki Evrópu samþykkja t.d. 3% Kosolapof; sú hugsun er mjög hættuleg, aö unnt sé að búa til einskonar reglur sem gerðu það mögulegt að heyja svonefnt takmarkað atóm- strið (Ijósm eik) árlega aukningu útgjalda til hernaöar þá er þaö auövitaö þeirra mál, en ekki bætir það fyrir afvopnun. Munu Rússar svindla? — Þaöer mikiö skrifaö um þaö i blööum, aö andstæöingar SALT á bandarlska þinginu muni eink- um beita þeim röksemdum, aö ekki sé hægt aö fylgjast meö þvi hvort Sovétrflrin standi viö sinn hluta samninganna. — Þetta er, sagöi Kosolapof, lýöskrum. Þegar byrjaö var að ræöa um SALT 1969 lögöu báöir aðilar spilin á boröiö og sýndu hvaö þær ættu af vigbúnaöi og hvar — og viö prófun reyndust upplýsingarnar réttar. Og ef Bandarikjamenn gátu prófaö 1969 hvaöviöáttum t.d. af eldflaugum þá hafa þeir aöeins bætt tadcni- lega möguleika sina til eftirlits siöan. Carter forseti og hans menn mundu alls ekki semja hvorki við okkur né aöra um slika hluti nema aö þeir treystu á möguleika sina til eftirlits, þaö er deginum ljósara. 1 þessu sambandi hefur veriö mikiö um þaö talaö aö Bandarikin hafi misst tvær hlerunarstöðvar i lran. Þeim þykir þaö aö sjálf- sögöu miöur, en þetta er, eins og talsmenn stjórnar Carters segja, ekki neitt stórslys. Stööv- arnar „sáu” um 400-450 km. inn í Sovétrflrin, en eins og fyrr fer eftirlitiö fýrst og fremst fram um gervihnetti, auk þess sem stöövarnar I Iran eru ekkert einsdæmi, þær eru til viöar. Þeir sem kvarta yfir erfiö- leikum á þvl aö hafa eftirlit meö SALT gera þaö til aö þurfa ekki aö játa aö þeir séu beinlinis á móti þeirri slökunarstefnu sem i samningunum felst. Og gleymum þvi' ekki aö Bandarikjamenn viöurkenna sjálfir, aö viö höfum ekki rofiö SALT-I i neinu... (Innskot: Þetta er rétt. Jake Garn öldungardeildarþingmaöur frá Utah, hefur i sjónvarpsviötali lýst þvi yfir aö Rússar hafi framiö alvarleg brot gegn SALT-I, og skákar i þvi skjóli, aö hann er i þingnefnd sem fær leynilegar upplýsingar. Eg spuröi Mark Palmer um staöhæfingar Garns og hann svaraði: Meö allri virö- ingu fyrir þingmanninum þá er þetta blátt áfram ekki rétt. Hvor- ugur aöilinn aö SALT-I er heilag- ur, báöir höfum viö prófaö þolrif- in i' hinum — en báöir hafa staöið viö skuldbindingar sinar). Óvissir þættir — Menn vita hvaöa aöilar það eru í Bandarikjunum sem and- vi'gir eru SALT. En um leiö er kvartaö yfir þvi, aö þar sem hiö sovéska pólitiska kerfi er lokaö, þá sé erfiöara aö fylgjast meö þeim andmælum sem samning- arnir vekja upp þar t.d. meöal hershöföingja. — Þaö er auðvitaö rétt aö það er einnig hjá okkur uppi ágrein- ingur um það hve langt skuli ganga I þessum samningum og meöhvaða skilmálum. En þaö er um? Viö höfum varaö Bandarikja- menn viö þvi aö Kina er ekki spil sem hægt er aö slá fram eftir þörfum. Kina er sjálfstæöur „spilamaöur” og hefur sin mark- miö og svo getur fariö aö allsend- is óvist veröi hverjir spila saman I þessum þrihyrningi okkar og þeirra. Sjálfur er ég þeirrar skoö- unar aö þaö m uni unnt aö koma á aftur eölilegum samskiptum viö Kina. Aöalástæöan er sú, aö kin- verskt efnahagslif, sem hefur staöiö I staö i um 20 ár, þolir ekki til lengdar álag svo mikils her- búnaðar eins og nú er uppi haldiö. FjandskapurinnviöSovétrikin er hinsvegar eins og kominn inn i visst tregðulögmál. Og meöan enn fara fram mikil átök milli kinverskra forystumanna getur enginn tekiö sig út úr og mælt meö eölilegum samskiptum viö Sovétrikin vegna þess aö and- stæöingar hans I valdastreitu eiga auövelt meö aö hengja hann i ein- hverju sem Maó sagbi, eöa þá i stjórnarskránni, en þar er bein- llnis ákvæöi um fjandskap viö Sovétrikin... Samstiga sérfræðingar Kosolapof og Palmer eru mest meö hugann við gjöreyðingar- vopn og hafa færra aö segja um heföbundin vopn — en visa þar um til seinni áfanga afvopnunar- viðræðna. Báöir tóku þaö fram, aö SALT-samningarnir væru ekki sist þýöingarmiklir sem þróun, ferli, sem mundu að sinu leyti hleypa lifií afvopnunarviðræður i Genf og Viharborg. Spurningu um ftotauþpbyggingu á Atlantshafi svarar Kosolapof á þá leiö, aö hún sé viöbrögbviö hinum mikla flota Natórikja. Palmer sagöi aö enn væri fátt rætt um niðurskurð á flotastyrk, en hann byggist við aö mikil andstæöa væri enn gegn niöurskurði hjá flotaforingjum beggja risanna. Bandariskir og sovéskir sérfræöingar sýnast og sammála um þaö, að þeir samn- ingar sem nú er verið aö gera séu merk nýjung af þvi aö þeir tak- marka tilraunir meö ný vopn. Þvi,segir Kosolapof, hraöi samn- ingaviöræöna hefur ekki haft viö hraöa tækniþróunar, samningar ganga hægar en smiöi nýrra vopna. Einhver von er að skapast um aö þessu megi breyta. Eins og fyrr segir eru sérfræö ingarnir aðmörgu leyti samstiga þegar þeir ræöa vigbúnaöarmál. Þeir hafa allir tilhneigingu til aö skella skuldinni á þriöju aöila þegar spurt er af hverju afvopnun gangi seint ogilla (hin kjarnorku veldin eru ekki meö, allir eru aö biöja okkur um vopn og kvarta yfir þviað viöskiptum heiminum i áhrifasvæöi okkar og reynum aö gera aöra áhrifalausa ef við neit- um). Þegar taliö berst aö efna- hagslegriogpólitiskri samkeppni erusérfræðingar liklegir til ab sjá ýmsa bjálka i auga andstæöings ins en draga jafnaðarmerki mÚli hagsmuna eigin rikis og velferöar mannkynsins. 615.000 sprengjur samt. Þessi samantekt hér er til upp lýsinga gerö; hér er ekki tóm til aö fara mikið út I gagnrýni á samkomulagsviöleitni risanna tveggja. Gagnrýni sem vlða kem ur fram og felst einkum I þessu tvennu: SALT kann aö hafa já kvæðar hliöar, en samt eru á þvi samkomulagi mjög stór göt, sem gefa svigrúm fyrir mikiö vígbún aöarkapphlaup enn og þá meö ýmisleg þau vopn sem geta gert atómstyrjöld „hugsanlegri” en áöur. I annan staö: Er mikil ástæöa til aö fagna, þegar SALT-II gengur ekki lengra en svo, aö samningurinn leggur raun blessun sina yfir eyðingar mátt sem er á viö 615.000 sprengj j ur af þeirri gerö sem eyddi Hiro sima fyrir nær 34 árum? áb öllum ljóst I þessu máli, aö ein- mitt hjá okkur þarf enginn aö ef- ast um framhaldiö þegar viö skrifum undir slikan samning. I okkar svokölluöu lokaöa kerfi eru óvissuþættirnir miklu færri en i hinu opna kerfi Amrikana, þar sem þingib getur alveg eins hafii- aö samningunum eöa gert á þeim miklar breytingar. — Hvaö gerist ef bandariska þingiö fellir samningana eöa ger- ir á þeim breytingar sem þið ekki fallist á? — Um þaö vil ég ekki spá, þaö fer nokkuö eftir þvi hverskonar andstaöa veröur á þinginu, hvernig Carter bregst viö, hver hin alþjóðlegu viöbrögö verða. — Mark Palmer taldi á dögun- um aö ef samningarnir veröa felldir þá hljóti Sovétmenn aö draga þá ályktun af, aö þaö sé ekki hægt aö semja viö forseta Bandarikjanna um stórmál. — Það er mikiö til I þvl, þaö hefur áöur komið fyrir aö banda- riskur forseti hefur ekki komiö þvi I gegnum þingiö sem hann vildi semja um viö okkur.... Einlægni og bakþankar Nú er aö vikja að ööru — aö sjálfum hinum pólitiska vilja stórveldanna tÚ samstarfs. Bandariskir og sovéskir sérfræð- ingar eru sammála um að báöir vilji semja um kjarnorkuvigbún- aö. En Sovétmenn telja sig hafa orðið vara viö aö ráöandi menn I stjórn Carters (Brzezynski ör- yggismálaráögjafi og fleiri) vilji setja aukna hörku i samskiptin viö Sovétrikin. Þetta er útskýrt þannig, aö Bandarikjamönnum finnist aö i fýrri áfanga viöræöna milli risaveldanna hafi þeir sjálf- ir verið svo miður sín eftir Viet- nam og Watergate aö þeir hafi samiö af sér I viöskiptum viö Rússa. Nú vilji þeir jafna metin meö þvi aö auka samkeppni á hinu pólitiska og efnahagslega sviöi. Kololapof er spuröur um þetta atriöi. — Okkur finnst aö Bandarikja- menn vilji af einlægni samstarf um aö koma I veg fýrir kjarn- orku- og eldflaugastrið, og þá einkum I veg fyrir strlö af slysni og tilviljun. Þeir vilja samstarf um aö takmarka fjölda og teg- undir vopna og um aö kjarnorku- vopn dreifist ekki meira en oröiö er. Þeir vilja ekki hverfa aftur til hinna haiöskeyttu árekstra kalda striösins. En um leiö er sem þeir reyni aö finna leiöir til þess aö geratvennt Isenn, ná þeim mark- miðum sem tengd eru vissu sam- starfi og svo að þröngva upp á Sovétrflcin samkeppni og átökum á öörum sviðum. Hvers konar samkeppni? — Var þaö ekki hugmynd Krú- sjofstimans aö hagkerfin ættu einmitt aö takast á i samkeppni? — Sovéskar hugmyndir um friösamlega samkeppni hagkerfa hafa lotiöað þvi, aö kapitalismi og sósialismi kepptu um þaö, hvort kerfiögæti betur séö fýrir þörfum þegnanna, tryggt betri og jafnari hagvöxt og lifskjarajöfnuö. Þetta er samkeppni sem lýtur aö innri veröleikum kerfanna. Okkur finnst svo aö bandariskur skiln- ingur á efiiahagslegri samkeppni sé nokkuð annar. Brzezynski og fleiri virðast hugsa sem svo: Bandarikin eru auöugra land en Sovétrflcin og hafa miklu meiri áhrif en þau á verslun og viö- skipti. Og þar sem hvorki er skynsamlegt né æskilegt aö beita hervaldi, þá er hægt aö sýna „vel troðinn bandariskan vasa” — svo gróflega sé til oröa tekiö, til aö ná fram bandarlskum hagsmunum. Þessu fylgir mjög sérdræg eigin- hagsmuna-afstaöa. Tökum eftir því, aö þegar Bandarilcjamenn eru nú aö tala um aö tran sé glat- aö, þá er allt þaö tal aöeins út frá þvi sjónarmiði aö eitthvað hafi gerst sem komi illa viö banda- riska hagsmuni, þaö er sem eng- inn spyrji að því hverjar eru þarf- ir trana sjálfra. Verslun og áhrif — Bandariskur prófessor i stjórnmálafræðum hefur sagt: Sovétrflcin eru aö sönnu fyrsta flokks herveldi, en þau eru fimmta flokks verslunarveldi og þaö mun ráöa úrslitum i sam- keHini rikjanna. Hvaö finnst yöur? — Viö skulum ekki gleyma þvi, að viö erum neyddir til aö vera fýrsta flokks herveldi. Meöan við stóöum Bandarflcjunum aö baki á hernaöarsviði var litiö niöur á okkur og komiö fram viö okkur frá sjónarhorni þess sem valdiö hefur. Þaö var ekki hægt aö byrja aöráöi aðsemja um slökunog af- vopnun fyrr en herstyrkur haföi nokkurnveginn jafnast. Þaö er svo augljóst aö þetta tilneydda vi'gbúnaöarkapphlaup hefur tak- markaöefnahagslega getu okkar, tekiö til sin fé sem heföi verið hægt aö verja betur. Aö þvl er al- þjóöaviöskiptivaröar, þá má ekki gleyma þvi, aö Sovétrikin hafa allt sem þau þarfnast, og eru þvi ekki nærri eins háö utanrflcisvib- skiptum og smærri rflci, eins þótt viðviljum efla vershin, þvl þaö er ekki endilega hagkvæmt aö búa allt til sjálfur, þótt þaö sé mögu- legt. Enviðviljum þávera i jafn- réttisstööu, Sovétrikin hafa fyrr á árum og aö sumu leyti enn mátt sæta ýmislegri mismunun og verri kjörum en aðrir i utanrflcis- verslun. Jöfnuður og sálarflækjur Mörgum finnst nóg um hvaöa ný vopn eru aö veröa til, hvaö sem samningum lýkur, Tridentkafbáturinn er búinn eldflaugum sem geta eyöilagt tæplega 600 borgir... Bandarikjamenn ganga meö ýmsar sálflækjur vegna þess aö þeir eru þvi vanir aö vera fyrstir — I framleiöslu, áhrifum, her- styrk o.s.frv. Nú veröa þeir aö venjast þvi aö vera jafningjar okkar á ýmsum sviðum. 1 sumum greinum framleiöslu (olia, stál t.d.) eru þeir á eftir okkur nú. Um 1950 var sovésk iönaöarfram- leiðsla um 30% af þeirri banda- risku ennúer hún um 80%. Þetta eru tölur sem skipta meira máli en samanburöartölur um her- styrk. Og af þvi aö hér er einmitt um Sovétrflcin aö ræöa, sem lýst var oft og lengi sem höfuðóvini, þá vekja þær breytingar sem efnahagsþróunin gefur til kynna einatt upp sjúkleg viöbrögö I Bandarflcjunum. Og þá er gjarna vísað til hinnar hugmyndalegu baráttu sem viö höfum alltaf sagt aö mundi halda áfram, til þess aö sýna fram á aö Sovétrikin muni fyrr eöa siðar hætta vib slökunar- stefnu þegar þau hafi ekki lengur þörf fyrir hana.... Prófessorinn fyrrgreindi haföi reyndar reiknaö dæmiö þannig, aö vegna takmarkaörar viö- skiptagetu og ýmislegra innri efiiahagslegra öröugleika, mundu Sovétrflcin ekki geta haldiö út lengil hlutverki heimsveldis, þau yröu aftur „svæöisbundiö” veldi. Mark Palmer, sem áöur var nefndur, haföi aö sinu leyti talaö um, að þaö væri mikil sálræn nauösynfyrir Rússaaö vera ekki eftirbátar neins, og fýlgdu þvi ýmsar geöflækjur! Að spila á Kínverja — Þiö Sovétmenn hafið mjög varaö Bandarikjamenn viö þvi aö espa Kinverja gegnykkur oghaf- iö I þvi sambandi minnst á Miinchen og Hitler. Finnst yöur réttlætanlegt aö bera fram slflcar hliöstæöur? — Allar sögulegar hliöstæöur • eru aö sönnu hæpnar. En viö get- um ekki meö neinu móli veriö ró- legir meöan reynt er aö nota ágreining Sovétrikjanna og Kln- verja,sem nota hvert tækifæri til aö auglýsa fjandskap sinn. Viö getum hugsað okkur aö Mexflcó væri miklu fjölmennara riki en Bandaríkin og geröi tilkall til 5-6 fylkja i USA og aö Sovétrikin væruaðspila meðþennan ágrein- ing sér í hag. ÆtÚ það heyröist ekki hljóöúr horni i Bandarikjun- 1985 - Sans les SALT II 1985 - Avec les SALT II 16000 Totes 1 BOOO 4000 13000 ' /000 Tetes nucléaires Tetes nucléaires t 1000 ■■ Tétes nucléaires 9000 8000 7000 5000 50 >0 Total des lonteurs 4000 Total des lanceurs Total des lanceurs Total des lanceurs 3000 ?000 U.R.S.S U.R.S.S U.S Myndin sýnir hvernig eldflaugum og kjarnaoddum mundi fjölga án SALT-II (til vinstri) og samkvæmt SALT-II (til hægri). US eru Bandarikin, URSS Sovétrikin. Lægri súlan I hverju tilviki táknar burðareldflaugar alls og sú hærri fjölda kjarna- odda. (Or Nouvel Observateur) BOILING GR1T5, SIR^\ IT'S ALL WE'RE ALiöWED UNDER TH£ PROVlSiOHS 0F5ALT17 ) C , ~Prl-«"•'<> ►wí. ( ITí 1 m V 1 Þessi skopmynd er frá andstæöingum SALT i Bandarikjunum. Náunginn I Nato- turninum segir: Sjóöandi vellingur, herra minn, þaö er allt og sumt sem Salt-17 leyf- ir okkur... Atök á landamærum Klna og SovétrIkjannaj„Hvaö ef viö værum aö espa Mexikana gegn Bandarikjunum?”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.