Þjóðviljinn - 17.05.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 17. mal 1979.
NOREGUR
SÆNSKUNÁMSKEIÐ
Norræna félagið i Norrbotten býður
nokkrum íslendingum á sænskunámskeið
i Framnaslýðháskóla i Sviþjóð 30. júli til
11. ágúst.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Nor-
ræna félagsins i Norræna húsinu sem
einnig gefur allar upplýsingar og tekur á
móti umsóknum. Umsóknarfrestur er til
30. mai 1979.
Undirbúningsnefndin
Kennarar — kennarar
Við Garðaskóla eru lausar til umsóknar
nokkrar kennarastöður.
Aðalkennslugreinar: islenska — enska —
samfélagsfræði — verslunargreinar og
hannyrðir.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og
yfirkennari i sima 52193.
Skólanefnd.
verslunin HOF auglýsir
Nýkomin falleg útskorin harðviðar-
borð með koparplötu. Ódýr.
Bæjarins besta úrval af prjóna-og
hannyrðavörum.
Ennfremur gjafavörur, m.a. kopar-
og trévörur og „pricés” kerti í
gjafapakkningum
HOF, Ingólfsstræti (gegnt Gamla biói).
r
Sportmarkaðurinn
AUGLÝSIR
Sportmarkaðurinn
Grensásvegi 50
Niðsterkir æfingaskór nr. 36—45
Reiðhjólamarkaðurinn
AUGLÝSIR
Ný og notuð hjól
i úrvali
Ath. tökum
hjól i
umboðssc
Frá aðalfundi
fiskeldismanna
Jóhann J.E. Kúld
fiskiméI
Aðalfundur í félagi norskra
fiskeldismanna var haldinn á
Sandnesi 16. marss.L.A fundinum
rikti mikil bjartsýni um þróun
fiskeldis i Noregi og þá miklu
möguleika sem félagsmenn voru
sammála um aö væru fyrir hendi
i norskum fiskeldismálum. Sivert
Gröntvedt formaður sagöi aö áriö
1971 heföi heildarframleiösla
norskra fiskeldisbúa veriö 530
tonn, en áriö 1978 heföi fram-
leiðslan hinsvegar verið 7000
tonn. Nú eru i Noregi 200 fiskeld-
isbú, og önnur 200 leyfi til fiskeld-
is hafa verið gefin út, þó þau bú
séu ekki ennþá tekin til starfa.
Formaöurinn sagöi aö þegar öll
þessi eldisbú væru tekin til fullra
starfa, þá mætti auöveldlega
framleiöa á þeim 40.000 til 50.000
tonn af eldisfiski. Sala á eldislax-
inum hefur gengið vel, en hins-
vegar hefur sala á silungi veriö
tregari og er nú meiningin aö
hefja söluherferð á silungi á
markaöi i Sviþjóö og innanlands i
Noregi á komandi sumri. 1 þvi
sambandi var taliö nauösynlegt
að breyta slöktun á silungi sem
hefur veriö framkvæmd nær ein-
göngu aö haustinu og dreifa henni
yfir á meginhluta ársins. Þrátt
fyrir óvenjulega haröan vetur i
Noregi meö miklum sjávarkulda
víöa viö ströndina og sumsstaöar
isreki, þá hafa aöeins örfá fisk-
eldisbú oröiö fyrir skaöa og hon-
um aöeins mjög óverulegum.
Fiskeldismenn I Noregi reka nú
sameiginlega sölustofnun, sem
hefur veriö löggilt af rikisvaldinu.
Landbúnaöarráöuneytiö hefur
sótt þaö fast aö undanförnu aö
fiskeldisbúin væru látin falla und-
ir norskan landbúnað, en þau
hafa hingað til falliö, undir vald-
sviö sjávarútvegsráöuneytis, og
vildi aöalfundurinn enga breyt-
ingu þar á.
Nýjung hjá Sovétmönnum
Fiskileit með
nýrri aðferð
Sovétmenn eru nú farnir aö
beita nýrri aöferö viöleit aö fiski i
Barentshafi, og gildir þaö jafnt
um uppsjávarfisk sem botnfisk.
Þessi nýja fiskileitaraöferö
þeirraer i þvi fólgin, aö fiskiskip
með völdum skipstjórum stunda
nú fiskileit á stórum hafsvæöum,
og standa þessi leitarskip i stöö-
ugu sambandi viö hafrannsókna-
skipin.
Meö þessari aöferð hyggjast
Sovétmenn gera tvennt 1 senn:
Annarsvegar auka afköst veibi-
flotans og lækka jafnframt út-
geröarkostnaö hans. Hinsvegar
aö hjálpa hafrannsóknastofnun-
inni til þess aö fá raunhæfari yfir-
sýn yfir fiskistofna I hafinu á
hverjum tima.
Formaöurinn i félagi norskra
nótaskipaeigenda telur aö Norö-
menn veröi aö taka upp þessa
sovésku aðferð við fiskileit i
Barentshafi.
TÚNFISKVEIÐAR
Túnf iskskipaf loti sem i voru 23
skip, öll frá Kaliforniu i Banda-
rikjunum, komu heim frá Vest-
ur-Afrfku i vetur eftir 100 daga
mislukkaö úthald. Aflahæstu
skipin voru meö hálfa lestina af
frosnum túnfiski, en mörg skip-
anna vorulika aöeins meötúnfisk
i þriöja hluta frystigeymslu sinn-
ar.
Norðmenn ætla
enn að leita að
olíu í Norðursjó
Undirbúningi undir oli'uleit
á 7 stöðum til viðbótar á
norska svæöinu í Norðursjó
er nú lokiö á undan áætlun og
ákveðið aö hefja borun á
þessu ári. Norsku oliu-
vinnslufélögin Statoil, Norsk
Htdro og Saga fá 5 svæöanna
til borunar, en um 2 svæö-
anna keppa mörg erlend
oliufélög.
Skiptingu svæðanna átti aö
vera lokið um mánaöa mót
mars-april.
Útsöluverð
á laxi og rækju
í London
Útsöluverö á laxi og rækj-
um á fiskmarkaöi i London i
marsmánuöi var sem hér
segir: Hraöfrystur lax frá
Japan var seldur á 1,30 sterl-
ingspund pundiö eöa i isl. kr.
861,45 hvertlb. Eldislax nýr
frá Noregi var seldur frá
1.70-2.00 sterlingspund hvert
lb. eöa I Isl. kr.
1126,50-1325,30 hvert pund. A
sama tima var heilfryst
rækja I skelinni, frá Færeyj-
um og Grænlandi, seld út af
fiskmarkaöi i London á 1,80
sterlingspund hvert kg. sem
er i isl. kr. 1192,77. Norö-
menn voru á þessum tlma
búnir aö selja allar sinar
birgðir af heilfrystri rækju,
og af þeirri ástæöu fékkst
hún ekki á fiskmarkaðnum i
London.
Þorskur með
tvöfalda sjón á
öðru auga
Nú á þessari vetrarvertíö
veiddist þorskur á miöunum
útaf Röst viö Lófót i Noregi
sem var meö 2 augasteina i
ööru auganu og þar af leiö-
andi meö tvöfalda s jón á þvi
auga. Sjómennirnir sem
veiddu fiskinn tóku eftir þvi
aö annaö auga fisksins var
óvenjulegt. Þeir varðveittu
þvi þorskhausinn vandlega
ogerhann nú i rannsókn hjá
vísindamönnum.
ATVINNUMÁLARÁÐSTEFNA
Undirrituð fimm félög standa fyrir eins dags ráðstefnu, þar sem
fjallað verður um atvinnuástand og horfur i byggingariðnaði.
Ráðstefnan fer fram i Iðnaðarhúsmu að Hallveigarstig 1, laugar-
daginn 19. mai n.k. og hefst kl. 09.30.
Framsögumenn verða:
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra,
Gunnar S. Björnsson, form.Meistarasambands byggingamanna
og Benedikt Davíðsson, form. Sambands byggingamanna.
Til ráðstefnunnar er boðið:
1. öllum sveitarstjórnarfulltrúum á Reykjavikursvæðinu.
2. Framkvæmdastjóra Húsnæðismálastofnunar rikisins
3. Formanni Nemafélags i byggingariðnaði.
Ráðstefnan er opin öllum félagsmönnum þeirra félaga er til henn-
ar boða.
Trésmiðafélag Reykjavikur
Múrarafélag Reykjavikur
Sveinafélag húsgagnasmiða
Málarafélag Reykjavíkur
Sveinafélag pipulagningamanna.