Þjóðviljinn - 17.05.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1979, Blaðsíða 3
Ný starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar: Fimmtudagur 17. mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Herdis Þorvaidsdóttir og Rúrik Haraldsson i hlutverk- um sinum i Gamaldags komediu. Nýtt verk hjá Þjóöleikhúsinu: Gamal- dags kómedía Frumsýning í Neskaupstað Á sunnudaginn frumsýnir Þjóðleikhúsió Gamaldags komediu eftir sovéska rithöf- undinn Alesej Arbuzov sem nú er búsettur I Paris. Leik- stjóri er Benedikt Árnason en leikendur eru aðeins tveir, þau Herdis Þorvalds- dóttir og Rúrik Haraldsson. Frumsýningin verður i Nes- kaupstað. Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri sagði á blaða- mannafundi i gær að frum- sýning þessa verks i Nes- kaupstað væri liður i að reyna að koma upp þeirri hefð að frumsýna a.m.k. eitt verk á ári utan Reykjavikur. Neskaupstaður væri valinn að þessu sinni vegna 50 ára afmælis hans. Onnur sýning á verkinu verður i Neskaup- stað á mánudag og siðan verður sýning á Höfn i Hornafiröi og Egilsstöðum og viðar en sýningar i Þjóð- leikhúsinu veröa ekki fyrr en á næsta leikári. Gamaldags komedia er samin árið 1975 I hefðbundn- um stil og gerist við sjávar- siöuna hjá Rigu, i ágúst 1968. Hún hefur verið sýnd viða um lönd. Höfuðpersónurnar eru læknir og dvalargestur á heilsuhæli og sagöi Benedikt Arnason að verkið fjallaði um þaö hvernig mannleg samskipti geta þroskast og dafnaö alveg fram i rauðan dauðann og þó að minningin væri ágæt fyrir eldra fólk væri hún þó ekki nóg. Herdis Þorvaldsdóttir, annar leik- enda, sagði viö sama tæki- færi að leikritið væri ákaf- lega finlegt með gamansömu ivafi. Þýöandi Gamaldags komediu er Eyvindur Er- lendsson, Jón Benediktsson gerði leikmyndina sem er ákaflega einföld og táknræn, dans æfði Ingibjörg Björns- dóttir en Guðrún Svava Svavarsdóttir aöstoöaði viö val búninga. — GFr Hópur visindamanna á sviði lyfjarannsókna við Edinborgar- háskóla I Skotlandi hefur nú á þessum vetri gert merka upp- finningu, þegar rannsóknir hans leiddu i ljós að hægt er að vinna lyf úr fiski gegn þrálátum sjúk- dómi, sem ekki hefur verið hægt að ráða við til þessa. Sjúkdómur þessi nefnist „Alz- heimers” og veldur minnisleysi hjá fólki oft við 50 og 60 ára ald- ur. Mótefhið sem visindamenn- irnir fundu gegn s júkdómi þess- um er aö finna i fiski sem nefn- ist „Choline”, og er það talið áhrifarikt gegn fyrmefndum sjúkdómi. Vistun fyrir þroska- Félagsmálaráð kynnti vistheimilið viö Dalbraut fyrir gestum og blaðamönnum f gær. (Ljósm. Geröur.) heft böm I gær efndi Féiagsmála- ráð Reykjavíkurborgar til kynningar á vistheimilinu við Dalbraut. Þar er að hefjast ný starfsemi, búið er að sameina tvö upptöku- heimili borgarinnar og nú er boðið upp á skamm- tímadvöl fyrir sex þroska- Ráðherrunum til skammar, segja skipstjórar Þjóðviljanum barst i gær eftir- farandi ályktun fundar i Skip- stjórafélagi tslands: A fundi Skipstjórafélagsins, þar sem viðstaddir voru 25 starfandi skipstjórar á farskipum, I gær- kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur haldinn i Skipstjórafé- lagi tslands þriöjudaginn 15. mai 1979 mótmælir afskiftum rikis- stjórnar af yfirstandandi kjara- deilu. Fundurinn átelur harðlega ummæli og afskifti einstakra ráð- herra og telur að þeir ráöherrarn- ir hafi ekki kynnt sér málavexti á hlutlausan hátt. Þessi afskifti ráðherranna, séu þeim einum til skammar. Verði sett lög, sem tilraun til aö hindra framhald þessarar vinnu- deilu, skorar fundurinn á alla far- menn að standa saman.” heft börn á aldrinum 0 —12 ára. Félagsmálaráð Reykjavikur ásamt starfsmönnum hússins buðu gestum og blaðamönnum aö skoöa húsið sem er nýinnréttað. Gerður Steinþórsdóttir for- maður Félagsmálaráðs bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið. 1 húsinu er pláss fyrir 26 börn, þar af sex þroskaheft. Markmiðið er aö létta á heimil- um þessara barna og gefa aö- standendum þeirra möguleika á frii og hvild. Við undirbúning var haft samráö viö Landsamtökin Þroskahjálp og er ætlunin að hafa sem best samstarf við þau félög sem sinna málefnum þroska- heftra. Aödragandi þessara breytinga var sá, að viö undirbúning fjár- hagsáætlunar Reykjavikur kom i ljós að mikill kostnaður var við rekstur heimilanna við Dalbraut og upptökuheimilisins við Dyngjuveg, en nýting hins vegar slæm. Þaö var ákveöið að sam- eina heimilinogspöruðustvið það 12 miljónir króna. Heimilið skiptist I tvær deildir, yngri og eldri deild. Auk svefn- herbergja er þarna setustofa og leikherbergi, sérstök leikherbergi I sal og smíða- og föndurherbergi I kjaliara hússins. Gestir gengu um húsið i fylgd forstöðumannsins Róberts Sigurössonar og fleira starfs- fólks. Húsið er mjög vistlegt enda sagði forstöðumaðurinn að allt væri gert til að börnin mættu una sér sem best og vera i heimilis- legu umhverfi. Meðan gestir gæddu sér á kaffi og meðlæti léku börnin sér úti i Þjóðviljinn hefur fregnað að Fjárhags- og viöskiptanefnd efri deildar hafi að tillögu Geirs Gunnarssonar alþingism anns óskað eftir við Hagsýslustofnun að hún kanni hver sé heildar- kostnaöur rikissjóðs vegna bila- kostnaðar ráðherranna. Er óskaö eftir að reiknað sé út hver sé kostnaðurinn ef: 1) BIl- arnir eru eign ráðherra en rekstr- arkostnaður borgaður af rikinu garöi i veðurbliðunni. Undir borðum þakkaði Margrét Margeirsdóttir formaöur Land- samtakanna Þroskahjálpar veittan stuöning við þroskahefta og sagöi að verið væri aö bæta úr brýnni þörf, þetta væri ánægjuleg þróun. Geröur Steinþórsdóttir þakkaöi aö lokum fyrir veitingarnar og árnaði heimilinu og starfsfólki heilla i framtiðinni. —ká eins og er nú. 2) Bilarnir veröi I eigu rikisins. 3) Leigubilar verði notaðir þegar ráðherrar þurfa að sinna embættiserindum. Hugmyndin um leigubílana hefur ekki áöur komiö opinber- lega fram, en við fyrstu sýn virð- ist sá möguleiki getað orðið kostnaöarminnstur fyrir rikis- sjóð. Já, hvers vegna ekki bara leigubila, það hafa allavegana blaðamenn látiö nægja sér hingað til blöðunum til stórsparnaöar. Hyí ekki leigubíla fyrir rádherra? : Rætt vid ÁSGERÐI BÚADÓTTUR um „Norræna Textiltriennalinn 1979-80” 8 tslensk verk á vejjalistarsýningu Atta listaverk islenskra vef- ara verða á norrænni listvefn- aðarsýningu sem hefst á Röhsska listiönaöarsafninu i Gautaborg 20. júll I sumar. Þetta er önnur sýning Norræna Textiltriennalsins 1979-1980, en sú fyrri var á Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum. Asgeröur Búadóttir á sæti i vinnunefnd Textilfélagsins sem undirbýr sýningar sem þessa. Við náöum tali af henni og báö- um hana að segja okkur undan og ofan af undirbúningi: — Eins og nafnið bendir til á þessi sýning aö vera þriöja hvert ár sem farandsýning. Þetta er önnur sýningin. Hún hefst i Gautaborg 20. júni I sum- ar, en þaðan fer hún til Kaup- L_____________-________________ mannahafnar, Helsinki, Oslóar og Þórshafnar, en endar svo á Kjarvalsstöðum i april á næsta ári. Á fundi sem haldinn var i Gautaborg siðast liðið haust var ákveöið aö þriggja manna dóm- nefnd yrði kosin f hverju landi fyrir sig, en ekki samnorræn dómnefnd eins og siöast, og að dómnefndarstörfin færu fram i öllum löndum á sama tima, sem var nú í byrjun mal. Þaö var lika ákveðið á þessum fundi að reyna að hafa sýninguna ekki eins stóra og siöast, þá voru verkin 116, en takmarka hana núna við 95 verk, og aö hver mætti senda inn tvö verk. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og voru send inn 27 verk eftir 19 höfunda. Atta islensk verk voru valin, og eru höfund- arnir: Ragna Róbertsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Auðuns- dóttir, Guörún Þorkelsdóttir, Geröa Geirsdóttir og Asgerður Búadóttir. Flest verkin eru myndvefn- aöur, eitt er tauþrykk og eitt „vefskúlptúr”. I dómnefndinni sátu Hörður Agústsson listmálari, Hrafn- hildur Schram listfræðingur og Magnús Pálsson myndlistar- maöur. Undirbúningsnefndunum var falið að sækja um styrki hver i sinu landi i sameiginlegan triennalsjóð sem er að uppi- Asgerður Búadóttir. stöðu frá Norræna menningar- sjóðnum. Þeim hinum hefur gengiö vel að fá styrki frá slnum menning- arstofnunum, en okkur ekki. Hvorki menntamálaráðu- neytiö né menntamálaráö gátu lofaö okkur neinu, að minnsta kosti ekki á þessu ári. Við stóðum þvi uppi eina þjóð- in með engan styrk. Þá varð þaö okkar lán aö góöur maður benti okkur á iðnþróunarsjóö og sótt- um við þangað. Þeir veittu okk- ur góðan styrk sem mun duga okkur vel til að byrja með .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.