Þjóðviljinn - 23.05.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN . Miövikudagur 23. mai 1979 nHögur hafmrstarfsmanm Varnir gegn olíumengun sjávar fyrir 48 milj. kr. Magnús Jóhannesson flytur erindiá námskeiöi hafnarstarfsmanna um „Varnir gegn oliumegnun sjávar” sem haldiö var i siöuslu viku I Reykjavik. Ljósm. Geröur. Eins og skýrt var frá I Þjóövilj- anum hélt siglingamálastjórn námskeiö fyrir hafnarstarfsmenn i sfðustu viku þar sem fjailaö var um mengunarvarnir i höfnum meö sérstöku tilliti til olfumeng- unar. Þjóöviljinn haföi samband viö Magnús Jóhannesson deildar- verkfræöing hjá Siglingamála- stofnun, en hann flutti ein 4 erindi á þessu námskeiöi, og spuröi hann um árangur og niðurstööur námskeiösins. Magnús sagöi þátttakendur hafa verið mjög ánægöa meö þetta námskeiö enda væri ekki vanþörf á aö þjálfa upp gott liö á stærstu höfnum landsins sem gæti brugöist fljótt og rétt viö ef eitt- hvert oliuslys henti. I þeim tillögum sem samþykkt- ar voru I lok námskeiösins er höfnum landsins skipt i þrjá meg- inf lokka. 1 fyrsta flokki eru þrjár hafnir þe. i Reykjavík og Hafnarfirði þar sem langstærstum hluta af innkeyptri olfu er skipað á land og einnig Akureyri sem er hugsuö sem varnarstöð fyrir noröurland. Á þessum stöðum er gert ráö fyrir aö sem bestur búnaöur verði tiltækur til aö vinna meö ef olia kemst f sjó. Þar má meöal annars nefna 200 m af flotgirðingum, fleytibúnaö sem annar 3—4 tonn- um á klst. og gleypiefni og annar búnaöur. Alls er áætlaö miöaö viö gengi í aprfl sl. aö kostnaður fyrir hverja höfn i 1. flokki veröi tæpar 4 milj. I öðrum flokki eru hafnir i Keflavik/Njarövfk , Seyöisfiröi, Vestmannaeyjuin, Siglufiröi, Akranesi; Isafiröi, Reyðarfiröi, Höfn i Hornafiröi og Húsavik. Aætlaöur kostnaöur fyrir búnaö i hverri þessara hafna er um 1,7 milj. 1 þriöja flokki eru siöan allar aörar hafnir á landinu eöa 42 hafnir alls. Aætlaöur kostnaöur fyrir algeran bráöabirgöabúnaö i hverri þessari höfn er tæpl. 500 þús. kr. Af þessum tölum sést aö ekki eru þaö miklar upphæðir sem far- iö er fram á til aö koma upp æski- legum lágmarksbúnaöi til oliu- mengunarvarna i höfnum lands- ins eins og segir i tillögum hafn- arstarfsmanna. Aö sögn Magnúsar er heildar- velta oliufélaganna nú um 47 mil- jaröar á sföasta ári þannig aö þeirra tillögur um varnarbúnað I höfnum samsvara aöeins 1 þús- undasta af þeirri veltu eöa um 48 miljónum alls fyrir allar hafnir landsins. I landinu f dag eru aðeins til 1000 m af flotgiröingum, sem hafa dugað vel þegar veöur og vindar hafa ekki háö björgunarstarfi og einnig er til einn fleytiprammi sem hingað til hefur staöiö ónot- aöur enda vafamál hvort hann hentar við Islenskar aöstæöur. Þaö er mjög æskilegt aö þess- um búnaöi veröi komiö upp nú strax á næstunni og aö menn veröi þjálfaöir f auknum mæli til aö nota þennan búnaö rétt. Þaö sem skiptir máli þegar olia kemstá annaö borö I sjó eru skjót viöbrögö og rétt vinnubrögö þjálf- aöra manna, sagöi Magnús aö lokum. -lg á Gunnar Asgeirsson reynsluekur óyfirbyggöum L-245 áriö 1952. Volvo í 50 ár á íslandi Ariö 1927 var fyrsti Volvo bill- inn tiibúinn tii aksturs. Billinn hlaut nafniö „Jakob”, og fyrsta ökuferö hans var vandlega undir- búin. Þeir félagarnir AssaGabri- eisson og Gustav Larsson, sem á- kveöiö höföu nokkrum árum áöur aösetja upp bilaverksmiöju i Svi- þjóö, voru eöiilega ánægöir. En á- nægjubrosiö hvarf, þegar aka átti af staö. Billinn fór aftur á bak I staö áfram. Þaö má segja, aö þetta óhapp hafi veriö fararheili, þvi auðvitað var þetta lagfært i skyndi, — og slöan hefur Volvo rúllaö áfram rétta leiö, eins og nafniö Volvo bendir til, en þaö þýöir „Jag ruiiar” á sænsku eöa Veltir á islensku. Frá þessu segir i frétt frá Volvo-umboðinu á Islandi, Velti hf., sem nú fyrir helgina minntist þess aö þá voru 50 ár liöin frá þvi aö Halldór Eirlksson stofnaöi fyrsta Volvo-umboöið hér á landi, en Halldór var móöurbróöir Gunnars Asgeirssonar, núver- andi umboösmanns og forstjóra Veltis. Ekki þarf aö orölegnja um vin- sældir þessarar sænsku bflateg- undar hér á landi, en Volvo er nú i fjóröa sæti skráöra bila á Islandi og væri sjálfsagt hærri ef fleiri gætu veitt sér þennan gæöaflokk. A sl. ári voru fluttar inn 616 fólks- bifreiöir og 58 vörubilar og á þessu ári hafa þegar veriöseldar hér 300 fólksbifreiöir og 40 vöru- bifreiöir. Auk Volvo hafa fyrirtækin Gunnar Asgeirsson hf. og Veltir hf. veriö meö I 25 ár umboöfyrir Volvo Penta, BM Volvo og Hiab Foco, sem framleiöa krana fyrir báta, bryggjur og vörubila. StarfsfóUc fyrirtækjanna tveggja er rúmlega 120 talsins og launa- greiðslur um 36 miljónir króna mánaðarlega. Sameiginleg velta fyrirtækjanna var á sl. ári rösk- lega 5 miljaröar, þaraf 4.2 mil- jaröar hjá Velti, að þvf er fram kemur i fréttatilkynningu. I tilefni afmælisins eru staddir hér á landi 16 fulltrúar frá hinum ýmsu Volvo fyrirtækjum og frá Hiab Foco til að fagna þessum tímamótum. Gagnavinnsla og tölvutækni Starf Skýrslutæknifé- lagsins á liönu ári Skýrslutæknifélag tslands er félag áhugamanna um gagna- vinnslumálefni og eru félagar um 280. Aöalfundur félagsins var haldinn 27. mars sl. A starfsárinu hélt félagiö sex félagsfundi, þar sem rædd voru ýmis sviö gagna- vinnslu og tölvutækni. Þá gekkst félagiö I samvinnu viö Reikni- stofnun Háskólans fyrir smá- tölvusýningu. Félagiö skipaði á árinu tvo vinnuhópa sem báöir hafa lokið störfum. Annar hópurinn samdi drög aö stööluöum samningum um viöhald, sölu og leigu á tölvu- búnaöi. Brýn þörf var á aö fá þessa samninga staölaöa og staö- færöa hérlendis, segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Hinn vinnuhópurinn geröi drög aö umsögn um svonefnda persónu gagnalöggjöf eöa „Frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varöa einka- málefni”. Bæöi þessi málefni hlutu siöan endanlega afgreiöslu á félagsfundum. A vegum Skýrslutæknifélagsins starfar nú oröanefnd sem undir- býr 3. útgáfu skrár um orö og hugtök á sviöi gagnavinnslu og tölvutækni. Formaöur oröa- nefndar er Sigrún Helgadóttir. 1 mai sl. gekkst félagiö fyrir fundi og hringborösumræöum_ um opinbera stefnumótun á sviöi" töivumála. I 'stjórn félagsins eru nú: dr. Jón Þór Þórhallsson formaöur, Páll Jensson varaformaöur, Óttar Kjartansson ritari, Árni H. Bjarnason féhiröir, Ari Arnalds skjalavöröur og Sigurjón Péturs- son meöstjórnandi. íþrottir Ellert B. Schram, formaöur KSÍ: Þrákelkni sj ónv arps //Ég kannast ekki við þetta tilboð um 15 mín. bútinn, sem minnst er á i greininni/ og liggur því beinast viðað vísa öllum fullyrðingum um stífni og þrákelkni KSi beint til föðurhúsanna/' sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnu- sambandsins, í gær þeg- ar hann hafði samband við Þjv. vegna greinar sem birtist á íþróttasíð- inni um samninga Sjón- varpsinsog KSI um upp- tökur á landsleikjum. — Allar viöræöur þessara aöila hafa veriö um 90 mln. leiki og hafa samningar und- anfarinna ára einmitt verið þess eölis. Þar hefur aldrei veriö minnst á einhvern 15 min. bút, sem ekki yröi sýndur hérlendis. — Aukin tækni Sjónvarpsins hefur gert það aö verkum, aö fólk kann sifellt betur aö meta þá þjónustu stofnunarinnar aö sýna leiki samdægurs og þvi velta sifellt fleiri fyrir sér hvort þeir eigi að fara á völl- inn eöa sitja heima I stofu og fylgjast með öllu I sjónvarp- inu. — Erlendis er þetta oftast þarinig, aö réttindi til sjón- varpsupptöku eru ekki veitt fyrr en útséö er meö aö upp- selt veröi. Aöstaöan er öll önn- ur hjá okkur, þvi aö KSI bygg- ir allt sitt á landsleikjunum og ekki má mikið út af bera til þess aö tekjurnar skeröist verulega. Ef veöur er slæmt er mjög liklegt aö fólk kjósi held- ur aö njóta leiksins heima heldur en aö fara á völlinn. — Tilboö þaö sem Sjónvarp- iö hefur gert KSl hljóöar upp á 1 milj. til 1.3 milj. fyrir hvern leik og er algjörlega óviöun- andi ef máliö er skoöaö nánar. Sitji .500 manns heima vegna sjónvarpsupptöku er tekjumissir KSI um 1.5 milj., sem er umtalsverö upphæö. Tilboð Sjónvarpsins er þ.a.l. beinlínis hlægilegt ekki sist þar sem umi 'er aö ræða 90 mln. efni. Einnig má skoöa þessi mál meö hliösjón af þeim upp- hæöum sem stofnunin eyöir I menningarmál t.d. leikrita- gerö. Vissulega eru fjárhags- erfiðleikar hjá Sjónvarpinu, en það er hart að þeir skuli bitna á okkur meö þessum hætti. — Fyrir nokkrum árum haföi KSl meö alla samninga- gerö að gera fyrir leikina I 1. deild og voru þá sömu erfiö- leikarnir að ná sanngjörnum samningum. Siöan töku félög- in þetta aö sér og nú mun þaö borga 180 þús. fyrir hvern leik eöa 90 þús á hvort liö. — Aö lokum langar mig til aö segja aö KSI hefur oftar en ekki reynt aö greiöa götu Sjón- varpsins. KR sigraði tslandsmeistaramótiö I sund- knattleik hófst um heigina meö leik KR og Ármanns, en þriöja liöiö á mótinu er Ægir og er leikin tvöföld umferö. KR sigraöi Ármenningana 5-3. Leikurinn var nokkuö jafn lengi vel, en undir lokin sigu Vestur- bæingarnir framúr og sigruöu meö tveggja marka mun, 5-3. Mörkin fyrir Armann skoruöu Kristinn Ingólfsson og Pétur Pétursson og fyrir KR skoruöu Vilhjálmur Þorgeirsson, Olafur Þ. Gunnlaugsson (2) og Þóröur Ingason (2), Þorbjörn vann alla Þorbjörn Kjærbo geröi sér litiö fyrir og sigraöi á Michelin-mót- inu, sem fram fór á Hólmsvelli i Leiru eöa Leirunni eins og golfar- arnir kalla völiinn. Ekki var nóg meö aö Þorbjörn sigraöL heldur sló hann einnig vallarmetiö þar sem hann lék á 70 höggum seinni daginn, en gamla metiö var 72 högg. Fyrri daginn haföi Þor- björn leikiö á 80 höggum og var þvi meö 150 högg samtals. Annar I keppninni án forgjafar varö Hannes Eyvindsson á 151 höggi (72-79) og þriöji Sigurjón Glslason á 153 höggum. Einar Þórisson varö fjóröi á 159 höggum og saman I 5/6, sæti lentu Páll Ketilsson og Rúnar Kjærbo á 160 höggum. 1 keppninni með forgjöf sigraði Asgeir Nikulásson með 67 högg nettó. Rúnar Valgeirsson varö annar á 68 höggum og Hannes Eyvindsson þriöji á 69 höggum. Aukaverðlaun voru veitt fyrir aö vera næstur holu á 3. braut og fékk Gunnar Hjartarson þau.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.