Þjóðviljinn - 27.05.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mal 1979 hneyksluð um leið og fariö er fram á rannsókn á fjárreiðum stærstu fyrirtækja landsins eins og Flugleiðum og þvi verður þá haldið fram, að sjálf krafanum rannsókn muni spilla fyrir is- lenskum atvinnurekstri saman- lögðum erlendis og jaðri þvi viö landráð!). „Pólitík” er óþörf I annan staö ber hjá þessum mönnum allmikiðá vantrausti á sjálfar leikreglur lýðræðisins. Þeim finnst að almenningur hafi, sem kjósendur, of mikil áhrif á stjórnmálamenn, sem neyðist i innbyrðis samkeppni um hylli til að bjóða fram margskonar þjónustu (I félags- málum, samgöngum, heil- brigðismálum osfrv.). Þetta finnst þeim illt undir að búa, vegna þess að sá sorglegi veik- leiki stjórnmálamanna að þurfa að sýna lit á að gera eitthvað fyrir almenning hann sam- rýmist ekki markaðslögmálum, hann truflar hina sælu mynd frjálshyggjunnar. Rökrétt niðurstaða er sú sem annar spámaður, Hayek, leggur til: hann vill „velta pólitikinni úr hásæti hennar”. Samkvæmt þeim forsendum sem hann byggir á hefur hann auðvitað rétt fyrir sér: Ef markaðslög- málin geta ein leyst samskipta- eða viðskiptavandamál þegn- anna á sæmilegan hátt og rikis- valdið á ekki að gera annað en aö setja mönnum ákveðnar leik- reglur innan þeirra ramma, þá er pólitikin eiginlega óþörf. (Nema sú „pólitik” sem vinnur gegn sósialisma, aö sjálfsögðu). Aðrir pólitikusar en þeir sem trúa á frjálshyggju Hayeks og Friedmans munu ekki gera annað en flækjast fyrir bless- unarlegum áhrifum markaðarins, þeir munu trufla lögmál hans I þágu ákveðinna hópa umbjóðenda sinna. Næsta skrefiö hlýtur að vera að draga úr áhrifum þeirra og atkvæöis- réttarins — til dæmis með þvi undarlega öldunaráði kosnu til 15ára, sem Hayek hefur nýlega gert tillögur um. Hvorki ný né frjáls Nýfrjálshyggjan er reyndar hvorki ný né heldur miðar hún aö þvi að stækka riki frelsisins. Hún er I eðli sinu tortryggin á gagnrýni að neöan, vinnur gegn „réttinum til að vita”, gegn lýðræöislegu frumkvæði að neðan, gegn vægi atkvæðis- réttar, gegn áhrifum stéttar- félaga. Hún er hugmyndafræði stéttar sem telur sig hafa for- sendur til forræðis og forsjár yf- ir öðrum i krafti þess að hún kúnni aö fara meö fé og hafi yfirsýn og skilning á lögmálum m'arkaðarins. Ef að þetta fyrir- bæri sýnist nýtt einhverjum þá er það vegna þess að margar af hugmyndum frjálshyggju- manna gengu sér til húðar fyrir svo löngu að menn voru búnir að gleyma þeim. Fyrirbærið getur lika sýnst nýtt vegna vanrækslusynda vinstrisinna, vegna þess að verkalýðsflokkar Evrópu hafa vanrækt bæöi samstöðulauna- stefnu og svo aö kunna ráö sem duga við þeirri stórsniöugu kænsku kapitalismans aö halda öllu þvi sem gróðavænlegt er i sinum greipum en láta rikið hirða öll mistök sin. En þar með erum við lika komin að upphafi annarrar greinar.... —AB Fyrir skömmu var vin- sælt að halda þvi f ram, að hugtökin vinstri og hægri væru í raun og veru orðin merkingarlaus í stjórn- málum. Allt var það eins liðið hans Sveins. Sumir töldu, að það eina sem verulegu máli skipti væri það, hvort stjórnmála- hreyfingum væri trúandi fyrir lýðræðinu eða ekki. Aðrir vildu skipta stjórn- málamönnum í siðvædda og kerfisspillta (Vil- mundarþankinn). Sunnudagspistill Eftir Árna Bergmann Uppreisn frá hægri Nú eru hægrimenn hættir við þessa túlkun mála. Þeir kalla sig nú frjálshyggjumenn og segjast vera I uppreisn. Þeir eru I uppreisn gegn öllu sem þeir telja til sósialiskra áhrifa og hugmynda. Þeir eyða þá ekki púðri sinu fyrst og fremst 1 aö benda á augljósar meinsemdir flokksræðis um austanveröa Evrópu (Það gera þeir reyndar einatt miklu betur sem gagn- rýna þau þjóðfélög frá sósial- isku sjónarmiði). Nei, þeir eru að gagnrýna vestræn, borgara- ieg, kapitalisk samfélög fyrir það, að þau hafi smitast af „sósialisma”. Vandræði markaðsþjóöfélagsins (þ.e. kapitalismans) i dag segja þeir ekki stafa af hans innbyggðum þverstæðum, heldur af þvi að ekki sé stundaður nógu hrein- ræktaður kapitalismi. Velferðarjiijóöfélagiö, vald verkalýðshreyfingarinnar, viö- leitni stjórnmálamanna til að beita rikisvaldi til kjarajöfn- unar — allt truflar þetta markaðslögmálin. Og kemur þar með i veg fyrir mögulegar framfarir. Meira en svo: þótt rikisafskipti af efnahagslffi (til að forða atvinnuleysi) eða kjarajöfnun (til aö draga úr eld- fimu misrétti) sé kannski af góðum huga sprottiö, þá er allt þessháttar i reynd bein leiö til helvitis. Bæði reikulir mið- flokksmenn og sóslaldemókrat- ar munu samkvæmt þessari kenningu I reynd tosa þjóð- félögin til sósialisma. Og sósial- ismi er alræði. Allar götur enda i Gúlag nema sú sem nýfrels- aðir hægrimenn ganga. Margt er bannaö Þessi hægristefna er mjög róttæk á sinn hátt. Einn helsti spámaðurinn, Milton Fried- man, telur, að þaö sé ósam- rýmanlegt frjálshyggju sannri aö bandarlsk stjórnvöld fáist við aö styðja við bakið á land- búnaðinum, hafa eftirlit með húsaleigú, lögfesta lágmarks- laun eða hámarksverð eða vexti, hlutast til um skipan flutningamála, skipuleggja almannatryggingar þannig að fólk sé „neytt” til að verja hluta af tekjum slnum til ellilifeyris, leggja fé til lausnar húsnæðis- vandamálum stórborga. Og segist Friedman geta lengi viö bætt (Freedom and Capitalism bls 35-36.). Fáir lærisveinar Friedmans hérlendis munu taka svo stórt upp I sig enn sem komið er — en eins og Kjarval sagöi: það kemur. Hœgri og vinstri ífullri alvöru Nauðhyggja Vitanlega þekkja uppreisnar- menn frá hægri mætavel sigild andmæli gegn trú þeirra: Markaöslögmálin hafa ekki til- hneigingu til aö dreifa efna- hagslegu valdi heldur safna þvi á færri hendur (auðhringa- myndun). Þau fela i sér gifur- lega sóun á takmörkuðum auðlindum. Þau auka misrétti. Þegar Friedman segir að „launþeginn sé verndaður fyrir þvingun af hálfu atvinnuveit- anda vegna annarra atvinnu- veitenda sem hann getur unniö fyrir”, þá er það tæplega hálfur sannleikur: hár aldur eða æska, kynferði eða búseta og svo sjálft atvinnuleysið — allir þessir þættir gera valfrelsi Friedmans að grófu háði um hlutskipti glfurlegs fjölda fólks. En svör „frjálshyggjumanna” eru einatt furöu rýr eða léttúðug. Þeir segja að öll mannanna verk séu ófullkomin. Þeir segja að aðrir muni ekki gera betur. Þeir afskrifa fyrirfram allar skipulagðar tilraunir vinnandi fólks til að breyta þjóðfélaginu sér I hag og visa á miskunnar- laust efnahagslögmál sem ekki veröi undan komist. Þeir verða einatt að nauðhyggjumönnum á borð við stalinista. Hjá þeim körlum varð „söguleg nauðsyn” bæði að réttlætingu fyrir öllu sem gerist og allsherjarút- skýringu — hjá nýfrjálshyggju- mönnum gegna markaðs- lögmálin svipuöu hlutverki. Gegn meiri vitneskju Þessir uppreisnarmenn gegn sósialisma eru flinkir menn i áróðri, til dæmis eru þeir iönir við að sá frelsi og lýöræöi þétt i sinn málrófsakur. Þvi hafa færri en skyldi tekið eftir þvi, að i þessum hópi er mjög algengt andóf gegn ýmsu þvl sem vest- rænt lýðræði hefur talið sér til ágætis að undanförnu. Þar er t.d. ljóst að höfðingjar þessa hóps eru ekki hrifpir af baráttu menntamanna og fjölmiðla fyrir „réttinum til að vita”, einatt telja þeir beinllnis hættulegar þær afhjúpanir sem öðru hvoru hafa leikið grátt suma auðhringa. Mál eins og Lockheedhneykslið, sem spann- aði mörg lönd, leiddi ekki aðeins fram i dagsljós stórfellda mútustarfsemi á vegum eins stórfyrirtækis, heldur viðtekiö mynsturi starfsháttum kapital- iskra fyrirtækja. Kapitalisminn þolir ekki slikt upplýsingastrið til lengdar — og hann hefur þegar snúist til varnar gegn „rannsóknarblaðamennskunni” og orðið allvel ágengt (enda á hann flesta fjölmiðla lika). Hvar eru Lockheedmál ársins 1979? (Það er dæmigert að nú um skeið hafa hægriblöð hér heima haldiö uppi þeim gauragangi um bilamál ráöherra, að liklegt er aö einmitt sú stjórn sem stigur ákveöin skref frá friðindum i þessum málum sé i almenningsálitinu orðin sér- staklega spillt. Sömu blöö munu hinsvegar rjúka upp stór-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.