Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Viðtal við
Árna
Egilsson
Þegar við fréttum að
Árni Egilsson bassaleik-
ari væri hér í heimsókn
þótti okkur tilvalið að ná
tali af honum og forvitn-
ast örlítið um hagi hans.
Árni hef ur verið búsett-
ur í Bandaríkjunum í
u.þ.b. 15 ár og starf að þar
sem tónlistarmaður með
ýmsum listamönnum.
Ráöinn til
Bandaríkjanna
Viö komum okkur þægilega
fyrir á matstofunni A næstu
grösum.
Arna fannst tilvalið a& vera
þjóðlegur og fékk sér fjalla-
grasatei,en við Leifur ljósmynd-
ari ákváðum aö halda okkur við
kaffiö.
— Hvernig stóð á þvi að þú
fórst til starfa f Bandarikjun-
um?
Arni: — Ég var búsettur i
Þýskalandi þar sem ég spilaöi
með sinfóniuhljómsveit. Hljóm-
sveitarstjórinn Sir John Barbir-
olli var þá að taka viö sinfónfu-
hljómsveit Houston ~ borgar i
Texas og réð mig til starfa i
hljómsveitinni. Þetta hefur lík-
lega verið 1969. Ég spilaði lika
nokkuð mikið jazz í Houston.
Þegar karlinn hætti 1967 eða ’68
tók André Previn við hljóm-
sveitinni. Stofnuðum við André
Previn djasstrió ásamt tromm-
ara nokkrum og störfuðum með
hana þar til André hætti með
hljómsveitina eftir fimm ár.
— Hvert fór Previn þá?
Ami: — Hann tók viö Lund-
úna-sinfóniunni. Mér stóð til
boöa að fara annað hvort til
London með André eða gerast
„free lance” tónlistarmaður I
Los Angeles. Ég kaus Los Ang-
eles.
— Hvernig gekk aö komast
áfram sem lausamaður i brans-
anum.
Arni: — André Previn hjálp-
aði mér. Hann hringdi i ein-
hvern mann og sagöi, ég er hér
með mjög góðan bassaleikara.
Viltu ekki reyna hann. Og svo
þróaðistþetta. Ef þústendur þig
vel færðu fleiri störf og svo berst
hróður þinn.
Fyrsta starfið sem ég fékk
var hjá Universal Studios. Ég
lék tónlistina fyrir fyrstu Air-
port-myndina liklega 1969 eða
’70. Ég hef aðallega verið i sjón-
varps- og kvikmyndabransan-
um. Ég spila þá jöfnum höndum
á rafmagns- og kontrabassa.
Svo spila ég mikiö strengi hjá
hinum og þessum. Það er mjög
algengt að allra handa lista-
menn komi til Los Angeles til aö
bæta strengjum inná plöturnar
sinar. Ég spila t.d. á nýjustu
plötu Barböru Streisand, það er
diskóplata. Svo hef ég spilaö á
plötum Elton Johns, Wings,
Eagles, Rod Stewarts og hjá
helling af ófrægu fólki.
— Manstu eftir nöfnunum á
einhverjum þessara platna?
Arni: — Nei, nei. Maöur sér
þessar plötur aldrei, ég man
engin svoleiðis nöfn.
Jazz, rokk,
og sinfóníur
— Hefurðu eitthvað fengist
við að semja?
Arni: — Voðalega litið. Það
eru miklu betri kompónistar en
ég þarna. Það er svo mikiö af
góöu fólki þar sem skarar fram-
úr.
Það er búið að eyðileggja allar uptökur með íslenskum djassleikur Ég á fallegt hús með
um frá þessum tima.... sundlaug og öllu svoleiðis.
Á réttum staö á
réttum tíma
— En nú hefurðu lcikið fleira
en i stúdioum í Los Angeies.
Arni: — Já, ég spilaöi lengi
með Metropolitan Öperunni og
svo hef ég spilað meö öllum
mögulegum ballettum. Stutt-
gart Ballet og New York Ballet,
New York Opera og hinum og
þessum.
Ég leik alltaf reglulega með
Louis Bellson þegar hann kem-
ur til borgarinnar og einnig hef
ég leikið mikið með George
Coleman og hinum og þessum.
— Þér hefur væntanlega oftar
en einu sinni verið boðið I fast
starf í frægum hljómsveitum?
Arni: — Já, en það þýðir
ferðalög og allskonar þvæling.
Þaö þýöir ekkert að vera á
feröalagi ef þú ert i stúdio-
bransanum. Þú veröur alltaf að
vera til staöar þegar kallað er.
Kompónistar hafa ákveöna
menn i huga þegar þeir semja.
Umboðsmenn þeirra fá lista
yfir hvaða menn þeir vilji fá.
Svo er hringt i þá. Valinn maöur
i hverju sæti. tltsetjari reynir
ekki að fá mann frá annarri
borg til að spila, þó aö útsetn-
ingin passi honum. Hann skrifar
bara nýjan part.
— Meinarðu að tónskáldin
semji og útsetji tónlistina alltaf
með vissa menn I huga og út-
setningin ráðist af þvi hverjir
séu valdir i hljómsveitina?
Arni: — Já, kompónisti byrj-
ar aldrei að útsetja fyrr en búið
er að velja hljómsveitina.
— Getur þú nefnt mér ein-
hverja sem hafa sóst eftir að fá
þig i hijómsveit?
Arni: — Cleo Laine og John
IDankworth sóttust fast eftir þvi
'við mig aö ég spilaði meö þeim
um svipað leyti og þau komu
hingað. En ég haföi ekki áhuga
á að fara i feröalög sem fylgja
þessu.
FINGRARIM
íslenskt tón-
skáld í smábæ
Einu sinni fór ég með Don
heitnum Ellis trompetleikara til
Portales, smáborgar I New
Mexico. Bassaleikarinn hans
var veikur og Don vantaði ein-
hvern bassaleikara sem gæti
blaðlesið nóturnar I flugvélinni
á leiðinni og lært hlutverkið. Viö
æfðum i hálftima og komum svo
fram. Við spiluðum fram að hléi
og allt gekk vel. En i hléinu hitti
ég mann sem heitir Jón Jónsson
eöa eitthvaö svoleiðis. Hann er
islenskur og er tónskáld. Það
var voðalega skritið að hitta is-
lending i þessum smábæ I New
Mexico. Hann býr þarna ásamt
konunni sinni sem er llka is-
lensk og starfar sem tónlistar-
ráðunautur eða eitthvað svo-
leiðis við skólann i bænum.
— Hvernigstóðá að Don EIlis
vaidi þig til að fara með sér?
Arni: — Við Don Ellis vorum
góðir vinir. Ég lék með honum
tónlistina fyrir kvikmyndirnar
French Connection 1 og 2 sem
hann samdi. Svo er ég gamall
aödáandi hans. Tónlist Dons
Ellis er mjög flókin, erfiðir takt-
ar og skiptingar. Hann var með
búlgarska pianistanum Milcho
Leviev og gerðu þeir allskonar
tilraunir.
— Ilefurðu gott uppúr stúdió-
vinnunni?
Arni: — Þetta starf er ágæt-
lega borgaö. Ég á mjög fal-
legt hús með sundlaug og öllu
svoleiðis og lifi ágætu lifi.
Stúdió-starfið er sennilega best
borgaöa hljóðfæraleikarastarfið
i heimi, nema þú gerir ein-
hverja „hit”-plötu. Þess vegna
sækjast allir i það
Að vera á
réttum stað
— Hvað réði þvi að þú fórst i
þetta starf?
Arni: — Ég held að þaö sé
heppni að vera á réttum stað á
réttum tima. Ég er eini Norö-
ur-evrópubúinn i þessu starfi i
Los Angeles. Þetta getur veriö
mjög erfitt starf. Þaö eru allt
uppi 3-4 „sessjónir” á dag.
Stundum vinn ég frá 8 á morgn-
ana til 12 eða 1 á kvöldin. En svo
er stundum minna aö gera. Þá
spila ég ókeypis með djassleik-
urum á klúbbum eöa i æfinga-
hljómsveitum til að halda mér i
æfingu.
— Er það staðreynd að Los
Angeies sé ein af háborgum
dægurtónlistarinnar?
Arni: — Tvimælalaust. Þeir
hafa ágæta sinfóniuhljómsveit,
þarna eru flest-allar plötur fyrir
Bandarikjamarkað gerðar og 90
prósent af öllum kvikmyndum
og sjónvarpsefni Bandarikj-
anna er framleitt i Los Angeles.
— Hvernig finnst þér að
ganga inni stúdió og leika allar
gerðir tónlistar undirbúnings-
iaust og án þess að hafa neinn
tima til að tileinka þér tónlistina
eða koma með eigin túlkun? Er
þetta bara einsog hvert annað
iðnaðarmannastarf?
Arni: — Er ekki öll tónlist
iönaðarmannastarf? Mér finnst
þetta mikið listrænna en að
spila Beethoven 10 sinnum á ári
i 30 ár. Ég er klár á þvi aö eftir
öll þessi ár i sinfónium og
óperum og ööru að öll músik er
góð, sem er vel spiluö. Það er
' leiöinlegt að spila sinfóniur með
lélegri sinfóniuhljómsveit, eða
að spila djass með lélegum
hljóðfæraleikurum.
Búið að
eyðileggja allar
upptökur
— Hefurðu einhver fleiri störf
með höndum en stúdióvinnuna?
Arni: — Ég kenni á bassa viö
California State University. Ég
er búinn að gera þaö i 5 ár. Svo
var ég með útvarpsþátt um ls-
land 1975 i Los Angeles. Þar tal-
aöi ég við íslendinga t.d. Einar
Agústsson fyrrverandi utanrik-
isráðherra og Azkenasy. Mig
langaði mikiö til að kynna is-
lenska djasstónlist. Það var
heilmikiö tekið upp af djassi
þegar Jazzklúbbur Reykjavikur
var starfandi um 1960. En það er
búið aö eyöileggja allar upptök-
ur virðist vera. Rikisútvarpið er
búið að taka yfir alla islensku
djasstónlistina sina. Það er al-
veg synd. Við áttum marga
mjög góða djassleikara hérna.
Þegar Chet Baker kom hingaö
heyrði hann Jón Pál gitarleik-
ara spila. Baker sagði þá að Jón
Páll væri einn besti gitarleikari
heims. Nú og svo fékk örn Ar-
mannsson silfurverölaun i Finn-
landi á þessum árum fyrir git-
arleik sinn. Það er synd aö ekk-
ert skuli vera til meö þessum
mönnum frá þessum tima.
Plata á leiðinni
— Hvað olli þvi að þú forst úti
að vinna að sólóplötu?
Arni: — Þaö byrjaði með þvi
að Gunnar Þóröarson hvatti
mig til aö gera sólóplötu þegar
hann var úti sl. sumar. Ég talaði
siöan viö Bruce Brougton kom-
pónista, vin minn, um aö hann
skrifaöi fyrir mig. Bruce er
fyrrverandi yfirmaður CBS
sjónvarpsins i Los Angeles en er
nú einn eftirsóttasti kompónisti
Los Angeles. Hann fékk m.a.
Emmy - verðlaun fyrir lagiö
Gunsmoke fyrir nokkrum árum.
Bruce þótti áhugavert að
semja tónlist fyrir bassaleikara
og sló þvi tii. Ef þú færö ein-
hvern „producent” og segist
ætla að gera kontrabassaplötu
segir hann aö maður sé snarvit-
laus. Það verður að gera plötu
einsog Stanley Clarke og Jaco
Pastorious sem geta selst.
— Þú spilar bæði á rafmagns-
bassa og kontrabassa á plöt-
unni?
Arni: — Já, ég spila á raf-
magnsbassa i ryþma-sveitinni
en nota svo kontrabassann sem
sóló-hljóöfæri. Ég leik af fingr-
um fram, plokka bassann, strýk
hann, skrapa strengina og geri
eitt og annaö. Það eru sex löng
lög á plötunni öll eftir Bruce. Ég
er búinn meö minn part en það á
eftir aö bæta einhverju við. Hún
liggur bara i salti. Ég er ekki
búinn aö fá útgefanda en ýmsir
aðilar erlendis hafa sýnt mikinn
áhuga. Mér liggur ekkert á. Ég
hef samt áhuga á aö reyna að
koma plötunni á markaö hérna
á Islandi i haust hvaö sem verö-
ur i Bandarikjunum.
— Hverjir leika með þér á
plötunni?
Arni: — Mike Melvoin leikur
á pianó. Hann er tónskáld og var
að klára tónlistina fyrir nýjustu
mynd Barböru Streisand. Hann
útsetti lika alla strengina fyrir
Grease-myndina.
Pete Robinson spilar á „synt-
hezisera”. Hann er tónskáld og
þekktur tónlistarmaöur.
David Crigger spilar á
trommur. Ég þekki hann ekkert
en hann er eflaust þekktur.
Bruce fékk hann i þetta. Hann
er allavega mjög góöur.
Joe Porcaro leikur slagverk.
Hann er pabbi Jeffs Porcaro
sem leikiö hefur með Joni
Mitchell, Santana og hinum og
þessum.
Mitch Holder leikur á gitar.
Hann er i hljómsveit Woodys
Herman.
— Hver er svo framtfðin hjá
þér?
Arni: — Ætli ég verði ekki úti
i Los Angeles eins lengi og ég
get spilað. Svo kem ég eflaust
heim, til Islands. Er það ekki
framtið okkar allra, tslendinga,
að koma aftur til Islands eins og
laxinn?
Umsjón: Jónatan Garðarsson